Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1983, Síða 36
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33
SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐ5LA
SKRIFSTOFUR
ÞVERHOLTI 11
86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14
FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983.
Fjölgað í
starfsliði
Sjónvarpsins
— vegna útsendinga í júlí
Sjónvarpiö hefur fengið leyfi ráön-
ingamefndar ríkisins til aö róða í
fjórar og hálfa stööu vegna aukinnar
mannaflaþarfar í tengslum viö leng-
ingu útsendingartíma Sjónvarpsins
um einn mánuö. Sjónvarpið fór fram á
13 og hálfa stöðu. Ráöningarnefndin
synjaöi sjónvarpinu um fimm og hálfa
stööu, aö sögn Guöbjargar Jónsdóttur
starfsmannastjóra.
Þær stööur sem ráöiö verður í eru
staöa íþróttafréttamanns, aðstoðar-
dagskrórmanns, útsendingarstjóra
meö meiru og loks veröur aöstoöarfull-
trúi á skrifstofu framkvæmdastjóra í
fullu starfi en var áöur í hálfu.
Guöbjörg Jónsdóttir sagöi aö 10—15
manns yröu ráönir í afleysingastörf,
m.a. 2 fréttamenn á innlendar fréttir
og 1 á erlendarfréttir.
Þegar hefur veriö gengiö frá ráöningu
Sigrúnar Stefánsdóttur til afleysinga í
sumar en ekki hefur enn verið ráöiö í
hinar stöðurnar. -ás.
Skoðanakönnun
Helgarpóstsins:
Fimm litlir
og einn stór
í skoöanakönnun Helgarpóstsins,
sem framkvæmd var af SKÁÍS um
síðustu helgi, varö niöurstaðan sú aö
flokkakerfiö muni gjörbreytast í
kosningunum á laugardag í næstu
viku. Samkvæmt því fái Sjálfstæöis-
flokkurinn 26 þingmenn og sérframboö
á Vestfjörðum einn. Hin þingsætin 33
dreifistáfimmlitla flokka.
Dreifing þingsæta á fimm litlu
flokkana, samkvæmt niðurstöðunum í
þessari könnun, yröi: Alþýöuflokkur 5
(tapaöi 5), Framsóknarflokkur 8
(tapaöi 9), Bandalag jafnaðarmanna
7, Alþýöubandalag 9 (tapaöi 2) og
Samtök um kvennalista 4. Sjálfstæðis-
flokkurinn myndi bæta viö sig 5 þing-
mönnum og Sérframboö sjálfstæöra fá
einn,einsogáðursegir. -HERB.
GÓD AÐSÓKN
AÐ HÚSINU
Kvikmyndin Húsiö hefur nú veriö
sýnd í rúman mánuö og hefur aösókn
veriö mjög góö. Um 40 þúsund manns
hafa séð myndina, þar af 30 þúsund í
Reykjavík en 10 þúsund úti á landi.
Til aö standa undir kostnaöi viö
myndina þarf um 60 þúsund áhorf-
endur. . -ÓEF.'
LOKI
Þar féll fyrsta kosninga-
bomban.
Gunnar
Thoroddsená
fundi meðsjálf-
stæðismönnum:
Gunnar Thoroddsen forsætisráö-
herra sagði á fundi með sjálfstæðis-
mönnum í Breiðholti í gær að hann
sæi ekki ástæöu til aö gefa út yfirlýs-
ingu um stuðning viö Sjálfstæöis-
flokkinn.
Gunnar sagöi aö hann heföi hvatt
fólk um allt land aö styðja
Sjálfstæöisflokkinn fyrir síöustu
sveitarstjómarkosningar. „Eg veit
Engin yfirlýsing um
stuðning við flokkinn
ekki sjálfur hvort þaö hefur haft
áhrif en sumir telja að svo sé. Ég
varö því ekki lítið undrandi þegar
formaöur flokksins lýsti því yfir,
þegar varla var búið að telja upp úr
kjörkössunum, aö úrslitin væru
dómur um ríkisstjóm Gunnars Thor-
oddsen. Þetta hvetur nú ekki til aö
vera. aö gefa yfirlýsingar í þessa
átt,” sagöi forsætisráðherra.
Hann vísaöi síöan til oröa sem höfö
vom eftir Geir Hallgrímssyni í
Morgunblaöinu í gær, um að
sjálfstæðismenn stæöu nú frammi
fyrir versta viðskilnaði ríkisstjórnar
í sögu lýöveldisins, auk þess sem
hættumerki sýndu aö lánstraust
Islendinga erlendis væri aö veikjast.
Gunnar Thoroddsen sagöi aö
alvarlegt væri þegar fyrrverandi
forsætisráöherra héldi sliku fram og
myndi hann óska eftir skýrslu frá
Seðlabankanum um þessi ummæli.
Gunnar sagöi að eftir kosningar
þyrfti aö kanna möguleika á
starfhæfum meirihluta á alþingi. En
ef menn einblíndu hins vegar á nýjar
kosningar og væm ekki reiðubúnir til
aö taka á sig ábyrgðina þá væri
meiri vandi á höndum. ÓEP
Hækkunarbeiðni Hitaveitunnar:
„EKKIAFGREIDD
FYRIR KOSNINGAR”
— segir Hjörleif ur Guttormsson
„Eg geri ekki ráð fyrir aö
hækkunarbeiðni borgarráös vegna
Hitaveitu Reykjavíkur verði af-
greidd fyrir kosningar,” sagöi
Hjörleifur Guttormsson iðnaöar-
ráöherra í samtali viö DV í gær.
Hjörleifur sagöi aö hækkunar-'
beiönin væri nokkuö hærri en hann
heföi gert ráö fyrir. Hann sagöi aö
fariö yrði yfir hana fordómalaust í
iðnaðarráöuneytinu og hún síöan
send gjaldskrárnefnd ríkisstjórn-
arinnar. Viöskiptaráðherra væri
húsbóndi þeirrar nefndar og hann
myndi skila endanlegum tillögum til
ríkisstjórnarinnar.
„Hitaveitan fékk nokkra
raunhækkun á gjaldskrá á síðasta
ári. Gjaldskráin hækkaði um 90% á
meðan verðlag hækkaði um á að
giska 60%. Mér þykir ekki ólíklegt að
viö munum líta hliöstætt á þetta
mál, en hvemig niöurstaðan verður
fer eftir efnislegum forsendum
beiöninnar,” sagöi Hjörleifur
Guttormsson.
Kosið um
„ríki” á
Selfossi
Bæjarstjórn Selfoss samþykkti á
fundi í gærkvöldi að láta, samhliöa
alþingiskosningunum 23. april næst-
komandi, kjósa um hvort opna skuli
áfengisútsölu í bænum. TiUaga um
slíkt var samþykkt meö fimm at-
kvæðum gegn þremur. Einn sathjá.
Fram komá bæjarstjórnarfundinum
tiUaga um aö fresta afgreiðslu málsins
þar tU áUt áfengisvamarráðs lægi
fyrir. Hún var felld meö fimm
atkvæöum gegnum tveimur.
-KMU/Kristján, Selfossi.
Sprengja sprakk við bandaríska sendiráðið:
Guð,ég hétt þetta
yrði ekki svona mikið
— heyrðist kvenmannsrödd segja eftir sprenginguna
Sprengja sprakk við bandaríska
sendiráöiö á Laufásvegi 12 um
klukkan 2.40 í nótt. LítiUi sprengju
var komiö fyrir í 60 cm djúpu inn-
skoti viö aðaldyr sendiráðsins.
Maður, sem var á ferU í húsi á móti
sendiráöinu, sagöi að eftir aö
sprengjan sprakk heföi heyrst
kvenmannsrödd: „Guö, ég hélt
þetta yröi ekki svona mikið!”
Sprengjan olU nokkrum skemmdum,
tvær stórar rúöur brotnuöu, ljósa-
kúpa yfir anddyrinu brotnaöi og flís-
aöist úr tréverki sem sprengjan var
fest viö. Rúöur í nærUggjandi húsum
hristust.
Samkvæmt heimUdum DV telur
lögreglan að hér hafi veriö um aö
ræöa heimatUbúna sprengju, búna til
úr púöri og höglum. Á staönum
fundust rafmagnsvírar og patrónur
en enginn kveikjubúnaður og ekki
virðist dínamít hafa veriö notað.
„Hún skapaöi ekki verulega hættu
þar sem hún var og vinnubrögðin
virka ekki „prófessjónal” en þaö er
full ástæöa til aö taka þetta alvar-
lega,” sagöi aöiii tengdur rannsókn
málsins viöDV.
Enginn hefur hringt og sagst bera
„ábyrgö” á sprengingunni, eins og
tíökast erlendis og haföi lögreglan í
morgun ekki hugmynd um hver heföi
veriöaöverki. -ÁS/KLP.
Sprengjunni var komið fyrir í horninu neðst til hægri á myndinni. Þrjár rúður isendiráðinu brotnuðu, auk
Ijósakúpilsins yfir hurðinni. Einnig flísaðist úr tréverkinu. DV-mynd S.