Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR 30. APRIL1983. 17 Teikning Einars að fyrirhuguðu raðhúsi sem byggt yrði i hvolfþakastil i Grafarvogi, ef leyfi borgarvalda fást til þess. Teikningin til vinstri sýnir stíls; að formið sjálft skuli gefa mikið rými án nokkurra uppistaöna sem á þaö skyggja. Og þar eð engar uppi- stöður þarf (fyrir utan útveggina að sjálfsögðu) eru kúluhús mun ódýrari í byggingu en hús af samsvarandi stærðargráðu. Hvolfþakið er ævafom byggingar- máti. öll stærri hús fyrri alda em af þeirri gerð, að meira eða minna leyti. Það er þessi sögulega staöreynd sem vakið hefur upp spumingar manna á síðustu ámm um hvort hvolfþakið er ekki kjörin lausn á ódýrum en heppi- legum íbúðarhúsum. Og ófáir hafa lagt fyrir sig rannsóknir og athuganir á möguleikum hvolfþaksins í nútíma- þágu. Margar tegundir og afbrigði kúluhúsa hafa verið teiknuö og reist. Þeirri tegund kúluhúsa sem viröist ætla að verða ofan á er á þann veg háttað að grind hússins er byggð meö þríhyrndu móti. Þaö er einkum tvennt sem vinnst með þeirri leið í stað þess að hafa mótin ferhyrnd eöa fleiri: Annars vegar næst hvolflögun þaksins mjög vel með þeim hætti, þaö er aö segja, þaö verður eins ókantað og hugsast getur og þvi stenst það vindinn vel. Hins vegar gefur grind sem byggð er saman í þríhyrningum mun meiri stífni og styrk. Alagiö er þannig aðeins á fæstu hugsanlegu fleti, þrjá, í stað fjögurra í ferhyrndu móti, fimm í fimmhymdu og svo framvegis. Þríhyrningar boltaðir saman og til verður hvolfþak Þessir þríhymingar em úr timbri og boltaðir saman á snertiflötunum þremur. Síöan eru þeir klæddir til dæmis krossviði að utanverðu en spæni aö innanverðu. Þetta timbur- hvolfþak er loks fest niöur á steyptan gmnn. Gólf, ef hvolfhúsið er tvílyft, Rannsóknir mínar á hentugleika kúluhúsa fyrir íslendinga hafa staðið í áratug og eru alls engin della sem hefur gripið mig og ég get ekki losnað undan. Ég hef einfaldlega komist að því að hvolfþakastíllinn er hagkvæm byggingar- aðferð sem gefur að- laðandi innra rými og aukinheldur þann kost að vera ódýr leið til að öðlast þak yfir höf- uðið. neðri hæð hússins en til hægri er mynd af efri hæðinni. Fyrir ofan þá teikningu sést afstöðumynd af raðhúsalengjunni, hver ibúð með bilskúr við hlið. . . . Byggingu þessa fyrsta kúluibúðarhúss á íslandi er nú óðum að Ijúka. Það er staðsett i Höfnum á Suðurnesjum og er eigandi þess Leó Jóns- son. Húsið er byggt eftir teikningum Einars Þorsteins Ásgeirssonar. Eins og myndin ber með sér stendur hvolfþakið saman af þrihyrningsflötum sem boltaðir eru saman og mynda þannig hvelfinguna yfir steingrunn- inn. Samkvæmt teikningu Einars er hvolfþakið eingöngu úr timbri, grindin og gluggakarmar úr furu, en grindarklæðning að utan og innan- verðu úr spónaplötum. Myndin sem fytgir þessum orðum er tekin síðastliðið sumar. er boltaö í grindina sem er eina festing þess við húsið, en nægileg. Gluggar hvolfhúsa geta verið með tvennu lagi: I neöri hluta hvolfsins (þar sem hallinn er minnstur) getur veriö um venjulega glerjun að ræða, en með gluggaskyggni fyrir ofan til að vama regnstreymi. Gluggar ofar- lega í hvolfinu (sem væntanlega tilheyrðu efri hæð hússins) eru hins vegar eiginlegir ljóskúplar, svo sem tíðkast á sléttum þökum.” — Hvernig standast þessi kúluhús rigningu? Er þeim hætt við leka? „Nei, ég get ábyrgst það að þessi hús leka ekki ef notuð er rétt þétting og henni komiö rétt fyrir á hvolf- þakinu. Það er lagöur eins konar þak- dúkur yfir hvolfið í renningum þannig að hver hluti nær yfir þá þríhyminga grindarinnar sem liggja saman í línu um þakiö. Dúkurinn er síðan soðinn saman á samskeytunum. Aðrar leiðir til þéttingar eru vissulega til, en sú að nota þakdúk er langódýrust. Og gefst ekki siður en hinar.” Mörg fyrirtæki sýnt fjölda- framleiðslu áhuga — Þú nefnir hér að framan, Einar, að herslumuninn vanti til að kúluhúsin nái fótf estu hér á landi og hann sé sá að fyrirtæki ná tökum á f jöldaframleiðslu smíðaeininga í svona hús. Hafa einhver fy rirtæki sýnt þessu áhuga ? ,,Já, þaö hafa mörg fyrirtæki sýnt þessu áhuga. Eg veit ekki hversu mikill hann er. Ég hef enda farið hægt í sakimar í viöræðum viö for- svarsmenn þessara firma sem skoöaö hafa teikningar mínar og veriö jákvæðir. Ástæðan er sú að, ef svo færi að fjöldaframleiðsla hæfist á ein- ingum í kúluhús, þá vil ég fyrir aUa muni að viðkomandi fyrirtæki sé sterkt og vant aö viröingu sinni og geti gert þetta alminlega. Ef framleiðslan mistækist eða á ein- hvern hátt yrði höndum kastað til verksins, væri hætt við aö kúluhúsin fengju vont orð á sig. Og þá væri betur heima setið en af stað farið. Eg fer því hægt í sakimar í þessum efnum, enda liggur ekkert á. Það hefur sýnt sig á síðustu árum að vax- andi áhugi og aukin trú er á þessum byggingarstíl. Og eins og fyrr segir vil ég ekki að kúluhús veröi loftbóla, tískufyrirbrigöi, sem deyi út að afloknum nokkmm árum. Ég vil að kostir kúluhúsa síist hægt og rólega inn í almenning, ekki að della grípi um sig. Það væri móðgun við þennan frábæra byggingarstíl sem kúluhúsin em búin, og ónýting á þeirri framtíð sem þau eiga fyrir höndum erlendis semhérlendis.” -SER.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.