Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Blaðsíða 32
32 DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL1983. Andlát Guðrún Ingibjörg Sigurjónsdóttir lést 19. aprU 1983. Hún fæddist 26. júní 1889 að Laugalandi, Þelmörk í Hörgárdal. Foreldrar hennar voru Sigurjón Jóns- son og Sigríður Jónsdóttir. Guðrún giftist Jónasi Guðmundssyni, en hann lést árið 1959. Þau hjónin eignuðust þrjú börn. Utför Guðrúnar var gerð frá Siglufjaröarkirkju í morgun kl. 10.30. Kristján Eggertsson, Þverholti 18B, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 28. apríl kl. 10.30. María Símonardóttir, Sólvallagötu 7A, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kapellu þriðjudaginn 26. apríl kl. 13.30. Guðrún Jónsdóttir Bachmann, Tómas- arhaga 37, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í dag kl. 15. Einar Jóhannsson, Hrafnistu, sem andaðist 15. þ.m. veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. apríl kl. 10.30 árdegis. Oskar Bergsson, áður til heimilis að Bókhlöðustíg 6c, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Nýju kapellunni í Fossvogi miðvikudaginn 27. apríl kl. 13.30. Minningarathöfn um Magnúsinu Friðriksdóttur, Auðarstræti 5 Reykja- vík, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. apríl kl. 16.30. Jarösett verður frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 30. aprílkl. 14. Baidur Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, Háteigsvegi 23, verður jarösunginn frá Fossvogs- kirkju miövikudaginn 27. apríl kl. 15. Sigríður Jónsdóttir frá Kirkjubæ veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 27. apríl kl. 13.30. Rúnar Ársælsson, Háseylu 21 Innri- Njarðvík, lést að morgni föstudagsins 22. april. Sigurjón Jónsson vélstjóri, Miklubraut 30, lést í Borgarspítalanum 22. apríl sl. Þorgeir Þórðarson múrari, Laugavegi 34, andaöist í Borgarspítalanum 23. apríl. Ragnhildur Rafnsdóttir, tii heimilis að Kleppsvegi 142, andaðist í Land- spítalanum þann 24. þessa mánaöar. Björn Jónsson, Noröurgötu 19 Akureyri, andaðist sunnudaginn 24. apríl. Skíðaskórnir bjarga því að ég viti fyrir vist hvort ég bef þyngst eða ekki. Kveöjuathöfn um Guðrúnu Jóns- dóttur, Lindargötu 28, fer fram í Fossvogskapellu fimmtudaginn 28. apríl kl. 16.30. Otto Björgvin Árnason, Gnoðarvogi 32, sem andaöist á Vífilsstöðum þann 23. apríl 1983, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju þann 3. maí kl. 13.30. Tilkynningar Kvenfélag Kópavogs veröur meö félagsvist þriöjudaginn 26. apríl kl. 20.30 í félagsheimilinu. Allir velkomnir. Félag áhugamanna um réttarsögu Fræöafundur í Félagi áhugamanna um rétt- arsögu veröur haldinn þriöjudaginn 26. apríl 1983 í stofu 103 í Lögbergi, húsi Lagadeildar Háskólans, og hefst hann kl. 20.30 (stund- víslega). Fundarefni: Séra Kolbeinn Þorleifsson flytur erindi, er hann nefnir: ,,Guös náö og trúfrelsi — forsaga trúfrelsisákvæðis stjórn- arskrárinnar.” Aö loknu framsöguerindi veröa almennar umræöur. Fjáröflunarkaffi til eflingar minningarsjóði Ingibjargar Þórðardóttur verður sunnudaginn 1. maí kl. 15—17 í sfnaðarheimili Langholtskirkju. Kvenfélag Kópavogs verður með félagsvist í dag, þriðjudaginn 26. apríl, kl. 20.30 í félagsheimilinu. Allir vel- komnir. Félagsvist í safnaðarheimili Hallgrímskirkju Félagsvist veröur spiluö í safnaöarheimili' Hallgrímskirkju í kvöld (þriöjudag) kl. 20.30 til styrktar kirkjunni. Kvennadeild Skagfirðinga- félagsins í Reykjavík er meö veislukaffi og hlutaveltu í Drangey, Síöumúla 35, sunnudaginn 1. maí kl. 14. Mun- um á hlutaveltuna sé skilað í Drangey miövikudaginn 27. apríl eftir kl. 19.30. Veski týndist Ljósbrúnt veski með öllum skilríkjum tapað- ist aðfararnótt sumardagsins fyrsta, senni- legast fyrir utan veitingahúsið Klúbbinn. Finnandi láti vita í sima 27628. Frá Skíðaráði Reykjavíkur Skíðaráö Reykjavíkur heldur hina árlegu firmakeppni sína 1. maí nk.' í Bláfjöllum. Keppt verður í göngu og svigi og keppir hvert fyrirtæki annað hvort í göngu eða svigi. Dregið verður um það í hvorri greininni hvert fyrirtæki keppir. Keppendur frá félögunum úr Reykjavík keppa fyrir fyrirtækin og draga keppendur út fyrirtækin sem þeir keppa fyrir. 1 svigi er útsláttarkeppni, þ.e. tveggja brauta keppni, en slík keppni er mjög skemmtileg á að horfa. Vegleg verðlaun eru veitt þeim fyrirtækjum sem hreppa fyrstu sætin. Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á þátttöku í firmakeppninni og félögin í Reykjavík hafa ekki þegar haft samband við, geta tilkynnt þátttöku til Skíðaráðsins, (Viggó Benedikts- son, formaður, simi 17100, Bergþóra Sig- mundsdóttir, simi 45229). Þátttökugjald er kr. 1.000,-. Tónleikar Tónleikar kórs tónlístardeildar Oslóarháskóla Kór tónlistardeildar Oslóarháskóla. Tónleika- ferð til Islands í apríl 1983. Kórinn mun halda tónleika á eftirtöldumstöðum: Háteigskirkju í Rvík þriðjudaginn 26.4. kl. 20.30. Skálholtskirkju fimmtud. 28.4. kl. 21. Landakirkju laugard. 30.4. kl. 17. Stjórnandi kórsins er Knut Nystedt og organisti er Vidar Fredheim. Kórinn hefur á undanförnum árum farið í margar tónleika- ferðir til annarra landa. íslenska óperan á Norðurlandi Islenska óperan lagði af stað í leikför/söngför um Norðurland sl. sunnudag, 24. apríl, með barnaóperuna „Búum til óperu” eða „Litla sótarann” eftir Benjamin Britten. Fyrsta sýning var í gær á Blönduósi, 25.04. kl. 14.00, síðan verður sýnt á Akureyri í dag, miðvikudag og fimmtudag kl. 15.00 og kl. 18.00 alla dagana og Ioks í Hafralækjarskóla á föstudag kl. 15.00 og kl. 18.00. Alls taka 30 manns þátt í förinni, þar af 12 börn. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Þýðingu söngtexta annaðist Tómas Guð- mundsson. Hljómsveitarstjóri er Jón Stefáns- son og sýnmgarstjóri er Guðný Helgadóttir. Söngvarar eru: Elísabet Waage, Elísabet Erlingsdóttir, Árni Sighvatsson, Sigurður Pétur Bragason, Stefán Guðmundsson, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Gisli Guðmundsson, Gunnar Freyr Amason, Olafur Einar Rúnars- son, Þorbjöm Rúnarsson, Hrafnhildur Björnsdóttir, Guðbjörg Ingólfsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Steinunn Þórhallsdóttir, Hall- dór örn Olafsson, Ragnheiður Þórhallsdóttir, í gærkvöldi__________________í gærkvöldi ÓSKARINN FÆR ÓSKARINN Oskarinn var sá dagskrárliöur ríkisfjölmiölanna í gærkvöldi sem ég veitti óskarinn fyrir skemmtUegheit. Þaö eru ýmsar ástæöur fyrir því aö þessi þáttur varö fyrir valinu hjá mér en sú sem er hvaö þyngst á metunum er aö ég sá hvorki né heyrði aöra. Og þaö hlýtur jú alténd aö vera verðmæt ástæða. Hollywood hefur löngum veriö nefnt musteri glamorsins og þá í talsveröu háöi. Þegar betur er að gáö sé ég enga ástæöu til að hæöast svo mjög aö borginni og því fólki sem þar býr. Þaö hefur skilað góðu og gildu framlagi til kvikmyndaheimsins og það er allnokkuð fyrir mig, bíóáhugamanninn. Þaö skal þó ekki dregin dul á aö glimmerið getur gengiö út í öfgar og hreinlega látiö fólk fá ofbirtu í augun. Veriö eins konar tálsýn. Og því veröur ekki neitað að talsvert er af glimmerinu þegar óskarinn er veittur. Stjórnendur óskarsins í gærkvöldi voru allir mjög frambærilegir þó aö ég geti ekki stillt mig um aö hæia grínköllunum þeim Dudley Moore og Walter Matthau fyrir gott gaman. Þar eru á ferðinni menn sem fá mann til að fá magaverki af hlátri þegar þeir jú vilja þaö viö hafa. Ef ég skyldi þetta rétt þá voru 461 kvikmynd sem kom til greina aö útnefna sem þá bestu. Og þessa tölu má tífalda til aö fá allan þann fjölda sem á möguleika í upphafi. En eins og áöur geta ekki allir verið bestir. Ég verð þó að nota tækifærið og lýsa vonbrigðum mínum meö að myndin King of Comedi skyldi ekki veröa út- nefnd til verölauna, jafnfrábær og hún er. Þar er Robert DeNiro upp á sitt besta. Þaö liggur nokkuö ljóst fyrir, eftir óskarinn í gærkvöldi, að mikill fengur er aö myndinni Gandhi, sem sópaöi aö sér verðlaununum. Sannarlega gaman þegar svona vel tekst til. Ekki get ég látiö hjá líöa að minnast á heiöursóskarsmanninn Mickey Rooney. Þarna kom hann í öllu sínu fínasta pússi og tók viö heiðursviðurkenningunni frá yfir-. grínaranum Bob Hope. Mickey hefur alla tíö verið mjög sérstæöur leikari og einn af þeim sem fólk man eftir. Og hann átti þetta svo sannarlega skiliö kappinn og eflaust mikið meira til. Jæja, þá er ekkert annað eftir en kalla þá hjá sjónvarpinu upp á sviöiö og afhenda þeim þann gljáfægöa fyrir aö sýna okkur aila óskarana í gærkvöldi, þótt ekki væri í beinni út- sendingu. En ég ætla ekki aö bræöa óskarinn lengur meö mér og óska öllum leikurunum til hamingju um leiö og ég lætsem Jón og Oskar heiti. Jón G. Hauksson. Steinunn Þorsteinsdóttir og Arnar Helgi Kristjánsson. Þetta er í fyrsta sinn sem Islenska óperan fer í slíka ferð norður í land og væntir hún góðra undirtekta. Fyrirtæki er stutt hafa íslensku óperuna til þessarar ferðar eru: Ut- gerðarfélag Akureyringa, Kaupfélag Eyfirð- inga og Iðnaðardeild sambandsins. Ferðalög Frá Ferðafélagi íslands Miðvikudaginn 27. apríl kl. 20.30 verður kvöld- vaka á vegum Ferðafélagsins á Hótel Heklu, Rauðarárstíg 18. Efni: Jón Jónsson jarðfræöingur: „Litastum á svæði Skaftárelda”, í máli og myndum. Þann 8. júní nk. eru tvö hundruð ár frá því gosið hófst í Lakagígjum. Myndagetraun og verðlaun veitt fyrir rétt- ar lausnir. Leiklist Frá Leikfélaginu Baldri Bíldudal Leikfélagið Baldur á Bíldudal hefur að undan fömu unnið að æfingum á leikritinu Sjóleiðin til Bagdad eftir Jökul Jakobsson. Leikstjóri er Kristín Anna Þórarinsdóttir, en hún hefur áður leikstýrt fyrir Baldur Tobacco road og Skjaldhömrum. Með hlutverk í Sjóleiðinni fara: Heba Harðar- dóttir, Ottó Valdimarsson, Þuríður Sigur- mundsdóttir, Hannes Friðriksson, Jóna Gunnarsdóttir, Agnar Gunnarsson og Ágúst Gíslason. Hvíslarar eru Elínborg Benedikts- dóttir og Ema Hávarðardóttir. Leiktjöld mál- ar Hafliöi Magnússon. Fyrirhugað er að frumsýna verkið laugardag- inn 30. apríl og í f ramhaldi af því er ætlunin að ferðast með það víðsvegar um Vestfirði. Leiksmiðjan Ringulreið sýnir „Ætt í Óðindælu" Leiksmiðjan Ringulreið hóf starfsemi sína í Menntaskólanum við Hamrahlíð síðastliðið haust. Fyrsta skrefið var eins konar nám- skeið þar sem hópurinn vann með helstu undirstöðuatriði leikrænnar tjáningar, radd- og líkamsþjálfun, framsögn o.fl. Síðan voru þessir þættir notaðir sem undirstaða í skapandi starfi þ.e.a.s. spuna. I vetur hefur verið unnið út frá ýmsum hugmyndum og ákveðin þemu tekin fyrir og þannig hefur efni- við verið safnað í sarpinn. Textar frá ýmsum skeiðum bókmenntasöfunnar svo og frum- samdir hafa verið kannaðir og krufnir og orð- ið veigamikill þáttur í spunanum. Hópurinn hefur verið með nokkrar uppákomur í vetur, t.d. Draugasónötu í Norðurkjallara í október, performance á Þorravöku MS o.fl. Einnig tók hópurinn þátt í götuleikhúsinu mikla í miðbæ Reykjavíkur 25. mars. Nú er komið að loka- verkefni vetrarins og langviðamesta verki hópsins fram að þessu, sýningunni, „Ætt í Oðindælu”. Þessi sýning er eins konar sum sumarum af vinnu vetrarins og tekur heila kvöldstund í flutningi. Leikendur eru sjö, en leiðbeinandi og leikstjóri i vetur hefur verið Rúnar Guðbrandsson. Sýningar verða í Norðurkjallara MH, miðvikudag 27. apríl, fimmtudag 28. apríl og föstudag 29. apríl og hef jast kl. 20.30. Aðeins 40 áhorfendur komast á hverja sýningu og húsinu verður lokað strax og sýning hefst. Miðar kosta 75 kr. og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Fundir Kvenfélag Bæjarleiða heldur fund í kvöld, þriðjudaginn 26. apríl, í safnaðarheimili Langholtskirkju kl. 20.30. Kenndur verður pennasaumur. Stjórnin. JC Reykjavík Lokafundi hjá JC Reykjavík sem halda átti í kvöld hefur verið frestað til laugardagsins 30. apríl og verður í Víkingasal Hótel Loftleiða og hefst kl. 12.30 með borðhaldi. Rökræðueinvígi verður á milli JC Reykjavík og JC Vest- mannaeyjum. Stjórnin. Kvenfélag Langholtssóknar boðar til fundar þriðjudaginn 3. maí kl. 20.30 í safnaöarheimilinu. Dagskrá: venjuleg fundarstörf, skemmtiatriði, myndasýning frá 30 ára afmæli félagsins, kaffiveitingar. Gestur fundarins verða konur úr kvenfélagi Breiðholts. Stjórnin. Kvenfélag Hreyfils Fundur í kvöld, þriðjudaginn 26. apríl, kl. 21.00. Snyrtidama kemur á fundinn. Mætum stundvíslega. Stjórnin. Gjaldþrot Með úrskurði skiptaréttar Reykjavíkur upp kveðnum 4. mars 1983 var bú Haralds Páls- sonar, nafnnúmer 3786-1900, Safamýri 21, Reykjavík, tekið til gjaldþrotaskipta. Með úrskurði skiptaréttar Reykjavíkur upp kveðnum 4. mars 1983 var bú Hlíðarenda hf. nafnnúmer 4238-6642, Reykjavík, tekið til gjaldþrotaskipta. Með úrskurði skiptaréttar Reykjavíkur upp kveðnum 4. mars 1983 var bú Húsáss hf. nafnnúmer 4451-5679, Reykjavík tekið til gjaldþrotaskipta. Með úrskurði skiptaréttar Reykjavíkur upp kveðnum 4. mars 1983 var bú Jens Sigurðs- sonar, nafnnúmer 4920-9568, Bergþórugötu 51, Reykjavík, sem rak einkafirma, Aðalmáiara, nafnnúmer 0055-4006, tekið til gjaldþrota- skipta. Fyrirtæki Björn Agnarsson, Sunnubraut 25, Kópavogi, rekur einkafirma undir nafninu Bygginga- hönnun. Tilgangur firmans er tækniráðgjöf og hönnun mannvirkja. Magnús Sveinsson, Fjólugötu 9, Vestmanna- eyjum, rekur í Vestmannaeyjum verslun með öl, tóbak og sælgæti og skyldan varning ásamt umboðssölu með olíur og bensín fyrir Olíu- verslun Islands hf„ undir firmanafninu Klettur. Ný störf Hinn 16. febrúar veitti heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið Samúel Jóni Samúels- syni, lækni, leyfi til þess að starfa sem sér- fræöingur í heimilislækningum hér á landi. Hinn 28. febrúar 1983 veitti heilbrigðis- og tryggingaráöuneytið cand. med. et chir. Guð- brandi E. Þorkelssyni, leyfi til þess að stunda almennar lækningar hér á landi. Kaupmálar Eftirtaldir kaupmálar hafa verið skrásettir hjá embætti bæjarfógetans i Hafnarfiröi, Garðakaupstað, og á Seltjarnamesi og sýslu- mannsins í Kjósarsýslu í febrúar og mars ’83. Milli Gríms Halldórssonar, Asbúð 49, Garða- kaupstað og Hildar Maríu Blumenstein s. st. (17. febrúar). Milli Margrétar Jóhönnu Böðvarsdóttur, Smáraflöt 28, Garðakaupstað og Þorsteins Magnússonar s. st. (16. febrúar). Milli Sigurðar Guðmundssonar, Breiðvangi 16, Hafnarfirði og Þórhöllu Guðmundsdóttur s. st. (4.mars). Milli Ulfars Nathanelssonar, Mávanesi 2, Garðakaupstaö og Ásdisar Erlingsdóttur, s. st. (25,mars). Hinn 7. mars sl. var skrásettur við embætti bæjarfógetans á Akureyri og Dalvík og sýslu- mannsins í Eyjafjarðarsýslu kaupmáli milli hjónanna Jóns Sigþórs Sigurðssonar, Hrisa- lundi 12c, Akureyri og Sólrúnar Helgadóttur s. st. Ingvar hæstur Vegna þess aö nokkuö viröist mismun- andi hvemig frá tölum Hagstofu Islands um bifreiðainnflutning er greint í dagblöðum vill Ingvar Helga- son hf. benda á eftirfarandi: Það bifreiðaumboð sem flesta bíla seldi fyrstu þrjá mánuði þessa árs er Ingvar Helgason hf. sem seldi alls 188 bíla en það samsvarar 13,1% af mark- aðshlutdeild seldra bíla. Þau bifreiða- umboð sem á eftir koma eru: Bílaborg með 162 bíla og 12,26% markaðshlut- deildar, Bifreiðar og Landbúnaðarvél- ar með alls 159 bíla og 11,05% markaðshlutdeildar, Veltir hf. meö alls 140 bíla og 9,7% markaðshlutdeild- ar og Hekla hf. meö alls 113 bíla og 7,8% markaöshlutdeildar. Mest seldi bíll fyrstu þrjá mánuði ársins erSubaru 1800, fjórhjóladrifinn. Af honum seldist alls 92 bílar og hefur Subaru 1800 því 7,4% markaðshlut- deildar fólksbíla. Næstir á eftir honum koma Volvo 244, alls 79 bílar og 6,4% markaðshlutdeildar,. Daihatsu Charade, alls 76 bílar og 6,1% mark- aðshlutdeildar og Mazda 929, alls 75 bílar og 6,0% markaðshlutdeildar. Mest seldi sendibíllinn fyrstu þrjá mánuði þessa árs var fjórhjóladrifinn Subaru 700: Af honum seldust alls 20 bílar og hefur fjórhjóladrifinn Subaru 700 því 23% markaðshlutdeildar sendi- bíla. Næstir á eftir honum koma Volks- wagen Golf, alls 17 bílar og 19,5% markaðshlutdeildar, Suzuki st. 90, alls 8 bílar og 9,2% markaðshlutdeildar, Nissan Urvan, alls 6 bílar og 6,9% markaðshlutdeildar, og Mitsubishi L300, alls 6 bílar og 6,9% markaðshlutdeildar. Mest selda vörubifreiðin undir 3 tonnum var Volvo C202. Af honum seld- ust alls 20 bílar og samsvarar það 19% markaðshluteildar. Næstir á eftir hon- um koma Isuzu pickup dísil, alls 13 bíl- ar og 12,5% markaðshlutdeildar og Nissan King Cab, alls 12 bílar og 11,5% markaðshlutdeildar. Ef litið er á heildartölur vinnubíla hefur bifreiöaumboðið Ingvar Helga- son hf. selt flesta vinnubíla, alls 46 bíla sem samsvarar 24% markaðshlut- deildar. Næstu bifreiðaumboö þar á eftir er Veltir hf. með alls 29 bíla og 15% markaöshlutdeildar, Hekla hf. og SlS meö jafnmarga eða 24 bíla og 12,5% markaðshlutdeildar hvort fyrir sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.