Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR30. APRÍL1983. Kynsjúkdómar kosta þjóðarbúií i milljónir króna á é íri hverju og eru þá ómældar líkamlegar og andlegar þjáningar auk ófrjósemi sem getur fylgt í kjölfarið Kynsjúkdómar kosta þjóðarbúið milljónir á ári hverju. Þar að auki verður aidrei metið til f jár að stundum valda þeir ófrjósemi um skeið, jafnvel ævilangt. Líklega verður aldrei hægt að koma í veg fyrir kynsjúkdóma en með aukinni fræðslu um hvernig hægt er að koma í veg fyrir þá má draga úr vissu þjóðfélagsböli. Samkvæmt óprentaðri skýrslu tveggja iækna, Benedikts Sveinssonar og Siguröar S. Magnússonar, um lek- anda og eggjaleiðarabólgu á Kvenna- deiid Landspítalans árin 1978—1980, ræktaöist lekandasýkill hjá 120 konum þar á þeim tíma. Flestar voru á aidrin- um 16—25 ára. Talsverðar líkur eru taldar á aö lek- andi valdi eggjaleiðarabólgum hjá konum eða tæplega 20%. Um 250 konur voru greindar með slíkar bólgur á kvennadeildinni árin 1978—1980 og var meðallegudagaf jöldi þeirra 12,5 dagar. Með því að áætla kostnað við hvern legudag um 3000 krónur er heiidar- kostnaðurinn rúiaar 9 miiljónir króna þessi ár. Áriö 1981 er kostnaöur vegna þessa sama áætlaöur 3,5 miiljónir. í fyrra voru 90 konur á Landspítalanum með eggjaieiðarabólgu vegna chlamy- dia-bakteríu og 22 vegna iekanda, alls 112. Legudagar hafa þannig verið um 1400 og heildarkostnað má áætla 4,2 milljónir. Eggjaleiðarabólga hefur því árin 1978—1980 kostað islcnska þjóöar- búið 17 milijónir króna og er þó vægt reiknað. Þyrfti ekki að bjarga nema 1—2 konum frá þvi aö leggjast á sjúkrahús vegna eggjaleiðarabólgu til að vega upp á móti kostuaöi við fræðslu um kynsjúkdóma sem fram fer á vegum landlæknis. JBH Læknanemar hafa verið iðnir við að fræða nemendur i framhaldsskólum um kynsjúkdóma þó fjárskortur hafi komið i veg fyrirað eins vel væri gert og stefnt var að. Á myndinni er Guðmundur Karl Snæbjörnsson að uppfræða nemendur iKennaraháskóia íslands. D V-mynd: S. Kynsjúkdómafræðsla nema í læknisf ræði á vegum landlæknis Læknanemar hafa undanfarin f jögur ár séð um kynsjúkdómafræðslu í skól- um hér á landi. Hafa þeir sjálfir unniö kennslugögn sem þeir nota. Það eru nemar á fjórða ári í læknisfræöi sem hafa sinnt þessu verkefni samkvæmt óskum landlæknis. Læknanemamir geröu kostnaöar- áætlun fyrir fræðsluna í vetur og geröu ráð fyrir 80 þúsund króna kostnaði og var þá miðaö við að hægt yrði að ná til um 8000 nemenda í framhaldsskólum vítt og breitt um landiö. Á fjárlögum í ár er gert ráð fyrir 122 þúsund krónum til kynsjúkdómavama. Með þessum peningum er greitt fyrir fræðslu læknanemanna, útgáfu ýmissa bækl- inga um kynsjúkdóma og kynsjúk- dómapróf. Hlutur læknanemanna var 40 þúsund krónur. Þeir peningar voru búnir um miðja fræðsluvikuna 7.—12. mars og því ljóst að ekki myndi nást til nema helmings þessara 8000 nemenda. Landlæknir gekkst þá í að afla viðbót- arfjár hjá menntamálaráðherra. Þaö fékkst ekki en ráðherrann vildi aö fræðslunni yröi haldið áfram meö það í huga að fjárveiting yrði látin í þetta síðar. Engu að síöur var nauðsynlegt að fella allmarga skóla á landsbyggð- inni út úr áætluninni aö þessu sinni. Fariö var í flesta framhaldsskóla á suðvesturhomi Iandsins, höfuðborgar- svæöinu, Akranesi, I^augarvatni og einnig til Akureyrar. Alls voru heim- sóttir 24 framhaldsskólar á landinu. Að sögn læknanema, sem unnu að þessu, mæltist fræðslan mjög vel fyrir alls staðar og virtist brýn þörf á að fjalla um þessi mál þar sem skólakerfið heföi ekki sinnt þeim sem skyldi. Virtust unglingamir vita mjög misjafnlega mikið um kynsjúkdóma eftir skólum og þess vegna væri þörf samræmdrar fræðslu í skólum landsins. Best væri aö skólinn tæki þetta þó alveg í sínar hendur með því að setja slíka fræðslu inn í kennsluna og þá helst í 8. og 9. bekk grunnskólans. Læknanemar töldu að þá gæfist betri tími til að tengja fræðsluna við siðfræði og auka með því gildi kennslunnar. Fræðsla á vegum landlæknis í framhaldsskólum verði þó áfram nauðsynlegur og mikil- vægur þáttur i fyrirbyggjandi starfi gegnkynsjúkdómum. JBH 60 50 40 30 20 10 Fjöldi kvenna Aldursdreifing kvenna með jákvæða lekandaræktun. 111 v.v.v.v. = 15 ííiíiiiv 16-20 21-25 26-30 31-35 36-40 41 = Aldur Meðallegudagafjöldi vegna eggjaleiðara- bólgu er 12,5 dagar —fjöldi rekkjunauta er einn stærsti þátturinn Eggjaleiðarabólga er metin væg eða svæsin með kviðspeglun. Við bráða eggjaleiöarabólgu sést roði, þroti og augljós bólgueinkenni á eggjaleiður- um. Við svæsna hins vegar fibrinskán- ir á eggjaleiðurum sem eru oft mjög bólgnir, graftrarmyndun, jafnvel byrj- andisamvextir. Meöallegudagafjöldi fyrir konur sem þjást af þessari bólgu eru 12,5 dag- ar, samkvæmt skýrslu Benedikts Sveinssonar og Siguröar S. Magnús- sonar. Flestir urðu legudagar 33 en fæstir3. Ljóst er aö bráð eggjaleiöarabólga er fyrst og fremst sjúkdómur ungra kvenna og aldursdreifing er svipuð hér og á meginlandinu og í Bandaríkjun- um. Talið er að 12% af 15 ára stúlkum, sem sofa hjá, fái sjúkdóminn en litiö er þannig á að hann sé smit- og/eða kyn- sjúkdómur. Eggjaleiöarabólga er fátíð meðal kvenna sem ekki lifa virku kyn- lífi. Helmingur kvenna í rannsókn Sig- urðar og Benedikts voru giftar eða í fastri sambúð og er það túlkað á þann 50 40 30 20 10 Fjöldi rekkjunauta/konu með lekanda. Fjöldi kvenna ííx-í*:* :V::::AV:Í siiii? $$$$& ggi:§|§ Xv.vXv: ■ • Wm. •íííiíííí Íii i. 2 m Fjöldi rekkjunauta Lekandi er með algengustu smitsjúkdómum dagsins Ijekandi er talinn með algengustu smitsjúkdómum í heimi og sums stað- ar er litið á hann sem alvarlegasta smitsjúkdóminn nú til dags. I skýrslum Benedikts S veinssonar og Sigurðar S. Magnússonar kemur fram aö á árunum 1978—1980 fékk Rannsóknastofa Háskólans sýni úr 2165 konum frá Kvennadeild Land- spítalans. Lekandasýkill ræktaðist í 120 þeirra. Algengasta ástæðan fyrir sýnatöku hjá þessum konum var grun- ur um eggjaleiðarabólgu, næst kom umsókn umfóstureyöingu. Ef fólk sýkist af lekanda er mikil- vægt að fá frá því sem greinar- gleggstar upplýsingar, meöai annars um fjölda rekkjunauta og hverjir þaö eru svo hægt sé að ná til þeirra vegna hættunnar á smiti. I umræddri rann- sókn fengust upplýsingar frá 92 konum um fjölda rekkjunauta. Samanlagö- ur fjöldi þeirra var 163, meðal- fjöldi á konu var 1,8. Náðist í 78 af þess- um körlum til skoðunar. Af þeim voru 24 eðaum31%meölekanda. Dæmivar um aö albr þrír rekkjunautar einnar konunnarhefðu smitast. Bráö eggjaleiðarabólga var algeng- asta ástæðan fyrir jákvæöri lekanda- ræktun. Athuganir vestan hafs ogaust- an hafa sýnt aö 10—17% kvenna sem smitast af lekanda fá eggjaleiöara- bólgu. Samkvæmt þessu voru á 4. hundrað konur með einkennalausan lekanda hér á landi á þessum árum (1978—1980). Þetta er þó eflaust of lág tala, þar sem vitað er að konur með eggjaleiðarabólgu voru meðhöndlaðar á fleiri spítölum en Landspítalanum og sumar jafnvel í heimahúsum þó slíkt sétaliðmjögmisráðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.