Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Side 48
VELDU
ÞAÐ1
RÉTTÁ —
FÁÐUÞÉR
CLOETTA
[arlsbert
-umboðiíV*
Sími 20350.
Sameiginlegt
rmm ■■■ r
profkjora
Reykjanesi?
Stjórn kjördæmisráös Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjaneskjördæmi var
á fundi þess í gær falið að leita eftir
því við aðra flokka aö láta fara fram
sameiginlegt prófkjör allra flokka í
kjördæminu.
Aö sögn Gísla Olafssonar, for-
manns kjördæmisráðsins, er megin-
ástæðan fyrir þessari umleitun sú að
koma í veg fyrir að kjósendur taki
þátt í prófkjöri fleiri en eins flokks.
Flokkunum verður kynnt þessi hug-
mynd með bréfi í dag og þess fariö á
leit aö þeir svari fyrir 29. desember.
ÖEF
Alþýðuflokkur,
Suðurlandi:
Magnús H. í
fyrsta sæti
Magnús H. Magnússon alþingis-
maður varð sjálfkjörinn í fyrsta sæti
framboöslista Alþýðuflokks í Suður-
landskjördæmi. Framboð hans var
það eina sem barst áður en frestur
rannútígær.
Þrjú framboð bárust í annaö sæti
listans, þeirra Guðlaugs Tryggva
Karlssonar hagfræðings, Hreins
Eriendssonar, formanns Alþýðu-
sambands Suðurlands, og Stein-
gríms Ingvarssonar umdæmisverk-
fræðings. Prófkjör milli þeirra fer
fram 22. janúar næstkomandi. -KMU.
Lögreglan náðií
sjúklinginn
— vildi ekki yfirgefa
slysadeildina
Ekið var á gangandi mann á
gatnamótum Hverfisgötu og Snorra-
brautar í gærdag. Maðurinn var að
fara yfir Hverfisgötuna þegar hann
varö fyrir bíl. Kastaöist hann í göt-
una og hlaut smámeiðsli, meðal ann-
ars skrámaðist hann í andliti.
Maðurinn var fluttur á slysadeild til
frekari aðhlynningar. Hann mun
hafa veriö nokkuð við skál.
En það óvenjulega gerðist að að-
eins tveimur klukkustundum eftir að
hann var fluttur á slysadeildina var
hringt í lögregluna og hún beðin um
að koma og ná í manninn. Fékkst
hann ekki til að yfirgefa sjúkrahúsið
eftir skoðun og bar á smáölvunarlát-
um í honum. Lögreglan fór og náði í
manninn.
Að sögn lögreglunnar var hér um
einn af „góökunningjum” hennar að
ræða. -JGH
,,Nei, nei, ekki leggja hendur á mig, segir fanginn ogþráast
við ad fara í skólann þegar fangavörðurinn, klœddur eins og
þjónn, kemur til að vekja hann. Mgndin er af atriði úr ára-
mótaskaupi sjónvarpsms
þessa dagana.
en upptökur á því standa gfir
DV-mgnd GVA.
HJALPAÐU OKKUR,
HJÁLPAÐU OKKUR”
— kölluðu tveir ungir drengir, eftir að eldri maður hafði reynt
að lokka þá upp í bíl til sín
Eldri maður á grænni Skodabifreið
reyndi seinni partinn í gær að lokka
upp í bílinn til sín tvo unga stráka, er
voru á gangi í Hlíöunum. Strákamir
neituðu og urðu hræddir. Maðurinn
opnaði þá hurðina og ætlaði að elta
þá, en hætti við þegar ljós kviknaði í
bílnum þannig að drengirnir gátu
greint andlit hans. Að sögn lögregl-
unnar sýndist drengjunum maðurinn
halda á hníf í annarri hendinni.
Maðurinn ók síðan hægt í burtu.
Drengirnir sem eru sex og átta ára
voru á leið heim til sín úr skólanum
um klukkan hálf sex, þegar þetta
gerðist. Þeir sáu hvar Skodinn ók
löturhægt um og kom að þeim. Eftir
að maðurinn hafði reynt að lokka þá
upp i bílinn til sin kom kona að
drengjunum og í hræðslu sinni hróp-
aði annar drengjanna að konunni:
„Hjálpaðu okkur, hjálpaðu okkur.
Maðurinn ætlaöi að taka okkur.”
Konan hélt í fyrstu að drengimir
hefðu verið að kasta snjóbolta í bíl-
inn, en varð þó fljótlega vör við hvers
kynsvar.
Að sögn lögreglunnar í Reykjavík
hefur áður komiö fyrir að drengir
verði fyrir áreitni manna í Hlíðun-
um, sem aka um á bílum.
Málið er nú í rannsókn. -JGH
Úráramótaskaupi: •
Fanginn
þráast við
aðfaraí
skólann \ -
LOKI
Menn bíða nú í ofvæni
eftir áramótaskaupum
sjónvarpsins og ríkis-
stjórnarinnar.
Kalkúnasmyglið:
Hver veitti leyfi
fyrir gildrunni?
„Eg var kallaður á lögreglustööina
nokkm áöur en gildran var sett upp.
Þar tóku íslenska lögreglan og Brown-
ing, bandarískur rannsóknarlögreglu-
maður, skýrslu af mér. Eg held að
þessa skýrslu hafi átt að nota til aö
ákveða hvort ástæöa væri til að leggja
gildruna fyrir tvímenningana.” Þetta
sagði Jóhannes Brynleifsson í samtali
viö DV í gær. Blaöið skýrði nýlega frá
því að í fyrra var hann fenginn til að
leiöa félaga sína á Keflavíkurflugvelli í
gildru til aö handtaka þá fyrir
kalkúnasmygl.
Ljóst er að nokkrum dögum síðar
var leyfi fyrir gildrunni veitt og Jó-
hannesi sagt frá því. Bandaríska lög-
reglan hafði sagt við hann áöur aö eng-
in gildra yrði nema til kæmi leyfi ís-
lenskra yfirvalda. Ekki hefur fengist
gefið upp hver gaf það endanlega. I
samtölum við Jóhannes var talaö um
„íslenskan dómara” en honum er ekki
kunnúgt um hver það var.
„Eg tel ekki rétt að ræða um einstök
atriði málsins þegar ríkissaksóknari
— varí
yfirheyrslu hjá
íslensku
lögreglunni áður
en gildran
varlögð
hefur fengið þaö til rannsóknar,” sagði
Helgi Agústsson, formaður vamar-
máladeildar utanríkisráðuneytisins, í
morgun. Og Friöjón Þórðarson dóms-
málaráðherra vildi ekki leggja mat á
aðgerðir lögreglunnar, málið heyrði
heldur ekki undir ráðuneyti hans,
sagöihann.
JBH