Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 25. JUNl 1983. 15 TIL DÆMIS: — Hillusamstæður — Hornsófar — Borðstofuborð og stólar — Hjónarúm — Sófaborð — Tveggja manna svefnsófar — Skrifborð — Stereobekkir — Skápar — Hvíldarstólar — Blómasúlur Fáránlegar afsakanir eftir umferdaróhöpp: Heyrdi þyt og konan var horfin „Maöurinn haföi ekki hugmynd um hvert hann ætlaði svo ég keyröi bara á hann.” „Ljósastaurinn nálgaðist óö- fluga. Ég var að reyna að sveigja fram hjá honum þegar hann skall á bíln- um.” ,,Slysið varð þegar hægri fram- hurö kom fyrir hom án þess aö gefa nokkurmerki.” Þetta eru nokkur dæmi um fáránleg- ar afsakanir sem bandarískir bílstjór- ar hafa gefið fyrir árekstrum. Hér eru nokkraríviðbót: „Fótgangandi maöur baröi mig og renndi sér síöan undir bílinn.” „Ná- unginn var úti um alla götuna. Ég varö aö snarbeygja mörgum sinnum áöur en ég lenti á honum.” „Ég var búinn að aka bíl mínum í fjörutíu ár þegar ég sofnaöi viö stýriö og lenti úti í skuröi.” „Eg var að aka flutningabílnum mín- um undir brú og hann passaöi ekki.” „Ég ók eftir þjóðveginum á um það bil fimmtíu kílómetra hraða. Þegar ég tók beygju heyrði égsmáþyt. Þegar ég leit til hliöar sá ég aö konan mín var horf- in.” „Bíllinnminnvar búinn að standa of lengi úti í sól og safna orku. Þegar ég setti hann í gang réði ég ekkert viö hann.” „Lágfleygur f ugl f ramdi s jálfs- morö á grillinu á bílnum mínum.” „Hinn bíllinn kom beint á móti mér. Eg var nýbúinn aö lenda í ööru óhappi og var hræddur um aö lenda í því aftur þannig aö þaö næsta sem ég veit er að ég er leiitur á götunni.” „Þegar ég sá að árekstur varö ekki umflúinn gaf ég í og lét vaða.” „Obein orsök þessa slyss var lítill náungi í litlum bíl með stóran kjaft.” „Þegar ég nálgaöist gatnamót- in kom skyndilega í ljós stöðvunar- merki þar sem þaö hafði aldrei verið áður. Eg gat ekki stöðvaö nógu snemma til að foröa árekstri.” Hefur það eitthvað að segja að það logaði grænt Ijós á vitanum þegar ég keyrði á hann? HÉR KEMUR EINSTAKT TILBOÐ Tilboðsdagarnir í fyrra voru mjög vinsælir og margir gerðu ótrúlega góð kaup. Á tilboðsdögum '83, sem nú standa yfir, er mikið af girnilegum húsgögnum á einstaklega góðu verði. Með Flugleiðum á fíórðungs- motíð á Melgerðis- nieluni fyrir 2.405 krónur Flugleiðir bjóða sértilboð á fjórðungsmót norð- lenskra hestamanna á Melgerðismelum í Eyjafirði 30. júní til 3. júlí. Flugferð: Reykjavík - Akureyri - Reykjavík ásamt aðgöngumiða á mótið kostar aðeins kr. 2.405 krónur Brottför 30/6 eða 1/7, heimferð 2.3. eða 4. júlí. Lágmarksdvöl eru 2 nætur. Hafið samband við skrifstofur okkar í Reykjavík. FLUGLEIÐIR A Gott tólk hjá traustu félagi M 5-50%afsláttuir Opið um helgina: Laugardag 9 — 4 Sunnudag 2—4 HUSIÐ Reykjavíkurvegi 64. Hafnarfiröi, sími 54499 TIONAL ENQVIBEK Reyrstólar og borð kr. 11.583,- Satt og logið um hunda og hetti Þaö er ekki rangt aö geltandi hund- ur bíti ekki og aö dillandi rófa þýöi það aö Snati vilji vera vingjamlegur. Þaö er hins vegar satt aö hundur fyr- irgefur fljótt það sem á móti honum er gert en köttur ekki. Dr. Ginger Hamilton, sem er sér- fræðingur í atferli dýra, segir: „Þaö er rétt að kettir fyrirgefa síður mis- gjöröir. Hundur kemur hins vegar til eigandans til aö vinna hylli hans aft- ur. Hér koma nokkrar f ullyröingar um hunda og ketti og síðan upplýsingar um hve sannar þær eru: 1. Köttur borðar einungis eins og hann þarf. Hundur étur þangað til allterbúiö. Rangt. Sumir hundar og kettir éta eins og hæfilegt er, aörir éta yfir sig. 2. Þaö er í lagi aö gefa hundi leif- ar af borðum. Rangt. Þaö er ekki hollt fyrir hund- inn og hvetur hann til betls. Hreinræktaðir hundar eiga við fleiri sjúkdóma aö stríöa en kyn- blendingar. Rangt. Hreinræktaðir hundar eru ræktaðir upp til aö veröa eins heilsu- hraustir og mögulegt er. Þeir hafa auk þess færri heilsuvandamál vegna þess aö eigendur þeirra fara oftbeturmeö þá. 3. Þaö er óheilsusamlegt aö sofa í sama herbergi og hundur eöa köttur. Rangt. Aðeins ef þú hefur ofnæmi fyrirdýrinu. 4. Hundursemgeltir bíturekki. Rangt. Gelt er aðvörunarmerki. Hann getur vel tekið upp á því aö bíta. 5. Dillandi rófa þýðir að hundur vill vingast viöþig. Rangt. Dillandi rófa þýöir aö hund- ur vill komast í samband. Hundur meö dinglandi skott getur skyndilega ráöist á einhvem ókunnugan sem gerir ranga eða framandi hreyfingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.