Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1982, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER1982.
9
Útlönd Útlönd
Láta undan
krufumræn-
ingjanna
Stjórn Guatemala hefur fallist á
kröfur skæruliðanna sem rændu dóttur
Hondúras-forseta, um að birta stjórn-
málastefnu þeirra. Að öðru jöfnu er
bannaö að birta slíkan áróður í
landinu.
Ríkisstjómin hafði sagt að hún
mundi ekki birta yfirlýsingu
skæruliðanna fyrr en Xiomara Suazo
hefði veriö sleppt, en í gærkvöldi voru
ekki tilgreind skilyrði af hálfu hennar.
Séð verður til þess að stefnuyfir-
lýsingin verði einnig birt í öðrum Mið-
Ameríkulöndum.
1 henni kemur fram að ræningjarnir
tilheyra samtökum sem kalla sig
Byltingarhreyfingu alþýöu, en hennar
hafa menn ekki heyrt getið áður, né
heldur foringjans sem kallaður er
Pedro Diaz. Er það óvenjulegt nafn
skæruliöaforingja, sem flestir kalla sig
eftir einhverri fallinni hetjunni í
byltingarsögu Guatemala.
Yfirlýsing skæruliðanna verður birt
í 15 dagblöðum, útvarpi og s jónvarpi.
Líðan Jerry Lewis betri
eftir hjartaaðgerðina
Gamanleikarinn Jerry Lewis er
sagður við góða líðan á sjúkrahúsi í
Nevada eftir að gera þurfti í skynd-
ingu hjartauppskurð á honum í
gær.
Komið höföu i ljós blóðtappar í
slagæðunum rétt við hjartað, þeg-
ar Lewis var tekinn til læknis-
skoðunar í gær, eftir að hann hafði
kvartað undan sárindum í brjósti.
J erry Le wis er 65 ára gamall.
Pinnahúsgögn frá Júgóslavíu
NÝRINNGANGUR JL
NÆG BÍLASTÆÐI
Munið okkar
hagstæðu
greiðsluski/má/a.
- PORTIÐ
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Sími 10600
Eftír þessum bókum
hefur verið beðið
Nútíð og framtíð
íslenskrar knattspyrnu
YOURI SEDOV,
höfundur þessarar bókar,
er íslenskum knattspyrnumönnum
og knattspyrnuunnendum
að góðu kunnur. Hann hefur um árabil
þjálfað knatt spyrnumenn Víkings með
þeim árangri, að þeir urðu íslandsmeistarar
1981, Reykjavíkur- og íslandsmeistarar 1982
eru nú efstir í 1. deild, þegar þessi bók kemur út.
Bók þessi fjailar um þjálfun knattspyrnumanna,
bæði einstaklinga og liðsheildar.
Knattspyrnumenn hafa oft kvartað yfir því að slík
leiðbeiningabók væri ekki til á íslensku, en nú hef-
ur ræst úr því.
Youri Sedov er hámenntaður knattspyrnuþjálfari,
hefur gengið í gegnum bestu þjálfun og fræðslu
sem slíkir menn geta fengið. Hann setur hér fram
leiðbeiningar sem ættu að koma öllum knatt-
spyrnumönnum að haldi.
íslensk knattspyrna ’82
Jafjitefli íslenska landsliðsins gegn HM-liði Englendinga, jafnteflið
við Holland og tapið óvænta fyrir Möltu á Sikiley. Frásagnir af
öllum öðrum landsleikjum íslands í sumar; drengja, unglinga og
kvenna.
Baráttan um Heims-
bikarinn Spánn ’82
„Starf mitt á knattspyrnuvellinum er að
standa mig vel og skora mörk“, segir marka-
kóngur HM-keppninnar, Paolo Rossi. í formála
segir hann ítarlega frá sjálfum sér og ítalska
landsliðinu í lokakeppninni.
í bókinni BARÁTTAN UM HEIMSBIKARINN
er skýrt frá gangi mála í öllum leikjum loka-
keppninnar, 52 að tölu. Auk þess eru greinar um
þau lið, sem komu á óvart, auk um 200 frétta-
og fróðleikspunkta.