Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Blaðsíða 33
DV. LAUGARDAGUR 25. JUNl 1983. Árnfínn Xexxel fí/rir rcllimwi. varöhaldi. Hann haföi látiö tímann líöa viö biblíulestur, útsaum og aörar hannyröir. Hann haföi líka gengist undir læknisrannsókn á geðsmunum, sem Per Nyhus og Einar Kringlen geðlæknarhöfðu framkvæmt. Dapurleg æska Samkvæmt niðurstöðum þeirra haföi Nesset veriö mjög samstarfsviljugur og í smáatriðum haföi hann tíundað dapurlega æsku sína. Hann var fæddur utan hjónabands. Fööur sinn hefði hann aldrei þekkt og þess vegna uppnefndu krakkarnir í götunni hann sem , Jióruunga” og sitthvaö í þeim dúr. Hann ólst upp meö móöur sinni og afa og ömmu, sem voru öll mjög trúuð, svo jaðraði viö trúarofstæki. Dag hvem var setiö undir biblíulestri tím- unum saman. Nesset varö mjög tengdur móöur sinni og hún honum. Væri hann aö heiman í nokkra daga, sem sjaldan var, þvoöi hún ekki glasiö hans eöa kaffibollann fyrr en hann kom aftur. Á meöan stóð glasið eöa bollinn á boröinu við sæti hans. Uppáhaldsleikföngin hans voru brúöur sem hann ímyndaði sér aö hann gengi frá og síðan jarðaði hann þær með pompogpragt! Þegar móöir hans lést í bílslysi 1975 varö það Nesset mikiö áfall. Hann hélt því fram aö síðan þá heföi hann heyrt raddir sem á stundum segöu honum fyrir verkum. Nesset sagöi geölækn- unum viö rannsóknirnar að eftir árs fangelsisvist og eftir aö hafa viöur- kennt öll moröin þætti sér nóg refsað. Ef refsingin ætti að vera meiri, þætti séralvegnógaöfáofanígjöf... Niðurstaða geðlæknanna var sú aö Nesset þjáöist af minnimáttarkennd. A tíðum gæti skynsemi hans brostið og hann léti dagdrauma stjórna gerðum sínum. Hins vegar gæti hann hvorki talist geöveikur né óútreiknanlegur. Andsnúin vrtni Vitnin, sem komu fyrir réttinn, voru mörg hver mjög andsnúin Nesset. Hjúkrunarkona ein sagöist hafa komið inn í herbergi sjúklings á sama tíma og Nesset var aö gefa curacit-sprautu. Maöurinn, sem var 73 ára, haföi ekki kennt sér neins meins daginn áöur, en eftir sprautu í annan handarkrikann heföi maöurinn fengiö hræðilega krampakippi, öndunarfærin lömuöust, en púlsinn hélt þó áfram aö slá en nokkrum mínútum síðar var maöurinn allur — öll einkenni curacit-eitrunar. Önnur hjúkrunarkona hafði fundið. sprautu í rúmfötum látins sjúklings. Aöeins Nesset var viöstaddur þegar sá gaf uppöndina. Verjandi Nesset var einhver þekktasti lögmaöur Noregs, Alf Nordhus, þekktur fyrir aö fá ólík- legustu hluti fram í réttarhöldum. Nokkrum vikum áöur er mál Nessets var tekið fyrir hafði honum tekist aö fá konu dæmda saklausa þótt hún heföi gengiö af eiginmanni sínum dauöum. Ástæöan fyrir morðinu hafði veriö sú aö eiginmaöurinn haföi bariö konu sina næstum daglega í 15 ára hjúskap og á þeim grundvelli fékk konan náðun. Nordhus haföi einnig nokkrum árum fyrr fengiö mann sýknaðan af morö- ákæru, þótt sannanir vantaöi ekki, vegna þess aö sá látni fannst aldrei. A meöan Nesset-málferlin stóöu yfir sagöi Nordhus viö blaöamann einn: i^lvort sá kæröi er sekur eöa saklaus kemur mér ekkert viö! Eg sinni bara því starfi sem mér er uppálagt af sam- félaginu: aö vera verjandi og reyna þannig að vega upp á móti þeim öflum, sem leitast við aö sanna sekt manna.” Réttarhöldin yfir Nesset tóku stundum á sig þá mynd aö snúast upp í heiftúðugar deilur milli Nordhus og ríkissaksóknarans, Olav Jakhelln. Sá síöamefndi lýsti Nesset sem rudda- legum og óþokkalegum manni sem leyndi skepnuskapnum bak viö strangt siögæöi og trúarofstæki. Nesset heföi greinilega fengiö fýsnum sínum fullnægt þegar hann horfði á fórnar- lömb. sín berjast viö dauðann, afskræmd af þjáningum. Saksókn- arinn heimtaði aö Nesset fengi ströng- ustuhegningu. Nordhus sagöi hins vegar aö Nesset heföi orðiö fyrir hreinum ofsóknum. Fyrst heföi slúöur farið illa með hann og síöar heföu fjölmiðlamir dæmt hann fyrirfram. Og ekki nóg með það. Lögreglan heföi sýnt Nesset fádæma yfirgang. Rannsóknarlögreglumenn- imir hefðu kallaö hann öllum illum nöfnum, eins og fjöldamoröingja og sitthvað í beim dúr. Þeir heföu sagt honum að það væri eins gott Flöskur, sem haia ad fjci/iitii i nru- cil. cfíiid sciii cr sro Itráddrciniiitli. fyrir hann aö viðurkenna strax, því þeir myndu yfirheyra hann þar til hann játaði. Aö Nesset hefði dregiö játningar sínar til baka á fyrsta degi réttarhaldanna var á hans valdi og hann hefði fullan rétt á því. Það mátti ekki nota þaö gegn honum. Hin miklu innkaup hans af curacit-eitrinu mátti rekja til sjúklegrar söfnunaráráttu hans! Og þaö að eiga eitthvaö af curacit er ekki það sama og aö hafa morö á samviskunni. Og þar sem ákæran væri byggö á sögusögnum, ágiskunum og meira og minna vafasömum vitnaframburöi — án minnstu sannanna — hlaut Nordhus aö fara framásýknun. Dæmdur tilþyngstu refsingar En tíu af kviðdómendunum tólf fylgdu saksóknaranum aö máli og svöruöu „sekur” viö 22 af 25 morðákærum á hendur Nesset. Og fýrir þessi 22 manndráp var Nesset dæmdur til þyngstu refsingar, sem norsk réttarsaga hefur dæmt einn mann i, 21 árs fangelsisdóm og næstu tíu ár þar á eftir skal Nesset lokaöur inni á stofnun eða vera undir eftirliti, allt eftir sálrænu ástandi hans eftir fangelsisvistina. í>egar dómurinn skyldi lesinn upp yfir Nesset sýndi hann mótþróa í fyrsta sinn. Hann harðneitaöi aö láta leiöa sig inn í réttarsalinn og dómarinn neytti ekki þess réttar síns aö flytja viökomandi nauðugan viljugan inn í réttarsalinn til að hlýða á dóm sinn. Nesset var þvi fluttur á ný inn í klefa sinn og þar — í einrúmi — var dóm- urinn lesinn yfir honum. Fáir ef nokkrir munu því vita hvemig Nesset brást viö dómnum. HAGSTÆÐ VIÐSKIPTI Er kaupandl að smáum eða stœrri vörueiningum — RESTPARTY — ef verð er hagstœtt og varan í söluhœfu ásigkomulagi. — Þeir, sem áhuga hafa á viðskiptum af þessu tagi, scndi tilboð á afgr. DV þar sem tekið er fram um hvaða vörutegund er að rœða, magn og greiðsluskilmála merkt ,,Hagstœð viðskipti". Gott vœri að kvöldsími fylgdi. HÚSBYGGJENDUR Að halda að ykkur hita er sérgrein okkar: Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi til föstudags. Afhendum vöruna á bygging- arstað viðskiptamönnum að kostnaðarlausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar viö flestra hæfi. Aðrar söluvörur: Glerull — Steinull — Múrhúðunarnet — Útloftunar- pappi — Þakpappi — Plastfolía — Álpappír — Spóna- plötur: venjulegar/rakaþolnar — Pípueinangrun: frauð- plast/glerull. Borgamesi simi 93-7370 ll Kvðldslmi og helgarslmi 93—7355 BORGARPLAST HF Góðir kennarar Góðar flugvélar ... Góður flugskóli Kennsluflug Leiguflug Utsýnisflug FLUGSKÓLINN H.F. REYKJAVÍKURFLUGVELLI (Skerjafjaröarmegin) - Sími: 28970 eru framleiddir í Japan af stærstu högg- deyfaverksmiðju í heimi Ög eru „orginal" í flestum tegundum japanskra og Volvo bíla Þeir henta einstaklega vel á vegum sem okkar. KYB vökva- og gas-höggdeyfar eru fyrir- liggjandi í allflestar tegundir bíla á mjög hagstæðu verði. Vv KYB höggdeyfar — Smásölubirgðir Þ JONSSON&CO Skeifunni 17, sími 84515. B HÖGGDEYFAR v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.