Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Blaðsíða 44
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 Fíkniefnamál: Tveirmenn í gæslu- varðhald Tveir menn á þrítugsaldri voru úr- skuröaöir í fjórtán daga gæsluvarð- hald í Reykjavík í gær. Þeir eru báöir grunaðir um sölu á hassi. Gísli Bjömsson hjá fíkniefnadeild lögreglunnar sagöi aö mennirnir heföu veriö handteknir í húsi í miöbænum eftir hádegiö í fyrradag. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið sem er nú til rannsóknar. -JGH Akureyri: Fjögurra ára drengur varð fyrir bifreið Fjögurra ára drengur varö fyrir bíl á Brekkugötu á Akureyri um klukkan fimm í gærdag. Ekki tókst aö fá upp- lýsingar hjá lögreglunni á Akureyri um einstök atvik slyssins. Drengurinn var fluttur á sjúkrahúsiö á Akureyri. Hann mun ekki vera í lífshættu. -JGH. Sprengjutilræðið við bandaríska sendiráðið: Óupplýst Sprengjutilræöiö viö bandaríska sendiráðið er enn óupplýst samkvæmt upplýsingum HalivarðsEinvarössonar rannsóknarlögreglustjóra í gær. Hann sagöi aö allviðamikil rannsókn heföi farið fram og fólk yfir- heyrt vegna þessa máls en máliö væri þó enn óupplýst. -JGH „Fíntvorveður” „Fínt vorveöur,” sagöi Knútur Knudsen veöurfræöingur þegar hann spáöi í helgarveðrið í gær. Og þaö verður suövesturhorn landsins sem aö líkindum fær besta veðriö. Fyrir noröan gæti einhver slydduskömm gert vart viö sig en varla til stórra vandræða. Enn hafa allir landsmenn nóg af snjó fyrir skíðaferöir, kannski fer þó hver að verða síöastur svo ekki er þorandi aö láta blíöuna framhjá sér fara. -JBH. Stjórnarmyndunarviðræður Geirs Hallgrímssonar hafnar: RÆÐIR VK) ALLA í FYRSTU UMFERD Geir Hallgrímsson, formaöur Sjálfstæöisflokksins, hóf tilraunir sínar til myndunar nýrrar ríkis- stjórnar eftir hádegi í gær meö við- ræöum viö Steingrím Hermannsson, Kjartan Jóhannsson og Svavar Gestsson. I dag mun hann ræða viö Vilmund Gylfason og þingflokk Kvennalistans. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun halda fund fyrir hádegi í dag. Þar veröur væntanlega gengiö frá meö hvaöa hætti viöræðunum veröur stjórnaö af hálfu Sjálfstæðisflokks- ins. Ahugi mun vera á því innan þingflokksins aö átta manna nefnd, skipuð efsta manni á lista flokksins í hverju kjördæmi, veröi formann- inum til trausts og halds í viöræö- unum. Aöspurður sagöi Geir Hall- grímsson um þetta atriði: „Þetta veröur vonandi ekki allt of formlegt. Eg hef meiri trú á aö þaö veröi hægt aö ná árangri í óformlegum viöræð- um.” Allir möguleikar eru enn taldir opnir en fyrsta áfanga viöræðnanna veröur hraöaö eins og kostur er. Þingmenn Alþýöubandalagsins neita því ýmist eöa játa að gerlegt sé fyrir flokkinn aö fara í samstjórn meö Sjálfstæðisflokki. „Það er þó hægt að treysta íhaldinu þegar búiö er aö semja viö þaö,” sagöi einn þeirra í gær. Skiptar skoöanir eru sagðar innan Framsóknarflokks um aðild aö ríkis- stjórn og ekki síst samstjórn meö Sjálfstæöisflokki. Stjórn þessara flokka er nú talinn líklegasti möguleikinn á ríkisstjórnarmyndun en ekki öllum framsóknarmönnum aö skapi. Leitt er getum aö því aö Steingrímur Hermannsson myndi veröa utan stjórnar ef þessi möguleiki yrði fyrir valinu. Samstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýöuflokks og Kvennalista er þriöji möguleikinn í stööunni. Aðrir möguleikar eru varla taldir fyrir hendi á myndun meirihlutastjórnar. -ÖEF ■ planinu til að fá ekki sekt á meðan hann skrapp til samráðs inn á Morgunblaðið, eftir að hafa átt viðræður við formenn Framsóknar- flokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. DV-mynd GVA. Geir Hallgrímsson skildi Bensinn eftir heima og greip til „frúarbilsins" til þess að forðast blaðaljósmyndara þegar hann skaust á milli for- manna flokkanna i gær. Hér sést hann borga í stöðumæli á Hallæris- Greint var frá undarlegu umferðaróhappi á Egilsstöðum i DV í gær. Töldu menn jafnvel um tima að þar væri um yfirnáttúrlega hluti að ræða. Mannlaus snjóbíll tók upp á því að klifra upp á vélarhlifar fólksbils og jeppa. Fljótlega kom þó í Ijós að tveir niu ára drengir höfðu sett bilinn í gang inni í bilskúr en tókst þó að forða sér áður en hann skaðaði þá. DV-mynd Einar R. Haraldsson. ión Vídalín landaði íÞorlákshöfn: Óvenjulegt smælki — segir Sigurður Helgason í fiskmatsstöðinni Seli „Þetta sem viö fengum til athugunar nú var óvenjulegt smælki,” sagði Siguröur Helgason í fiskmatsstööinni Seli sf. í Þorláks- höfn er DV ræddi viö hann í gær um sýnishom úr afla sem togarinn Jón Vidalín landaði í fyrradag. Tógarinn haföi veriö að veiðum á miöunum fyrir austan land. I fyrradag landaöi hann um 40 tonnum í Þorlákshöfn, þar af 13 tonnum af þorski. Togarinn haföi þá veriö aö veiöum í 4-5 daga en kom í land þar sem skipstjóraskipti uröu á honum. Sigurður sagöi aö sá fiskur sem skoöaður heföi veriö í fiskmatsstöö- inni heföi fariö niöur undir lægstu mörk sem eru 50 sentímetrar frá trjónu til sporös. Aö sínu mati væru þau mörk of lág. „Þessi fiskur sem viö fengum úr Jóni Vídalín var óvenjulega smár miðað við það sem víö höfum fengið undanfariö, enda var hann rétt yfir mörkunum," sagði Sigurður Helga- son. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.