Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Page 8
DV'. FÖSTUDAGUR15. APRIL1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Kynþáttamis- lyndiíChicago Harold Washington, sem fyrstur blökkumanna hefur veriö kosinn borgarstjóri Chicago, hefur hvatt borgarbúa til þess aö horfast í augu við kynþáttamislyndið sem kom upp á yfirborðið í kosningabaráttu undanfarinna vikna. 1,3 milljónir kjósenda skiluðuat- kvæði í borgarstjómarkosningun- um á þriðjudag og sigraði Was- hington repúblíkanann Epton með 40 þúsund atkvæða mun. Pillangeturvaldið hjartaáföllum Getnaðarvarnarpillur, sem inni- halda mikið magn af progestin hórmon og estrogen í minni mæli, þykja auka hættuna á hjarta- áföllum og slagi hjá konum á bam- eignaraldri. Kemur þetta fram í læknariti Nýja Elnglands og er vísað þar til athugana í tíu bandarískum sjúkrahúsum á 1744 konum með samanburði á sjö pillutegundum sem hver innihélt mismunandi mikið magn af þessum hormónum. Rannsóknin benti til þess aö mikilvægt væri að hlutfalliö milli þessara hormóna væri sem jafnast. NýttVW-rúg- brauðekurá vatnisemá vegi Volkswagen, stærstu bílafram- leiðendur V-Þýskalands, hafa sett á markað nýtt rúgbrauð sem aka má jafnt á láði og legi. Svoleið- is farartæki hefði komið sér vel fyrir marga í flóöunum síöustu daga. Þessum „minibus” má aka yfir stöðuvötn og straumvötn jafnt sem á vegi. VW kynnir bílinn á vörusýn- ingunni í Hannover. Ekkertmánú! Einn af fyrri talsmönnum Ein- ingar, hinnar óháðu verkalýðs- hreyfingar Póllands, var í gær sektaður fyrir að bera hnapp með áletruninni „Solidarinosc”. Sektin nam einum og hálfum mánaðar- launum Janusz Onyszkiewicz sem er stæröfræðilektor viö Varsjárhá- skóla. Hann var meðal þeirra sem sett- ir voru í einangrun þegar herlögin voru leidd í gikJi og slapp ekki úr henni fyrr en ári síðar. Síðan hefur hann borið þennan hnapp í barmin- um. Margir aðrir hafa verið sektaöir fyrir að bera sams konar hnappa. Galtierifyrirrétt Leopoldo Galtieri, fyrrum Argentínuforseti, verður dreginn fyrir rétt vegna gagnrýnandi ummæla um hershöföingja sína og frammistöðu þeirra í Falklands- eyjastríðinu við Breta. Hann hefur verið úrskuröaöur í allt að 60 daga varöhald en rannsókn fer nú fram á því hvort hann hafi brotið siðareglur foringja hersins. Á hann yfir höfði sér allt frá strangri áminningu upp í aö verða vikið úr hernum eftirlauna- laust. Gertífylliríi Maður einn á sjóöandi fyllirís- túr myrti barþjón einn í New York, nauðgaði einni konunni meöal bar- gesta og neyddi aðra til þess að afhöfða hinn myrta. Morðinginn gekk síðan berserks- gang um borgina og haföi með sér höfuö hins myrta í hattöskju. Hann fékk hugmyndina aö því að afhöfða líkið þegar inn á barinn ranglaöi stúlka sem viðurkenndi fyrir honum að hún ynni viö líkhús borgarinnar. Neyddi hann hana til >ess að vinna fyrir sig verkið meö veim eldhúshnífum. Hinum hélt hann í skefjum með skammbyssu sinni. Einingarmenn í kröfugöngu, en hvatt er til endurtekningar 1. maí á mótmælaaðgerðunum í fyrra. MaríaPeronfær pólibskan rétt Herforingjastjórnin í Argentínu hefur aflétt stjómmálabanninu sem hún setti fyrir sjö árum á Maríu Estela de Peron, fyrrum forseta, ekkju Juan Perons. Var tilkynnt í gær að henni væru veitt aftur fuil pólitisk réttindi og sömuleiðis 18 verkalýðsforingjum og embættismönnum stjórnar hennar. — Herinn hrifsaði frá Maríu Peron völdin ímarsl976. Varaforseti flokks peronista sagði að þessi ákvöröun stjórnvalda væri réttlætisgerö. Sagði hann aö til greina kæmi að Maria Estela mundi taka virkan þátt í undirbúningi flokksins fyrir kosningamar, sem herinn hefur boöað tii í október í ár. Hún býr í útlegð á Spáni og getur, þrátt fyrir úrskurðinn í gær, ekki sest í opinbert embætti í Argentínu, því að eftir valdaránið var hún dæmd fyrir að hafa dregið að sér opinbert fé. EINING VIU. ALVÖm KRÖFVGÖNGURL MAÍ — og af neitar „skrúðsýningu” kommúnista Neðanjarðarleiðtogar Einingar hafa skorað á pólskan verkaiýð að efna til eigin mótmælaaðgerða 1. maí og sniðganga hátíðarhöld kommúnista. Er þetta í fyrsta sinn sem þannig er hvatt til opinberra mótmælaaögerða síöanídesember. I fréttatilkynningu, sem vestur- 1". S W@m-. Skæruliðar i E1 Salvador hafa fyllst hefndarhug eftir morðið á einum helsta foringja þeirra. landáfréttamenn fengu í hendur í Varsjá í gær, er einnig staðfest að þessir foringjar Einingar, sem allir fara huidu höfði, hafi átt leynifund með Lech Walesa um síöustu helgi og hafi þar ráðfært sig við hann um samræmda stefnu hinnar óháðu verkalýðshreyfingar sem bönnuð hefur verið í Póllandi. Walesa undirritaði ekki þessa 1. maí- áskorun en hann sagði við blaðamenn á heimili sínu í gær að það þýddi ekki að hann ætti engan hlut þar að. Hann kvaðst þó ekki annaö geta en verið hlutlaus... íorði. Hann var fiuttur á lögreglustöðina til fimm stunda yfirheyrslu í fyrradag um leynifundinn en sagði eftir á að hann hefði ekki svarað neinum spumingum. Kona hans Danuta var tekin til yfir- heyreluígær. 1. maí í fyrra fóru tugir þúsunda í kröfugöngu um götur Varsjár og buðu þar byrginn herlögunum til þess að sýna stuðning sinn við Einingu. — Einingarforingjar hafa sagt aö „skrúðgöngur” kommúnista 1. maí væru „skopmynd” af kröfugöngum verkalýðsins og þar væri hæöst að rétti hans til þess að ákveöa eigin örlög. Skæruliðar vaða uppi í El Salvador Vinstrisinna skæruliöar ollu rafmagnsleysi i öllum austurhluta E1 Salvador í gær og sprengdu í loft upp sex áætlunarbíla til hefnda fyrir morö á einum foringja þeirra. Sprengdu þeir háspennumöstur svo að rafmagnslaust varð í fjórum fylkjum austurlands og er það í annað sinn í þessum mánuði. Með samskonar spellvirkjum gerðu þeir vesturúthverfi San Salvador rafmagnslaus í "sex klukkustundir í gær. Skæruliðamir hafa gengiö berserks- gang aö undanfömu til hefnda fyrir Melidu Anaya Montes, næstæðsta yfir- mann Farabundo-hreyfingarinnar, en hún var myrt í útlegðarheimili sínu í Managua í síöustu viku. Þeir sprengdu upp sex langferðabíla í Santa Ana (næststærstu borg landsins) í gær og hafa þannig á undanförnum dögum eyöilagt 22 bifreiðir. Inni í höfuðborginni náðu skæruliðar á sitt vald útvarpsstöð og sendu út í 30 mínútur ásakanir sínar um að bandaríska leyniþjónustan hafi staöið aö morðinu á Anaya Montes. Sluppu þeir burtu áður en lögregluna bar að. Leynileg réttarhöld Ekkja eins af skæmliðaforingj- um Guatemala hefur verið dæmd í 30 ára fangelsi en henni var gefiö að sök að hafa átt þátt í mannráni. Ruth Graviola Brocks er ekkja Francisco Palma Lau sem drepinn var í átökum við stjómarhermenn í janúar í vetur. — Réttarhöldin yfir henni voru leynileg og sami háttur verður haföur við 70 aðra sem bíða dóms. 15 manns hafa veriö teknir af lífi í Guatemala síðan Montt hershöfð- ingi kom til valda fyrir rúmu ári. Reagan þrætir fyrir Reagan Bandaríkjaforseti ber á móti því að hafa reynt aö bylta sandinistastjórninni í Nicaragua en samtímis kallar hann hana „sovét- studda marxístastjórn” sem leggi vinstrisinna uppreisnarmönnum í E1 Salvadorlið. Reagan lét sér þetta um munn fara á blaðamannafundi í gær og er þetta í fyreta sinn sem hann lýsir því gagn- gert yfir að Bandaríkin eigi ekki hlut að tilraunum til þess að velta sandinistastjóminni. Því hefur mjög verið haldið fram í fjölmiðlum að Bandaríkjastjórn veiti gagnbyltingarmönnum í Niearagua hernaðaraðstoð með milligöngu Hondúras. Edward Boland, öldunga- deildarþingmaöur demókrata, fullyrti í gær að sannarnir væru fyrir þessu. — Boland var flutningsmaður fmmvarps sem þingið samþykkti í fyrra, en í því var leyniþjónustunni CIA bannað að nota fjármuni sína til þess að bylta sandinistastjórninnL „Við höfum ekkert gert til þess að reyna að bylta stjórn Nicaragua,” sagði Reagan á blaðamannafundinum ígær. Hann sagöi litla skynsemi í því að trúa að fáeinir gagnbyltingarmenn gætu gert sér vonir um aö bylta stjóm sem hefði stærsta og öflugasta her Mið-Ameríku, vel búinn sovéskum skriðdrekum, flugvélum og fleiri vopn- um. Reagan sagði að Bandaríkin vildu fyrir sitt leyti stuðla að lýöræði og friði í Mið-Ameríku. — Hins vegar kallaði hann sandinistastjómina „byltingarstjórn sem náð heföi völdum með ofbeldi og í skjóli loforða um lýðræðislegar kosningar en ekkert bólaði á efridum loforða.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.