Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Side 44
44
DV. FIMMTUDAGUR16. DESEMBER1982.
DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL
RÍMUR-NÚTÍMANS
Dægurlagatextar eru sennilega sú
tegund kveöskapar sem nútima ís-
iendingur hefur oftast fyrir eyrun-
um. Þeir eru rímur nútímans. Fóik
lærir lög og um leíð lærir það text-
ann. Gripandi lag með góðum texta
er fljótt að festast í fólkl og hver
kannast ekki við þá tilfinningu að fá
eittbvert ákveðið lag á heilann?
Textar nútímadæguriaga eru
sennilega að flestra mati ekki f jöl-
breytilegir hvað snertir yrkisefni.
Hið daglega lif er nærtækast, hvunn-
dagsraunir jafnt í ástamálum sem
öðru. Það er ort um ballferðir, ferða-
lög af ýmsu tagi, hryggbrot og ástar-
ævintýri. Hið siðastnefnda er vist
örugglega algengast og er varla það
svið tilhuga- eða samlifsins sem ekki
hefur verið tekið fyrir hjá höfundum
íslcnskra dægurlagatexta.
En þetta eru ekki bara islensk
yrkisefni. t öllum löndum þar sem
popp- og rokkmúsik er iðkuð fjaUa
textar um það sama og verða þeir
ástríðufyUri eftir þvi sem sunnar
dregur i álfunnl, eins og vera ber.
Það er ekki ýkja oft sem persónur ís-
ienskra texta umtumast af ást, biði
þeir skipbrot, bera þeir harm sinn i
bljóði.
Þeir eru margir sem fussa og sveia
yfir þeim textum sem tíðkast hafa
undanfarin ár og finnst að það hafi
nú verið eitthvað annað héma á
fyrstu áratugum aldarinnar, þegar
hvert góðskáldið af öðru brá fyrir sig
söngtextagerð. Vist er um það, að
bragreglur vora meira í heiðri hafð-
ar og textamir drógu dám af IjóðUst
þess tima. En síðan hefur mUdð vatn
nrnnlð tíl sjávar. Atómöldin gekk í
garð og það ekki hávaðalaust. Hugs-
unarháttur er að mörgu leyti breytt-
ur og þjóðfélagið hefur tekið feikUeg-
um breytingum undanfama áratugi.
Slikt hlýtur að endurspeglast í
dægurlagatextum sem öðra. Menn
yrkja um þann raunveruleika sem
þcirbúa viö.
Formælendur texta láta yfirleitt
lítt á sig fá þó hamast sé i þeim, jafnt
af fræðingum sem öðram. Það hefur
verið bent á það réttUega að oft
brjóti orðaröð i bága vlð islenskar
setningafræðireglur. Hver kannast
ekki við linur eins og: „farinn mér
frá”, „keUu sinni hjá”, „veröldinni
í”, „glugga þínum á” o.s.frv. Hér er
oft um það að ræða að orðaröðinni er
bagrætt tU að ná þvi sem flestir virð-
ast sammála um að texti eigi að
hafa: rími. Það hefur löngum verið
íslendingum hugstætt að rima hugs-
un sina og þannig er það enn þann
dag í dag. Það er skoðun margra að
ekki sé Ijóð nema rímað sé og þarf
ekki að f jölyrða um það. En trúlega
geta menn sæst á það að textahöf-
undar hafa verið í mikUli framför
síðustu ár og margt af þeím textum
sem vinsældir hafa hlotið, er alveg
prýðUega ort. Menn leita orðið víða
fanga, gera sér far um að orða hlut-
ina á sem skemmtUegastan hátt.
Hér á opnunni er rætt við tvo
kunna textahöfunda sem hafa átt
heiðurinn af textum við mörg af vin-
sælustu lögum síðari ára, þau Iðunni
Steinsdóttur og Þorstein Eggertsson.
Hjalti Jón Sveinsson, sem kunnur ei
fyrir þætti sina í útvarpi, ræðir héi
einnig um dægurlagatexta en hanr
skrifaði prófritgerð um efnið fyrii
sexáram.
Iðunn Steinsdóttir: „Eigi texti að vera rimaður yfirleitt, þarf hann að vera rétt kveðinn. Svo þarf hann helst að hafa
eitthvert innihaid lika.”
f JEXTARNIR MILU
ÞRJÁTÍU OG FJÖRU-
TÍU Á PLÖTUM”
segir löunn Steinsdóttir textahöf undur
Það eru um fjórtán ár síðan ég
byrjaði aö semja texta,” segir Iöunn
Steinsdóttir sem gert hefur fjölda texta
á íslenskumhljómplötum.
„Þetta byrjaði þannig að Tóna-
kvartettinn á Húsavík vantaði söng-
texta. Eg var þá búsett þar og það varð
úr að ég samdi dálítið fyrir þá. Eftir
það leitaði Svavar Gests til mín og
síöan hefur þetta haidið áf ram.
Eg býst við að textamir séu orðnir
milli þrjátíu og fjörutíu á plötum. Ég
hef líka fengist við að gera texta fyrir
kóra og hina og þessa.”
— Ertu fljót að semja?
„Það fer eiginlega eftir lögum,
hversu fljótt textinn verður til. Ef lagið
er skemmtilegt, kemur hann fljótt, sé
það hins vegar leiðinlegt er textinn oft
lengur á leiðinni. Annars fer þetta nú
eftir því hvemig maður er upplagður.”
— Hvemig finnst þér að góður
dæguriagatexti eigi að vera?
„Ef menn ætla að hafa texta rím-
aðan þá er mikilvægt að hann sé rétt
kveðinn. Mér finnst reyndar allt í lagi
með órímaða texta. Svo er nú ósköp
ánægjulegt ef þeir hafa eitthvert inni-
hald.”
— Hvaö finnst þér um texta
almennt?
„Nú í seinni tíð finnst mér margir
góðir dægurlagatextar hafa komiö
fram og ég er ekki frá því að þeim góðu
hafi fjölgað,” sagði Iðunn Steinsdóttir,
barnakennari og textahöfundur.
Efni textanna
einkum ástin
ogaðrar
vangaveltur
— segir Hjalti Jón Sveinsson
Hjalti Jón Sveinsson, útvarpsmáð-
ur og ritstjóri tímaritsins Eiðfaxa, er
trúlega eini maðurinn sem gert hefur
tilraun til að fjalla um fyrirbærið
dægurlagatexta.
Hjalti skrifaði ritgerð til B.A.-
prófs í íslensku um íslenska dægur-
lagatexta árið 1976. Að vísu þurfti
hann að takmarka sig við eitt ár, árið
1976, til að halda ritgerðinni innan
ákveðinna marka.
Hjalti sagði að þetta hefði verið
talsverð vinna á sínum tíma, einkum
að sanka þessu að sér.
„Þetta var líka erfitt að því leyti
að svona könnun hafði aldrei verið
gerð áður og varð ég því aðeins að
þreifa mig áfram með þetta,” sagði
Hjalti.
Síðan tók ég textana fyrir, bæði
málfarslega og hugmyndalega.
Helsta niðurstaöa mín var sú að
megnið af þessu væri heldur klént og
þama logaöi allt í hugsanavillum og
málvillum.”
„Efni textanna var einkum ástin
og aðrar vangaveltur, enda heita
tveir kaflar í ritgerðinni Ástartextar
og Heimspeki fyrir byrjendur.”
„Þessir textar voru nú ekki ailir
jafnlélegir því sumar hljómsveitir
eins og Spilverkið, Stuðmenn og
Þokkabót voru meö mun betri texta
og höfðu eitthvað aö segja.”
— Telurðu dægurlagatexta hafa
batnaðsiöan?
„Nei, það tel ég ekki. Þetta er enn
mjög svipað, finnst mér. Þó eru
náttúrlega komnir menn eins og
Bubbi Morthens og þó hann sé ekkert
stórskáld, hefur hann þó eitthvað að
segja, einhvern boðskap.”
Hjalti sagði ennfremur:
„Sennilega hefur maður verið
fulldómharður þegar ritgerðin var
skrifuð, maður er umburðarlyndari
svona frá degi til dag.
Þó þykir mér verst hvað poppskríb-
entar fjaiia lítið um texta í skrifum
sinum. I plötudómum þeirra er allt of
mikið um órökstuddar fullyrðingar,
það er kannski i mesta lagi sagt aö
textar séu lélegir. Þeir sæta því
aldrei neinni verulegri gagnrýni. ”
Þess skal getið að titill ritgerðar
Hjalta var tekinn úr texta viö lag
Engilberts Jensen, og hljóöaði
hann: „Sem rós í blómabeöi, einn í
kórégsyng(!).”
Hjalti Jón Sveins-
son: „Helsta
niðurstaöa mín
var sú að megnið
af textunum væri
heldur klént.”