Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1983, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR 2. JULl 1983. 5 ■ <■ ■mw—wwim.it ikiw; .iiJiu.graw>T5.x &■.- .■& J8&? ■'**mi*. Fyrlr guð og f öðurlandlð. Þýskur hermaður úr fyrra helmsstríði æfir sig með riffli eftir að hafa misst hnnHiogginn Ritskoðun af hálfu Bandaríkjahers í Víetnam var meiri í orði en á borði. Þó mátti ekki opinbera myndir sem voru „ímyndunarvekjandi” eða vöktu efasemdir um velferð særðra hermanna. Eina ritskoðunin var sjálfsritskoð- un bandarisku fréttamannanna. Þeir birtu ekki neitt sem skaðað gæti hagsmuni hersins né heldur neitt sem skaðaði viðskiptin. I kvöldfrétt- um NBC sjónvarpsstöðvarinnar var tekið fyrir að birtar yrðu myndir af særðum „vegna þess að sent var út á matartíma.” En það var fyrir áfall- ið. Eftir það breyttist allt. My Lai Þann 16. mars 1968 gekk banda- rískur herflokkur inn í þorp eitt í Víetnam. Fyrirmælin sem yfirfor- inginn hafði fengið og hann sagði síö- ar frá í réttarhöldum voru að tortíma þeim („to waste them”) og aö sprengja þá í loft upp („to blow them up”). Stundu seinna kom ljósmynd- arinn Ronald Haeberle. Það fyrsta sem hann sá var að 15 hermenn skutu á kú og gamla konu sem reyndi að fela sig á bak við kjarr. „Þeir skutu einfaldlega á konuna ogmaður gat séð hana tætast í sundur, stykki fyrir stykki.” Haeberle sá konu ráð- ast með berum höndunum á her- mennina þegar þeir reyndu að nauðga dóttur hennar. Hann ljós- myndaði hermennina þegar þeir börðu f jölskylduna með riffilskeftum og skutu hana síðan. Eitt barn hafði lifað af og staröi með skelfingu á her- mennina. Mínútu seinna var bamið dáið. Haeberle myndaði deyjandi fólkið sem veltist um á jörðinni á meðan bandarisku hermennirnir átu úr matarpökkunum sínum. Myndimar voru ekki birtar. Fjöldamorðin i My Lai þar sem meira en hundrað manneskjum var slátrað áttu sína einu tilvist í mar- tröö hermannanna sem þau unnu og í orðróminum. Ronald Ridenhour frétti af atburðinum á sjúkrahúsi á Hawaii. Hann safnaði vitnum og skrifaði siðan bréf til þingmanna, ráðherra í Washington og Nixon for- seta. Að liðnum 3 mánuöum hafði hann engin viðbrögð fengið og því sneri hann sér til fjölmiðlanna en þeir sýndu litinn sem engan áhuga. „New York Times” setti t.d. fréttina á síðu 38 i helgarútgáfunni sem er á við bók á þykkt. En þann 20. nóvember 1969 birti „Cleveland Plain Dealer” myndim- ar af fjöldamorðunum í My Lai. „Þessar myndir”, stóð á forsíðu blaðsins, ,,munu verða áfall fyrir Bandaríkin eins og þær voru áfall fyrir okkur”. Daginn eftir glumdi öskur um landiö þvert og endilangt. „Kvenkyns, nafn óþekkt” stendur á mlðanum. Fómarlamb napalm- sprengju í Vietnam. Orvænting sigraðs manns? Þýskur hermaður úr seinni heimsstyrjöldinni. eru framleiddir í Japan af stærstu högg- deyfaverksmiðju í heimi og eru „original" í flestum tegundum japanskra og Volvo bíla. Þeir henta einstaklega vel á vegum sem okkar. KYB vökva- og gas-höggdeyfar eru fyrir- liggjandi í allflestar tegundir bíla á mjög hagstæðu verði. KYB HÖGGDEYFAR KYB höggdeyfar fást hjá öllum helstu verkstæðum og varahlutaverslunum landsins. heildsölubirgðir ALMENNA VARAH LUTASALAN S.F. Skeifunni 17. Reykjavík.Símar 83240/41 NÝKOMIÐ • Loftljós I barnaherbergi • Dragljós í eldhús • Vinnustandlampar • Bað- og eldhúskúplar • Svefnherbergis- loftljós • Borðlampar, ýmiss konar EIGUM 100 MÖGULEIKA í PERUM JIB Jón Loftsson hf. Hringbraut OPIÐ: Mánudaga-miðvikud. kl. 9 — 18 Fimmtudaga kl. 9 — 20 Föstudaga kl. 9—22 Laugardaga kl. 9 — 12 'A A A A A A . O i— Q ÍZ J O tj 'JO uQyuaqSl i«Í WIKI 121 Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.