Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Síða 2
2 DV. FÖSTUDAGUR15. APRIL1983. Fréttamaður varaði við varðskipinu „Hann var á suðurleið á fullri ferö þegar við komum aö honum. Hann hafði fengið viðvörun frá fréttamanni um að varðskip væri á leiðinni,” sagði Þorvaldur Axelsson, skipherra á Ægi. ,,Skipstjórinn lét orð falla þar að lútandi að honum hefði verið sagt frá varðskipinu af frétta- manni,” sagöi skipherrann. Sem kunnugt er varðar við lög að segja frá ferðum varðskipa. -KMU. Þeir fóru frá varðskipinu um borð í Einar Benediktsson: Halldór Gunnlaugs- son, sem tók við skipsstjórn, er í miðið en Gísli Þórðarson og Helgi Helgason til hliðar. DV-mynd: KMU. Þorvaldur Axelsson skipherra. Níels Ársælsson skipstjóri. VARÐSKIPSINS Sjópróf að kröfu Siglingamála- stofriunar í máli skipstjórans á Einari Benediktssyni hefjast hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði í dag. Guðmundur L. Jóhannesson héraðs- dómaristýrir réttarhaldinu. Varöskipiö Ægir, undir stjórn Þor- valds Axelssonar skipherra, kom á- samt fiskiskipinu Einari Benedikts- syni til Hafnarfjarðar í hádeginu í gær. Þá voru liönar átján klukkustundir frá því varöskipið stöðvaði Einar Benediktsson 24 sjó- mílur norðvestur af Kópanesi. ,dlann efaði í fyrstu að við hefðum vald til að stöðva skip á siglingu á þessu svæði. Eg fullvissaöi hann um aðviðhefðumheimild tilþess arna,” sagöi Þorvaldur Axelssonskipherra. „Við vorum komnir í kjölfarið á togaranum klukkan 17:32. Það tók tímann hjá honum að stansa. Klukkan 17:46 vorum við komnir með menn um borð. Hann var á suöurleið, hélt suð- suðvestlægri stefnu á fullri ferð. Hann sagðist vera að fara suður um, að mér skildist til Hafnarfjarðar,” sagði Þorvaldur. „Við sendum menn yfir í Einar Benediktsson. Skipstjórinn varsíðan fluttur hingað yfir í varðskipið til viöræðna. Eg ákvað síðan að leysa hann frá skipsstjórn. Eg bauð honum að vera um borð í varðskipinu, eða óskaöi eftir því. Hann bað um að fá að fara um borö í Einar,” sagöiskipherrann. Halldór Gunnlaugsson, stýri- maður á Ægi, tók við stjórn Einars Benediktssonar. Með honum frá varðskipinu voru einnig um borð Gísli Þóröarson bátsmaður og Helgi Helgason háseti. Einar Benediktsson er í farbanni og er skipið vaktaö af lögreglu. -KMU. Skipstjórinn á Einari Benediktssyni í sjópróf í dag: DRÓ í EFA VALD Fjöldi fólks var á bryggjunni þegar skipin lögðust að. Stöndum allir að baki okkar skipstjóra — segja skipverjar „Viö stöndum allir að baki okkar skipstjóra í þessu máli,” sagði Oskar Aðalsteinsson, 1. vélstjóri á Einari Benediktssyni. Þórarinn Guðmundsson háseti tók undir þau orð. „Hefndaraðgerðir. Þetta er einmitt það sem er að gerast,” sagði Oskar þegar hann las for- síðufyrirsögn DV í gær. „Þaö er ekki hægt að hugsa sér meíri niðurlægingu fyrir þessar stofnanir, Landhelgis- gæsluna og Siglingamálastofnun, en að dómstóll í Vestmannaeyj- um skuli hafa dæmt vinnubrögð þeirra röng. Þess vegna eru þeir aðhefna,” sögöu skipverjarnir. Oskari vélstjóra þótti verst að geta ekki verið á miðunum. „Við fiskum ekkert hér í Hafnar- fjarðarhöfn,” sagði hann. -KMU. Fiskiskipið Einar Benediktsson kemur ínn í Hafnarf jarðarhöfn. DV-myndir: S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.