Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1982, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1982, Blaðsíða 19
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER1982. 19 Menning Menning Menning Menning gildi bókarinnar, en gefur henni hlýjan andblæ. Bókin hefur ómetanlegt upp- lýsingagildi og endurspeglar stööu listamannsins í þjóöfélaginu og vaxt- arskilyrði myndlistarinnar á þessum árum. Eiríkur var á sínum tíma undra- bam í myndlistinni á barnaskólaárun- um suöur í Hafnarfiröi. En undrabarnið óx úr grasi og náöi bráðum og skjótum þroska í myndlist- inni. Þaö er á oröi aö fáir íslenskir myndlistamenn hafi gengiö í gegnum eins margar og róttækar breytingar í list sinni og Eiríkur Smith. Víst er aö hann hefur þrætt dyggilega flestar meiri háttar listastefnur sem hafa náö að festa hér rótum og kannski alltaf verið jafn sannfærður í stíl sínum og 1965 þegar hann var á kafi í abstrakt expressíonismanum og Gísli Sigurös- son listmáiari Haföi viðtal viö hann: „Mér finnst eftirlíking ekki vera til neins og held tæplega, aö ég muni nokkurn tíma mála hlutlægar myndir framar”. Þetta botnar Gísli heim- spekilega með því að segja: „Aldrei skyldi maöur segja aldrei, Eiríkur”. (Steinar og Sterkir litir, 1965). En sæll er sá sem hefur styrk til aö fylgja sinni sannfæringu, í merkri bók stendur líka aö allt hafi sinn tíma. Þannig hefur Eiríkur kosiö að hefja Djákninn é Myrká. Mest kemur Eiríkur á óvart með þjóOsagnamyndunum. Þar fer saman ósvikin frásagnargleOi og næmt auga fyrir hinu afkáralega og dramatiska í islensku þjóðsögunum. nýtt líf í listinni hverju sinni er hann hefur skilið aö, ,skynjun hans og mynd- ræn hugsun haldast ekki lengur í hend- ur,” eins og segir i formála Aðalsteins þar sem hann gerir grein fyrir stöðu Eiríks í íslenskri myndlist. Og þetta „jafnvel þótt það hafi á stundum kost- aö hann vinsældir, aðdáendur sem vanisthafa fyrri „stíl” hans.” Þaö þarf ekki aö fara í neinar graf- götur um þaö aö Eiríkur Smith mun vera einn af vinsælustu málurum landsins. Hann segir sjálfur í niöurlagi bókarinnar aö umfram allt langi hann Barnaspilfyrir 2-4 þátttakendurfrá 5 ára aldri UMBODS-OG HEILDVERSLUN Laugavegi 18a Reykjavík Simi 12877 Nú er líka komið spil með Madditt! Madditt er mesti prakkari og er aðalpersónan í hinum vinsælu Madditt-bókum Astrid Lindgren. Páll Pálsson 1 til að vera íslenskur málari, jafnvel þótt þaö kosti skilningsleysi útlend- inga. Mér er ekki fyllilega ljóst hvaö Eiríkur á þarna við, hvort þaö að vera islenskur málari sé eitthvaö annað en að vera heill og sannur í list sinni. Myndvaliö í bókinni gefur gott yfirlit yfir framleiðslu listamannsins og hafa litprentanirnar tekist meö miklum ágætum, enda Eiríkur einn af okkar færustu prentmyndasmiöum og hefur vakaö meö natni yfir þessum þætti bókarinnar. Mest kemur Eiríkur á óvart í þjóð- sagnamyndunum sem prýöa síðustu síöur bókarinnar. Þar fer saman ósvik- in frásagnargleöi og næmt auga fyrir hinu afkáraiega og dramatíska í ís- lensku þjóösögunum. Þessarvatnslita- myndir sýna afburöa tækni Eiríks meö þennan viökvæma og vandmeðfama tjáningarmiöil. Síöustu myndir Eiríks lofa góöu um framtíöina, þar virðist hann vera á leiö út frá því sögusviði sem hann er ef- laust hvaö þekktastur fyrir, þar sem mannverur þessa heims eöa annars birtast í landslaginu og veröa stundum full áleitnar. I síöustu myndunum er hann kominn út í hreinar landslags- myndir og þaö er ekki erfitt aö koma auga á andlegan skyldleika meö fyrstu vatnslitamyndunum í bókinni sem Eiríkur málaði fyrir 40—50 árum og þeim síöustu frá þessu ári. Þaö er full ástæöa til aö setja þessa bók ofarlega á óskalistann og ekki aö- eins jólalistann. Hún er afskaplega eiguleg og aögengileg fyrir lesendur og þaö ber eflaust að þakka hönnuöi bókarinnar, Torfa Jónssyni. Og þá er ekki annaö eftir en aö óska öörum aðstandendum bókarinnar til ham- ingju meö menningarlegt f ramtak. Námsvist í Sovétríkjunum Sovésk stjórnvöld munu væntanlega veita einum Islendingi skólavist og styrk til háskólanáms í Sovétríkjunum háskóla- árið 1983—84. Umsóknum skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 15. janúar nk. og fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. — Umsóknareyöublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 14. desember 1982. erum vid komin meó fuKt hós af jóla- skrauti ogjó/apappír sem enginn annar ermeó. EINNIG: Dúkar Servíettur Bönd Slaufur Merkimiðar Kort Kerti, spil Leikföng MU hCjsið Laugavegi 178 — Sími 86780 (næsta hús við Sjónvarpið) Fjölskytduskemmtun að deginum verð kr. 75.- 14.00-14.15 Höllin opnuö - innganga 14.15-15.00 Stuðmenn spila og sprella 15.00-15.45 Skemmtidagskrá Syngjandi Grýla Katla María Danssýning Kór frá Keflavík 15.45-16.30 Stuðmenn spila og sprella í annaðsinn 16.30-17.15 Skemmtidagskrá endurtekin 17.15-18.00 Stuðmenn spila og sprella í þriðjasinn Unglingaskemmtun um kvöldið fyrir 13ára og eldri Verðkr. 100- 21.00 - 01.00 Stuðmenn sjá um fjörið. Auk þess verður hátíðarstemming í Höllinni með fljúgandi Leppalúða sem dreifir sætindum, míni Tívolí, furðudýrum, jólasveinum, púkum og álfum, gengið í kringum jólatré, og margt, margt fleira gert sér til gamans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.