Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Page 6
TÁLKNAFJÖRÐUR
Á þessum fallega stað, þar sem næg er at-
vinna, eru til sölu:
4 íbúðir, 2 tveggja herbergja, 1 þriggja og 1 fjögurra
herbergja.
Verða tilbúnar undir tréverk um næstu áramót.
Hringið i síma 94-2528 og 91-44094 kl. 12 — 1 og eftir
kl. 7 á kvöldin.
(Geymið auglýsinguna og hugsið málið.)
TUboð óskast
í eftirtaldar bifreiðir
í tjónsástandi:
Toyota Corolla, árg. 1982.
Lancer GSR, árg. 1982.
Mazda 323 station, árg. 1978.
Renault TL4, árg. 1980.
Volvo 144, árg. 1974.
Range Rover árg. 1979.
Lada 1200 station, árg. 1979.
Lada 1600, árg. 1978.
Bifreiðirnar verða til sýnis aö Melabraut 26,
Hafnarfirði, laugardaginn 16. apríl frá kl. 1—5.
Tilboðum sé skilað til aðalskrifstofu, Laugavegi
103, fyrir kl. 5 mánudaginn 18. apríl.
BRUN ABÓT AFÉLAG ÍSLANDS.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna
óskar eftir tilboðum í eftirtalinn töivubúnað, allan eða hluta:
DEC PDP—11/34 tölva (cpu)
256 Kb. minui sem samanstendur af:
128 Kb., eittstk.
32 Kb., fjögur stk.
Tengibúnaður fyrir f jórar línur:
DLUW, þrjú stk.
DLUC, eitt stk.
RK05 2,5 Mb. diskakerfi með tengibúnaði.
H960 skápur, framangreindur búnaður er í honum.
LA180 prentari með tengibúnaði (paralell).
RK71128 Mb. diskakerf i með tengibúnaði.
RK07 28 Mb. viðbótardiskadrif.
2 stk. VT100 tölvuskjár.
RSX—11M V3,2 stýrikerfi.
FORTRAN—IV V2,2—5 þýðari.
Upplýsingar veitir Pétur Blöndal í síma 84033.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Raufarseli 9, þingl. eign Árna Jóbannessonar o.fl.,
fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik, Veðdeildar Lands-
bankans, Ara ísberg hdl. og Hafsteins Sigurðssonar hrl. á eigninni
sjálfri mánudag 18. apríl 1983 kl. 14.45.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Krummahólum 2, þingl. eign Jóns Birgis
Péturssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og
Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri mánudag 18. apríl 1983 kl.
16.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Keilufeli 13, þingl. eign Hilmars Friðsteinssonar,
fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Landsbanka
íslands, Guðjóns Á. Jónssonar hdl. og Sigríðar Thorlacius hdl. á
eigninni sjálfri mánudag 18. apríl 1983 kl. 16.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á bluta í Stífluseli 3, tal. eign Bergþórs Olafssonar, fer
fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik og Gisla Baldurs
Garðarssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudag 18. apríl 1983 kl. 14.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Neytendur Neytendur Neytendur
DV. FÖSTUDAGUR15. APRlL 1983.
Frá aðalfundi Osta- og smjörsölunnar. Óskar H. Gunnarsson framkvæmdastjóri iræðustóli.
Ársneysla:
250 LÍTRAR AF FUÓTANDI
MJÓLKURVÖRUM A MANN
Á síðastliðnu ári nam heildarsala af
mjólk, imdanrennu, jógúrt, léttmjólk
og súrmjólk 50,8 milljón lítrum. Ef
tekin er með mjólk sem notuð er
heima til neyslu hjá bændum þá
svarar heildameyslan til þess að hvert
mannsbam á Islandi hafi neytt að
meðaltali 249,7 lítra af þessum
fljótandi m jólkurvörum.
A 24. aðalfundi Osta- og smjörsöl-
unnar, sem haldinn var 8. apríl síðast-
liðinn, komu þessar upplýsingar fram í
máli Oskars H. Gunnarssonar, fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins. Einnig
kom fram í máli framkvæmdastjórans
aö innvegin mjólk hjá mjólkursamlög-
unum reyndist vera tæplega 104,6
milljónir lítra á árinu 1982. Það var
1,6% meiri mjólk en árið áður.
Meðalneysla á rjóma reyndist vera
7,0 lítrar og á skyri 7,5 kg.
Aukning var í sölu á smjöri og
smjörva um 22,8% miðað viðáriðáður.
Smjörbirgðir voru meö allra minnsta
móti. Meðalneysla á hvem íbúa
reyndist vera 6,2 kg af smjöri og
smjörva á síðastliðnu ári. Um 70 tonn
af smjöri voru til I landinu um síðustu
mánaðamót, minna má það ekki vera.
Heildarsala á ostum var 1917 tonn,
það er 10,8% aukning frá fyrra ári. Hjá
Osta- og smjörsölunni varö söluaukn-
ingináostuml3,6%.
Meöalneysla á mann á ári er nú
komin í 8,3 kíló en var aðeins rúmlega
3,0 kg fyrir um 25 árum þegar Osta- og
smjörsalan tók til starfa.
Á aðalfundinum í byrjun mánaðar-
ins var einmitt minnst 25 ára afmælis
fyrirtækisins. I tilefni afmælisins kom
út vandað rit um starfsemi Osta- og
smjörsölunnar. Gylfi Gröndal tók
saman efni í afmælisritið og ritaði sögu
fyrirtækisins.
-ÞG.
Fasteignaskoðun:
íbúðakaupin gerð öruggari
„Það sem við viljum fyrst og
fremst gera er að gera kaup fólks á
húsnæði öruggari. Við viljum gera
bæði kaupanda og seljanda ljóst
hvaða kostir og hvaða gallar eru á
eigninni. Svona svipað því og fólk
lætur skoða bíl á verkstæði áður en
það kaupir hann,” sagði Gunnar
Indriðason.
Hann hefur ásamt Indriða bróður
sínum stofnaö fyrirtækið Fasteigna-
skoöun. Þeir bræöur eru báðir
menntaöir trésmiðir og tæknifræð-
ingar. Þessa menntun sína ætla þeir
að nota sér í starfi nýja fyrirtækis-
ins.
Kaupendur eöa seljendur
fasteigna geta fengið starfsmenn
Fasteignaskoðunar til þess að koma
og skoöa fasteignina áður en hún er
seld. Þá er gerð skrifleg greinargerð
um ástand íbúðarinnar sem hinn nýi
eigandi fær síðan í hendumar. Ef í
ljós koma gallar síðar er hægt að slá
því upp í greinargerðinni hvort
þeirra er getið. „Við tökum ábyrgð á
gerðum okkar eins og öll önnur
hlutafélög. Við ábyrgj umst að finna
þá galla sem fyrir hendi eru þegar
íbúðin er skoðuö,” sagði Gunnar.
Hann minnti á að þegar menn
kaupa sér íbúð leggja þeir oftast
aleigu sína að veði. Mikilsvert er því
að vel sé athugað áður svo að aleig-
unni sé ekki eytt í vitleysu. „Okkur
finnst það líka furðulegt að verð
íbúða er nær alltaf það sama á sömu
stærð. Þó að gæðin séu mjög mis-
jöfn,”sagöihann.
Ef kaupandi eöa seljandi hyggst fá
Fasteignaskoðun til aö líta á íbúð
þarf að panta með svona 2 daga
fyrirvara. Er þetta miðað við fólk á
Stór-Reykjavíkursvæðinu því að
Gunnar Indriðason, annar eigandi
Fasteignaskoðunar.
DV-myndBj. Bj.
ekkert hefur enn verið farið út fyrir
það. Skoðun úti á landi verður þó
gerð ef um það er beðið en þá þarf sá.
er fær skoðunarmann að greiöa fyrir
hann fargjald og uppihald. Þegar að
húsinu er komið eru ýmsir
umhverfisþættir athugaöir. Um-
ferðin með tilliti til hávaða, gang-
brauta, aðkomu og fleira þess
háttar. Húsið sjálft er síðan skoöað
að utan. Þak, svalir, veggir og
gluggar. Þegar inn er komið eru
lagnir athugaðar eftir því sem unnt
er, ofnar og fleira. Aðstaða fyrir
börn er sérstaklega athuguð bæði
innanhúss og utan. Komiö er í
húsinu með sérstök eyðublöð. Spurt
er markvissra spurninga og fyllt út á
blöðin jafnóðum. Stundum kemur
það fyrir að starfsmenn Fasteigna-
skoðunar telja ráölegt að athuga
húsin frekar en hægt er að gera í
einni slíkri skoðun. Benda þeir þá
þeim sem biður um skoðunina á það
og ræður hann þá hvort hann vill láta
fara út í frekari athugun. Verðið
fyrir venjulega skoðun er 2 þúsund
krónur en það fer upp í 5 þúsund ef
skoða þarf oft. Sá er biður um skoð-
unina borgar gjaldið.
Auk þessarar þjónustu við þá sem
eru að kaupa sér er boöið upp á
ráðgjöf viö þá sem þurfa að láta
vinna ýmsar viðgerðir á fjölbýlis-
húsum. Þá er skoðað hvað þarf til og
fylgst með því að verkið sé unnið á
réttan hátt.
„Menn sem eru að selja fasteignir
ættu að vera fúsir til þess að leyfa
framkvæmd skoðunar ef kaupandi
ferframáhana. Leiðindadeilumálun
vegna íbúöakaupa ætti þá jafnframt
að fækka,” sagði Gunnar Indriðason.
-DS.