Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1983, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR 2. JULI1983. 21 Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál Hún var sjálf á ferli dag og nótt. Farþegamir vom óttaslegnir. Tala þeirra semferöuöustmeöneöanjaröar- lestunum lækkaöi. I blöðunum var spurt: Hvenær drepur brautarstööva- moröinginnnæst? Það geröi hann fljótlega. Að þessu sinni var þaö á Gare de l’Est stöðinni. I þetta skipti var það líka roskinn maöur sem varö fyrir árásinni. Aftur var fjöldi vitna og aftur var það ómögulegt fyrir öryggisfólk Nadine aö ná sæmi- legri lýsingu á manninum. Ottinn óx. Áætlun fór úr skorðum vegna þess aö fólk nálgaöist vagnana ekki fyrr en þeir höfðu stansaö. öryggisþjónusta neðanjarðarbraut- anna var aukin með því að bæta við lögregluþjónum. Yfir þúsund augu fylgdust nú með stöðvunum. Vitnin á Gare de I’Est töluöu um mann sem líktist ekki Frakka. Enn fleiri sögöu aö maöurinn væri mjög há- vaxinn en ef hann var sá sami og hafði myrt á Ecole Militaire stöðinni og Saint Germain des Pres átti sú lýsing ekki viö. Þar höföu vitnin talað um meðalháan mann. Hliðstæö atvik Nadine fór í gegnum svipuö morö í fortíöinni. Hún fann tvö tilvik. Annað var nefnt Batemann málið. I febrúar 1979 hafð Stephen Batemann, enskur fótboltakappi, veriö myrtur með hnífstungu. Morðinginn var Jean Francois B. (hann var undir lögaldri og þess vegna má ekki gefa upp fullt nafn). Hann var dæmdur til vistunar á geös júkrahúsi í fimm ár. Hann var nýsloppinn út af hælinu og nú var lýst eftir honum. Leynilögreglan fann hann og fjarvistarsönnun hans reyndist pottþétt. Hitt tilvikið var um mann sem hafði verið dæmdur í októbeí 1982. Hann hafði hrint Ali nokkrum Bouder fýrir lest. Bouder hafði dáið á staðnum. Hann hafði fengið fjögurra ára fangelsi, þar af þrettán mánuði skil- orðsbundna. Það kom í Ijós að varð- haldsvistin hafði verið dregin frá af- plánuninni og þar sem hinn dæmdi hafði hagaö sér vel í fangelsinu var hann látinn laus fyrr og var frjáls maður þegar brautarstöðvamorðin voruframin. Sá sem framdi verknaðinn var geð- veikur. Um það voru Nadine og að- stoðarmenn hennar viss. Eftirrann- sóknin beindist þess vegna að geðdeild- um og sjúkrahúsum. Þar var farið í gegnum skýrslur. Þetta leiddi heldur ekki til neins. Þá gerðist atburöur á Chatelet Halles stöðinni. Brautamorðinginn réðst enn einu sinni til atlögu en fórnarlambið var að þessu sinni svo heppið að geta velt sér af teinunum eftir að því hafði verið hrint þannig að lestin rann með hlið þess. Morðinginn stakk af en í þetta skipti voru fleiri vitni sem gátu gefið leyni- lögreglunni nákvæmari upplýsingar um útlit hans. Það var talað um mann með austrænt útlit. Svona menn eru margir í París og Nadine var viss um að það yrði ekki auöveldara að finna mann eftir þessari lýsingu en saumnál i heystakki. örugg vísbending En það var maöur sem hafði fengið grun um hvar saumnálina var að finna. Hann hét Jacques Cadeau og var fyrrum leynilögreglumaður. Hann haföi ekki orðið neinn Sherlock Holmes eða Maigret eins og hann haföi dreymt Jacques Cadeau er tollvörður en var einu sinni leynilögreglumaður. Gamall draumur hans um að taka þátt í að upplýsa morð rættist. um í æsku. Þess vegna var hann farinn að vinna sem tollvörður. Nú á efri árum átti hann eftir að lifa þá ánægju að verða til þess að afbrota- maöur var gripinn. Hann hafði ekki gleymt því sem hann hafði lært í leyni- lögreglunni. Cadeau ók með lestinni á hverjum degi úr og í vinnu. Daginn sem Bordrez var hrint á teinana tók hann eftir ungum manni sem hin ónákvæma lýs- ing brautamorðingjans átti við. Viökomandi lá og svaf á bekk á Halles stöðinni. Þetta var um þaö bil klukkutíma áður en Bordrez hafði verið hrint á teinana. Cadeau hugsaði með sér að Halles stööin væri staður sem maðurinn væri oft á. Hann hóf rannsóknir. Jú, það voru fleiri sem höfðu tekið eftir honum líka. Það var frú Garniner sem af- greiddi i blaðsöluturninum. Hún taldi manninn næstum líta á Station Halles sem heimili sitt. Að minnsta kosti kom hann mjög oft þangað og lagði sig mjög oft á bekkinn þar sem Cadeau hafði tekiö eftirhonum. Cadeau lét gamlan yfirmann sinn, Cancés lögregluforingja, vita af þessu. Þá hófst eftirgrennslan mikil. Það kom í ljós að maðurinn hét Le Van Tuc og hafði flutt frá Laos til Frakklands fjórum mánuðum áöur. Hann hafði dvaiarleyfi en ekkert atvinnuleyfi. Hann var því næst handtekinn og yfirheyrður. Áhugi var fyrst og fremst á því að fá að vita hvað hann hefði ver- ið að gera þegar Bordrez var myrtur. Hann svaraði því til aö hann hefði legið og sofið á bekk á Halles Station. Þetta kom heim við upplýsingar Cadeaus en hafði Le Van Tuc líka legið á bekknum eftir aö Cadeau haföi séö hann? Þessu var neitaö af frú Gamier. Þegar Le Van Tuc var boriö þetta á brýn sagðist Le Van Tuc hafa sofið á annarri brautarstöð og hann byrjaði að flækja sig í röö mótsagna sem styrktu grunsemdir rannsóknar- mannanna. Hringurinn þrengist Birot lögregluforingi, sem hafði stjómað yfirheyrslunni, fór því næst með Le Van Tuc til yfirheyrsludómara sem átti að ákvarða hvort nægar vís- bendingar lægju fyrir til að halda honumívarðhaldi. Án þess að sýna nokkur svipbrigði og geðshræringarlaust viðurkenndi Le Van Tuc allt fyrir yfirheyrslu- dómaranum. Hann viðurkenndi aö hafa ekki þekkt fómarlömb sin nokkurn skapaöan hlut. Hann hefði myrt þau til að þóknast Krishna (likamningi guös í Bhaktitrú hindú- ismans. Tveir þriðju Indverja em hindúatrúar). Le Van Tuc fullyrti að hann væri hinn heimsþekkti leikari Bruce Lee endurborinn. Hann sagöist við dauða sinn ganga inn i aðra manneskju. Þess vegna tók hann því sem hann haföi gert af stakri ró. Hann fann ekki til nokkurrar sektar og það var á hreinu að hann myndi myrða aftur ef hann fengilönguntil þess. Nú stendur yfir geörannsókn á Le Van Tuc. Fangelsun hans hefur fengiö farþega í neöanjarðarbraut Parísar og yfir- mann þeirra, Nadine Joly, til að anda léttara. VIDEO' OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 23 Kvikmyndamarkaðurinn Skólavörðustig 19. Videoklúbburinn Stórholti 1. Simi 35450. .VIDEO FERÐABLAÐ um ferðalög innanlands kemur út fyrir verslunarmannahelgi, laugardaginn 23. júli. A UGL ÝSENDUR! Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa vörur sínar og þjónustu i næsta ferðablaði vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild DV, Síðumúla 33, sími 27022, virka daga ki. 9—17, sem fyrst, eða / SÍDASTA LAGl FiMMTUDAGHMN 15. JÚLÍ. A uglýsingadeild, Siðumúla 33. Simi 27022. Urval NÝTT HEFTI KOMIÐ ÚT Tínaarit f ytir alla VERÐ 65 KR- BÓKIN: VonlaUSt tilfeUi Bls. 81 x maður r að Bls. 16 ú bara cita Bls.20 EkVibara«re>>» - — . HuldatUaruutUaWlfí NvmhandaKt.su> As'ía'’R"'^ís, „danna ýr htimi Ein í hfiðanna ro Orvalslióð SH,it tdda fttabt'RS Ævintvt, okkat t \Cossinn bcnnat Katt Skassiö tamiö HuRsun i otöum Vonlaust u'k"1 ' UrftfatOoRum Kannabis eyö'leftP pcrsftnuleilsann Aðaishcstar Kjörínn ferðafélagi — fer ve/ ívasa, veiíhendi, úrvals efniaföllu tagi. ÁSKRIFTARSÍMI 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.