Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Síða 7
DV. FÖSTUDAGUR15. APRlL 1983.
7
Neytendur Neytendur
Bókaklúbburinn Veröld:
Hægt að fá bækur,
plötur, listaverk
og utanlandsferðir
— ávildarkjörum
Jón Kar/sson, forstjórí Veraldar,
með þrjár bækur sem hægt er að
ve/ja sór fyrír 98 krónur samtals við
inngöngu i Veröld.
DV-mynd GVA.
„Viö ætlum aö reyna aö bjóöa upp á
það spennandi hluti aö fólk geti ekki
hugsað sér annaö en að taka þá,” sagöi
Jón Karlsson, forstjóri bókaklúbbsins
Veraldar. Hann var stofnaöur núna í
endaðan mars. Eigendur klúbbsins eru
5 bókaforlög, Fjölvi, Hlaöbúö, Iðunn,
SetbergogVaka.
Hann verður byggöur upp töluvert á
annan hátt en þeir bókaklúbbar er nú
eru viö lýöi. Boönar veröa bækur frá
öllum forlögunum fimm auk þess sem
bækur veröa gefnar út sérstaklega
fyrir klúbbinn. Veröa þá rithöfundar
fengnir til að starfa hér á landi auk
þess sem erlendar bækur sem merkar
þykja veröa þýddar. En menn geta
fengið fleira en bækur. Boðið verður
upp á hljómplötur á betri kjörum en
almennt gerist, listaverk af ýmsu tagi
sem búin verða til fyrir klúbbfélaga og
meira að segja utanlandsferðir. Það,
að hægt sé aö veita þetta á þeim vildar-
kjörum sem klúbburinn hefur ætlað
sér, byggist á því að félagar veröi
margir. Félagasöfnun fereinmitt fram
þessar vikurnar. Gefst nýjum félögum
þá tækifæri til aö kaupa sér þrjár
bækur fyrir 98 krónur. Er tæpast hægt
að fá eina bók fyrir þaö í búð, sumar
þeirra kosta jafnvel um 500 krónur
hver.
Félagar fá sent ókeypis fréttabréf
mánaöarlega þar sem greint veröur
frá því sem boðið er upp á hverju sinni.
Þaö veröur ein nýútkomin bók, þrjár
sem athygli hafa vakið, plötur og
listaverk. I utanlandsferöir veröur
fariö öðru hverju og greint frá slíku
jafnóöum. Einnig veröa famar ferðir á
merkar listsýningar og tónleika og
annaö slíkt menningarlegt bæöi innan
landsogutan.
Það sem menn á stærstu stöðum
landsins panta sér í gegnum klúbbinn
er boriö heim til þeirra og afhent þeim
sjálfum. Gjald er hið sama og lægsta
póstburöargjald. Um hálfur mánuður
líöur frá því aö pantað er og þar til
pöntunin berst. Með henni fylgir gíró-
seðill sem menn eru beðnir að greiða
viö fyrstu hentugleika, þaö er innan 10
daga. Ef um stóra pöntun er að ræöa er
unnt aö skipta greiðslunni.
Bók mánaðarins verða menn aö
afpanta skriflega, vilji þeir ekki
eignast hana. Gleymi þeir því og fái
hana senda geta þeir endursent hana
án skuldbindinga og greiöa aðeins
póstburðargjald.
Veröld hefur keypt sér IBM tölvu til
að s já um alla skráninguna. Menn geta
því hringt inn pöntun sína eöa skrifað,
eftir því hvort þeim finnst þægilegra. I
tölvunni er síðan hægt aö fletta því upp
hvað áður hefur verið keypt.
Ekkert kostar aö vera í klúbbnum.
-DS.
Prentvillupúkinn
sökudólgurinn
— verðmunur á sömu vöru 111%
„Oft verður maöur var við mikinn
verðmun á sömu vörutegund í versl-
unum en aldrei hefur mér blöskrað
eins og nú,” sagöi Elísabet Jóns-
dóttir sem kom hingað á ritstjóm
með tvær dósir af Planters kartöflu-
flögum. Dósirnar tvær voru keyptar
hvor í sinni versluninni og í sömu
vikunni. Miðvikudaginn 31. mars
keypti Elísabet fyrri dósina í JL-
húsinu á kr. 12.20. Seinni dósina á
krónur 25,75 í SS-búðinni við Bræðra-
borgarstíg, laugardaginn 2. apríl.
Dósin var 111% dýrari í SS-búðinni
en í JL-húsinu.
Hér var greinilega einhver maök-
ur í mysunni sem vert var að vita
hvaðan væri kominn.
Við höfðum samband við
verslunarstjórann í SS-búðinni og
þar var málið kannað. „Þetta eru
mannleg mistök,” sagði Vigdís
Sigurðardóttir verslunarstjóri, „við
höfum farið yfir reikningana yfir
þessa vörusendingu og í ljós hefur
komið meinleg villa. Á reikningnum
er prentvilla, þar er röng tala. I köss-
unum f rá innflytjanda eru 48 dósir af
kartöfluflögum en á reikningnum
var skrifað að í hverjum kassa væru
24 dósir. Þegar ég reikna út verð á
dósunum hef ég reikninginn með
röngum magnupplýsingum í hönd-
unum.”
— Varla þarf að taka það fram aö
búið er aö leiðrétta verðið á kartöflu-
dósunum í versluninni.
Maðkurinn var sem sagt runninn
undan rifjum prentvillupúkans á
skrifstofu innflytjandans, Agnars
Ludvigssonar hf., sem flytur inn
Planters kartöfluflögurnar. -ÞG.
Það er von að neytandanum haíi
blöskrað þessi mikli verðmunur á
dósunum tveimur.
DV-mynd GVA.
FÖSTUDAGSKVÖLD
I JliHUSINUl IJISHUSINU
OPIÐ í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 10 í KVÖLD
Glæsi/egt úrva/
húsgagna á 2. og 3. hæð.
MATVÖRUR
FATNAÐUR
HÚSGÖGN
RAFTÆKI
RAFLJÓS
REIÐHJÓL
Munið okkar
hagstæðu
greiðslu-
skilmála
JIB
Jón Loftsson hf.
A A A A A *■
d q c cd m zimtfaíSí
_ OD ÍZ E E3 lJ Ut jrjjjíi-i
i i_ i— O
3 ■_jijurij:i
„„Ll'IH.ÍHl
Hringbraut 121 Sími 10600
0PIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 9-12
Dallas sófasettlð
Hhúsgagna-i
val
SMIÐJUVEGI 30
SÍMI 72870