Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Blaðsíða 29
DV. LAUGARDAGUR 25. JUNI1983. 29 Bílar Bflar Bflar Bflar Bflar FRAMTÍÐARBÍLLINN HEFUR TILFINNINGU — seglr sjálfur frá bilunum örtölvutæknin er komin á f ulla ferö í bílaiönaðinum og eins og sagt var frá hér á síöunni fyrir nokkru þá eru fyrstu fyrirtækin eins og bandariska fyrirtækið Motorola komin fram með örtölvukerfi fyrir bíla. Fyrir nokkru var Motorolakerfiö kynnt í Kaup- mannahöfn og fengu menn þá nokkra innsýn í þá veröld sem bílaiðnaöurinn stefnir hraöbyri inn í. Það var hægt að opna bíldyr og láta rúðumar rúlla upp og niður þótt staöiö væri í fimmtán eða tuttugu metra fjar- lægð. Þetta var gert með áhaldi sem svipar til f jarstýringar fyrir sjónvarp. Við þessa kynningu var sýndur bíll sem búinn hafði verið fullkomnu tölvu- kerfi. Kerfið var byggt upp á þann hátt að víða í bílnum er komið fyrir skynj- urum sem gefa upp allar þær breyting- ar sem eiga sér stað. Upplýsingamar em fluttar til móðurtölvunnar með lj ósköplum sem flytja boðin í örsmáum ljósbrotum með nokkurskonar morse- kerfi, í stað veiijulegra rafkapla. Til að meta breytingarnar þá er bíll- innbúinn mörgumörtölvumsemsíðan ýmist upplýsa ökumanninn eða við- gerðaraðila um ástand einstakra hluta bílsins. Einnig grípa örtölvurnar til sinna ráða til öryggis bregði eitthvað út af sem skapað gæti hættu. Meðal þess sem örtölvubúnaðurinn gefur upplýsingar um er nýting á bensíni, hitastig vélarinnar, smur- þrýstingur auk þess að gefa til kynna hvort allar dyr séu lokaðar, afturrúðu- hitarinn sé á, nóg vatn sé í rúðupissinu svo eitthvað sé nefnt. Margt af þessu Fjarstýringin opnar ekki aðeins dyraar heldur stýrir hún einnig opnun og lokun á gluggunum. Hér gefur að líta hvernig kerfi skynjara víðs vegar um bílinn gefur örtölvubank- anum upplýsingar um ástand bílsins. Það eru margskonar ljósaborð í framtíðarbil Motoroia. I mörgum litum er sýnt ástand vélar, hraði og bensínmagn. Slík mælaborð er nú þegar hægt að fá sem aukabúnað í nokkrum bilategundum. Aðrar Ijósatöflur gefa aðrar upplýsingar á meðan á akstri stendur svo sem um nýtingu eldsneytis. lesa menn af mælum eða viðvörunar ljósum í dag en meö örtölvunum er þessu fylgt enn betur eftir. Það er hægt að ákveða fyrirfram hvernig sætin skuli stillt og séu fleiri en einn ökumaður að bilnum þá geymir tölvan í minninu stillinguna fyrir hvem og einn. Sömuleiöis er hægt að stilla baksýnisspegilinn á sama hátt. En fyrst og fremst kemur þessi nýja örtölvutækni að gagni þegar kemur aö viðhaldi bílsins. Við eftirlit eru ör- tölvusamstæðumar tengdar við úr- vinnslutölvu á bílaverkstæðinu og þá er á örskotsstund hægt að ganga úr skugga um almennt ástand bílsins. A þennan hátt verður allt viðhald fljót- legra og ömggara. I náinni framtíð verður nóg að hringja til bílaverkstæðisins og leggja síðan símtólið í tæki tengt tölvubanka bílsins og þá kemur svar til baka hvaö sé að hafi eitthvað bilað eða grunur er á aö eitthvað sé ekki eins og það á aö vera. (Byggt á Politiken) Hér er framtíðarsýnin á bílaverkstæðinu. Allar bilanir eru kallaðar fram með aðstoð móðurtölvu sem með upplýsingum frá örtölvukerfinu metur ástand bíls- ins. Frakkland: Mikil sala í dísil turbo h|á Citroén Allt frá því að Citroen kynnti hina nýju turbo dísilvél í CX bílinn 6. apríl síöastliöinn hefur salan verið í toppi. 32% Citroén CX bíla sem seldir hafa verið í Frakklandi á þessum tima hafa verið turbo dísil. Samtals er sala disilbíla af CX gerð 60% af heild- arsölunni. Turboútgáfan af dísilvélinni er nú að koma á markað í löndum utan Frakklands. Cengur vel hjá Volvo Þrátt fyrir haröa samkeppni gengur sala mjög vel hjá Volvo og það á mörkuðum þar sem þeir hafa mætt harðri samkeppni inn- lendra bílaframleiðenda. I Bandaríkjunum varð 9,1% söluaukning og voru seldir 7900 bilará móti 7250 í apríl í fyrra. I Bretlandi seldust 23.746 Volvobílar á fyrstu f jórum mán- uðum ársins sem er 25,6% aukn- ing frá fyrra ári. Markaðshlut- deild Volvo í Bretlandi er um 3,7% af heildarmarkaðnum. I bilalandinu Italíu gengur Volvo einnig vel en þar varð sölu- aukningin á fyrstu fjómm mán- uðunumuml8,7%. Ná nýlega var skráftur 1.500.00«. Volvo- bQlinn f Svfþjóð frá þvf að sá fyrsti rúii- afti úr verksmiftjunum i Gautaborg f aprU 1927. • Besta nýtingln Perkins dísilvélar hafa verið vinsælar hér á landi til að setja í jeppa og fleiri bíla. Nú nýverið kom fram í könnun í Bretlandi að A4.236 dísilvélin frá Perkins hafði mun betri nýtingu á elds- neyti en sambærilegar vélar aðrar. A4.236 vélin sem er 63 hestöfl við 2000 sn. á mín er meðal ann- ars notuð í Massey Ferguson dráttarvél MF 265 sem vel er þekkthérálandi. Samanburður var gerður á ellefu dráttarvélum sem vom meðvélará bilinu54ti!65bhp. Siunvimia enekki sameinlng Nú nýlega var sagt hér frá nýrri dísilvél sem væri verið að undirbúa framleiðslu á hjá British Leyland. Þar kom fram að Perkins og BL hefðu samein- ast en átt var við að þessar tvær veiksmiðjur hefðu hafið sam- vinnu um gerð þessarar dísilvél- ar. Þetta sameinaða átak verður við gerð disilvélar sem verður með beinni innspýtingu og mjög hraðgeng. Vélin verður byggð á Austin Rover tveggja lítra bensínvél af „O” gerð sem fram að þessu hefur verið notuð í Aust- in Ambassador og Rover 2000. Tvær gerðir eru í hönnun og verð- ur önnur þeirra búin forþjöppu. Nýjungin er að nota beina inn- spýtingu á hraðgenga vél — nokkuö sem margir bila- og véla- framleiðendur víða um heim hafa verið að skoða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.