Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Page 4
4 DV. FÖSTUDAGUK15. APRtL 1983. Forseti læknadeildar: MÁL PÓLSKA UEKNISINS MIROSLAW STEFAN SALBERT Vegna skrifa DV um pólska lækninn MiroslawStefanSalbert laugardaginn 9. apríl, þriöjudaginn 12. apríl og síöast í leiöara blaðsins 13. apríl 1983 vill læknadeild koma á framfæri upplýs- ingum um íslenzk lög, reglur og sam- þykktir, sem snerta veitingu lækninga- leyfa á Islandi. I læknalögum nr. 80/1969 meö breyt- ingum nr. 108/1973 og 76/1977 segir svo: 1. grein. Rétt til þess að stunda lækningar hér á landi og kalla sig lækni hefur sá einn, sem til þess hefur fengið leyfi heilbrigöisráöherra. 2. grein. Leyfi samkvæmt 1. gr1. skal veita þeim, sem lokiö hafa prófi frá lækna- deild Háskóla Islands svo og fram- haldsnámi í sjúkrahúsi eftir reglum, sem læknadeild setur og heilbrigðis- ráðherra staöfestir. Framhaldsnámi, samkvæmt 1. máls- grein, skal lokið hér á landi eöa er- lendis viö sjúkrahús, sem fullnægir skilyrðum heilbrigðisstjórnar og læknadeildar Háskóla Islands. Þeir einir geta hlotiö ótakmarkaö lækningaleyfi, sem hafa til þess meö- mæli læknadeildar Háskóla Islands og landlæknis. 3. grein. Ráðherra getur veitt manni, sem lokiö hefur sambærilegu prófi og um getur í 2. gr., lækningaleyfi (tak- markað eöa ótakmarkað) og þar meö rétt til þess að kalla sig lækni hér á landi, enda uppfylli hann skil- yrði 2. gr. að ööru leyti. Læknadeild Háskóla tslands getur sett þaö skilyröi fyrir meðmælum sínum, aö umsækjandi sanni fyrir henni, aö próf hans sé sambærilegt að gæöum viö próf frá deildinni. Ráöherra getur einnig veitt mönnum takmarkaö lækningaleyfi, ef þeir hafa til þess næga þekkingu aö dómi landlæknis og hann mælir með leyfis- veitingunni að höfðu samráöi við læknadeild Háskóla Islands. Pólski læknlrinn Stef an SalDen. 5. grein. Enginn læknir má kalla sig sérfræö- ing nema hann hafi fengið til þess leyfi ráðherra. Læknadeild háskól- ans setur reglur um nám sérfræö- inga, er ráðherra staðfestir, og getur enginn fengiö leyfi til aö kalla sig sérfræöing nema hann sanni fyrir læknadeildinni, aö hann hafi lokiö slíku námi. Læknir á rétt á leyfi til að kalla sig sérfræðing, ef hann sannar fyrir læknadeild háskólans, að hann hafi lokið tilskildu sérfræöinámi og land- læknir mælir meö leyfisveitingunni. I umsögnum sínum um beiðni um lækningaleyfi og sérfræðileyfi styöst læknadeild viö reglugerö um veitingu lækningaleyfa og sérfræöileyfa nr. 39/1970 ásamt breytingu nr. 249/1976. Á Noröurlöndunum, Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada hafa veriö settar reglur um próf, sem haldin eru fyrir erlenda lækna, sem óska lækn- ingaleyfis í viðkomandi löndum. Eng- ar þessara þjóöa veita útlendingum lækningaleyfi án undangenginna prófa. Til samræmis viö þaö sam- þykkti stjórn læknadeildar Háskóla Is- lands 5. des. 1979 reglur varðandi lækna með erlend læknapróf. Undir DV-mynd GVA. þær reglur falla einnig Islendingar, sem lokið hafa læknaprófum viö er- lenda háskóla, en síöustu ár hafa margir Islendingar sótt læknanám til Danmerkur og Svíþjóöar. „Læknar, sem ekki hafa íslenzkt embættispróf, en óska eftir lækninga- leyfi hér á landi skulu áður en lækna- deild veitir lögboðna umsögn sína, gangast undir próf, sem er ætlað fyrst og fremst til að skera úr um hæfni þeirra til að starfa við séríslenzkar að- stæður, en í vissum tilvikum einnig ætl- að að tryggja, að þeir hafi til aö bera lágmarks faglega kunnáttu. Þessi próf, sem fara fram á vegum lækna- deildar geta í megindráttum verið með tvennu móti. a) Próf í íslenzkum lögum og reglum er snerta hina ýmsu þætti heilbrigöis- mála og framkvæmd þeirra, þar með ritun lyfseöla, réttarlæknis- fræöileg ákvæöi o.s.frv. b) Auk þess, sem tilgreint er undir liö-a skal prófa í verklegri lyflæknisfræði, handlæknisfræöi og ef til vill einnig í heimilislæknisfræöi eöa í öörum þeim greinum, sem deildarráöi þykir ástæða til hverju sinni. Þeir, sem féllu einungis undir a-Iið væru fyrst og fremst læknar með há- skólapróf frá Norðurlöndum eöa öðrum háskólastofnunum vel þekkt- um hér á landi. Deildarráö ákveöur í hverju einstöku tilviki hvemig prófa skal. Deildarráö getur sett skilyröi um reynslutíma á íslenzkri heil- brigðisstofnun áöur en umsögn er veitt. Þá skal og gera kröfur, aö útlending- ar er sækja um lækningaleyfi hér á landi skuli vera nægilega vel aö sér í íslenzku máli, aö mati sérfróöra manna.” Athygli er sérstaklega vakin á því, að nauðsynlegt er aö útlendingar er. sækja um lækningaleyfi hér á landi séu mælandi á íslenzku og er þaö einnig í samræmi viö reglur, sem aðrar þjóöir setja varðandi veitingu lækningaleyfa til útlendinga. Til dæmis þurfa íslenzk- ir læknar, sem óska lækningaleyfis í 'Svíþjóð, að leggja fram staöfest vott- orö um sænskukunnáttu. Þann 3. ágúst 1982 barst læknadeild bréf frá landlækni þar sem óskaö var umsagnar um umsókn Miroslaw Stef- an Salbert um almennt lækningaleyfi á Islandi. I samræmi við 3. gr. læknalaga ákvaö læknadeild aö óska eftir því aö umsækjandinn sannaöi fyrir henni aö próf hans væri sambærilegt aö gæðum viö próf frá deildinni. Var honum því sent eftirfarandi bréf dags. 28.8.1982: „Læknadeild H.I. hefur til umfjöll- unar umsókn yðar um almennt lækn- ingaleyfi hér á landi, sbr. bréf yöar til heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins dags. 22.06.1982. Læknadeild óskar eindregiö eftir aö þér látiö henni í té, ef mögulegt er, ljósrit af námsskipulagi læknaskól- ans „Selsiska læknaakademian nefnd eftir L. Warynski KAT- OWICE” þar sem þér voruð við nám. Ég geri ráö fyrir aö læknadeild geri þá kröfu, aö þér gangist undir próf í lyflækningum og handlækningum (skriflegt, munnlegt, „klinik”) og auk þess próf í íslenzkum lögum og reglum er varða heilbrigðis- og fé- lagslæknisfræði sem og réttarlæknis- fræði og ritun lyfseðla. Slíkar reglur fyrir kandidata frá erlendum háskól- um voru samþykktar í læknadeild H.I. í des. 1979. Endanlegt svar deild-^ arinnar verður sent landlækni eftir að bréf hefur borist frá yöur meö umbeönum upplýsingum.” Þar sem svar barst ekki var mál Sal- bert læknis tekið aftur fyrir á fundi í deildarráöi læknadeildar þann 20. okt. 1982 og bréfi landlæknis frá 3.8. 1982 svarað á eftirfarandi hátt: „Á fundi sínum þann 20. okt. 1982 fjallaði deildarráö um umsókn Miro- slaw Salbert læknis um lækninga- leyfi hér á landi. Þann 28.8. 1982 sendi deildarforseti lækninum bréf, sem fylgir hér meö í ljósriti. Svar læknisins hefur ekki borist, en samkvæmt símtali mun hann ekki getað lagt fram umbeöin gögn. I desember 1979 geröi læknadeild samþykkt um reglur fyrir kandidata frá erlendum háskólum, sem sækja um lækningaleyfi á Islandi. Fylgja reglurnar hér meö í ljósriti. Niðurstaöa deildarráösfundar var sú, aö Miroslaw Salbert þurfti aö ganga undir próf í lyflækningum og handlækningum og auk þess próf í ís- lenzkum lögum og reglum er varöa heilbrigðis- og félagslæknisfræði sem og réttarlæknisfræði og ritun lyfseðla áöur en hægt er aö f jalla um umsókn hans um lækningaleyfi.” Læknadeild harmar þaö hvernig mál Salberts læknis er komiö. Læknadeild hefur ekki haft heimild til að breyta gildandi lögum, reglugerðum og sam- þykktum sérstaklega fyrir Salbert lækni og hefur því afgreiðsla hans máls veriö samkvæmt því. Það skal viðurkennt, aö hann hefur töluveröa sérstöðu sem flóttamaöur, og má vera, aö hann hafi goldiö þess nokkuð. Læknadeild vísar frá sér þeim um- mælum ritstjóra DV aö Salbert læknir hafi veriö beittur fantabrögðum meö því að farið var eftir íslenzkum lögum, reglugeröum og samþykktum deildar- innar, sem gerðar voru tæpum þremur árum áöur en umsókn Salberts um lækningaleyfi barst deildinni. Jónas Hallgrímsson prófessor, forseti læknadeUdar. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Allir vilja flokkamir með íhaldinu ganga Nú ganga hin ógurlegu kærumál á víxl. Alþýðubandaiagið sakar Framsókn um að vilja samstarf með ihaldinu og Framsókn sakar bandalagiö um aö óttast að tUhugalíf þess og Sjálfstæðisflokksins leiöi ekki tU hjónabands, þ.e. samsteypustjórnar. Sama dag og þetta kemur fram í Timanum segir ÞjóðvUjinn, aö Matthias Bjarnason hafi á Vestfjörðum svaraö bónorði Framsóknar um sterka stjórn játandi, þ.e. samsteypustjórn íhalds og Framsóknar. Þannig boöa nú báðir stjórnarflokkarnir ákaft samsteypustjórnir með íhaldinu eftir kosningar, tala mikiö um hjónabönd og bónorö, eins og vonbiðlar á bak við fjöliin háu, eða harðgift hjón, sem hugsa stift til framhjáhalds. Þetta röfl er kjósendum boðið upp á, á tíma, þegar menn ræöa jafnvel að rikisgjaldþrot geti verið framundan. Aldrei hafa verið Ijósari en nú þeir annmarkar, sem fylgja í kjölfar samsteypustjórna, þar sem viðræður flokkanna snúast gjarnan upp í að bera svip af markaðstorgi. Einn býöur hugsjón, sem hann hefur haldið mjög að kjósendum fyrir aðstöðu tU að geta haft stjórn á mála- flokki, sem einhver fjármálaklíkan vUI ekki láta undir stjórn samstarfs- flokks. Fræg dæmi um þetta eru samningar Alþýöubandalagsins við borgaraflokkana um að halda kjafti um hermálin og Nato, þegar þeir eru í samsteypustjórnum. í gær birti Þjóðviljinn hins vegar tvær opnur um hermálin, af því kosningar eru í nánd. Þeir gera þetta einkum tU að reyna að ná fylgi af Framsókn, sem er andstætt varnarliði og Nato og vUl kannski heldur láta svíkja sig í Alþýðubandalaginu. HlægUegastar eru þó ákærur gam- alla samsteypubræöra, Framsóknar , og allabaUa um aö annar hvor / aöilinn ætli aö svíkja og fara í stjórn . meö ihaldinu. Þetta eru orðræður, sem eiga að standa fram aö kosningadegi og hafa áhrif á kjósendur. Eðlilegast væri að halda báðum þessum flokkum utan stjórnar næsta tímabU, þó að ekki væri til annars en kæla glókollana. Báöir vUja þeir auövitaö ólmir í stjórn með íhaldinu aö kosuingum loknum, það leynir sér ekki. Þeir telja aö það gæti orðið eins konar „moral oprustning”. En auðvitaö gengi þá helmingi erfiöar að taka tU í þjóðfélaginu á eftir, og vafamál hvort forðaö yröi því sem menn eru að spá — ríkisgjaldþroti. TUbeiðsla Framsóknar og aUa- baUa á Uialdinu, og ákærur því samfara, minna um margt á gamla granna noröur í Húnavatnssýslum, sem áttu í deilum, en settust síöan á greni til að vinna ref, báöir samt, og urðu við þaö sáttir. Um þessa sætt kvað Torfi Sveinsson frá Hóli í Svart- árdal: Þeir sátu um grenið og sigtuðu á rebba og samninga gerðu um vináttu trygga. Siggi átti aö hætta að steia frá Stebba og Stebbi átti að hætta aðljuga uppáSigga. Þessi verður nefnilega sættin hjá Framsókn og allaböUum að kosningum loknum, fái þeir til þess fylgi kjósenda að mynda samsteypu- stjórn. Kosningar fyrir þessum flokkum eru ekkert annað en refa- veiöar, sem miða aö því að veita þeim brautargengi tU frekari gjaldþrotsaðgerða. Til að losna viö ófarnað samsteypustjórna geta kjósendur eflt einn flokk til meiri- hluta. Þeim tókst að gera þaö í Reykjavik í síðustu sveitarstjórnar- kosningum, og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Slíkan árangur þarf landið aUt. En auðvitað trúa einhverjir enn á höndlara hug- sjónanna og kjósa þá — mennina með afsakanirnar. Þá er tvennt til, að íhaldiö myndi stjórn meö Bandalagi jafnaöarmanna, eða að mynduð verði utanþingsstjórn, eins og sú sem dr. Björn Þórðarson myndaði foröum daga. Hann gat tUkynnt við lok þeirrar stjórnar, að verðbólga hefði ekki aukist um eitt prósent. Nú þurfum við stjórn sem kemur verðbólgunni niður fyrir tíu prósent á skömmum tíma. Hún verður vandmynduð ef samsteypukerfið á enn að ráða örlögum íslendinga. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.