Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1983, Blaðsíða 36
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33
SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR
ÞVERHOLTI 11
86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14
Bandaríska f járveitingin nægir í fyrsta áfanga f lugstöðvarinnar:
HEF ÓBUNDNAR HEND-
UR EFTIR KOSNINGAR
segir Ólaf ur Jóhannesson utanríkisráðherra
De Cuellar
kemur í dag
Aöalframkvæmdastjóri Sameinuöu
þjóðanna, Javier Pérez de Cuellar,
kemur ásamt konu sinni, Marcelu, og
fylgdarliði í opinbera heimsókn til Is-
lands síödegis í dag.
I kvöld sitja þau hjón kvöldverðar-
boö forsætisráðherra aö Hótel Borg. Á
morgun ræöir de Cuellar viö utanríkis-
ráðherra og forsætisráöherra og síö-
an er hádegisveröur aö Bessastööum.
Framkvæmdastjórinn flytur fyrirlest-
ur í Háskóla Islands síödegis og opin-
berar stofnanir veröa skoöaöar. Um
kvöldiö er kvöldveröarboð borgar-
stjóra aðKjarvalsstööum.
A sunnudag veröur Alþingishúsiö
skoöaö og farnar skoðunarferöir til
Vestmannaeyja og Þingvalla. Um
kvöldið er kvöldveröur í boði utanríkis-
ráöherra.
Framkvæmdastjórinn og kona hans
halda af landi brott árdegis á mánu-
dag.
-PÁ
Veggjaldið
komiðísalt
Kílógjald á bifreiöaeign lands-
manna, veggjaldiö, er komiö í salt.
Ágreiningur er milli ráöherra um
álagningu þess og nú er ljóst aö þeir
gefa sér ekki frekari tíma fyrir kosn-
ingar til þess aö kljást um máliö.
Gjaldiö átti aö nema alls rúmlega 100
milljónum í ár, eöa um 10% af vega-
geröarfé á árinu.
HERB
Keflavík:
Tilraun til
bankaráns?
Brotist var inn í tJtvegsbankann í
Keflavík í fyrrinótt en engu var stolið.
Smávægilegar skemmdir voru unnar á
húsnæöinu.
Samkvæmt upplýsingum rannsókn-
arlögreglunnar í Keflavík. var farið inn
1 gegnum loftrás sem liggur úr raf-
stöövarhúsi áföstu bankahúsinu en þar
er geymd varaaflstöö bankans. Gegn-
um loftrásina var komist inn í kjallara
hússins og þaðan upp á hæðina. Eitt-
hvaö var þar rótað í skúffum en allar
peningahirslur þama eru þaö ramm-
gerðar aö ógjömingur var fyrir inn-
brotsþjófinn aö vinna á þeim. Máliö er
írannsókn.
-SþS
LOKI
SÁÁ f/eyg sem finnur.
Meö breyttri hönnun fyrirhugaör-
ar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli
er hægt aö spara um 15 til 20% af
kostnaöarverði hennar og önnur 10
til 15% meö frestun vissra verkþátta.
Þá er gert ráö fyrir aö byggður verði
Aldrei hefur upplýst hver þaö var
sem kom Biblíuumslaginu, mesta
dýrgrip íslensku frimerkjasögunnar,
úr landi og í verö erlendis.
„Það var gamall maöur sem sýndi
okkur umslagiö. Við Haraldur
Sæmundsson skoðuðum þetta hjá
honum og vomm alveg dolfallnir yfir
þessu. Svo hvarf umslagiö og þaö
næsta sem gerðist var aö þaö kom á
uppboði í Þýskalandi, ég held ári
seinna. Eg hef ekki hugmynd um
hver þessi gamli maður var. Þaö
kom nefnilega aldrei fram,” sagði
7 þúsund fermetra gólfflötur í fyrsta
áfanga, sem er sama stærö og núver-
andi flugstöö, en síðari áföngum
verði frestað og dreift á 8 til 10 ár.
Meö þessu móti mætti taka flugstöð-
ina í notkun áriö 1986. Þetta er sam-
Magni R. Magnússon frímerkjasali í
samtali viö DV.
Þaö mun hafa verið sumarið 1972
sem Biblíuumslagiö kom fram. I
marsmánuði áriö 1973 birtist það á
uppboði í Hamborg og var þá selt
sænskum manni fyrir 110 þúsund
mörk. Næstkomandi sunnudag, 10.
apríl, verður umslagiö boðið upp í
Sviss.
Uppboðiö í Hamborg fyrir tíu ár-
um vakti mikla athygli. Fjöldi þar-
lendra fréttamanna var mættur til
aö fylgjast með enda voru íslensku
kvæmt endurhönnun sem gerð hefur
verið á vegum húsameistara ríkis-
ins.
Forsendur þessa eru þær aö
Bandaríkjastjórn vilji leggja allt sitt
framlag til flugstöðvarinnar, 20
frímerkin nefnd í sömu andrá og
verðmætustu merki veraldar. Fyrir-
fram var talið aö umslagið gæti farið
á allt að 700 þúsund mörk.
Hér á Islandi vakti umslagið ekki
minni athygli enda fór fram saka-
dómsrannsókn á því hvernig það
hvarf úr landi. Afkomendur Þor-
steins Jónssonar sýslumanns vildu
vita hvaöa ókunni maður þaö var
sem komst yfir umslagiö og með
hvaða hætti, íslensk skatta- og gjald-
eyrisyfirvöld höfðu einnig áhuga á
málinu.
milljónir dollara, beint í fyrsta
áfangann. Sú f járveiting ein myndi
nægja til aö ljúka þeim áfanga. Ekki
er þó ljóst hvort Bandaríkjastjóm er
reiðubúin til að fallast á þessar
breytingar eöa leggja allt framlag
sitt til fyrsta áfangans. Ein forsenda
kostnaöarlækkunarinnar er einnig sú
aö ódýrari vörur og efni verði keypt
frá Evrópu en ekki frá Bandaríkjun-
um. __
„Það hefur ekki verið hægt aö
ganga í þessa samninga viö Banda-
ríkjastjórn vegna þess ákvæöis í
stjómarsáttmálanum sem veitir Al-
þýöubandalaginu neitunarvald yfir
þessum framkvæmdum,” segir
Olafur Jóhannesson utanríkisráð-
herra. „En um leiö og stjórnin fer frá
er stjórnarsáttmálinn úr sögunni og
þá getur Alþýðubandalagiö ekki
komiö í veg fyrir aö Islendingar eign-
ist flugstöð.” Sagöi ráðherrann aö
hann myndi hafa óbundnar hendur
strax eftir kosningar.
Olafur Jóhannesson vildi ekki
gefa upp hvaöa kostnaður kæmi í
hlut Islendinga eftir aö f yrsta áfanga
væri lokið. Hann sagði aðeins: „Eg
tel aö þetta verði viöráðanlegt fyrir
Islendinga.” ÖEF
Eftir því sem DV kemst næst,
virðist sem umslagið hafi fram til
1972 verið í vörslu konu sem bjó í
Landeyjum. Sagt var að hún hefði
geymt umslagiö í Biblíu, sem hún
hafði jafnan undir koddanum. Við lát
konunnar viröist umslagið hafa kom-
ist í hendur þess manns, eða manna,
sem kom því úr landi.
Ekki er ólíklegt aö kona þessi hafi
fengið umslagið í gegnum Halldór,
son Þorsteins sýslumanns, sem var
prestur í Landeyjum um aldamótin.
-KMU
,?Cliff Barnes” til
íslands í morgun
„Ég er mjög ánægður að geta stutt þessa söfnun þar sem mér er ljóst að
það getur enginn losnað undan oki alkóhólismans upp á eigin spýtur,”
sagði leikarinn Ken Kercheval, betur þekktur sem Cliff Barnes í Dallas-
þáttunum, í samtali við DV í morgun. Leikarinn lenti á Keflavíkurflugvelli
snemma i morgun en hann er hingað kominn í boði SÁÁ og mun koma
fram í sjénvarpsþætti samtakanna annað kvöld. Þar mun hann segja frá
reynsiu sinni af áf engi en bann hefur átt við áfengissýki að stríða.
-ás/DV-mynd: S
HVER SELDIBIBLÍU-
UMSLAGH) UR LANDI?
— mikiB leyndardómshula enn yf ir mestu dýrgripum
íslensku frímerkjasögunnar, röskum áratug eftir að þeir komu f ram