Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Qupperneq 9
DV. FÖSTUDAGUR15. APRIL1983. 9 Útlönd Útlönd Útlönd DEILT UM APART- Sir Richard Attenborough, stjómandi kvikmyndarinnar Gandhi, snerist til varnar þegar ákvörðun hans um að vera viöstaddur frumsýningu hennar í S-Afríku, þar sem hvítum einum veröur leyfður aögangur, var gagnrýnd. Hann sagðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri betra að sýna kvikmyndina fyrir áhorfendum aðskildum eftir kynþáttum en að sýna hana ekki. Hann sagðist einnig sannfærður um að þetta væri hin rétta ákvöröun. Hann lagði einnig áherslu á að hann myndi verða viðstaddur frumsýningu kvikmyndarinnar í Soweto fyrir svertingja. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, neitaði aðspurð hvort hún hygðist hafa afskipti af þessu máli. I kvikmyndinni um Gandhi er m.a. sagt fá upphafi réttindabaráttu hans sem var einmitt i S-Afríku. Sir Richard og Ben Kingsley við töku myndarinnar Gandhi. HEID OG GANDHI Forfaðir hvalanna lifðiá þurru Hópur franskra, bandarískra og pakistanskra vísindamanna, sem rannsakað hafa steingerðar leifar for- sögulegra hvala, hafa tilkynnt að þeir hafi fundið ný sönnunargögn fyrir því aö hvalir voru landdýr í upphafi. Þessi sönnunargögn fundust við rannsókn á beinafundi frá 1978 í útjaðri Himalaya- fjalla. Þetta er elsti hvalbeinafundur sem þekkist. Það var aðallega þrennt sem vísinda- mennirnir byggðu niðurstöður sínar á. I fyrsta lagi fundust beinin í jarölagi sem við efhafræðilega rannsólm virtist nær þurru umhverfi en sjávar. I öðru lagi voru allar beinaleifar, sem fundust með hvalbeinunum, af land- dýrum, þar meö hófdýrum. En mest um vert var það að við rannsókn á hauskúpu hvals kom í ljós að hlustir hans voru líkari hlustum landdýra en sjávar. Hvalir nútímans hafa varla hljóöhimnu svo heitiö geti, heldur hefur heym þeirra þróast þannig að eymabein hægra og vinstra eyra em aöskilin, svo þeir geta greint úr hvaða átt hljóð koma. Hinn forsögulegi hvalur sem vísindamennirnir kalla Pakicetus hafði hins vegai hljóðhimnur og gat þess vegna ekk greint hvaðan hljóð konu neðansjávar, né kafað mjög djúpt. Eftirlit á óeðlilega erlenda samkeppni við íslenskan iðnað. Alþýðuílokkurinn Marsblaö Æskunnar er komið! - Frískt og skemmtilegt efni. M.a.: * Viötöl við unga afreksmenn í íþróttum. ★ Bókaklúbbur Æskunnar kynntur. * Dýraspítalinn í Víöidal. ★ Spurningar í 1. hluta áskrif- endagetraunar. — Vinningar eru 3 reiðhjól: Peugeot, Kalkhoff og Winter. ★ Viötal viö Línu langsokk. — Nóg af litmyndum. * Fjölmargt annað forvitnilegt og spennandi. Allir eiga samleið meö Æskunni H Áskriftarsími 17336 HLJÓMSVEITIIM ÞEYR Ámi Sigfússon Bessi Jóhannsdóttir Magnús Kjartansson eru á meðal þeirra sem koma fram á skemmtun ungra sjálfstæðismanna í húsi íslensku óperunnar (Gamla bíói) laugardaginn 16. apríl kl. 13.45— 16.00. JÚIÍU8 Vifill Ingvarsson Davið Oddsson OKEYPIS AÐGANGUR NY VIÐHORF Geir H. Haarde

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.