Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Page 17
DV. FÖSTUDAGUR15. APRlL 1983. 17 Lesendur Lesendur Lesendur „Með leyfðu hunda- haldi er hægt að koma upp ströngum reglum” 7893—2260 ræðir um hundahald og segir meðal annars: „Margir telja að lif hundsins sé í sveitinni og er það ekkert óeðlilegt. En hundur sem elst upp í borg eða bæ hefur einskis að sakna.” 7893—2260 hringdi: Mikið hefur verið rætt um hunda- hald í þéttbýli og vil ég benda á nokkra punkta varðandi það og jafn- framt leiðrétta þann sem skrifaði í Morgunblaðiö 12. apríl undir heitinu Velvakandi. Lög um hundahald í þéttbýli hljóða þannig: „Bæjarstjórnum og hrepps- nefndum er heimilt aö takmarka eða banna hundahald í sveitarfélaginu og brot gegn lögum þessum varðar sektir.” Þessar línur segja ansi margt. Þær segja það að ekki veitir af ströngu aöhaldi í þessu máli og þegar hunda- eigendum nægir að borga sektir er hundahald alveg taumlaust. En með leyfðu hundahaldi er hægt að koma upp ströngum reglum sem hundaeig- endur verða að fara eftir ef þeir vilja halda hunda í þéttbýli Einnig bætist á hundahaldið skattur, tryggingar og margt fleira. Það sýnir best að þeir sem eru virkilegir hundaeigendur mundu að öllum líkindum halda hundunum en hinir myndu fljótlega gefast upp. Margir telja að líf hundsins sé í sveitinni og er þaö ekkert óeölilegt. En hundur sem elst upp í borg eða bæ hefur einskis að sakna. Sóðaskapur af hundum fer mikið í fólk en virkilegir hundaeigendur hreinsa venjulega upp eftir hunda sína. Og þá komum viö að því að ekk- ert er án undantekninga og á það við um hundaeigendur líka. Að mínu mati er það undantekning i dag að hundaeigendur þrífi ekki upp eftir hunda sína því þeim finnst jafn- slæmt að stíga ofan í hundaskít og öðrum. Hundaeigendur eru ekki til- finningalausir hvað þetta varðar og held ég aö hundaeigendur átti sig á að þeir standa á tímamótum í dag með hunda sína. Hundaeigendur, gefum gott for- dæmi með hunda okkar og hreinsum alltaf, ekki stundum, upp eftir hund- ana og höfum ávallt í huga að hreinn bær er okkur kær. Ein spurning að lokum. Sér fólkið mikið af hundaskít á götum? Er það eins mikið og af er látið? Með vin- semd og virðingu. „Alþýðubandalagið besti kostur sem Reyknesingar eiga” Sigurbjörg Sveinsdóttir skrifar: Mikið hefur verið rætt og ritað um að þörf væri fyrir fleiri konur á alþingi, enda eru þær ekki nema 3. Einhverra hluta vegna hefur ekki Alþýðuflokki, Sjálfstæðisflokki eða Framsóknarflokki tekist að koma kon- um í örugg sæti eða ofarlega á lista, þrátt fyrir opin prófkjör víðast hvar á landinu. Hvers vegna? Nú sækja þessi opnu prófkjör konur ekki síður en karlar. Hver er skýringin? Liggur hún í því að konur í þessum flokkum hafi ekki meiri jafnréttishugsjón en þetta? Hjá Alþýðubandalaginu er aðra sögu að segja, hvort sem um er að ræða for- val, sem félagsmenn einir taka þátt í, eða listanum er stillt upp á gamla mát- ann. Konur eru mjög ofarlega og á flestum listum í öðru sæti. Ein þeirra kvenna sem ég vil vekja athygli á er Elsa Kristjánsdóttir í öðru sæti á lista Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi. Elsa hefur veriö oddviti í Sandgerði og starfar þar einn- ig sem bókari. Hún er mjög frambæri- leg kona, vel gefin, ákveðin og athugul um þau málefni sem um er fjallað hverju sinni. I þessum kosningum eru ótal flokksbrot sem bjóða fram um land allt, klofningsframboð, Vilmund- arframboð og kvennaframboð, þau tvö síðastnefndu höfum við á Reykjanesi. Vilmundarframboði þarf varla að eyða oröum að. Hann lýsti best sjálfur viðhorfum sínum til þess lýðræðis og frjálsræðis sem hann boðar þegar Iisti þeirra á Reykjanesi kom fram og Vil- mundur breytti honum að eigin geð- þótta. Kvennaframboðið er að mínu mati stórt skref aftur á bak. Við eigum að berjast á jafnréttisgrundvelli. Að kjósa kvennaframboðið með Kristínu Halldórsdóttur í fararbroddi er ekki fýsilegt fyrir vinstrisinnað fólk. Alþýöubandalagið með Geir Gunn- arsson og Elsu Kristjánsdóttur í farar- broddi er sá besti valkostur sem Reyk- nesingar eiga. Elsa er kona sem við konur getum verið hreyknar af sem fulltrúa okkar á alþingi. Kjósum Alþýöubandalagið 23. apríl og gerum sigur þess sem mestan. SSS»*' srsasffisr Með því að kaupa þennan poka, styrkið þið gott málefni. Söludagur er 16. apríl takið vel á móti sölubörnum. LIONS KLÚBBURINN || TÝR iHí J Viðskiptaráðuneytið óskar að ráða ritara til sumarstarfa frá 15. maí nk. Umsóknir óskast sendar viðskiptaráðuneytinu fyrir 30. apríl nk. VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ. Styrkir til háskólanáms í Frakklandi Frönsk stjórnvöld bjóða fram tvo styrki handa íslendingum til háskólanáms í Frakklandi á háskólaárinu 1983—84. Er annar styrkurinn ætlaður til náms í bókmenntum en hinn til náms í málvísindum. — Umsóknir, ásamt staðfestum afritum af próf- skírteinum og meðmælum, skulu hafa borist menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 30. apríl nk. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Þá bjóða frönsk stjórnvöld fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu tíu styrki til háskólanáms í Frakklandi næsta vetur. Eru styrkirnir eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla. Næg frönskukunnátta er áskilin. Varðandi um- sóknareyðublöð vísast til franska sendiráðsins, Túngötu 22, Reykjavík. Menntamálaráðuneytið, 12. apríl 1983. ÓKEYPIS SKEMMTUN IÍSLENSKU ÓPERUNNI Á M0RGUN, 16. APRlLf KL. 13.45- 16.00 Ungir sjá/fstæðismenn kynna ný viðhorf í húsi íslensku óperunnar (Gamla bíói) á morgun, iaugardag, kl. 13.45—16.00. Að aukimunu fram koma: Hljómsveitín Þeyr — Magnús Kjartansson — Þor- geir Ástvaldsson — Magnús Ólafsson — Júlíus Vífili Ingvarsson o.fl. MÆTUM ÖLL X-D

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.