Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Side 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. APRlL 1983. Aflahæsti báturinn á vertíðinni? Heimaey og Friðrik Sigurðs- son keppa um titilinn í ár Vestmannaeyjabáturinn Heimaey heldur enn forustunni í keppninni um aflahæsta bátinn á netavertíöinni í ár. Var Heimaey komin með 949 tonn í gær, eöa 24 tonnum meir en næsti bátur sem er Friðrik Sigurðsson frá Þorlákshöfn. Þessir tveir bátar keppa trúlega um aflametið í ár, því að nokkuð er í næsu: báta. Gunnar Bjamason SH, sem var í þriðja sæti yfir aflahæstu bátana, síðast þegar við leituöum upplýsinga um aflamagn þeirra, hrapaöi nú niður í sjöunda sætið, en Suðurey VE, sem var í fjóröa sæti, skaust upp í þriðja sætið. Tíu aflahæstu bátarnir á netaver- tíðinni til þessa eru þessir: Tonn HeimaeyVE 949 FriðrikSigurðssonÁR 925 Suöurey VE 856 JónáHofiAR 844 Sighvatur Bjarnason VE 801 ValdimarSveinssonVE 787 Gunnar Bjarnason SH 738 ÞórunnSveinsdóttirVE 730 HúnaröstÁR 720 Hamrasvanur SH 695 Þessir bátar halda sjálfsagt áfram fram á lokadaginn, sem samkvæmt almanakinu er 11. maí. Ánnars eru margir bátar, sem hafa verið á net- um í vetur, að hætta um þessar mundir og þeir sem geta fara þá á troll. Ætla margir að sjá til út þessa viku og ef ekki rætist úr með afla, taka þeir upp netin. Einstaka bátum hefur gengið sæmilega á vertíðinni í vetur, en í heildina hefur vertíðin verið mjög lé- leg. Sem dæmi um þaö má nefna, aö í Grindavík, þar sem þessi mynd er tekin á dögunum, hefur borist um 11500 tonnum minni afli aö landi en á sama tíma í fyrra. Svipaöa sögu er að segja af mörgum öðrum verstöðv- um á Suðurlandi. Eru margir bátar að fara að taka upp netin þótt enn sé hálfur mánuður í vertiðarlok sam- kvæmt almanakinu. -klp-/DV-mynd S Trollbátarnir: Stokksey með yfir 800 tonn Vertíðin fyrir Suðurlandi hefur gengið upp og ofan hjá trollbátunum í vetur eins og hjá netabátunum. Ein- stöku bátum hefur gengið mjög vel en heldur eru þeir fáir, miðað við hina sem lítið hafa haft. Einn bátur hefur boriö af öðrum trollbátum. Er það Stokksey frá Stokkseyri, sem leggur upp afla sinn í Þorlákshöfn. Var hún komin með í gær 817 tonn, sem telst afburðagott. Aðrir bátar, sem hafa veitt vel á troll í vetur, eru Guöfinna Steinsdótt- ir ÁR, sem er með 762 tonn og Freyja RE sem er með 742 tonn. Guðlaugur Guðmundsson SH hefur lagt upp 514 tonn í Vestmannaeyjum og 130 tonn í Olafsvík — eöa samtals 644 tonn, og Þrár VE hefur landaö 584 tonnum í Vestmannaeyjum það sem af er ver- tíðinni. -klp- BEINLÍNUVINNSLA BANK- ANNA SENN TEKIN UPP — nýtt tölvukerf i sem greiöir upplýsingastreymi til muna Innan skamms veröur tekin ákvörð- un um það meðal banka og sparisjóöa á Reykjavíkursvæðinu að taka upp svokallaöa beinlínuvinnslu. Hefurund- irbúningur þessa máls staðið í um þr jú ár. Jónas Haralz, bankastjóri Lands- bankans, sagði í samtali við DV, aö þetta kerfi væri í því fólgið, að beint símsamband er milli Reiknistofu bankanna og banka og sparisjóöa. I staö þess háttar sem nú er hafður á, aö gögn eru unnin í bönkum og síðan send til Reiknistofunnar, veröur afgreiðsla gjaldkera þannig, að hann hefur beint samband viö Reiknistofuna og öll vitneskja um inn- og útlán fer strax inn á spólu sem unnið er úr um nóttina, inn á reikninga. Engin pappírsvinna fylgir þessu eða aðrir milliliöir. Vilji menn vita hvernig reikningar þeirra standa er unnt að kalla þær upplýsingar fram á tölvuskjá, beint frá Reiknistofu. „Þetta er áframhald af því tölvu- kerfi sem við höfum verið með,” sagöi Jónas, „beint samband er bæði til af- greiöslu og upplýsinga i viðkomandi banka. Þetta kerfi hefur veriö að kom- ast á síðastliðin tíu ár eöa svo á Noröurlöndum. Reynslan þar hefur verið sú aö meira öryggi fylgir þessu kerfi, um að færslur séu réttar. Þessu fylgja einnig þægindi fyrir viðskipta- menn, bankastarfsfólkið og gerir störf þess áhugaverðari. Kostnaöur er veru- legur, en þaö á aö sparast í minnkandi starfsmannahaldi er tímar liða fram. Á Norðurlöndunum hefur það sýnt sig að þetta kerfi hefurleitt til þess að starfs- mönnum banka og sparisjóða hefur hætt aö fjölga, a.m.k. i bili. Kostnaöur dreifist ennfremur á nokkum tíma hér á landi, því að gert er ráö fyrir um tveim árum til aö koma kerfinu í kring.” Jónas sagöi að þetta nýja kerfi gæfi ýmsa möguleika á nýrri þjónustu, og væri það atriöi ekki þýðingarminnst. Utboð í verkið hafa veriö í gangi um nokkurt skeið og sagöi Jónas nokkur þekkt fyrirtæki hafa boðið fram þjón- ustu sína. Utlendir ráðgjafar hafa einnig komiö viö sögu. Eins og áður sagði hafa athuganir staðið yfir í þrjú ár, en frá því í fyrrasumar hefur ná- kvæmar verið unnið aö framgangi málsins, bæði af hálfu hvers banka og sameiginlegrar nefndarþeirra. -PÁ Margir erlendir f réttamenn fylgdust með kosningunum Erlendir fréttamenn hafa haft meiri áhuga á þingkosningunum hér á landi að þessu sinni en nokkru sinni fyrr. Um 40 fréttamenn frá dagblöð- um og sjónvarps- og útvarpsstöðvum leituöu til utanríkisráðuneytisins um fyrirgreiöslu varöandi öflun upplýs- inga um stjómmálaflokkana og stefnu þeirra. Vegna hins mikla fjölda sá utanríkisráöuneytið sér ekki annað fært en að efna til blaða- mannafundar þar sem fréttamönn- um gæfist kostur á að spyrja fulltrúa flokkanna. Fundurinn var haldinn kosningadaginn á Hótel Sögu. Að sögn Tómasar Karlssonar, blaðafull- trúa utanríkisráðuneytisins, er þetta fyrsti fundur af þessu tagi sem ráöu- neytið hefur staðið fyrir, enda áhugi erlendra fréttamanna á kosningum hér á landi veriö takmarkaður fram til þessa. Á myndinni hér að ofan eru frá vinstri Ingibjörg Hafstað og Þórhild- ur Þorleifsdóttir, fulltrúar Kvenna- lista, Olafur Ragnar Grímsson Alþýðubandalagi, Magnús Torfi Olafsson, blaöafulltrúi ríkisstjómar- innar, Tómas Karlsson, blaöafulltrúi utanríkisráðuneytisins, Geir Haarde Sjálfstæðisflokki, Haraldur Olafsson Framsóknarflokki og Bjarni P. Magnússon Alþýðuflokki. ÓEF/DV-mynd Bj.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.