Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1983, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR 2. JtJLl 1963. Tvö ævmtýri f rá Kína • i » ! ! ! ! ! I ! ! I ! Ævintýri eru misjöfn aö eðli og uppbyggingu. Einkenni þeirra og frá- sagnarstíll ræöst einkum af því til hvaöa þjóðlanda þau eiga rætur sínar, að rekja. Islendingar hafa löngum lifaö sig inn í ævintýri. Þar hefur aöallega verið um evrópskar sögur að ræöa, svo sem frá hinum Norðurlöndun- um. Við höfum hins vegar lítt kannað ævintýraheim f jarlægra landa. Það hlýtur að teljast miður því að þar er ekki síður að finna frábær gullkom en í þjóðlöndum sem okkur standa nær. Hér fyrir neðan getur að líta tvö stutt ævintýri frá Kína. Þau virðast kannski skrítin við fyrsta lestur en eru ekki fráleitari í sjálfu sér en þau evrópsku ævintýri sem við þekkjum best. Týnúa hlukkan Litla bændaþorpiö Mokan-sehan er uppi í fjöllum. Þaö er mörg þúsund ára gamalt. Aður en þorpið myndaðist stóð þar Búddahof Zenpresta. Prestamir lifðu einföldu lífi í þessu afskekkta héraði. Þeir báðust fyrir, íhuguðu og uppfylltu skyldur trúarlegrar þjón- ustu samviskusamlega. En í í fjöll- unum í kring var að finna auðæfi, auðæfi af þessum heimi. Menn fundu þar gull, silfur og jám. Gróðamenn og lukkuriddarar leituðu þangaö. Hjarta mannsins er hallt undir gull- ið. Einn prestanna, klausturábótinn hagnýtti sér málmgrýtið. 1 birgða- skemmum hofsins hrúgaðist það upp. Menn Búdda uröu vel efnaðir. En gullið spillti sálum þeirra. Til að byrja með ræktu þeir vel prestlegar skyldur sínar, en smám saman höll- uðust þeir æ meir að heimsins lysti- semdum. „Við skulum láta steypa klukku,” bauð ábótinn, „klukku úr skíra gulli.” Prestamir vom famir að finna til sín. Og klukkan þeirra var fegursta klukkan í Kínaveldi öllu. Eins og hljómur að handan bámst tónar hennar yfir landið. Brátt spurðist það, að hljómurinn hefði lækninga- mátt. Blindir sáu, lamir gengu, snauöir urðu ríkir. Pílagrímar tíðkuðu komur sínar þangaö. Kaup- sýslumenn settust að hjá hofinu. Og smám saman óx Mokan-sehan fiskur umhrygg. Klukkan hringdi, kallaði á trúaða og guðleysingja, peningar fylltu vasa íbúa þorpsins og fjárhirslur presta Búddahofsins. Þar sem afskekkta fjallaklaustrið hafði verið eitt um hituna, var nú risinn verslunar- og skemmtistaður með hrísgrjóna- og ávaxtabúðum, gistihúsum, minja- gripabúðum, alifuglasláturhf«um og pílagrímaskýlum. Fólkið í Mokan- sehan varð feitt á vangann og hof- prestamir söfiiuðuístm. Einn morgun kom munkur þjótandi til ábótans: „Háæruverðugi herra,” stundi hann, „klukkan er horfin!” Ábótinn skundaöi til hofsins. Klukkan var á bak og burt. Mikill felmtur greip prestana og aðra trúaða. Hver hafði náð þungu klukk- unni niður og flutt á braut án þess að prestamir, sem héldu vörð um hana, yrðuvarirvið? Ábótinn hóf rækilega rannsókn. Klukkan skipti öllu. Enginn vissi neitt. Prestarnir tóku aftur að leggja aukna rækt við bænir og íhuganir. Ekkert dugði til. Þá sendi ábótinn leitarflokka af stað. Eftir nokkurra daga leit fundu þeir týndu klukkuna á afviknum staö í f jöllunum. Það var gáta hvemig hún hafði komist þangað. Grunur, orörómur og alls- konar sögur voru á sveimi. Með æmu erfiöi komu menn klukkunni aftur inn I klaustrið. Þakkarbæn steig til him- ins. Innan skamms höfðu menn öllu gleymt. Klukkan hélt áfram að lækna og ríkir urðu enn ríkari. Og prestarnir lifðu aftur lífi sínu í hóg- lifL En ekki leið á löngu þar til klukkan hvarf aftur. Og í þetta sinn fannst hún á öörum stað. Enn hvarf hún í þriðja skiptið þrátt fyrir að ábótinn léti halda strangan vörð um hana. Þegar morgnaöi var hún á bak og burt. Ábótinn sökkti sér niður í hugleið- ingar allan daginn. Þá hélt hann ráð- stefnu með prestum sínum. Gull- klukkan fannst að vísu og var komið fyrir á sínum staö. En mundi ekki hvarfið endurtaka sig og hún týnast að fullu og öUu? Zenprestamir stóðu uppi ráðalausir. Aðlokumbauðábótinn: „Viðgröf- um klukkuna, svo að hvarfið endur- takisigekki!” Með fyllstu leynd lét ábótínn grafa gröf. I hana var klukkan lögð og síðan mokaö yfir. Og nóttina eftir voru gullgrafaramir teknir af lífi, að skipun ábótans, svo að öruggt væri að þeir gætu ekki sagt frá klukkunnL Skömmu seinna komu gulígrafár- amir tómhentir frá fjallinu. „GulUð er horfið,” sögðu þeir. „Guðirnir hafa fjariægt það og refsa með því Zenprestunum og íbúum þorpsins. Guðleysið og glæpimir hafa vakið reiði þeirra.” Nú báru ferðir pílagrímanna til Mokan-sehan engan árangur. Undra- kraftur klukkunnar var þrotinn, auð- æfi jarðarinnar orðin aö engu. Zenprestamir bjuggu við sárafátækt og hurfu að lokum úr hofinu. Grasið greri yfir það. Einveran færðist yfir f jaUaþorpiö. Riku mennirnir og þorri annarra yfirgáfu Mokan-sehan. Minjagripabúðimar og gistihúsin grotnuðuniður. Þeir fáu sem eftir urðu létu sig dreyma undrið. Borgarstjórinn um- fram aðra, sem ekki gat gleymt því að þetta ríka bæjarfélag hafði breyst í bláfátækt þorp. Eftir aö hafa hikað í nokkur ár ákvað hann að láta steypa nýja klukku. „Við viljum,” sagði hann á fjöl- mennu þingi, „steypa klukku úr silfri. Hún mun vinna kraftaverk, sennUega ekki eins mikU og guU- klukkan, en hún mun koma okkur aö gagnL” SUfurklukkan var hengd upp í hrörlegum hoftuminum. PHagríma- ferðimar hófust aö nýju. En klukkan vann engin undraverk. Aðstreymi gesta dvinaði. Dag nokkurn varð eld- ur laus í hofinu. Enginn vissi um upp- tök hans. Klukkan bráðnaði og ekk- ert varð eftir af henni. Silfrið síaðist niöur í jöröina svo að þess sáust eng- in merki. Enn vUdu þorpsbúar ekki gefast upp. Þeir reistu nýtt hof. Þegar verkamennirnir komu tU námunnar að afla sttfurs í nýju klukkuna kom- ust þeir að raun um að náman var tóm. Allt silfur var horfiö þaðan. Þeir létu sér því nægja jám. Borgar- stjórinn lét steypa klukku úr jámi. Það segir sig sjálft að tónninn var ekki eins fagur og í silfurklukkunni, miklu daufari. Hljómurinnkom held- ur engu undraverðu af stað. En menn höfðu smám saman vanist því að verða lítUþægari en áður. Þeir hugsuöu nú minna um tímanlega hamingju sina en heiU sálarinnar. Járnklukkan kallaði þá ttt sjálfspróf- unar. Fólkið í Mokan-sehan játaði að mikUvægara væri aö lifa góðu og grandvöru lífi og öðlast síðar með því rétt tU eilífs algleymis. Járnklukkan vinnur sitt verk enn í dag. Og fólk lifir í þeirri trú að ein- hvem tíma komi að því að hún með hringingunni muni láta gullklukkuna rísa upp úr gryfjunni og bráðinn málmur silf urklukkunnar muni aftur komaíljós. En þangað ttt hafa íbúamir í þorp- inu sætt sig við einveruna. Þeir gengu tU starfa bændafólksins í fjallakyrrðinni og gerðu sig ánægða meðþað. En dag einn flykktist fólk inn í hér- aðið.MeðbrauldogbramUkom þaö með kerrur, burðardýr og handverk- færi. Fólkið ruddist inn í skóginn, feUdi tré og byggði hús. Ibúarnir í Mokan-sehan horfðu á þetta allt með vanþóknun. Aðkomumennirnir lögðu vegi, grófu brunna, byggðu götur og virki. Ibúumþorpsinsofbauð: „Hvaðeru þessir djöflar að vUja hingað?” spurðu þeir hver annan. Og einn þeirra gekk til aðkomu- manna og spurði þá., Jíeisarinn hef- ur boðið það að landinu skuU lok- að,” sögðu þeir. „Við byggjum vegi og eftir þeim koma hermennimir til þess að hafa hemU á ótryggumþegn- um.” Fólkið í Mokan-sehan trúði þessu ekki. Og því gengu þorpsbúar á fund öldungsins í Mokan-sehan. Menn hneigðu sig virðulega fyrir honum. „TU hvers eru þessir ókunnugu menn hingaö komnir?” spurðu þeir hann. „Þeir eru að leita að guUklukk- unni,” svaraði öldungurinn. „Ekki er það gott,” sagði fólkið mæðulega. Einn úr hópnum tók tU máls: „Við verðum að koma í veg f yrir það! ” öldungurinn hristi höfuðið. „Lofið þeim að grafa,” svaraði hann. „Meðan klukkan enn hékk uppi urðu fátækir rUdr og sjúkir heilbrigöir. Guðimir vom hliðhollir Mokan- sehan. Þegar aðkomumennirnir finna klukkuna mun hún aftur gera kraftaverk. Hún kallar hamingju yfir menn. öldungarnir sem vom uppi á undan mér sögðu að Kina biði mikil blómaöld jafnskjótt og gull- klukkunni skyti upp í Mokan-sehan. Viljið þið standa í vegi fyrir því? ” Það vildu íbúarnir ekki. Þögulir sneru þeir aftur inn í þorpið. En aUt tU þessa dags hefur enginn fundið klukkuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.