Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Síða 45
DV. FIMMTUDAGUR16. DESEMBER1982.
45
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
Ennþá alveg
áfullu
— spjallað við
Þorstein
Eggertsson
Þorsteinn Eggertsson befur veriö að
semja dægurlagatexta frá frum-
bernsku íslenska poppsins. Hann segir
aö það hafi verið meira og minna fyrir
tilviljun að hann byrjaði á þessari iðju.
Textarnir eru nú komnir upp á þriðja
hundraðið.
Sýnishom afnýlegum texta
Við látum hér fylgja sýnishorn af íslenskum texta sem Þorsteinn Eggertsson samdi nýlega og út kom á plötunni Við
djúkboxið. Þetta er hressilegur texti og er e.t.v. dálítið líkur textanum um Harðsnúnu Hönnu sem Þorsteinn samdi
hér um árið.
Rabbarbara-Rúna,
rosapía er hún.
Hún er spengileg og mögur,
n/stíngsköld en fögur.
Ég hafaldrei heyrt hún hafi
reyntað koma strákunum tíl.
Sjaldan sósthún masa,
en með aðra höndi vasa
sósthún uppá Hlemm'að óta
rabbarbara upp við þii.
Þarna er hún
Rabbarbara-Rúna,
Sjáðu — þam'erhún
Rabbarbara-Rúna...
Margir strákar reyna
að komast yfir meyna,
en hún virðist ekki kæra sig um
daður eða kossaflens.
Ekki skortír hana kraftínn
og hún gefur þeim á kjaftínn
sem of nærgöngulir gerast
þvi hún gefur ekki neinum sóns.
Sjáðu, þam 'er hún
Rabbarbara-Rúna.
Ekkert bam er hún
Rabbarbara-Rúna...
Ég skal gefa mór tíma.
Mig skal óg leggja í lima
tíl að bræða þennan is sem hún
brynjar sig i sifellu með.
Ekki fyrir mig óg set það
og óg veit óg getþað,
þvi að ástrfðumar brenna þó að
henni sóþað þvert um geð.
Ah, égskalnáþór,
Rabbarbara-Rúna.
Þorsteinn Eggertsson er vafalaust
bæði afkastamesti og umdeildasti
textahöfundur síöari ára. Varla kemur
svo út plata hér á landi að Þorsteinn
eigi ekki að minnsta kosti einhverja
texta á henni. Margir texta hans hafa
náö landsfrægð og dugir þar að nefna
lög eins og Heim í Búðardal, Síöasta
sjóferðin, Þrjú tonn af sandi, Sextán
týrur og mörg fleiri. Flestir textanna
Dægurlagatextar
Pétur Ástvaldsson
hafa trúlega verið sungnir við lög
Hljóma, Lónlí blú bojs, Rúnars Júlíus-
sonar og Gunnars Þóröarsonar.
Þorsteinn var tekinn tali og spurður
hvort hann væri ekkert að fara að
hætta.
„Nei, ég er enn alveg á fullu. Þetta
kemur reyndar í skorpum og nú síöast
samdi ég eina 10—12 texta á þrjár
plötur, plötu Gunnars og Pálma, Olafs
Þórðarsonar og Aðeins eitt líf með Þú
ogég.”
— Ertu lengi aö semja textana?
„Það er mjög misjafnt eftir lögum
hvað ég er lengi, en sum lög beinlinis
bjóöa upp á hugmynd aðtexta.”
— Hvenærbyrjaðirðuáþessu?
„Það var árið 1965 og fyrsti texti
minn var fyrir Savannatríóið.
Upprunalega ætlaði ég aldrei að fara
út í þetta en það var meira og minna
fyrir tilviljun sem þetta hófst. ”
— Hefur alltaf verið nóg að gera í
þessu?
„Nei, upp úr 1970 minnkaði texta-
gerðin verulega því þá var í tísku að
gera texta á ensku. Svo jókst þetta
aftur. Eg hef svo sem gert nokkuð að
því líka og þýtt texta. Eg hef gaman af
tungumálum.”
— Attu þér einhvern uppáhalds-
texta?
„Nei, það get ég varia sagt þó þeir
séu orðnir tæplega þrjú hundruð. Mér
finnst oft gaman að textum meöan þeir
eru nýir en eftir nokkurn tíma verða
þeir gjaman eins og baunir í sömu
súpu.”
— Finnst þér íslenskir textar hafa
batnað í seinni tíð?
„Já, þeir hafa batnaö að því leyti aö
það er komin miklu meiri breidd í þá
en áður var. Sumir textar sem maður
heyrir núna eru þó verri en nokkurn
tíma áður og hefði varla verið hleypt í
gegn fyrir fimm til tíu árum. Svo eru
aðrir sem eru betri en áður hefur
tiðkast. Ymsir góðir textahöfundar
hafa komið upp undanfarin ár, aðrir
góðir hafa hætt í bili, eins og til dæmis
Megas.”
— Það hefur ekki hvarflað að þér að
leggja þetta á hilluna?
„Nei, ætli það. Það má náttúrlega
segja sem svo að ég ætla mér aldrei að
gera fleiri texta en ég klára í einu.
Maður hefur ágæta vasapeninga upp
úr þessu, þetta er aukavinna og ég legg
engan sérstakan metnað í þetta.”
— Þér hefur ekki dottið í hug að gefa
út einhvem alvarlegri kveðskap?
„Eg á að vísu til ljóðabækur í
handritum en textar við dægurlög
henta illa til upplestrar eða í kvæða-
kver. Ef maður færi út í að gefa út
ljóðabók, þyrfti það að vera eitthvað
sérstakt, svo eftir því yrði tekið.
Maður heldur sig við textana í bili,”
sagði Þorsteinn Eggertsson, textahöf-
undur.