Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Síða 13
DV. FÖSTUDAGUR15. APRIL1963.
13
einhverjum góðum útsýnisstað, t.d. á
klöppunum norðvestan undir Vala-
hnúk. Slík matsala gæti verið í tengsl-
um við vitavörsluna.
Grindavík og umhverfi er einnig
áhugaveröur staður fyrir útlendinga.
Mikil fiskvinnsla, sérkennileg höfn og
innsigling og svo ólgandi hafið fyrir
utan, óslitin víðátta allt suður á Suður-
skautsland, nema Grænhöfðaeyjar
vestan Afríku í leiðinni. 1 Grindavík
þarf aö koma góður matsölustaöur
með sjávarrétti sem sérgrein, og
þaðan þarf að vera útsýni yfir innsigl-
inguna og hafið. Slíkur útsýnis- og
sjávarréttastaður ætti ekki síður að
hafa aðdráttarafl fyrir Islendinga en
útlendinga, sérstaklega ef hafið ólgar
meira en venjulegt er. Stórbrim getur
verið stórfenglegt.
Svartsengi er nýtt aödráttarafl,
ákaflega sérkennilegur og áhuga-
verður staöur. Segja má, aö orkan sé
sótt beint niöur í Atlantshafssprung-
una, sem gera mætti meira meö í aug-
lýsingum um landiö. Aöeins hér á
íslandi liggur þetta sprungukerfi um
stórt land og hvergi annars staöar er
betra aö skoöa þessi sprungukerfi.
Fyrir nokkrum árum fór ég í göngu-
ferö á Reykjanesskaganum með
dönskum verkfræöingi gagngert til aö
sýna honum eitthvaö af þessum
sprungum, og hann var bókstaflega
himinlifandi glaöur yfir öllu sem hann
sá þarna og var meö ótal kenningar á
lofti um hvað þama gæti skeð.
Fyrir psoriasis- og exemsjúklinga
viröist heita saltvatniö í bláa lóninu
hafa töframátt. Flýta þarf rannsókn-
um á lækningamætti vatnsins og verði
niðurstööur jákvæöar, svo sem ætla
má, verður aö hefjast handa og koma
upp fullkominni baöaðstööu eins og
tíðkast víöa um heim þar sem heilsu-
lindir eru. Þaö er ekki vafi, aö fjöldi
erlendra gesta mundi leita sér lækn-
ingar í Svartsengi ef von væri
árangurs.
Skammt fyrir austan Grindavík eru
Selatangar og þar eru miklar minjar
um sjósókn og fiskverkun, sem sýnir
glögglega hvílíkt harðræöi menn hafa
búiö viö áöur fyrr. Þessar minjar em
verndaöar en hugsanlega mætti gera
miklu meira úr þessum staö vegna
ferðamanna, innlendra og erlendra, í
fyrsta lagi með vegabótum niöur á
ströndina frá ísólfsskálavegi og svo
meö merkingum og skýringar-
myndum. Þama gæti veriö einskonar
s jóminjasafn þegar fram í sækir.
Checchi-áætlunin
Ég hef áöur minnst á Krísuvík og
Checchi-áætlunina og hvaöa þátt
Krísuvík átti aö eiga í feröauppbygg-
ingu landsins samkvæmt þeirri
áætlun. I fyrstu grein minni sagöi ég,
aö Checchi-áætlunin heföi veriö okkur
„Flýtaþarf rannsóknum á lækningamætti vatnsins og verðiniðurstöður jákvæðar, svo sem ætla má, verður að hefjast handa og koma upp fullkom-
inni baðaðstöðu. . ."
aö kostnaðarlausu, en svo mun ekki
hafa verið, nokkur kostnaöur lenti á
íslenska ríkinu. Þama er nægur
jaröhiti sem allur fer forgöröum
meðan ekkert er aöhafst og landiö er
ekki nýtt á neinn hátt, hvorki til beitar
né til annarra hluta. Þess vegna legg
ég til, aö Hafnarfjaröarbær, sem er
eigandi landsins, dragi Checchi-áætl-
unina fram í dagsljósið á ný og kanni
hvað hægt er aö gera og hvað æskilegt
er aö gera. Þaö er ekki vafi aö
uppbygging lúxushótels í Krísuvík yröi
mikil búbót fyrir Hafnarfjörð og landið
í heild. Þaö er eins með þessa fram-
kvæmd og stóriöju, aö þaö borgar sig
betur að bjóða verkið út með kosta-
kjömm en aö taka sjálfur alia
rekstraráhættu. 1 þessu máli höfum
viö allt aö vinna og engu aö tapa.
Álverið í Straumsvík er gott dæmi
um þaö hvemig stórframkvæmd getur
gerbreytt f járhagsstööu eins byggöar-
lags. Ég hygg aö nú sé gersamlega
horfinn allur barlómur og volæðistónn
úr Hafnarfiröi, en Hjörleifur og hans
nótar mega ekki komast áfram meö
eyöileggingarvef sinn. Víöa eriendis
eru orkuver og önnur mannanna verk
eftirsóttir túristastaöir. Mér finnst
álveriö og Straumsvík skoðunarvert
jafnvel þótt aðeins sé horft álengdar,
og jafnvel þótt vegagerðin hafi þurft að
krafsa duglega ofan af hraun-
unum þar í kring. Þaö ætti aö reyna aö
græða þau sár sem fyrst, svo aö menn
hætti aö kenna álverinu og álmengun
umþá eyðingu.
Sædýrasafnið er enn einn staöur í
nágrenni Hafnarfjarðar, sem ætti aö
hafa alla möguleika til aö draga aö sér
ferðamenn. Uppbygging safnsins
hefur veriö f járfrek og erfið og er fyrst
og fremst árangur nokkurra áhuga-
samra manna. Þaö væri ömurlegt ef
nú ætti aö loka öllu, drepa og selja
dýrin og láta allt fara í rúst. Svæsinn
áróður hefur verið rekinn gegn safninu
'og ekki byggöur á staðreyndum. Ég
veit ekki betur en að dýralæknir hafi
eftirlit með öllu heilsufari þar, og í staö
þess að loka þarf að opna saf niö á ný og
leggja aukna rækt við fiskasafnið.
Erlendum stássstofusamtökum, sem
ekkert vita hvað þau eiga viö tíma sinn
aö gera, má benda á, aö þeim væri nær
aö vinna aö friðun dýrategundarinnar
„homo sapiens”, aö fá menn til aö
hætta aö misþyrma og drepa menn.
Þar eru næg verkefni aö vinna aö.
Reykjavík, höfuöstaöur landsins,
hiýtur aö gegna höfuöhlutverki í ferða-
mannaþjónustunni og í því aö laða
hingaö erlenda gesti. En hafa stjóm-
endur borgarinnar fyrr og síöar skiliö
þann þátt, sem ferðamálin gætu haft í
atvinnulífinu? Eru ekki ferðamálin
jafnutangátta hér í Reykjavík sem
annars staðar í stjórnmálum landsins?
Einhvern veginn finnst mér aö svo sé.
En hér er ég kominn aö svo stórum
þætti í ferðamálunum, að ég verö aö
taka heilan þátt í Reykjavík og
nágrenni.
Ginar Þ. Guöjohnsen.
Hér í blaðinu ræddi ég fyrir nokkru
um sænska búseturéttarkerfið, sem
nýtur mikilla vinsælda þar í landi og
hefur breiðst út þaðan meö nokkrum
tiibrigðum. Þar er tvímælalaust umað
ræða eina hagkvæmustu leið til lausn-
ar húsnæðisvandans sem mögulegt er
aö framkvæma án sérstakra róttækra
aðgerða. Þessi aðferð er mjög hag-
kvæm fyrir samfélagiö þar sem hún á
aö tryggja aö húsnæðiö standi undir
séra.m.k. aðmestu leyti. Kannski þarf
ívissumtilvikumaögreiðaniöur leigu.
Þetta kerfi er einnig hagkvæmt fyrir
almenning vegna þess aö það ofbýöur
ekki greiðslugetu manna, lækkar hús-
næðiskostnað og jafnar honum eðlilega
á nýtingartíma.
Hér er raunhæft dæmi um húsnæðis-
kostnað í vísitöluíbúð en þaö er 90 ferm
íbúö, þriggja herbergja, í fjölbýlishúsi
í Reykjavík. Slík íbúö kostaöi í bygg-
ingu í janúar sl. ca 752 þús. kr. Sé íbúö-
in byggö sem búseturéttaríbúð og lán
veitt til lengri tíma, veröur kostnaöur-
inn þannig: Gert er ráö fyrir 1/2%
vöxtum og5% „insats”þaðergreiðslu
fyrir búseturéttinn, sem er heldur
hærra en algengast er í Svíþjóð td. Þá
veröa eftir ea 714 þús. kr. og myndu af-
borganir og vextir af þeim skiptast
þannig á mánuöi eftir lengd lánstíma.
Síðan er reiknað meö kr. 1.500 á mán-
uöi í reksturskostnað.
30 ára lánstími, fjármagnskostn. kr.
2141,00 á mán. plús kr. 1.500,00 í rekst-
ur. Alls kostn. á mánuöi kr. 3641,00.
41 árs lán (verkam.búst.kjör) fjár-
magnskostn. kr. 1525,00 á mán. plús
1.500,00 í rekstur. Alls á mán. kr.
3025,00.
60 ára lán (eðlil. fyrningartími).
Fjármagnskostn. á mán. kr. 1150,00
plús 1.500,00 í rekstur. AUs á mán. kr.
2650,00
Hvað á að gera?
Athygli skal enn vakin á því aö hér er
um kostnaöarleigu aö ræöa. Sam-
kvæmt þessu myndi kosta nú kr. þrjú
þúsund á mán. aö búa í búseturéttar-
leiguíbúð, ef lánakjör eru eins og hjá
Verkamannabústööum nú. Er þá allt
innifaliö, líka hiti og rafmagn og þess
háttar. Vinda þarf bráðan bug aö því
aö koma þessu kerfi í framkvæmd.
Gera þarf áætlun um aö reisa ca þús-
und íbúðir hér á Reykjavíkursvæðinu
af þeirri stærö sem hér var nefnd, eöa
minni. Þaö myndi kosta ca 700 til 800
millj. kr. á núverði. Sé áætlað aö reisa
þessar þúsund íbúðir á þrem árum,
yröi kostnaðurinn ca 250 millj. kr. á nú-
Dæmi um leiguibúðir i Sviþjóð.
veröi til jafnaðar ár hvert. Þetta er
hægt ekki satt?
Viijinn erallt
semþarf
Stofna þarf byggingasamvinnufélag
eöa -félög til aö reisa þessar íbúðir.
Væri þá hugsanlegt aö fólk gæti unnið
af sér „insatsinn” t.d. samkvæmt ís-
lenskri hefð. Er ég þó ekki aö mæla
með henni sérstaklega því aö ég tel að
sú hefö hafi reynst dýrkeypt víða. Að
lokinni byggingu gæti samvinnufélagiö
breyst í sjálfseignarstofnun eöa félag
sem þá tæki við rekstri íbúðanna.
Þarna hefðu menn öruggan búseturétt
án þess að þurfa að kaupa íbúðina.
Slíkt fyrirkomulag hefur þá kosti m.a.
að ekki þarf að fjármagna ibúðina upp
á nýtt þegar íbúaskipti verða og fólk á
ekki yfir höfði sér eignaupptöku þótt
vandræði beri óvænt aö. Setja þarf lög
um leigu og leigustyrki og tryggja þarf
réttindi til búsetu í sérstökum vand-
ræðum.
Lenging lánstíma er brýnasta verk-
efnið í húsnæöismálum hér. Slíkt skipt-
ir aö mínu áliti meira máli en eignar-
formið. En þegar búið er aö lengja
lánstímann hættir séreignaformiö að
skipta miklu máli og leiguformið verð-
ur hagkvæmara. Þaö hefur veriö beint
samband milli séreignastefnunnar og.
þess aö greiða húsnæöi upp á skömm-
umtíma.
Hjá sumum starfandi byggingasam-
vinnufélögum, eins og t.d. Bygginga-
samvinnufélagi Kópavogs, greiða
mennánúviröikr. 20þús.ámán.íþrjú
ár. Slíkt fyrirkomulag leysir ekki
húsnæðisvandann á íslandi nú. Eða
hversvegna að greiöa upp á þrem ár-
um hús sem trúlega stendur eina öld
eöa lengur? Er nokkurt vit í því?
Jón frá Pálmholti