Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 30. APRlL 1983. 11 „Hór er blandað saman kimni og átökum, en einmitt það einkennir öll góð verk," segir Haukur J. Gunnarsson. „Vel skrifaö skemmtiverk” segir leikstjórinn, Haukur J. Gunnarsson „Þetta er umfram allt vel skrifað verk. Þar er blandað saman kímni og átökum en það einkennir öll góð verk,” sagði Haukur J. Gunnarsson, leikstjóri Ur lífi ánamaðkanna, í samtali við DV. Haukur er fæddur í Reykjavík 1949 en búsettur í Osló. Að loknu stúdents- prófi hélt hann til Japans og lærði japönsku og leiklist í Tokýo frá árinu 1969-72. t Japan vann hann innan leikhóps í Tokýo sem leikari, aöstoðar- leikstjóri og leikstjóri. Eftir dvölina í Japan hélt hann til leiklistarnáms í Englandi við háskólann í Hull en þar lagði hann mesta áherslu á leikstjóranámið. Síðan hefur Haukur unniö við leikstjórn á Islandi, í Finnlandi, Noregi og Danmörku. Meöal verka er hann hefur leikstýrt er Róbert Elíasson kcmur heim frá út- löndum, sem sýnt var í sjónvarpinu 77. Hjá Þjóöleikhúsinu hefur hann leikstýrt Kirsiblómum á Norður- f jöllum og Sögum úr Vínarskógi, þaö fyrmefnda hefur hann og sett upp hjá Det Norske Teatret í Osló. Þá hefur hann sett upp Þess vegna skiljum við og Bréfberann frá Arles hjá Leikfélagi Akureyrar, Morðið á prestssetrinu og Mýs og menn hjá Tröndelag Teater í Noregi, Hitting Town hjá Teater- sentret, Bikupen í Osló, Stríð á 4. hæð hjá Abo Svenska Teater í Finnlandi, Suddenly Last Summer í Aalborg Teater í Danmörku og Konu Agnars Þórðarsonar í Scene 7 í Osló, auk þess sem hann hefur leikstýrt nokkrum út- varpsleikritum í norska útvarpinu. En hverfum aftur til Ánamaðkanna. Við báðum Hauk aö segja okkur hvemig verk þetta væri. „Enquist tekurfyrir raunverulegar persónur þama, eins og reyndar í Nótt ástmeyjanna, þar var það Strindberg en hér er það H.C. Andersen, ævintýra- skáldið ástsæla og Heiberg-hjónin, sem um miðja 19. öld vom allsráðandi í dönsku menningar- og listalífi. Hann var leikstjóri Konunglega leikhússins, hún aðalleikkona Dana. Jóhann Heiberg var líka leikritahöfundur og sem slíkur var hann leiðandi kraftur. 011 verk hans bám vott um yfirborös- fágun og -smekk, allir reyndu að líkja eftir honum. Úr lífi ánamaðkanna gerist á einni kvöldstund heima hjá Heiberg-hjónunum, þegar Hans Kristján Andersen kemur í heimsókn. Sá síðastnefndi hefur einungis fengist við að semja ævintýri fyrir böm, sem honum finnst ekki vera bókmenntir. Nú vill hann söðla um og skrifa eins og Johann Heiberg. Jóhanna Heiberg er aö byrja að skrifa ævisögu sína og reyndar Ander- sen líka. Þau eru bæði runnin úr neðstu þrepum þjóðfélagsins og finna samhljóm vegna þess. Jóhann Heiberg var töluvert eldri en Jóhanna, hann hafði gifst henni þegar hún var mjög ung og í raun alið hana upp. Viö það finnst henni hún hafa glatað einhverju af sjálfrisér. Leikurinn snýst svo um þaö hver vaxtarskilyrði ástarinnar eru undir þessum kringumstæðum, svo og hverju listamaöur verður að fórna til að komast áfram á braut sinni. Til- finningar deyja, fólk eins og lokast inni ognærekkihvorttilannars. . ” — Er þetta skemmtilegt verk? „Já, það finnst mér og umfram allt er það svo vel skrifað. ” — Hefur þú séð Ánamaðkana færða upp annars staðar? „Já, ég hef séð þá í uppfærslu Konunglega leikhússins í Kaupmanna- höfn. Þar var þaö sett upp ’81 og gengur enn fyrir fullu húsi.” — Reynir þú aö líkja eftir þeirri uppfærslu? „Nei, nei, þetta er alveg sjálfstæð sýning.” — Nú, þegar þú sérð fyrir endann á hlutverki þínu í Ánamöðkunum, hvað tekur þá við hjá þér? „Ég hef unnið nokkuð stíft undan- farið og ætla að taka mér nokkurra mánaðafrínúna.” — Og setjast sjálfur við skriftir kannski? „Ja .. . ég ætla að lesa og skrifa eitt og annað, sem ekki hefur unnist tími til hingað til,” sagöi Haukur J. Gunnarsson. -KÞ. Só/uð radia/ sumardekk Skeifan 11. Sími 31550 FÁGÆTAR BÆKUR TIL SÖLU Við erum þessa dagana að taka fram ýmsar mjög fágætar bækur frá árunum 1501 — 1980 í öllum greinum islenzkra fræða og vísinda. Nokkur dæmi: Barn náttúrunnar, frumútg. fyrstu skáldsögu Halldórs Laxness, Rvík 1919. Gerska ævintýrið eftir sama; bók, sem ekki stendur til aö prenta næstu 50 árin. Biskupa- sögur Bókmenntafélagsins I-II, útvaliö eintak í skinnbandi. Bókasafn Flateyjar 1836—1936, Bókasafn Þorsteins Jóseps- sonar eftir Harald Sigurösson, aðeins 100 útg. eintök, tölusett, Um íslenzk skrökvísindi eftir Eirík Kjerulf lækni, Vísnabók Guðbrands biskups, ljósprent, Um Njálu eftir próf. Einar Olaf, Bókaskrá Gunnars Hall, Skólameistarasögur sr. Jóns Halldórssonar (Sögufélagsútg.), ób.m.k., Islenzkar nútima- bókmenntir 1918—1948 eftir Kristin E. Andrésson, Skulu bræður berjast? eftir sama, Ólafs saga hins helga, útgáfa Ungers, Chria 1849, Menn og menntir I-IV eftir Pál E. Olason, Hrynjandi íslenzkar tungu eftir Sigurð Kristófer Pjetursson, Gengið á reka eftir dr. Kristján Eldjárn, Austurland, safn austfirzkra fræða I-IV, ib., Islenzkir sagnaþættir eftir Brynjúlf á Minna-Núpi, frumútg. Eyrarbakka 1911—1913, Fjárdráps- málið í Húnaþingi eftir Gísla Konráösson, Stjórnaróður eftir sama, Þættir úr sögu Reykjavíkur eftir Jón biskup Helgason o.fl., Þegar Reykjavík var fjórtán vetra eftir sama, Icelandic wrestling eftir Jóhannes Jósefsson, Reykjahlíðarættin, Galdraskræöa Skugga, frumútgáfan, Ferðabók Þorvalds Thoroddsen 1—4, Lýsing íslands 1—4 eftir Þorvald Thorodd- sen, Nítjánda öldin úr sögu mannsandans eftir Agúst H. Bjarnason, í verum 1—2, Líf og blóð, og fleiri af bókum Theó- dórs Friðrikssonar, Hvammar eftir Einar Benediktsson, frumútgáfan, Sálmar og kvæði sr. Hallgríms, Viðey 1838, flestar þýðingabækur Helga Hálfdanarsonar og að auki Heyr mitt ljúfasta lag, teiknigrín eftir sama, Ljóðmæli Páls Ólafssonar 1—2, frumútgáfan um aldamótin, Hendur og orð eftir Sigfús Daðason, Glugginn snýr í norður eftir Stefán Hörð og Svartálfadans eftir sama, Þyrnar, frumútg. Þorsteins Erlingsson- ar, Grasafræði Helga Jónssonar, Lækningabók Jónassens, Biblian 1866, alskinn, Tímaritið Réttur 1.—60., árg., Tímaritið Birtingur komplet, Tímaritið Úlfljótur 1—18, allt frumprent, blaðið Suður- land frá upphafi (innbundiö), Maturtabók Eggerts Olafssonar, Kh. 1774, Samson fríði og Kvintalín kvennaþjófm-, riddarasaga, Rvik 1905 og ótal margt annað merkra og fágætra bóka nýkomiö. Við kaupum og seljum íslenzkar bækur og flestar erlendar, heil söfn og einstakar bækur. Einnig íslenzk póstkort, smá- prent, smærri verkfæri og íslenzkan útskurð fyrri tíma. Gefum reglulega út bóksöluskrár um íslenzkar bækur og erlendar. Þeir utan Reykjavíkursvæöisins, sem óska aö fá þær sendar, gjöri svo vel aö hafa samband viö okkur. Nýlega er komin út skrá nr. 21/apríl 1983. Hjá okkur er miðstöö pocket-bókaviöskiptanna. Höfum þúsundir enskra, danskra, franskra, þýzkra pocket-bóka á mjög hagstæðu verði. Sendum í póstkröfu hvert sem er. Vinsamlega hringið, skrifið — eða lítið inn. — GAMLAR BÆKUR OG NYJAR — BÓKAVARÐAN Hverfisgötu 52 Sími 29720 — Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.