Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1983, Blaðsíða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR8. APRIL1983. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Dunhaga 18, þingl. eign Þórodds S. Skafta- sonar o.fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eign- inni sjálfri mánudag 11. apríl 1983 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 81., 86. og 89. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á Kapla- skjólsvegi 91, þmgi. eign Þórðar Johnsen, fer fram eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudag 11. april 1983 kl. 11.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð að kröfu tollinnheimtu ríkissjóðs í Hafnarfirði fer fram opinbert upp- boð á ótollafgreiddum vörum föstudaginn 15. apríl 1983 og hefst kl. 16 við skemmu Eimskipafélags íslands við norðurbakkann í Hafnar- firði. Selt verður m.a. tengivagn, myndsegulbandstæki, sperrur, efni og timbur o.fl. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði Garðakaupstað og á Seltjamarnesi Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. - ÞEIRRA RÁÐ HAFA VERIÐ REYND! 12 Framsóknarár + 8 Alþýðubandalagsár + 8 Sjálfstcbðisflokksár - 70% verðbólga. BETRI LEIÐIR BJÓÐAST: Alþýðuílokkurinn AUGLÝSENDUR VINSAMLEG AST ATHUGIÐ Vegna siaukinnar eftirspurnar eftir auglýsingarými í D V verðum við að fara ákveðið fram á það við ykkur að panta og skila til okkar auglýsingum fyrr en nú er. LOKASKIL Hvernig má bæta verkalýðshreyfinguna? FLOKKSRÆÐH) MÁ MISSA SIG Það sem hæst hefur borið á opinberum vettvangi af málflutningi þeirra sem andstæðir era þeirri stefnu sem verkalýðsforystan rekur er gagn- rýnin. Minna hefur borið á tillögum til úrbóta. Það er ekki vegna þess að gagnrýnendur séu svo hugmynda- snauðir eða aö vilji þeirra sé sá einn að rífa niður og dansa svo í rústunum. Miklu fremur er það hitt að fjölmiðlar virðast hrifnari af þeirri hliðinni — hún hentar betur til frétta og yfirborðs- legrar umfjöllunar. Viðbrögð verka- lýðsforingja hafa einnig verið til aö ýta undir þetta. Gagnrýni á starfshætti og skipulag hreyfingarinnar hafa þeir tekið og taka enn sem gagnrýni á sig persónulega. Og viðbrögðin hafa því verið tvenns konar, — annaðhvort rammgirt og samansúrruð þögn, sem er öllu algengari — eða harðar og stór- yrtar árásir á gagnrýnendurna. Mál- efnaleg umræða um ástandiö, úrbætur eða aörar tillögur fæst ekki í gang — ekki á þeim vettvangi. Ég hef hugsað mér að fjalla hér í nokkrum greinum aðallega um úrbóta- tillögur, en minna um ástandið eins og það er í dag. Þessi greinaflokkur er saminn í tilefni þess að ASI hefur ákveðið að nýbyrjað ár skuli helgaö skipulagsmálum hreyfingarinnar. Sú ákvörðun er vissulega þakkarverð og um leið vísbending til okkar gagnrýn- enda um að barátta okkar hafi borið nokkum árangur. „Frjáls" verkalýðshreyfing? Ein heista undirrót þess hve félags- legt ástand verkalýðshreyfingarinnar Guðmundur Sæmundsson er slæmt og hve illa hún gætir hags félaga sinna er flokksræðið. Og með flokksræði á ég við tök flokkanna á hreyfingunni. Þeir virðast geta ráðið því sem þeir vilja í allri stefnumótun hennar, ýmist einn og einn í einu eða með samstarfi sín á milli. I augum hins almenna félaga er starfsemi verka- lýðshreyfingarinnar því ekki óháð eða frjáls hagsmunabaráttu, heldur aðeins einn angi flokkapólitíkurinnar. Fólk sem ekki hefur áhuga á flokkapólitík hefur heldur engan áhuga á að starfa innan verkalýðshreyfingarinnar, meðan hún er eins og hún er. Ég held að ekkert sé ofsagt þótt því sé haldiö fram að fólk telji tengslin á milli flokkanna og verkalýðshreyf- ingarinnar almennt allt of mikil. I rauninni má með fullum rétti halda því fram að talið um „frjálsa” íslenska verkalýðshreyfingu sé blekking. Vissu- lega er hún frjáls, sé ástandiö borið saman við fasismann í A-Evrópu, S- Ameríku og víðar, — en eigum við aö miða frelsishugtak okkar viö það versta sem finnst í heiminum? Með flokksræöinu er íslensk verkalýðs- hreyfing fjötruö í þröngan ramma flokkshagsmuna, en innan þess ramma hefur hún visst svigrúm til að „ráöa eigin málum” eins og þaö er kallað. Aðrir hagsmunir En hvað er hægt að gera til að vinna bug á flokksræðinu eða aö minnsta kosti draga úr því? Auðvitaö era engar aðferðir til sem einar sér geta brotið niður flokksræðiö. Til þess þarf hugar- farsbreytingu. Allir flokkarnir hafa þurft og munu halda áfram að þurfa að verja hagsmuni sem era andstæðir vinnandi fólki. Enginn þeirra er fær um eða reiðubúinn til að láta hagsmuni verkalýðshreyfingarinnar sitja í fyrir- rými til lengdar. Þessi stjómmálalegi hráskinnsleikur hefur svo leitt til þess að hreyfingin hefur veriö óspart notuð í flokkspólitískum tilgangi. Hugarfars- breytingin, sem ég minntist á áðan, þarf að grandvallast á því átaki að slík misbeiting sé röng, verkalýðshreyf- ingin eigi að vera óháö stjórnmála- flokkunum. Og samfara þeirri skoðun þarf aö fylgja einhver vonarglæta um að það sé hægt að breyta þessu. Ennþá eigum við „afreksmenn” FYRIR STÆRRIA UGL ÝSINGAR: Vegna mánudaga: FYRIR KL. 17 FIMMTUDAGA Vegna þriðjudaga: FYRIR KL. 17 FÖSTUDAGA Vegna miðvikudaga: FYRIR KL. 17 MANUDAGA Vegna fimmtudaga: FYRIR KL. 17 ÞRIÐJUDAGA Vegna föstudaga: FYRIR KL. 17 MIDVIKUDAGA Vegna Helgarblaðs I: FYRIR KL. 17 FIMMTUDAGA Vegna Helgarblaðs II: (SEM ER EINA FJORLITABLAÐIÐ) FYRIR KL. 17 FÖSTUDAGA NÆSTU VIKU A UNDAN AUKALITIR ERU DAGBUNDNIR OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17.30. A uglýsingadeild Síðumúla 33 sími27022. Stundum hefur verið sagt að islensk stjórnmál séu orðin „flöt”. Þau séu hallærislegur leikur litlausra miðlungsmanna. Áður voru skörungar og hörkutól en nú séu engir slíkir lengur. Ekki skal fjölyrt um þessa kenningu en víst eru þeir óneitanlega svolítiö sérstakir sumir sem við eigum. Björgunarmaður Þannig er það stundum ekki fullljóst, hvaða skilning háttvirtur samgöngu- ráðherra leggur í hugtakið stjómmál. Pólitísk meistaraverk á borð við þau sem hann hefur verið að skemmta sér við undanfarnar vikur og mánuði era nokkuð sem ekki hefur áður sést í Norðurálfu í eldri manna minnum. A árinu sem leið gerði hann einum vina sinna mikið góöverk. Hann bjargaöi Kristni Finnbogasyni frá gjaldþroti með því að versla örlítiö með flugleyfi til Amsterdam fyrir nokkra skúra og eina flugvél. Það voru sagðir dýrastu skúrar í heimi á þeim tíma, sérstak- lega þegar þaö er haft í huga, að kaupandinn, Arnarflug, getur afar ólíklega komið þeim í verð sem eldi- viði. Þegar ráðherrann setti það met í misnotkun á aðstöðu sinni ræddu menn það sín á meðal hvað það væri svo áhrifaríkt sem Kristinn Finnbogason hefði upp á ráðherrann að herma úr því að honum tókst aö etja honum út í svo augljósa björgunaraögerð. Menn töldu það liggja í hlutarins eðli aö Kjaliarinn tæpast myndi nokkur stjórnmálamað- ur, sem vandur væri að virðingu sinni, taka upp á öðru eins án þess að ein- hvers staðar leyndust þumalskrúfur í farangrinum. Flugmálastjórn En aftur dregur til tíöinda. Sumir höfðu jafnvel verið svo einfaldir að halda að eitt Iscargó-ævintýri væri um það bil nóg fyrir eitt kjörtímabil. En það er nú aldeilis ekki. Staða flugmálastjóra er auglýst laus til umsóknar. Ráðherann tekur á málinu með festu og öryggi landsföö- urins og sendir það til umsagnár hins virta flugráðs. Tveir umsækjendur eru taldir koma helst til greina. Annar er hámenntaður og þaulreyndur verk- fræðingur, og að því er viröist flug- málastjóri af himnum sendur, en hinn frekar umdeildur húsasmiöur og lög- fræðingur meö próf í logsuðu, rafsuðu og argonsuðu. Flugráð mælir síðan ein- róma með verkfræðingnum og ráðherrann ræöur rafsuðumeistarann. Löngum hefur íslensk pólitík þótt sér- kennileg tík en nú þykir sem einhver hafirekiðhöfuðiðí. Kjötbollur í villigötum Fyrir rúmlega tíu árum var þaö gjaman lagt fyrir gesti í samkvæmum betri borgara hér í bæ sem gesta- þraut, hvernig núverandi samgöngu- ráðherra, sem þá var framkvæmda- stjóri Rannsóknarráðs ríkisins, tókst aö koma reikningi yfir kjötbollur og grænar baunir á rekstrarkostnað bif- reiðar. Þau heilabrot skiluðu ekki árangri svo að vitaö sé. Hins vegar þótti þaö bókhald þáverandi fram- kvæmdastjórans með líflegra bókhaldi sem þekkist og gat komið skemmtílega á óvart. Hið opinbera greiddi nefnilega rekstrarkostnað bifreiðarinnar og slík- ar bifreiðar hafa ótrúlegustu þarfir. I sjálfu sér var þarna um vísindalega ráðgátu að ræða, sem nauðsynlegt hefði verið að rannsaka og leysa, sér-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.