Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR 30. APRlL 1983. Sigríöur Dúna Kristmundsdóttir er fædd hinn 13. ágúst árið 1952 og er dóttir hjónanna Sigríöar Júlíusdóttur húsmóöur og Kristmunds Jónssonar kaupmanns í Bæjarins bestu. — Sigríður Dúna, segðu mér nánar frá ætt og uppruna. „Eg er Reykvíkingur í báöar ættir, fædd og upp- alin í vesturbænum. Eg er „Selsari” sem kallað er í móöurætt, en Selsarar eru útgeröarmenn sem reru úr Selsvör. Þannig aö segja má aö ég sé Reykvík- ingurí marga ættliöi.” — Hvernig var aö alast upp í vesturbænum á þessumárum? „Ægilega gaman. Þegar ég var aö alast upp vestur á Melum var enn ekki búiö að malbika þar og enn voru stór óskipulögð svæði þar sem njóli, sóleyjar, fíflar og brenninetlur uxu. Og þarna voru skuröir og leifar af gömlum mannvirkjum. Þetta var gósenland til aö leika sér í. Mér er minnisstætt aö valsa þarna um melana hálfbyggöa, á þeim tíma sem Hagamir voru enn í byggingu. Þaö var mikið um aö vera og viö höföum náttúrleg svæöi. Mér er einnig minnisstætt að hafa verið í búöarleik mörg sumur innan um baldursbrár og annaö þess háttar sem notaö var til aö leika leikinn. Og þaö var fullt af krökkum á Melunum í þá daga. Eg þótti mjög stráksleg á þessum tíma. Eg var þunnhærö og til þess aö auka hárvöxtinn var ég snoðklippt. Uppáhaldslitur móöur minnar var blár og því var ég alltaf bláklædd. Ég var því iöulega strákskennd á uppvaxtarárunum. Ég var líka alltaf aö hoppa ofan í skuröi sem þótti sjálfsagt ekki mjög kvenlegt! Þar sem íþróttahús Hagaskólans og Hagaborg eru nú var fullt af skuröum. I þeim flutu ryögaöar jámtunnur og alls kyns drasl. Einn leikur- inn fólst í því aö stökkva út á þetta drasl, ná fótfestu og hoppa yfir á hinn bakkann aftur. Þetta var auövitaö stórhættulegt en mikiö sport um 5—6 ára aldur. Unglingsárin hverjum manni mikilvæg Já, hverfið hefur breyst mikiö á þessum tiltölu- lega fáu árum sem liöin eru. Eg á systur sem er fimmtán árum yngri og Melarnir, sem hún þekkir, eru allt aðrir Melar en þeir sem ég þekkti. Nú er malbikaö, skipulagt og allt komiö í fastar skoröur og lítiö um það frelsi sem var þegar ég ólst upp. Skólagönguna byrjaöi ég á Grænuborg ef svo má segja, en 6 ára var ég innrituð í Landakotsskóla og hjá nunnunum lærði ég aö lesa og skrifa. Nú, svofór ' ég í Melaskólann. og var þar í sex ár, eins og lög gera ráö fyrir. Og s vo tók Hagaskólinn viö í þrjú ár. Ég held aö unglingsárin séu afskaplega mikilvæg í lífi hvers og eins. Þessi ár þegar fólk breytist úr bami í fulloröna manneskju era oft erfiö. Ur mynn- fræðinni hef ég þá vitneskju aö flest samfélög hafa ákveönar athafnir, „ritúöl”, til aö marka skilin milli æsku og fullorðinsára. Þessar athafnir em oftast kallaöar vígsluathafnir og í kristnum samfélögum er fermingin þess háttar athöfn. Fyrir fermingu er eipstaklingurinn barn, en eftir hana fullorðinn. Amma mín sem ólst upp í Reykjavík um aldamótin sagöi til dæmis að eftir aö hún var fermd fór hún í fyrsta sinn í upphlut og gat ætlast til þess að hún vjgri þéruö. Þama voru skörp skil gerö milli þess aö vera bam og vera komin í hóp fulloröinna. Nú, sam- félagið hefur breyst frá því amma var aö alast upp um aldamótin og núna hefur fermingin ekki þetta gildi lengur. Þar komum viö að nokkru sem ég tel mikilvægt í sambandi viö félagsmál og þá sérstak- lega unglingana. Þessi skörpu skil hafa svo til þurrkast út og af því leiöir aö hver og einn unglingur getur ekki vitaö hvenær hann telst fulloröinn, hvenær hann eða hún hættir aö vera barn. Þetta er eitt af því sem gerir unglingsárin afskaplega erfið í vestrænum samfélögum. Þessi ár hjá mér voru stormasöm eins og hjá flestum öömm, miklar umbyltingar og öryggisleysi sem stafar af því aö vita ekki hver sé félagsleg staöa manns, hvaöa skyldur og réttindi maöur hefur. Svo aö ég haldi áfram meö mannfræðina þá halda ýmsir mannfræöingar því fram aö aukin geöræn vandamál í vestrænum samfélögumstafi einmittaf þessu, meöal annars. Fólk sé ekki lengur klárt á félagslegu hlutverki sínu. Þessar opinbem athafnir, sem ég hef nefnt vigsluathafnir, marka tímamót fyrir einstaklinginn, bæöi persónulega og félags- lega. Þær skilgreina hvaö hver er á hverjum tíma. Afnám vígsluathafnanna verður því til þess aö éinstaklingurinn veit ekki hvers hann getur krafist af samfélaginu eöa hvaöa skyldum hann hefur að gegna. Þetta veldur raglingi, óöryggi og margir vilja meina aö þetta sé eitt af því sem stuðli aö því sem kalla má félagslega upplausn og aö auknum geörænum vandamálum.” Þátttakandi í brtiaæðinu — Víkjum aftur að skólagöngunni. Þú hefur byrjaö í Gaggó á miöjum bítlatíma? „Já, ég byrja í Hagaskólanum 1965 og var oröin þátttakandi í bítlaæðinu um þaö leyti. Ég náöi í seinni endann á bítlakynslóðinni. Mér eru minnis- stæö úr gagnfræðaskóla partí þar sem Bítlarnir vom spilaðir liölangt kvöldiö. Menn þömbuöu kók, borðuðu pylsur og kökur og Bítlamir og Roliing Stones dundu. Hápunkturinn var svo auðvitað um hálftólfleytiö þegar ljósin voru slökkt. Og aöal- málið auövitaö hver væri aö dansa viö hvern! ” — En svo heldur þú áfram á menntabrautinni og ferö í menntaskóla. Er einhver menntahefö í þinni fjölskyldu? „Nei, þaö er þaö ekki beinlínis. Aö mér standa húsmæöur, kaupmenn og sjómenn.” — Leiö þín lá í MR Hvemig fannst þér aö koma inn í þetta rígbundna samfélag meö öllum sín- um hefðum? Mér fannst ég koma í nýjan heim en hann var ekkert rígbundnari en landsprófiö sem ég var að koma úr. Mér fannst nýtt tímabil vera að hefjast í lífi mínu þegar ég byrjaöi í menntaskóla. Ymsar dyr voru aö ljúkast upp, ekki einungis hvað varöar menntun eöa skólagöngu heldur einnig persónu- legan þroska. Þegar ég var sextán ára fannst mér ég standa á homi, vera aö kíkja fyrir homið og sjá lífiö blasa viö handan viö.” — Stundaðir þú félagslífiö mikiö? „Já, ég geröi þaö. Þegar ég var í fimmta bekk tók ég þátt í Herranótt. Viö settum upp Jónsmessu- næturdraum Shakespeares. Eg held aö leiklistar- legur metnaður okkar sem aö þessu stóðum hafi ekki verið aöaltilgangurinn, heldur fyrst og fremst aö taka þátt í skemmtilegri félagsstarfsemi, þó aö við hefðum auövitaö einhvem metnaö á leiklistar- sviöinu. Sýningin fékk ekki góöa dóma ef ég man rétt. Aðeins þrjár sýningar voru. Þetta var samt feikigaman! Eg lék Helenu og haföi mikinn texta og flutti heillanga mónólóga. En þetta er nokkuö sem maður gerir bara innan viö tvítugt. Ég myndi aldrei gera þetta núna! Maöur vatt sér út í Shakespeare- rullu, haföi bara gaman af og var ekkert niöur- brotinn þó aö ekki heföi tekist sérlega vel til. Nú, öll mín menntaskólaár var ég líka hjá Baldvin Halldórssyni í leshring í bókmenntum og síöasta áriö í skólanum stóö ég fyrir bókmenntaklúbbnum. Eg tók aftur á móti frekar lítinn þátt í starfsemi Framtíöarinnar þar sem pólitíkin réö lögum og lofum. Nei, ég var ekki sérlega pólitísk á þessum tíma en á hinn bóginn dálítill fagurkeri, giska ég á. Ég man aö sextán ára görnul tölti ég upp á Borgar- bókasafn. Eg hafði gripiö nafn T. S. Elliot á lofti og fékk ljóðasafn hans lánað. Ég las þaö upp til agna þaöár. Ég las safniölöngu seinna, eftir aöég komst til vits og þroska, og komst aö því aö skilningur minn á T. S. ElUot haföi veriö heldur takmarkaðurá sautjánda ári! Þetta var nú svona megináherslan á menntaskólaárunum, en skáldskapurinn í lífinu, póesían hef ur alla tíö fy lgt mér síöan. Það var mikið tU sami hópurinn sem hélt áfram úr gagnfræöaskóla og yfir í menntaskóla. Þannig eignaöist ég mína varanlegu vini ekki endilega í menntaskóla. Til dæmis eignaðist ég mína fyrstu vinkonu þegar ég var fjögurra ára á Grænuborg og hélst vináttan í gegnum Melaskóla, Hagaskóla og menntaskóla!” Varð strax báiskotin íþessum vestanmanni — Þú kynnist manninum þínum á þessum árum, er ekki svo? „Jú, ég kynntist manninum mínum, Hjáknari H. Ragnarssyni, í menntaskóla, nánar tUtekiö þegar ég sat í fjóröa bekk. Hann kom í skólann þennan vetur og ég varö strax bálskotin í þessum manni vestan af f jöröum.” — Fagurfræðin hefur veriö mikiö iökuð hjá ykkur, varstu kannski í „Ustaklíkunni? ” „Já, ætli þaö megi ekki segja þaö! En þaö má alveg eins tala um spreUklíkuna. Menn stunduðu margt annaö en f agurfræðinaá þessum árum. — PaUas Aþenu var tU dæmis stoUö? ....Já Palias Aþena hvarf.” Sigríöur Dúna brosk íbyggin og bætir viö ,,og hvarfiö er opinber- lega óupplýst.” — Aö stúdentsprófi loknu ákvaöst þú aö fara í mannfræöi. Hvernig kom það til? „Eg var búin aö ákveöa strax um haustið er ég settist í sjötta bekk aö fara í mannfræöi og var helst aö hugsa um Bretland eða Bandaríkin. Ég var búin aö leita upplýsinga um skóla í þessum löndum og afl lokum setti ég á oddinn aö sækja um London School of Eeonomics og komst inn þó aö fáir byggjust við því. Tíu ámm eftir aö ég ákvaö aö fara í mannfræðina er dálítið erfitt aö segja nákvæmlega af hverju ég valdi þaö fag. Á þessum menntaskólaárum haföi maöur auk áhuga á bókmenntum einnig mikinn áhuga á sögu og félagsfræði. Sennilega hefur mér fundist mannfræöin vera þaö fag sem gæti sam- einað þessi áhugasviö. Mannfræðin var líka óþekkt stærö hérlendis þá og hún þvínokkuöspennandi.”- — Hvemig var fyrir 19 ára ungling aö setjast aö í stórborginni Lundúnum? „Þetta var mjög erfitt fyrst. Fyrstu þrír mánuö- umir vom mjög erfiðir og sérlega lengi að líða. Þaö var margt aö gerast í einu. Ég var aö fara í fyrsta skipti að heiman og var í fyrsta skipti efna- hagslega sjálfstæö og haföi námslánum úr aö spila. Eg var á nýjum staö, í nýjum menningarheimi, í nýjum skóla og allt öðruvísi skóla en ég átti aö venjast. Eg var innan um allt öömvísi fólk en áður. Þarna er annar vendipunktur í lífi mínu. Ég fann í fyrsta skipti hvemig er aö standa á eigin fótum. Á hinn bóginn man ég aö ég var upptendruö af frelsis- tilfinningu. Ég var að gera eitthvað í fyrsta skipti sem ég haföi ákveðið sjálf aö öllu leyti og stóð á þeirri ákvöröun. Aö upplif a þetta f relsi var stórkost- legt! Þannig aö fyrstu mánuðirnir voru í senn annars vegar erfiöir og hins vegar stórkostlegir því aö allt í einu opnaðist heimurinn upp á gátt! Skólinn var mjög góöur og tel ég LSE vera besta skóla sem ég hef verið í. Skólinn kennir einungis félagsvísindi og stefna skólans var og er aö þar sé fólk frá sem flestum heimshornum og ólíkustu menningarsvæöum. Skólalifiö sjálft var í rauninni hluti af náminu. Það var ómetanlegt, ekki síst fyrir mannfræöing, aö kynnast þama fólki frá öörum menningarsvæðum og ekki síður aö dveljast um 55 Aö hlus etmnri Hinn fjórtánda nóvember 1980 boduðu 12 konur til fundar á Hótel Borg. Umrœðuefnið á þeim fundi var staða kvenna í íslenskum stjórnmálum. Um þetta leyti voru konur 6,4% fulltrúa bœjar- og sveitarstjórna landsins og á Alþingi íslendinga sátu þrjár konur eða 5% þingmanna. Á fundinum var ákveðið að konur byðu fram sérstakan kvennalista við borgarstjórnarkosn- ingarnar í Reykjavík vorið 1982. Sama varð uppi á teningnum á Akureyri. Ekki þarf að orðlengja um árangurinn. Á báðum stöðum náðu kvenna- framboðin konum í bœjarstjórnir og er upp var staðið hafði hlutfall kvenna í bajar- og sveitarstjórnum aukist úr 6,2% í 12,4%. Þrátt fyrir þennan glœsi- lega árangur var kvennalista til þingkosninga ekki spáð glœstu gengi i fyrstu. Myndir: Einar Ólason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.