Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Síða 28
28 DV. FIMMTUDAGUR16. DESEMBER1982. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Hagkvæmast að fjárfesta í f rystum fiski á liðnu ári: Hefði gefið aff sér 300 prósent arð lágir af urðalána vextir og mikill gengishagnaður veldur niðurgreiðslu á útflutningi aðalframleiðslugreinarinnar Fjárfestingar í birgðum algengar erlendis Fjárfestingar í birgöum eru ekki óal- gengar erlendis. Þekkjast þær til dæm- si bæði í greinum eins og kakórækt og sykurrækt. Viö Islendingar höfum komist i kynni viö fyrirbæriö í sam- bandi viö álið, þegar Svissneska álfé- lagið, móðurfyrirtæki Isal hf. í Straumsvík, hefur keypt álbirgðir þeg- ar sala á alþjóðamörkuðum hefur dregist saman. Það sem gerist er að kaupandi birgðanna losar framleiö- andann viö áhættu af birgðahaldinu. Sá fyrmefndi á þá einnig von í hagnaði vegna verðhaikana en einnig á hættu að tapa vegna verðlækkana. Besta f járfestingin sem vitað er um hér á landi á liðnu ári var kaup á f ryst- um fiski af framleiðendum og síðan sala á honum aftur eftir nærri eins árs geymslu. Þessi fullyrðing þykir vafalaust und- arleg i ljósi þess aö „á Islandi tapa all- ir á fiskveiðum og fiskverkun”. Fyrir henni era þó fullgild rök og f ullyrðingin kom fram í ræðu Péturs Blöndal trygg- ingafræðings og forstjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna á fundi á Hótel Loft- leiðum á dögunum. Var hann á vegum Kaupþings hf. og fjallaði um fjárfest- ingarmöguleika almennings. Dæmið um f járfestingu í birgðum af frystum fiski er svo hagstætt þar sem vextir af afuröalánum voru á umrædd- um tima aðeins 28% og auk þess hækk- aði gengi dollarans gagnvart ísl. krónu um u.þ.b. 100%. Afurða- og viðbótarlán út á birgðir af frystum fiski eru u.þ.b. 75% af áætluðu söluverði. Niðurstaöan er því sú að framleið- endur eða þá þeir sem keypt hefðu af þeim afurðirnar, frysta fiskinn, hefðu aöeins þurft að leggja fram 25% af verðmætinu úr eigin vasa. Hitt hefði verið lánað með lágum vöxtum og óverðtryggt. Niðurstaðan er því sú að hagnaður- inn af því aö kaupa frystan fisk á þessu umgetna tímabili hefði verið rúmlega 300%. Það er eigið féð (25%) hefði bor- ið meira en 300% ávöxt. IMiðurgreiðsla á fiski = „seðlaprentun" Dæmið um fjárfestinguna frystum fiski er kannski ekki raunhæft miðað við aðstæður hér á landi. Dæmið er hins vegar raunhæft og athyglisvert að því leytinu að þaö sýnir ljóslega að þama hefur verið stunduð einhvers konar niðurgreiðsla á afurðum aðal- atvinnugreinar okkar og aöalútflutningsafuröum okkar. Að sögn sérfræðinga verður slíkt aðeins borið með beinum verðbólguaðgerðum „seðlaprentun” eða því um liku. Hársímakostnaður:" Hagstæðara að fljúga til New Yorkogvera þarífjóra daga Símtöl til útlanda þykja dýr hér á landi og fyrirtæki sem þurfa að hafa mikil viðskipti við viðskipta- vini sína erlendis kvarta sáran. Er jafnvel svo að stórfyrirtæki eitt hefur gripiö til þess ráðs aö senda starfsmann sinn til Banda- ríkjanna á miklum annatímum. Odýrara er að kosta ferðir hans til New York og uppihald í fjóra daga og hringingar þaðan en láta hann hringja frá Reykjavík. Ferðakostnaöur til New York mun vera um þaö bil 16.000 krón- ur ásamt uppihaldi í tvo til fjóra daga. Samsvarar þaö átta klukkustunda notkun símans hér við erlend samtöl, miðaö við kostnaö við umframskref. Verslunarráð kynnt viðskipta- fræðinemum ......... Nemendur á f jórða ári í viðskipta- deild Háskóla íslands heimsóttu Verslunarráð íslands hinn 19. nóvem- ber sl. Þar voru þeim kynnt störf og stefna ráðsins og auk þess svöruðu for- ráðamenn Verslunarráðs fyrirspurn- um. Stefna í efnahags- og atvinnumál- um, vaxtamál, verðlagsmál og rekstr- argrundvöliur fyrirtækja var meðal þess sem rætt var. LAUN HAFA HÆKKAÐ UM 423% ÁRK) 1982 Laun hafa hækkað um 42,8% á ár- inu sem er að líöa. Hækkanirnar hafa komið í eftirfarandi áföngum: Hinn fyrsta mars nam hækkunin 7,51%, 1. júní 10,30, hinn 1. júlí 4% samkvæmt grunnkaupshækkunum í samningum Alþýðusambands og vinnuveitenda, þá var hækkun 1. september, sem nam 7,50% og nú síð- astl.des. 7,72. Síðasttalda hækkunin var eins og hinar hækkanirnar, að einni undan- skilinni, vegna hækkunar fram- færsluvísitölu. Sú vísitala hækkaöi þó um 17,51% en launin aðeins um 7,72%. Mismunur þarna á milli stafar af eftirfarandi atriðum: Búvörufrá- dráttur (launaliður bænda) 0,99%, hækkun tóbaks og áfengis, sem tekin er út úr vísitölu 0,61%, áhrif versn- andi viðskiptakjara við útlönd 0,48% og síðan eru verðbætur skertar um 50% samkvæmt ákvæðum í bráða- birgðalögum ríkisstjómarinnar síðan í ágúst. Eftir standa þá 7,72%, það hlutfall sem laun hækkuðu al- mennt um hinn 1. desember sl. ✓ Viðskipti ÓlafurGeirsson öm Vigfússon sölust jóri OLÍS örn Vigfússon tók á miðju þessu ári við starfi sölustjóra efnavara hjá Olíuverslun Is- lands hf. — OLIS. Um siðustu mánaðamót bættist umsjón með bensínafgreiðslum fýrir- tækisins einnig við starfssvið hans. örn er mjólkurfræðingur aö mennt og lauk námi í Dan- mörku árið 1962. Þá hóf hann störf hjá Mjólkurbúi Flóa- manna á Selfossi. Þar gegndi hann störfum verkstjóra og síðar framleiðslustjóra. örn Vigf ússon er 41 árs að aldri. Sveinlaugur Kristjánsson fjármálastjóri Broadway Sveinlaugur Kristjánsson tók við starfi skrifstofu- og fjár- málastjóra hjá Veitingahúsinu Broadway um síðustu mánaða- mót. Hann er þrítugur að aldri, lauk prófi frá Verslunarskóla Islands árið 1971. Síöan starfaði Sveinlaugur fimm ár á endur- skoðunarskrifstofu en hóf störf hjá Hagvangi — Hagtölu 1977, þar sem hann var til 1979, er hann réðst til Reykjaprents hf. (Vísir), sem gjaldkeri. Þar var Sveinlaugur og síðar á DV, eftir sameiningu Visis ogDB.þartil hann tók við hinu nýja starfi. Þór Þorfojömsson framkvæmdastjóri Aseta verslunarinnarl Þór Þorbjömsson tók við framkvæmdastjórastarfi hjá Aseta versluninni, sem er í eigu sömu aðila og Armannsfell hf., um mánaðamótin september, október sl. Áður hafði Þór, sem er 38 ára aö aldri, starfaö um tíu ára skeið hjá Radíóbúöinni hf. Hann er húsasmiður að mennt, lauk námi í þeirri grein árið 1967 og starfaði við hana framtilársinsl972.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.