Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Qupperneq 38
38
DV. FIMMTUDAGUR16. DESEMBER1982.
I gærkvöldi
í gærkvöldi
Bílasprautun
Alsprautun, blettun, rétting. Lögum
flesta liti standard. Greiðslukjör. Seljum |
allt til sprautunar og til þrifa bílsins. i 'x/
Látið fagmenn vinna verkið, það
'borgar sig. Komið því með bilinn
i meðferð hjá ÁFERÐ
l BÍLAMÁLUN - FUNAHÖFÐA 8 - SÍMI85930
Ásmundarsalur
— textílsýning
Laugardaginn 18. desember opnar Heidi
Kristiansen textílsýningu í Ásmundarsal viö
Freyjugötu. Heidi hefur lengi fengist viö
sauma og er ýmsum að góðu kunn eftir aö
hafa selt barnaföt og ýmsa smámuni á úti-
markaðinum á Lækjartorgi í sumar leið.
Áður en Heidi fluttist til Islands var hún
með í sameignarversluninni Tusind sind í
Kaupmannahöfn og seldi þar aðallega barna-
fatnað. Núna sýnir hún hins vegar bæði vegg-
teppi, jólabrúður, töskur, bamafatnað og
annað. Flestir verða munirnir til sölu. Þetta
verður fyrsta einkasýning Heidiar en áður
hefur hún tekið þátt í samsýningu í Þránd-
heimi í Noregi, en þaöan er hún. Sýningin
verður opin alla daga frá kl. 14 til kl. 22 fram á
Þorláksmessu.
Þess má að lokum geta að hljómsveitin
Hrim mun leika nokkur lög við opnunina á
laugardag.
Páfagaukur tapaðist
Ljósblár páfagaukur flaug út um gluggann á
heimili sinu á Hverfisgötunni, ef einhverjir
hafa orðið varir við hann eru þeir vinsam-
legast beðnir að hringja í sima 27803.
Frá Ferðafélagi
íslands
Dagsferðir sunnudaginn 19. des.:
1. kl. 10.30 — Esja-Kerhólakambur/sólstöðu-
ferð. Brodda og ísaxir er nauðsynlegt að hafa
með. Fararstjórar: Tómas Einarsson ogGuð-
mundur Pétursson. Verð kr. 100,-
2. kl. 13.00 Kjalamestangar-Brautarholts-
borg. Fararstjóri: BaldurSveinsson. Verð kr.
100,- Farið frá Umferðarmiðstöðinni, austan-
megin. Farmiðar v/bíl.
Ferðafélag Islands.
Frá Kiwanisklúbbnum
Heklu:
Eftirtalin númer hlutu vinning í jóladagatals-
happdrætti dagana 1,—18. des.
1. des. nr. 653
2. des. nr. 1284
3. des. nr. 2480
4. des. nr. 680
5. des. nr. 2008
6. des. nr. 817
7. des. nr. 1379
8. des. nr. 2665
9. des. nr. 438
10. des. nr. 2920
11. des. nr. 597
12. des. nr. 1946
13. des. nr.2754
14. des. nr. 2729
15. des. nr. 2889
16. des. nr. 1927
17. des. nr. 1269
18. des. nr. 1018
Frá skrifstofu
forseta íslands
Nýskipaður sendiherra Cabo Verde, hr.
Bettencourt Santos og nýskipaöur sendiherra
N-Kóreu, hr. Shin Sang Ku, afhentu í dag for-
seta Islands trúnaðarbréf sín að viðstöddum
Ólafi Jóhannessyni utanríkisráðherra.
Síödegis þáðu sendiherramir boð forseta
Islands að Bessastöðum ásamt fleiri gestum.
Sendiherra Cabo Verde hefur aösetur í
Haag, en sendiherra N-Kóreu í Stokkhólmi.
Reykjavík, 2. desember 1982.
_ rF.Kfí KK. 41.
harnablaði ð
Tilkynningar
Nýlega kom út tímaritið Nýja bamablaðið 4.
tbl. I. árg. 1982. Meðal efnis í blaðinu eru:
jólasögur, uppskriftir að piparkökum, þraut-
ir, grin og glens, talnaþraut og margt fleira.
Brauð eru myndræn
Hún höföaði ekki mikiö til mín dag-'
skrá sjónvarpsins í gærkvöldi né
heldur útvarpsins. Samt veröur ekki
undan því kvartaö aö hún hafi ekki
verið fjölbreytt.
Myndskáldiö Siguröur Guömunds-
son er eitthvað fyrirbæri sem maöur
nennir varla aö skenkja ööru auganu
á, en samt sagöur einn þekktasti ís-
lenski myndlistarmaöur í Evrópu.
Svona er maöur þröngsýnn. Maöur
geispar, og er jafnharðan búinn aö
gleyma út á hvaö heila máliö gekk.
Þó sá maður að brauö eru til margra
hluta nytsamleg. Og þau eru mynd-
ræn. En hvemig er það, skyldi
sjónvarpið hafa keypt þennan þátt til
sýningar ef hann hefði veriö fram-
leiddurhérálandi?
Svo er það blessaö Dallas-fólkiö
sem allir tala illa um og mest þeir
sem aldrei láta neinn þátt fram hjá
sér fara. Vinsælastur er JR vegna
þess að hann er verstur af öllum og
fer ekki batnandi eftir því sem á
líður. Hann þjónar svipuöu hlutverki
og Júdas í píslarsögunni. Hann er
skúrkurinn, en hann var ómissandi.
Hann hóf atburðarrásina upp yfir hið
hvunndagslega.
Annars eru auglýsingarnar aö
veröa fyrirferðamesti dagskrárliöur-
inn í sjónvarpinu. Það er sagt hollt
fyrir afnotagjöldin. En ég var svona
aö velta fyrir mér hvaö auglýsinga-
kostnaöur væri oröinn stór hluti af
veröi bókar, keyptri út úr búö. Eg er
nefnilega ekkert hrifinn af aö þurfa
aö borga ef til vill hundrað krónur
fyrir þaö eitt aö mér var bent
hundrað sinnum á aö bók væri til.
OEF
Barátta gegn
stríðsleikföngum
Kvenfélagasamband Islands fagnar þeim
áróðri, sem mörg ágæt félagasamtök hafa
tekið upp gegn því, að bömum séu fengin í
hendur leikföng, sem eru eftirmyndir dráps-
tóla eða á annan hátt minna á styrjaldir og of-
beldi.
1 þessu sambandi leyfir K.I. sér að minna á,
að Húsmæðrasamband Norðurlanda efndi til
samkeppni í tilefni hins alþjóðlega bamaárs
1980, um gerð góðra leikfagna til mótvægis
við hið mikla framboð leikfanga, sem beina
huga bama að ofbeldi í einhverri mynd. Þátt-
taka var mikil í þessari samkeppni, alls
bárust 49 tillögur. Dómnefnd, skipuð einum
fulltrúa frá hverju aðildarlandi, fjaUaði um
tillögurnar, en ekki þóttu þær það frumlegar,
að verðar væru fyrstu verðlauna, en veitt
voru tvenn önnur verðlaun, tvenn þriöju verð-
laun og þrjár tillögur hlutu meðmæli sam-
bandsins. Norræni menningarsjóöurinn veitti
styrk til þessarar samkeppni.
Mikið hugmyndaflug þarf til að gera góð
leikföng og því má ætla, að því oftar sem
viðlíka hvatning er veitt, sem þessi sam-
keppni var, því meiri líkur séu til að fram
komi hugmyndir, sem leikfangaframleiöend-
ur fengjust til aö sinna.
011 aöildarfélög Húsmæörasambands
Norðurlanda hafa eftir megni haldiö uppi
áróðri gegn stríðsleikföngum og styður
Kvenfélagasamband Islands hverja þá við-
leitni, er stefnir að viðnámi gegn þeim.
Kvenfélagasamband Islands
Fréttatilkynning
Á bókakynningu í Nýja kökuhúsinu við
AusturvöU í kvöld verða nýútkomnar þýddar
bækur kynntar.
Jórunn Sigurðardóttir leikkona les úr þýö-
ingu sinni á bókinni Mómó eftir þýska rithöf-
undinn Michael Ende. Bókin hefur hlotið
fjölda bókmenntaverðlauna þ.á.m. þýsku
bamabókaverðlaunin (Deutscher Jugend-
buchpreis). Mómó er ævintýraskáldsaga eða
skrítin saga um tímaþjófa og bamið sem
frelsaöi tímann úr klóm þeirra og færði hann
mannfólkinu á ný.
Aðaisteinn Bergdal leikari Ies úr þýðingu
Sverris Páls Erlendssonar á bókinni Kæri
herra Guð, þetta er hún Anna eftir enska
höfundinn Fynn. I bókinni segir frá merkUeg-
um kynnum 19 ára pUts og lítillar telpu, önnu.
Sagt er frá óvenjulegum stundum í lifi þeirra
meðan beggja nýtur við.
Bækurnar Mómó og Kæri herra Guð, þetta
er hún Anna hafa verið þýddar á fjölmargar
tungur og hvarvetna verið í röðum metsölu-
bóka. Það er Bókaforlag Isafoldar sem gefur
bækumar út.
Bókaútgáfan Já kynnir bókina Innra lands-
lag eftir argentínska hugsuðinn SUo. 1 bókinni
leggur hann fram helstu kenningar sínar og
tekst á við tilgang lífsins á beinan og
djúpstæðan hátt. Þau Ingibjörg Guðmunds-
dóttir, Júlíus K. Valdemarsson og Metúsalem
Þórisson lesa úr bók SUos.
Upplesturinn hefst kl. 8.30, gengið er inn í
Nýja kökuhúsiö frá Austurvelli en einnig er
Bókaverslun Isafoldar opin við Austurstræti.
Við teljum þetta ástand algerlega óviðun-
andi og álítum að nú sé framtíð skólans stefnt
ívoða.
Fundurinn skorar á menntamálaráöherra,
fjármálaráðherra og aðra alþingismenn að
taka, við endanlega afgreiðslu fjárlaga fyrir
árið 1983, fuUt tillit til fjárbeiðna Háskóla Is-
lands.
Almennur félagsfundur Samfélagsins, félag'
þjóðfélagsfræðinema við Háskóla tslands,
haldinn 13. des. 1982, lýsir óánægju sinni yfir
þeim aðstæðum sem Lánasjóöur íslenskra
námsmanna býr nú við af hendi fjarveitinga-
valdsins. Sjóðurinn gegnir mikilvægu hlut-
verki varðandi jöfnun aðstöðu tU náms.
Margir námsmenn gætu ekki stundað nám án
þess að eiga kost á námslánum.
Vegna slæmrar fjarhagsstöðu sjóðsins nú í
haust hafa greiðslur til námsmanna dregist
og greiðslur til þeirra sem eru að hefja láns-
hæft nám hafa verið skertar.
Miðað við framlögð fjárlög fyrir árið 1983,
og áætluð útgjöld sjóðsins það ár, vantar 140
mUljónir króna til aö sjóðurinn fái staðið við
skuldbindingar sínar skv. úthlutunarreglum.
Fundurinn beinir þeim eindregnu tilmælum
til menntamálaráðherra og fjármálaráö-
herra að þeir beiti sér fyrir að við endanlega
afgreiðslu fjárlaga verði sjóðnum tryggt það
f jármagn sem hann þarf.
Þá er fundurinn þeirrar skoðunar að fram-
lög tU Lánasjóösins eigi að vera í formi fjár-
veitinga en ekki lána.
Frá skrifstofu
Kvennaathvarfsins
Gnoðarvogi 44—46, sími 31575. Opið er alla
virka daga frá kl. 17—19.
Nýlega béldu þessar stúlkur hlutaveltu
til styrktar Breiðholtsklrkju. Alls
söfnuðu þær 1020,70 kr. Þær heita
Helga Guðiinnsdóttir, Ingunn Björg
Vilhjálmsdóttir, Inga Hrönn Grétars-
dóttir og iris Björk Eysteinsdóttir.
Alemennur félagsfundur
Samfélagsins,
félags þjóðfélagsfræðinema við Háskóla ís-
lands, haldinn 13. des. 1982, vUl benda á eftir-
farandi:
Undanfarin ár hafa fjárveitingar til
Háskóla Islands verið langt frá því að vera
nægar og niðurskurður hefur átt sér stað bæði
utan skólans og innan. Nú er svo komið að
skólanum er vart lengur fært að halda uppi
hefðbundinni starfsemi sinni og þaöan af
síður að auka hana og bæta. Á sama tima
fjölgar stúdentum við skólann gífurlega ár frá
ári eða um 1000 á síðustu fjórum árum. Því
hljóta að vakna spurningar um stefnu yfir-
valda í málefnum skólans. Á að gera honum
kleift að standa undir nafni sem vísindaleg
fræðslu- og rannsóknarstofnun?
Aðventutonleikar
í Akraneskirkju
Á morgun, föstudaginn 17. des. kl. 20,30, halda
þau Einar öm Einarsson tenor, Jóhanna G.
Möller sópran, Hrönn Geirlaugsdóttir fiðlu-
leikari og Guðni Þ. Guðmundsson organleik-
ari tónleikaí Akraneskirkju.
A efnisskrá er kirkjuleg tónlist, m.a. tengd
jólum.
Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn,
en ellilífeyrisþegum er sérstaklega boðið á
tónleikana í tilefni af ári aldraðra.
Andlát
Tilkynningar
Árni Sigurðsson útvarpsvirkjameist-
ari lést 11. desember. Hann fæddist 1.
nóvember 1917. Foreldrar hans voru
hjónin Sigurður Ámason og Ágústa
Hildibrandsdóttir. Fyrri kona Árna
var Margrét Þorsteinsdóttir og eignuð-
ust þau fjórar dætur. Árni og Margrét
slitu samvistum. Seinni kona Árna var
Sigríöur Svava Guðmundsdóttir. Utför
Áma verður gerð frá Fossvogskirkju í
dag kl. 15.
Hólmfríður Jónsdóttir, fyrrverandi
kennari, Meðalholti 17, andaðist á Elli-
og hjúkrunarheimilinu Grund 13. des-
ember sl.
Elínborg Jónsdóttir, Búrfelli Miðfirði,
lést 8. des. Utför hennar fer fram frá
Melstaðarkirkju laugardaginn 18.
desember og hefst athöfnin kl. 14.
Jens Jón Jóhannesson frá Ytri-Húsum,
Dýrafirði, andaðist að heimili sínu,
Grenilundi 8,15. desember.
Karl Hinriksson frá Eskifirði, Borgar-
hlíð 4a, Akureyri, lést 11. desember.
Jarðarförin fer fram laugardagmn 18.
desember kl. 13.30 frá Akureyrar-
kirkju.
Laufey Gisladóttir, Heiðargeröi 25,-
sem lést 9. desember, verður jarðsung-
in í Dómkirkjunni föstudaginn 17. des.
kl. 13.30.
Guðlaug Katrín Kristjánsdóttir,
Reynihvammi 13 Kópavogi, verður
jarösungin frá Kópavogskirkju föstu-
daginn 17. des. kl. 15.
Magnús Bjömsson skipstjóri, Sólvalla-
götu 6, verður jarðsunginn frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík föstudaginn 17.
desember kl. 15.
Jóhann Kr. Bjömsson, Sléttahrauni 29
Hafnarfirði (áöur Linnetstíg 9a), sem
lést 8. desember, verður jarðsunginn
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstu-
daginn 17. desemberkl. 10.30 árdegis.
Hulda Sigrún Pétursdóttir, Hringbraut
5 Hafnarfirði, verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn
17. desemberkl. 14.
Þóra Nikulásdóttir, Þórsmörk 3
Hveragerði, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju föstudaginn 17. desem-
berkl. 15.
Kirkjustarf
Hallgrímskirkja:
Opiö hús fyrir aldraöa veröur á morgun,
fimmtudag, kl. 15. Aöventudagskrá og kaffi-
veitingar.
Skemmtanir
Jólaskemmtun
Geðhjálp heldur sina árlegu jólaskemmtun
fimmtudaginn 16. desember, kl. 20—23.30 í
samkomusal Kleppsspítala.
Dagskrá: Hugvekja: Séra Gunnar
Björnsson. Einsöngur: Kjuregej Alexandra.
Kaffi og kökur. Lúdó og Stefán spila og
syngja.
Fjölmennið.
Ferðalög
Happdrætti
Sýningar
Tapað -fundið