Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1983, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR 2. JÚIi 1983. Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur 59. þáttur Ekki eru þeir margir, sem yrkja sléttubanda- vísur, svo að vit sé í. I síðasta þætti birtust nokkrar teknar úr Visnakveri Daníels Ben. Eg valdi þær af handahóf i, en hér á eftir fara nokkr- arenn: Vöku léttum, frœdi fród fjötrum sléttuböndum. Stöku fléttum, okkar 6ð orðum nettum vöndum. Halla sumri fögru fer, fjalla- skalla nœðir. Falla grösin. Hrímið hér hjalla alla klæðir. Árin horfnu fræði fróð Jœrði lífsins gllma. Sárin fornu grœði góð gæfan alla tíma. Gengur vegi frelsis frá frlðri meyju giftur. Lengur eigi brosir brá, bliðriþreyju sviptur. Berðu jafnan geðið glatt, góður öllum sértu. Verðu auma, segðu satt, sannur maður vertu. fleiri vísur eftir þennan ágæta hagyrðing og skáld. Fyrsta vísa bókarinnar heitir: TJL LESENDANNA Oft hefég saman orðum hnýtt einum mér til gleði. Það er annars ekkert nýtt, að íslendingur kveði. VIÐKVÆMNI Bezt hafa þeir á brautu þrœtt, er brast ei viljann eiga. Þeim er oft við hrösun hætt, sem hjarta viðkvœmt eiga. VÖLTER VINÁTTAN Vinsemd manns er erjum í eins og lœvis tófa. Nú var ég særður sáriþví, sem mun aldrei gróa. RÆÐUMAÐUR Alltaf getur hann orð til lagt — aldrei mælskan svíkur. Það er eins og allt sé sagt, er hann máli lýkur. SVEITARBRA G URINN Sveitin hjá þeim orðin er einstakt menntavígi. fhæstu sætum hreykja sér heimska, mont og lygi. Visnað haustblóm vaknar aftur, — vitnarþannig glöggt um sig lögmálsbundinn lífsins kraftur. — Líttu, maður, kringum þig! Sólin heit um bætir betur, blómum skreytir jörð á ný. Hver afneitað Guði getur gróðurreit svo fögrum í? Berst úr lyngmó yndisangan, ungur syngur fugl á grein. Sólarhringinn sumarlangan sífrjó yngist gróðurrein. Blikar særinn Ijóma llkur, lindir tœrar stíga dans. Vorsins blœr um vanga strýkur, vonin hlær í brjósti manns. Þá koma hér þrjár vísur úr rímu eftir ónefnd- anhöfund: Æxlast gróður æðri kennda, eflist bróðurkœrleikinn. Austmenn góðir endursenda okkur þjóðardýrgripinn. Vísuðu hrafnar leið að landi lúnum drafnarrakkanum. Meyjasafn í stoltu standi stóð á hafnarbakkanum. Þær höfðu áður aldrei haft yl frá ráðunautum. Fyrir mörgum árum (líklega u.þ.b. 50) tefldu Sauðkrækingar og Hvammstangarar simskák. Þá var Jónas Sveinsson læknir á Hvamms- tanga. Var hann landsfrægur fyrir tilraunir sín- ar að yngja menn upp. Meðan á símskákinni stóð, orti Isleifur Gíslason á Sauðárkróki: Tafls í órum einvíg háð einatt vóru afsnilli. En Boðnarsjór um símaþráð seggja fór á milli. Hrókur fast að frúarhupp fór með bllðuorðum. Skyldu þeir hafa yngt hann upp eins og karlinn forðum. Sðari hluta þessara vísna Isleifs hef ég líklega birt áður, en hina fyrri fann ég í bókinni „Detta úr lofti dropar stórir”. Þar er svarvísa til Is- leifs, sem „kom að vestan.” Ekki er höfundur tilgreindur, en mér þætti ekki ólíklegt, að hann hafi verið Valdemar K. Benónýsson, — þetta er aðeins tilgáfa mín. En vísan er svona: fsleifsknörinn ýtirnúna út úr vörunum, faldar öruggt efst við húna öllum spjörunum. „Oft hef ég samaii orðnm hiiýtt efmim mér til gleði" Vœnkar standið, hverfur hríð, hvergi vandi nœrri. Grænkar landið, blómin blíð brosa grandi fjarri. Kappa sálum fögnuð fann frækinn stála- hlynur. Tappa- fálum ennþá ann aldinn skála- vinur. Bjami Jónsson kennari og meðhjálpari í Dóm- kirkjunni í Reykjavík var tvíkvæntur. Síðari kona hans var Valgerður Einarsdóttir frá Tann- staöabakka í Hrútafirði. Sonur þeirra var Skúli, sem lengi starfaði sem póstmaður í Reykjavík. Valgerður var móðursystir Skúla Guðmunds- sonar alþingismanns. Skúli Bjamason er látinn, en fyrir nokkrum árum skrifaði hann mér. Sendi hann mér vísur, sem nafni hans Guðmundsson hafði ort til Bjama Jónssonar á sjötugsafmæli hans 11. september 1932. Fara þær vísur hér á eftir: Þó að herji hretin köld hér l veröldinni, hafa aldrei húmsins völd haggað gleði þinni. Oft mig hressti innri glóð og ylur þinnar handar; þú átt auð í sálarsjóð, sem að ekkert grandar. Þótt kerling Elli komi nœr og klækjum beiti sínum, aldrei gamla flagðið fœr fang á andaþínum. Horfa andans augu þín engum vanda bundin; á fögru landi festa sýn fyrir handan sundin. Skúli Guðmundsson hefur ekki haft mjög mik- ið álit á samtíð sinni, eftir þessari vísu hans að dæma: Við skulum brokka, Blakkur minn, báðir skamma œvi. Ég held varla, að vekurðin veröldinni hœfi. Hér em nokkrar lausavísur eftir Kolbein Högnason. Þær tek ég úr ljóðabók hans „Hnoð- naglar.” Af mörgu er að taka í þessari bók og ekki vandalaust að velja, en seinna mun ég birta NÝMÆLI Þetta væri, virðist mér, vert að setja í bögur, ef að þrifist eitthvað hér annað en kjaftasögur. KJAFTASÖGUR Löngum mest er lýðsins þrá láta sögu fljúga. Bresti efni, er alltafþá eitthvað til að Ijúga. KYNLEGT LÖGMÁL Hver, sem fárin forðast hér, fljótt mun lífi týna. Hinn, sem gjarnan glatar sér, gœfu finnur sína. STEINKA Alveg gengur yfir mig öllþln sálarhreinka. Eflaust moldin erfirþig óspjallaða, Steinka. MORGUNSÁR Ársól tindum logalín Ijósum bindur nú með degi. Fríð er myndin, fóstra, þín, fjöllin synda í bláum legi. I síðasta þætti birtust margar vísur eftir Jón Sigurðsson frá Skíðsholti. Hann sendi einnig árstíöavísur, sem hér fara á eftir: HAUSTSVALI Litblóm nú við lítinn kost lifa ævi stranga, þegar haustsins fyrstu frost fölva slá á vanga. Er sem dulin bresti bönd, byrgist valdar leiðir, þegar kulsœl haustsins hönd hélufaldinn breiðir. UMMIÐJAN VETUR Vetrarnóttin, tíð og tími, troða víða djúpstœð spor. Allir, þótt við elli glími, eiga draum um sól og vor. VORIÐKEMUR Varð mér enn að vonum mínum, vöknuð er um sumarmál upp af vetrarsvefni sínum síung vorsins gróðurnál. Ei nam svíkja ’ ’hinn eðalborni engum likur brands iþraut. Fá var píkan mey að morgni meður slikan rekkjunaut. Jón Rafnsson kvað svo um Karl Isfeld: Glœfraleg er gleidd þín, gott kveld, ísfeld. Magna tekur mærð þín maureld, ísfeld. Seld er tyrðils sálþín sígeld, íafeld. Greið nú drykkjargjöldþín. Gott kveld, ísfeld. Isleifur Gíslason á Sauðárkóki orti þennan þekkta kviðling, sem nefnist „Athugaverð fæða”: Andarnefjuspik eta vann, yndislega það niður rann, sæll gerðist nú hinn svangi. Meðlœti eltir margoft böl, maðurinn fékk nú iðrakvöl með norðvestan niðurgangi. Þegar auglýst voru Hamborgarlæri, fannst Is- leifi, að kenna mætti fleira en læri við stórborgir Evrópu: Hamborgarlæri hefég etið, holl var sú fœða og nœrandi, Leningrads- hryggi lítils metið, Lundúnabógum unnandi. Oslóar- síður metþó mest og magál kenndan við Búdapest. Jóhann Steinason hæstaréttarlögmaður kenndi mér nýlega þessa vísu, sem ort var um Harald Hjálmarsson. Ekki veit Jóhann höfund- inn, en vísan mun hafa verið kveðin, er Harald- urvaraðkynda: Halli kastar koksi á glóð, kátur horfir fram á veginn. Þetta ’ er œfing afbragðs góð undir starfið hinum megin. Næsta vísa var kveðin eftir að ráðunautar hjá Búnaðarfélagi Islands höfðu leiðbeint á nám- skeiði fyrir bændur. Ekki veit ég, hvar á landinu þetta var né heldur hver höfundurinn er: Stúlkurþáðu kærleikskraft kvölds l bráðum þrautum. „Loki Laufeyjarsori” botnar fyrripart Gvend- ar J.: Er sem styðji œðri máttur oft i hryðjunum. Lífsins gyðju lofa ég sáttur, laus úr viðjunum. En Gvendur J. botnar fyrriparta Friðriks Sig- fússonar: Þótt í búi þröngt sé nú, þá ég trúi á landið. Eflið kærleik, iðkið trú, umtaljafnan vandið. Þó að blási margt í mót, mæta skaltþví glaður. Lífsins aldrei öldurót áþér hríni, maður. Þó að kaldir vetrarvindar veiki flestra hugarþel, þegar aðra æðran blindar, yrki ég um legg og skel. Gvendur J. botnar einnig fyrripart Þorgríms Þorgrímssonar: Yfir öllu grœnu gleðst ég, sem gægist upp úr moldinni. Afþví, er veitir hlýju, hleðstég hörku meiri’en,,soldinni”. Og að lokum fyrripartar: Við sumarylinn grösin gróa, grænu skrýðist fold á ný. Huldukonur kalla á karska sveina nú til dáða. Vœnkast hagur, hækkar sól, himinn fagur, gleði’ísinni. Afgefnutilefni: Munið þið pósthóf sextíu og sex suður l Hafnarfirði. SkúliBen Utanáskriftin er: Helgarvísur Pósthólf 66 220Hafnarfjörður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.