Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Side 40
40
DV. FIMMTUDAGUR16. DESEMBER1982.
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Tveggja manna
spil
— ný spilabók
Bókaútgáfan örn og Örlygur hf.
hefur sent frá sér bókina „TVEGGJA
MANNA SPIL” eftir Svend Novrup en
Trausti Björnsson skólastjóri hefur
þýtt og staöfært bókina. Er bókin í
bókaflokki er ber heitiö „Spilabækur
Amar-og örlygs.
Eins og nafn bókarinnar ber meö sér
fjallar hún um tveggja manna spil.
Eru í bókinni frásagnir af mörgum
tveggja manna spilum og þau kennd —
bæöi spilareglur og hvernig spila skal
úr og eru skýringar bókarinnar þaö
tæmandi og vel fram settar aö hver
sem er á aö geta lært spilin eftir
leiöbeiningum bókarinnar. Meöal spil-
anna sem kennd eru í bókinni eru t.d.
Kasína, Tablanett, Indíánavist,
Japönsk vist, Tveggja manna bridge,
Stríö, 29, Minnisgaman og svo spil sem
ber þaö „virðulega” nafn Eitur og
ólyfjan.
Bókin heitir á frummálinu „Kortspil
for to”. Hún er sett, filmuunnin og
prentuö hjá Prentstofu G. Benedikts-
sonar en bundin í Arnarfelh hf. Kápu-
hönnun annaðistSigurþór Jakobsson.
Heimar
eftir Sigurð Á. Friðþjófsson
Skuggsjá hefur sent á markaö bók
eftir ungan Hafnfiröing, Sigurð Á.
Friöþjófsson. Er þaö skáldsaga, sem
höfundur hefur gefiö nafniö Heimar.
Heimar er á engan hátt hefðbundin
skáldsaga, til þess eru þræðir sögunn-
ar of margir og of laustengdir, meö
snertipunkta í raunveruleika, þjóö-
sögu, draumi og ímyndun. Sérhver
kafli sögunnar stendur sem sjálfstæö
heild, er heimur út af fyrir sig, en þó í
beinu samhengi viö aðra heima frá-
sagnarinnar.
Sagan segir frá Ágústi. Hann er af
hemámsárakynslóöinni, fæddur áriö
sem íslendingar undirrituöu hernáms-
samninginn viö Bandarikjamenn.
Ágúst er áttavilltur í tilverunnij
hann trúöi því sem unglingur aö lífiö i
heföi upp á allt aö bjóða, aðeins þyrfti
aö beygja þaö undir sig og móta aö
eigin geöþótta . I sögulok er hann hins-
vegar reynslunni ríkari.
Heimar eftir Sigurð Á. Friöþjófsson
er sett hjá Acta hf, filmuunnin og
prentuö í Prenttækni og bundin í Bók-
felli hf. Káputeikning er eftir Lárus
Blöndal, Heimar er 163 bls.
Svipmyndir
eftir Sigurgeir Sigurjónsson
Iðunn hefur gefiö út bókina Svip-
myndir , safn ljósmynda eftir Sigur-
geir Sigurjónsson. Formála aö bókinni
skrifar Páll Steingrímsson. Þar rekur
hann aö nokkru feril Sigurgeirs sem
ljósmyndara og segir m.a.: „Þessi bók
er afrakstur þjáifunar og sköpunar-
gáfu semekkieröllumgefin.Sigurgeir
Sigurjónsson nýtur í dag viðurkenn-1
ingar sem einn af bestu ljósmyndurum |
landsins. — I bókinni er 41 svarthvít
ljósmynd. Myndirnar eru teknar á ára-
bilinu 1966 til 1981 og eru í bókinni,
myndir af ýmsum þekktum mönnum,
teknar bæöi hérlendis og erlendis, |
ennfremur nokkrar módelmyndir.
Svipmyndir koma út í aöeins 500 ein-
tökum. Bókin fæst í verslun forlagsins
og ennfremur í eftirtöldum verslunum
í Reykjavík: Sigfús Eymundsson,
Bókav. Snæbjarnar, Mál og menning, |
Penninn, Hallarmúla, Bókabúö Suöur-
vers. Utan Reykjavikur fæst hún í
Bókabúð Keflavíkur, Bókabúðinni
Hlööum, Egilsstööum og Bókabúöinni
Heiöarvegi 9, Vestmannaeyjum. j
SlCiUKGKIR SIGURIÓNSSON
SVIP MYNDIR
| íslenskir
sjávarhættir II
eftir Lúðvík Kristjánsson
Bókaútgáfa Menningarsjóös hefur
gefiö út annaö bindi hins mikla rit-
verks Lúðvíks Kristjánssonar um
íslenska sjávarhætti, en fyrsta bindi
þess kom út 1980 og hlaut mikla athygli
og viöurkenningu. Meginkaflar þessa
bindis, sem er 516 bls. (30x20sm), eru:
Verstöðvatal, Islenski árabáturinn,
; Vertíðir, Verleiöir og verferðir, Ver-
búðir og Mata og mötulag. Ennfremur l
hefur bókin aö geyma myndaskrá,
heimildaskrár, ítarlega atriöisoröa-.
skrá, eftirmála og efnisútdrátt á;
ensku, þýddan af Jóhanni S. Hannes-
synikennara.
Alls eru í bókinni 482 myndir, þar af
milli 50 og 60 litmyndir, flestar af
fomum verstöövum og verminjum
víöa um land, teknar úr lofti af Omari
Ragnarssyni. Einnig eru teikningar af
30 verbúðum í öllu landsfj óröungum.
Bókarhöfundur, Lúövík Kristjáns-
son rithöfundur, stundaði lengi kennslu
og var ritstjóri ASgis frá ársbyrjun 19371
til ársloka 1954, en hefur síðan unniö aö|
fræöimennsku og ritstörfum. Hann er í
hópi kunnustu sagnfræðinga okkar núj
á dögum og höfundur margra bóka.
Meðal rita hans eru: Viö fjörö og vík og j
Ur bæ í borg (endurminningar Knud;
Zimsens),Vestlendingar I—III, Áj
slóðum Jóns Sigurðssonar, Or heims-
borg í Grjótaþorp I—II (ævisaga
Þorláks 0 Johnsons), Islenskir sjávar-
hættir I og Vestræna. — Lúövík hefur!
veriö félagi í Vísindafélagi Islendingal
síöan 1961. Hann hlaut verðlaun úr
sjóöi Ásu Guðmundsdóttur Wright 1980
og var gerður heiöursdoktor viö heim-
spekideild Háskóla Islands 1981.
jCúbuilt Úriðtjáiiððon
-M
Af I vort og æra
eftir Nordahl Grieg
Út er komiö hjá Arnartaki leikritið
Afl vort og æra eftir Nordahl Grieg.
Jóhannes Helgi íslenskaði og ritaði for-
mála. I f ormálanum segir hann m .a.:
,,Nordahl Grieg var víðförull maöur.
Hann var mikill friöarsinni og vildi
jafnan vera þar sem hann vissi mann-
kynið í hættu statt. Hann var í Kina í
byltingunni 1926 og á Spáni á árum
borgarastyrjaldarinnar.
Afl vort og æru samdi hann 1935,
eftir aö hafa kynnt sér Mein Kampf
Hitlers og sannfærst um aö ný heims-
styrjöld væri á næsta leiti. Og er Afl
vort og æra örvæntingarfull tilraun
hans til aö opna augu manna fyrir
viöurstyggð styrjalda. Hann geröi þaö
með því að draga upp sem víti til
vamaðar myndir af þátttöku norskra
sjómanna í heimsstyrjöldinni
fyrri.....Ekkert leikrit á Noröur-
löndum á þessari öld hefur valdiö ööru
eins fjaörafoki.
Nordahl Grieg barðist meö Banda-
mönnum í heimsstyrjöldinni síöari.
Flugvél hans var skotin niöur á jóla-
föstunni 1943 í loftárás á Berlín. Hann
var 41 árs þegar hann féll.
Grieg tók ungur ástfóstri við Island
— og hér á landi voru síöustu ljóð hans
frumútgefin í sama mánuöi og hann
féll.”
Orðabók
um slangur, slettur,
bannorð og annað
utangarðsmál
er komin út. Bókin er eftir Mörö Áma-
son, Svavar Sigmundsson og örnólf
Thorsson sem allir hafa unnið við
Orðabók Háskólans, auk þess sem
Svavar hefur undanfarin ár unniö aö
gerö samheitaoröabókar. Bókin er •
skreytt fjölmörgum og líflegum teikn-
ingum eftir Grétar Reynisson og Guð-
mund Thoroddsen myndlistarmenn.
Bók þessi er mikiö verk. Víöa er
leitaö fanga og auk almenns slangurs
hafa höfundar lagt áherslu á söfnun
oröa úr sjómannamáli, máli tónlistar-
manna, máli íþróttamanna, auk þess ,
sem leitast hefur veriö viö aö safna
orðum úr litskrúöugum oröaforöa
þeirra sem ástunda neyslu áfengis og
fíkniefna.
Bók sem þessi hlýtur að teljast !
merkur viöburöur og forvitnileg öllum
sem áhuga hafa á máli og mannlegum
samskiptum. Samsvarandi oröabækur
hafa verið gefnar út í öllum helstu
meningarlöndum heims.
Utgefandi erSvart á hvítu.
Kvistir í
lífstrénu
— 20 samtalsþættir
eftir Árna Johnsen
Bókaútgáfan öm og örlygur hefur
gefið út bókina „Kvistir í lífstrénu”
eftir Áma Johnsen blaöamann. Bókin
hefur að geyma 20 viðtalsþætti viö fólk
víðs vegar aö af landinu, en Ámi John-
sen er löngu þekktur fyrir skemmtileg
og hispurslaus viötöl sín sem birst hafa
í Morgunblaðinu. Sum viðtalanna í
, JCvistir í lífstrénu” hafa áöur birst í
Morgunblaöinu en önnur eru alveg ný
af nálinni og hafa hvergi birst áður.
I bókinni eru viötöl viö eftirtalin:
Síra Valgeir Helgason. Gísla á Upp-
sölum, Jón í Syðri-Neslöndum, Aðal-
stein Guöjónsson (Alla kött), Sigurð
Davíösson á Hvammstanga, Guðfinnu
Breiðfjörð (Minnu), Björn á Löngu-
mýri, Einar Gíslason í Fíladelfíu, Odd-
geir Karlsson, Sigurö í Kiljuholti, Jón
Níelsson, Hannibal Valdimarsson,
Helga S. Eyjólfsson, Ásgeir M.
Ásgeirsson (Geira ISjóbúöinni), Lárus
í Grímstungu, Ágúst Gíslason (Gústa
Guðsmann), Jóhann Níelsson, Snorra
Halldórsson í Húsasmiöjunni, Jón í
Sjólist og Jens í Munaöarnesi.
Bókin, JCvistir í lífstrénu” er í stóm
broti og mikið myndskreytt. Gefa
myndimar bókinni verulega aukiö
gildi. Bókin er sett, umbrotin, filmu-
unnin og prentuð í Prentstofu G. Bene-
diktssonar en bundin hjá Amarfelli hf.
Bókarhönnun annaöist Steinar J. Lúö-
víksson en um kápuhönnun sá Ámi
Jörgensen.
Úlla horfir
á heiminn
eftir Kára Tryggvason
Ut er komin hjá Iðunni barnasagan
Úlla horfir á heiminn eftir. Kára
J Tryggvason. Saga þessi kom fyrst út
; 1973 og hlaut áriö eftir barnabókaverð-
laun fræösluráðs Reykjavíkurborgar.
Hefur hún veriö ófáanleg um langt
skeiö. Um efni sögunnar segir svo á
kápubaki: ,Jlér segir af lítilli stúlku
sem „horfir á heiminn” stómm
spyrjandi barnsaugum. Um margt
þarfaöfræöastogmargsaöspyrja. Þá
kemur sér vel aö geta leitað til afa sem
leysir úr spurningunum, segir
skemmtilegar sögur og tekur þátt í lífi
hinnar ungu söguhetju.” — Sigrid
Valtingojer teiknaöi myndir og kápu.
Bókin er 48 blaðsíður. Prisma
prentaöi.
Albert
Gunnar Gunnarsson skrásetti
Setberg hefur gefið út bókina
„Albert”. Hér segir Albert Guömunds-
son frá uppvaxtarárum sínum og ævin-
týralegum ferli, en Gunnar Gunnars-
son skrásetti.
Hvert er leyndarmálið á bak viö vel-
gengni Alberts Guömundssonar og
hina miklu lýöhylli? Albert Guömunds-
son, sem bjó í þakherbergi viö Smiðju-
stíg ásamt ömmu sinni, sendill í
Reykjavík og sælgætissali á Melavell-
inum. Hann, sem sparkaöi boltanum
timunum saman á degi hverjum, er nú
formaöur bankaráös Utvegsbankans, í
stjórn Tollvörugeymslunnar, Verslun-
arráösins og Hafskips, forseti borgar-
stjórnar og fyrsti þingmaöur Reykvík-
inga. Albert Guömundsson, knatt-
spyrnusnillingurinn, sem sigraöi heim-
inn og sneri síöan heim til Islands og
gerist umsvifamikill athafnamaöur
og síöan stjórnmálamaöur með meira
persónufylgi en flestir aörir.
„Albert” er 216 blaðsíöur og auk
þess eru í bókinni yfir 70 myndir.
UIX.VTM
ALDIBMR
írá gswtwÖÍ f{& sffil.
Eyjar gegnum
aldirnar
eftir Guðlaug Gíslason
„Eyjar gegnum aldirnar —
Frásagnir af atburöum og mannlífi í
Vestmannaeyjum frá gamalli tíö og
nýrri,” nefnist nýútkomin bók frá Erni
og Örlygi hf. eftir Guölaug Gíslason
alþingismann. Hefur bókin aö geyma
frásagnir af sögulegum viöburöum í
Vestmannaeyjum frá fyrstu tíö í máli
og myndum. SegirGuðlaugur Gíslason
í formála bókarinnar aö margir
atburöir hafi gerst í Vestmannaeyj-
um sem frásagnaveröir þóttu og voru
taldir fréttaefni. Með bókinni sé reynt
að safna þessum frásögnum saman á
einn stað til fróðleiks fyrir þá sem
áhuga kynnu aö hafa á málefnum
Vestmannaeyinga og þeim atburðum
sem þar hafa gerst.
Bókin er mikið myndskreytt. Eru
myndimar nær hálft þriðja hundraö
talsins og margar þeirra gamlar og fá-
gætar. Einnig eru fjölmargar myndir
úr bátamyndasafni Jóns Björnsson-
ar.
„Eyjar gegnum aldirnar” er sett,
umbrotin, filmuunnin, prentuð og
bundin í Prentsmiöjunni Hólum hf.
Bókarhönnun annaöist Steinar J.
Lúövíksson en kápuhönnun Sigurþór
Jakobsson. Á kápu er gömul mynd frá
Vestmannaeyjum eftir C.W. Ludvig.