Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Síða 5
5 DV. FÖSTUDAGUR15. APRlL 1983. Stórmenni við sýningu Útlagans Frá Sigriði M. Vigfúsdóttur, frétta- ritara DV í París: Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, var viöstödd sýningu Utlagans í Olympic Balzac-Elysée viö breiðgötuna Champs Elysée á miðvikudagskvöld. Lögregluvörö- ur var viö alla breiögötuna og haföi nokkur hópur fólks safnast saman fyrir utan bíóið. Er forsetinn steig út úr bifreið sinni hyllti hópurinn og nærstaddir vegfarendur Vigdísi Finnbogadóttur meö lófataki og hrópum. Eigandi Olympic Balzac, Frederic Mitterrand, er bróðurson- ur forseta Frakkiands. Hann er þekktur sjónvarpsmaöur og kvik- myndagerðarmaður (t.d. fyrir myndina Ástarbréf frá Sómalíu). Fyrir sýninguna ávarpaðiFrederic Mitterrand gesti og fór nokkrum oröum um íslenska kvikmynda- gerð.Endaði hann ávarp sitt á að vitna í hin fleygu orð Guðrúnar Osvífursdóttur „Þeim var ég verst er ég unni mest.” Sagði hann aö þó að Vigdís Finnbogadóttir hefði unn- ið hug sinn og hjarta ætlaði hann samt að vera svolítið vondur við hana og kalla hana upp á svið! Forseti Islands ávarpaöi síðan troðfullan sal kvikmyndahússins og lýsti meðal annars hversu stórt hlutverk fomsögumar lékju í íslenskri menningarhefð. Sagði Vigdís Finnbogadóttir að Utlaginn hefði veriö valinn til sýningar fyrst og fremst af þessum ástæðum. Auk leikstjórans, Ágústs Guðmundssonar, íslenskra náms- manna og fylgdarliðs forsetans var fjöldi stórmenna viöstaddur sýningu myndarinnar. DanieUe Mitterrand forsetafrú var sessu- nautur forseta Islands á meðan á sýningu stóð. Jafnframt vom við- stödd Claude Cheysson utanríkis- ráðherra, Edith Cresson utanríkis- viðskipta- og ferðamálaráðherra, Yvette Roudy kvennamálaráð- herra, AUce æskulýðsráöherra og Lionel Jospin, aðalritari Sósíalista- flokksins. Á kvikmyndasýningunni og í samkvæmi á eftir mættu nokkrar frægustu leikkonur Frakka, svo sem Nathalie Baye, Juliette Berto, Jeanne Moreau og Delphine Seyrig._____________ás Vigdís meðal „íslend- inga” „Það var skemmtilegt að hitta Mitterrand Frakklandsforseta,” sagði Vigdís Finnbogadóttir for- seti Islands á blaðamannafundi i París í gær. Vigdís sagði á fundin- um aðhúnhefðiþekktParísíþrjá- tíu ár og á þeim tíma heföi borgin tekið mUdurn breytingum. I dag fer Vigdís Finnbogadóttir tU Paimpolá Bretagne, en þar voru fiskimenn áður kallaðir Islending- ar meðal Frakka. Þeir stunduðu sem kunnugt er fiskveiðar á skút- um sinum hér við land. -GTK-París. Offiáal Video Products of LÆ7984 O/ympics Q&Jp Opinbera heimsóknin fer ekki framhjá neinum Frá viðræðum Vigdisar Finnbogadóttur og Mitterrands Frakklandsforseta. DV-mynd GTK. VIGDIS KOLLUD VIKKÍ Frá Sigríði M. Vigfúsdóttur, fréttaritara D V í París: Það er óhætt að segja að opinber heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur, forseta Islands, vekur óvenju mikla athygli hér í París. Opinbera heim- sóknin fer vart fram hjá neinum og ekki annað að sjá en almenningur sé stórum fróðari um íslensk málefni en áður. Franskir fjölmiðlar gera heimsókn forsetans og þjóð hennar góö skU í miðvikudags- og fimmtudagsútgáf- um sínum. Sjónvarpsstöövamar TV 1 og Antenne 2 fjölluðu báðar um heimsóknina í kvöldfréttum á mið- vikudagskvöld. 1 TV 1 voru sýndar myndir af hádegisveröarboði Mitter- rand til heiðurs Vigdísi oggreint frá heimsókn hennar. Er sjónvarpsþul- irnir höfðu bægslast viö að bera fram nafn hennar tvisvar eða þrisvar gáfust þeir upp og kváöust taka sér það bessaleyfi að kalla hana „Vikkí”! Á sama tíma sýndiAntenne 2 þátt sem fréttamenn hennar gerðu á Islandi fyrir skömmu. Sjónvarps- mál Islendinga fengu sinn skammt, f jaUaö var um videoæöiö og sérstaka athygli þeirra vakti júlUokunin sáluga og fimmtudagslokunin. Vegfarendur í Austurstræti voru spurðir álits á þessum málum og sýndist sitt hverjum. Klykktu frönsku fréttamennimir út með því að þeir á Antenne 2 hefðu ekkert á móti því að loka á fimmtudögum! Le Parisien sagði í fyrirsögn „VUúngur í Frakklandi! ” Og í grein í blaðinu var fjaUað m.a. um afmæli forsetans, sem er í dag, og forsetan- um óskað til hamingju á íslensku! Blaðið hefur eftir Vigdísi, aðspurðri um stjómmálaskoðanir hennar, „ef maður er ekki ansi frjálslyndur í æsku þá hefur maður ekkert hjarta. Og ef maður veröur ekki afturhalds- samur með aldrinum þá er maður ekki mjög gáfaður!” Vitnar forset- inn með þessum oröum í franskt góð- skáld. ás. Toyota Corolla érg. '78. Ekinn 67.000, gulur. VarO 85.000. Toyota Crown de lux disil érg. '82, ekinn 24.000, Ijósblér. Verð 375.000. Toyota Cressida hard-top érg. '78, ekinn 64.000, fölgulur. Verð 120.000. Toyota Carina XE 1800 cc érg. '82, ekinn 12.000, Ijósgrænn. Verð 250.000. Toyota HI-ACE bensin érg. '80 m/gluggum, ekinn 47.000, gulur. Verð 180.000. Toyota Corolla Liftback SE érg. '82, ekinn 5.000, rauður. Verð 240.000. Toyota Carina GL sjálfsk. érg. '80, ekinn 54.000, blár. Verð 160.000. Toyota Cressida árg. '81 DL beinskiptur, ekinn 38.000, rauður. Verð 235.000. Toyota Land Cruiser árg. 76, Ijós- blár (nýtt lakk), ekinn 60.000 km, mjög vel með farinn bill. Verð 230.000. Skipti möguleg á ódýrari bil. Opiðá laugardögum frá kl. 1-5. Ath. Okkur bráðvantar allar gerðir Toyota bif- reiða á söluskrá. 0 TOYOTA SALURINN IMýbýlavegi 8 Sími: 44144. Efþú átt 6000 krónur í útborgun — eigum við myndsegulband fyrír þig. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðuriandsbraut 16 Sími 91 35200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.