Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Blaðsíða 28
28 DV. LAUGARDAGUR 30. APRIL1983. Karpov að velli lag&ur — mlkil spenna eftír 9 umferðir á skákþingi Sovétríkjanna Sovéski stórmeistarinn Lev Psahis viröist vera með þeim ósköpum fæddur aö geta helst ekki teflt nema á skákþingi Sovétríkjanna. Um ára- mótin 1980—’81 náöi hann efsta sæti ásamt Beljavsky og kom öllum á óvart því aö enginn vissi hvaöa maö- ur þetta var. Ári síöar sýndi hann fram á aö árangur hans var engin til- viljun því að aftur varö hann efstur, nú meö Kasparov. Þess á milli hefur árangur hans veriö ákaflega glopp- óttur og alls ekki í samræmi viö þaö sem vænta mætti af skákmeistara Sovétríkjanna. Á millisvæðamótinu í Las Palmas varö hann t.d. í 8.—10. sæti og skemmst er aö minnast skákmótsins í Tallinn í mars þarsem hann missti flugið í lokin og hafnaöi í 8.-9. sæti — fékkaöeinseinn vinning úr f imm síðustu skákunum. Aö loknum 9 umferöum á 50. skák- þingi Sovétríkjanna, sem nú stendur yfir í Moskvu, er Psahis aftur kom- inn á kunnuglegar slóöir — er efstur meö 5 1/2 v. Eins og áöur hefur kom- iö fram í þessum þætti er mótið óvenju sterkt aö þessu sinni meö sjálfan heimsmeistarann Karpov innanstokks. Nokkum skugga hefur þó sett á aö leikfléttusnillingurinn Mikhail Tal varð aö hætta þátttöku vegna veikinda. Tal hefur alia tíð veriö heilsuveill og á langa sjúkra- sögu aö baki. Reyndar mátti sjá aö hann gekk ekki heill til skógar þar sem hann haföi aöeins hlotiö einn vinning eftir fimm fyrstu umferöirn- ar. Forföll hans gera stööuna í mót- inu afar óljósa því aö í upphafi stóð á stöku, þannig að nú sitja tveir skák- menn yfir í hverri umferö og kepp- endur eru þar af leiðandi búnir meö mismargar skákir. Annars er staðan þessi (skákfjöldi í sviga): 1. Psahis 5 1/2 v. (9), 2.-5. Karp- ov, Beljavsky, Polugajevsky og Tukmakovð v. (8),6.Balashov4 1/2 v. (8), 7. Romanishin 4 v. (8) 8.-9. Petrosjanog Vaganjan3 1/2 v.(7),10. Malanjuk 3 1/2 v. (8), 11. Agzamov 3 v. og 3 biöskákir (8), 12. Asmaipara- shvili 3 v. og2biðskákir (9), 13. Jusu- pov 2 1/2 v. og biöskák (8), 14. Razuvajev 2 v. og biöskák (7), 15.— 16.LernerogGeIler2 v. (af 7). Mesta athygli á mótinu til þessa vakti óvænt tap Karpovs heims- meistara fyrir nýliöa, meö því langa nafni Asmaiparashvili. Hann er 23 ára gamall FIDE-meistari frá Tibilisi og er reyndar ekki meö öllu óþekktur Vesturlandabúum þótt nafn hans sé torkennilegt. Tefldi á Evrópuméistaramóti unglinga í Groningen um áramótin 1980—’81 og náöi 2. sæti á eftir landa sínum Tsemín. Skák Jón L. Árnason Azmaiparashvili sló Karpov út af laginu í byrjuninni meö óvæntri peösfóm sem skákmenn frá Tibilisi höföu rannsakaö. Þar meö náöi hann frumkvæðinu og saumaði síöan hægt og sígandi aö heimsmeistaranum, eftir öllum kúnstarinnar reglum. Skákin er sérlega vel tefld af hans hálfu. Yfirráö hans yfir opnu a-lín- unni svo og betri kóngsstaöa í enda- taflinu ráöa úrslitum. Hvítt: Karpov. Svart: Azmaiparashvíli. Pirc-vöm. 1. e4 d6 2. d4 g6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 Bg7 5. Be2 0-0 6. 0—0 Bg4 7. Be3 Rc6 8. Dd2e5 9.d5Re710. Hadl 10. —b5! ? Möguleikar skákarinnar eru óend- anlegir! Staöan eftir 10. leik hvíts hefur margoft komiö upp í stórmeist- araskákum en engum hefur hug- kvæmst þessi peösfórn fyrr. Vanda- málin þarf Karpov að leysa yfir boröinu og hann afræöur aö þiggja ekki fórnina. Skiljanleg ákvöröun því aö svartur nær f rumkvæöinu ef tir 11. Bxb5 (11. Rxb5? Rxe4) Bxf3 12. gxf3 Rh5 og síðan —f7—f5. Eftir 13. f4 exf4 14. Bxf4 Rxf4 15. Dxf4 gæti svartur leikið 15. —f5 meö sóknarmöguleik- um eða 15. -Db8 16. Bc6 Rxc6 17. dxc6 Bxc3 18. bxc3 Db5 og má vel viö una. 11. a3 a5 12. b4 Skorðar niöur veikleikann á b5 og lítur ekki illa út. En a-línan opnast svörtum í hag. 12. —axb413. axb4 Ha314. Bg5 Hxc3! Þvingaö, því aö hvítur hótaöi 15. Bxf6 og síðan 16. Rxb5. En svartur fær góö færi fyrir skiptamuninn eftir 15. Dxc3 Rxe4 16. De3 Rxg5 17. Dxg5 Bd7 ásamt —h6 og —f5. 15. Bxf6 Bxf3! 16. Bxf3 Þaö er auðvelt aö ganga úr skugga um aö aörir leikir eru síðri. 16, —Ha317. Bxg7 Kxg7 Karpov hefur varla taliö stööu sína slæma. Hvítu miðborðspeöin hamla reyndar hreyfifrelsi biskupsins en hann hefur ákjósanlegt skotmark á b5. Á móti kemur að svartur hefur a- línuna, möguleika á aö sprengja upp meö —c6, eöa —f5 og riddarinn gæti orðið sterkur í framhaldinu. 18. Hal? En eftir þennan eðlilega leik fer aö halla undan fæti. Sterkara er 18. Be2 Dd7 19. Hal Hfa8 20. Hxa3 Hxa3 21. f'4! meö möguleikum á báöa bóga. 18. —Da8 19. Hxa3 Dxa3 20. Be2 Db2! 21. Hdlf5 22. exf5 Rxf5 23.c3 Eöa 23. Bxb5 Hb8 24. c4 Dxd2 25. Hxd2 Rd4 og hvítur er í klemmu. 23. — Dxd2 24. Hxd2 Ha8! 25. Bxb5 Ha3 26. Hc2 Re7! Nú veröur d-peöiö ekki valdaö, því 27. Bc4 er engu aö síöur svaraö meö 27. —Rxd5! vegna máthættu á 1. reit- rööinni. 27. f4 Hvítur varö aö „lofta út” með leik- vinningi, en nú opnast leið svarta kóngsins fram á borðið. 27. —exf4 28. Bc6 Rf5 29. Kf2 Re3 30. Hcl Kf6! 31. g3 Ke5 32. Kf3 g5 33. gxf4 gxf4 34. h4 Rxd5 35. Bxd5 Kxd5 36. Kxf4 Kc4! Kóngurinn leikur aðalhlutverkið. Hvítur missir bæöi peö sín drottning- armegin og þá er skammt til loka. 37. Hel Hxc3 38. He7 Kxb4 39. Hxh7 d5 40. Ke5 c641. Kd4Hc4+ Biöleikur Asmaiparashvili og Karpov gafst upp án frekari tafl- mennsku. Svörtu peöin sjá um sig sjálf, t.d. 42. Kd3 Kc5 43. Hh8 Hg4 44. h5 Hg3+ 45. Kd2 Hh3 45. h6 Kd4 46. h7 c5 o.s.frv. Aö endingu kemur hér ein fjörug skák úr einni af fyrstu umferöum mótsins. Fyrrum heimsmeistarar, Tal og Petrosjan, eigast viö og varla í fyrsta sinn sem þeir tefla. Þeir eru sjálfum sér samkvæmir: Tal teflir sókn en Petrosjan verst fimlega aö vanda. Tal byggir upp skemmtilega stööu og fórnar peði, en verður aö sætta sig viö þráskák. Hvítt: Mikhail Tal. Svart: Tigran Petrosjan. Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 Re7 7. Dg4 Rf5 8. Bd3 h5 9. Df4 Dh4 10. Re2 Dxf4 11. Rxf4 Re7 12. Be2 h4 13. Rh5 Kf8 14. Bg5 cxd4 15. cxd4 b6 16. 0—0—0 Ba6 17. Bxa6 Rxa6 18. g4 Rg6 19. f4 Hc8 20. Hhgl Rc7 21. Hd3 Re8 22. Hf 1 Re7 23. f5 exf5 24. Hdf3! g6 25. Rf4 fxg4! 26. Re6+ Kg8 27. Hxf7 Rf5 28. Hf8+ Kh7 og jafntefli samið. ÆTLAR BELLADOMA AÐ BYRJA AFTUR? Annaö alþjóöabridgemót Hoecsht var haldið fyrir stuttu í Schevingen í Hollandi. Margir af bestu bridgemeist- urum heimsins voru meðal þátt- takenda, en hæst bar þátttöku hinna fyrrverandi ítölsku heimsrheistara, Belladonna, Garozzo, Franco og De Falco. Aö sjálfsögöu stóöst enginn þeim snúning og sigruöu þeir í sveita- keppni mótsins. í ööru sæti var sveit Frakka (Delmouly-Roudinesco-Mey- er-Le Royer), þriöja sveit Hollendinga (Kreijns-Vergoed-Maas-Rebattu) og f jórða sveit frá Póllandi (Kudla-Milde- Martens-Prysbora). Sannarlega mikiö samsafn af stórstjörnum. Aö sjálfsögöu er spilið í dag frá mótinu meö hinn kunna ítalska bridge- meistara Garozzo í aðalhlutverkinu. Vestur gefur/allir á hættu. Norduk aÁK7 ^ÁKG d ÁD752 *D10 Vl.STl R Austuk A G82 * 10643 CD75 ^6 O 10 0 KG43 * K98632 SUÐUH *D95 + ÁG54 ^1098432 Ó986 +7 Á flestum boröum voru spiluð f jögur hjörtu í suður og vestur spilaöi út tígul- einspilinu. Flestir sagnhafa töpuöu spilinu með því aö svína strax og leyfa austri að gefa vestri tvær tígul- trompanir eöa meö því aö taka trompið beint og gefa síöan einn slag á lauf og tvoátígul. Garozzo fór öðruvísi aö. Hann drap ■ á tígulás í fyrsta slag, tók trompás og spilaði síðan laufi, til þess aö skera á samgönguleiöir varnarspilaranna. Vestur drap og spilaöi spaöa. Garozzo drap í blindum, trompaöi lauf, tók tvisvar spaða og endaði heima. Síöan spilaöi hann trompi og svínaði gosan- um af öryggi. Dræpi austur á drottninguna var hann endaspilaöur. Handbragö meistarans leynir sér ekki. Ofangreind sveitakeppni var sýningarkeppni þessara sveita en sveit Hoecsht (italimir) unnu einnig aöal- sveitakeppni mótsins þótt mjóu munaði. Italirnir voru jafnir frönsku sveitinni aö stigum en unnu á betra hlutfalli. Hver veit nema Belladonna ætli sér að byrja aftur og ná heimsmeistara- titlinum til Italíu í nokkur ár? TO Bridge Stefán Guðjohnsen Bridgefélag Stykkishólms Lokiö er aðaltvímenningskeppni og sveitakeppni vetrarins. Urslit í aðal- tvímenningskeppninni: Stig EUert Kristinss.-Kristinn Friðrikss. 217 Guftni Friftrikss.-Sigfús Sigurftss. 171 Emil Guðbjörnss.-Halldór Bergmann 159 ísleifur Jónss.-HaUdór Jónass. 71 Allstókullpörþátt íkeppninni. Urslit í s veitakeppni vetrarins: Ellert Kristinsson, Kristinn Friðriksson Sigfús Sigurðss.-Guftni Friöriksson 80 EUert Sigurðsson-Eriar Kristjánsson ViggóÞorvarftars.-MárHinrikss. 33 ísieif ur Jónsson-HaUdór Jónasson, Íris Jóhanncsd.-Sigurbjörg Jóhannsd. 29 Allstóku5sveitirþátt íkeppninni. Nú stendur yfir firmakeppni vetrarins og taka 40 fyrirtæki þátt í keppninni. I maí heldur félagiö upp á 20 ára af- mæli sitt með opinni tvímennings- keppni á Hótel Stykkishólmi. Spilaö veröur með barómeterfyrir- komulagi. — Stefnt er aö þátttöku 32— 40para. Nánar auglýst síðar. Bridgedeild Hafnarfjarðar I annarri umferö hraösveita- keppninnar náöu hæstri skor s veitir: Stig Sævins Bjarnasonar 512 Aðaistcins Jörgensen 471 Einars Sigurftssonar 461 Meðalskor 432 Að tveimur umferðum loknum eru efstarsveitir: Stig Sævins Bjaraasonar 1009 Aðalsteins Jörgensen 972 Einars Sigurðssonar 902 Einar Guöjohnsen verkfræöingur heldur uppteknum hætti aö geta sér gott orö í keppni í Bandaríkjunum. Fyrir stuttu tók hann þátt í sveita- keppni 76 sveita í svæöamóti í New Utbreiðsla TOPS á Islandi hefur gengiö mjög vel og margir lýst ánægju sinni meö spilið. Margir af okkar bestu bridgemeisturum hafa notaö spiliö til æfinga og áreiðanlega er þaö vel fallið til þess. Hins vegar er einnig rétt aö benda hinum almenna bridgespilara, sem spilar heima hiá sér 2—4 sinnum í mánuði, á aö spiliö hentar honum mjög Síðasta umferö sveitakeppninnar veröur spiluö mánudaginn 2. maí nk. og verður það jafnframt síöasta spila- kvöld á þessum veti i. Bridgefélag Keflavíkur Nú eru aöeins lokaumferöir eftir í undankeppni meistaramóts BFS og er keppnin sérlega skemmtileg, 7 sveitir hafa möguleika á aö komast í loka- keppnina og er staðan þessi, leikja- fjöldi fylgir méö: 1. Haraidur Brynjólfsson 129 9 2. Alfreft Alíreftsson 127 9 3. Sigurftur Brynjólfsson 124 10 4. Jóhannes EUertsson 108 9 5. EinarBaxter 106 9 6. Grethe Iversen 101 8 7. Guðmundur Ingólfsson 98 9 Næstverðurspilaöámánudag. York. Einar sigraði ásamt sveitarfélögum sínum Moore, Morrell og Fleischer. Glæsilegur árangur. vel. Síöasta viöbót við spilakeppnir, sem fáanlegar eru, er nýafstaöiö ólympíu- mót í Biarritz og er ekki aö efa aö margir vilja spreyta sig á völdum spilum úr þeirri keppni. Söluumboð fyrir TOPS á Islandi hefur Frímerkjamiðstööin hf., Skóla- vörðustíg 21 a Reykjavík. I ksiÉlsk. i* Fyrirliöi landsliðsins, Guðmundur Pétursson. Bridgesamband íslands Landsliðsnefnd Bridgesambandsins hefur valiö liðiö sem mun keppa fyrir hönd Islands á Evrópumótinu í Wiesbaden í sumar. Þaö er þannig skipað: Guömundur Pétursson, fyrirliði, Guömundur Páll Amarson, Þórarinn Sigþórsson, Jón Baldursson, Sævar Þorbjömsson, Jón Ás- björnsson og Símon Símonarson. Evrópumótiö verður haldiö dagana 16. til 30. júlí. Opinn tvímenningur Bridge- sambandsins og Samvinnuferöa/Land- sýnar verður spilaður í mennmgarmið- stööinni viö Gerðuberg í Breiöholti dagana 30. apríl og 1. maí. Spila- mennska hefstkl. 10.00 fyrirhádegi á laugardag og stendur til 19.30. Á sunnudag hefst spilamennska kl. 13.00 og stendur til kl. 18.00. Fullbókað er í mótiö eöa 48 pör. Keppnisstjóri verður Sigurjón Tryggvason. Islandsmótiö í tvímenningi veröur haldiö í Domus Medica dagana 12.-15. maí. Spilamennska hefst kl. 13.00 á fimmtudag. Þátttökufrestur er til há- degis miðvikudaginn 11. maí og hægt er að tilkynna þátttöku til Bridge- sambandsins í síma 18350. Þátttökufrestur í bikarkeppnina er til 15. maí. Fyrirliöar geta skráö sveitir sínar hjá Bridgesambandinu. Einar Guðjohnsen vann svæðamét í IJSA Olympíiunótið í Biarritz íTOPS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.