Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1983, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR 2. JtJLl 1983. 17 Bflar Bflar Bflar Bflar Bflar Volvo LCP: Blfreið 21. aldarinnai* Sænsku Volvo-verksmiöjumar kynna nú tilraunabifreið sem vafalaut á eftir að vekja mikla athygli og hefur raunar þegar komið fram það álit að hönnun bifreiðar þessarar marki á margan hátt tímamót í sögu bifreiðaframleiðslu. Hefur bifreiðin, sem kölluö er Volvo LCP eða Volvo Light Componet Project, verið kölluö bifreið 21. aldarinnar enda margar nýjunganna sem koma fram í henni hvergi verið kynntar áður í bifreiðahönnun og bifreiöasmíöi. Má segja aö bifreiö þessi hafi veriö hönnuð í beinu framhaldi af Volvo Concept Car — tilrauna- bifreiðinni sem Volvo hannaöi fyrir nokkrum árum og vakti þá gífurlega athygli. Þótt sú bifreið hafi ekki verið tekin til fram- leiðslu hafa Volvo-verksmiðjurn- ar þegar tekið upp fjölmargar nýjungar og tækniatriði sem fram komu i bifreiðinni og má ætla að svo verði einnig með Volvo Light Componet. Hönnun og tilraunasmiði á Volvo LCP hefur staðið í fjögur ár og um eitt hundrað manns, víös vegar að úr heiminum, hefur lagt hönd á plóginn. Er þar aðailega um að ræða tækni- menn sem verksmiðjurnar fengu í lið með sér, með það sem markmið að skapa bifreið framtíðarinnar. Hefur komið fram hjá talsmönnum Volvo- verksmiðjanna að þeir eru ánægðir með árangurinn, og búist er við því að bifreiðin veki feikilega athygli þegar hún verður kynnt opinberlega nú í haust. Miklu fjármagni hefur verið varið til hönnunar bifreiðarinnar, en Volvo-verksmiðjumar eyða tiltölulega meira fé til tilrauna og hönnunar en flestar aðrar bifreiðaverksmiðjur. Ver verksmiöjan um 10% af veltu sinni til tilrauna og tæknikannana og um 1% af þeirri upphæð var varið til smíði framtíðarbifreiðarinnar og annarra verkefna sem tengjast framtíðinni. Er þetta vitanlega gert til þess að styrkja stöðu fyrirtækisins á framtíðar- markaðinum, en búist er við því að um- talsverðar hræringar verði í bifreiða- framleiðslu og bifreiðasmíði á næstu áratugum. Haakon Frisinger, framkvæmda- stjóri Volvo-verksmiðjanna, sagði er verksmiöjurnar kynntu áform sin um hönnun framtíðarbílsins Volvo LCP, að með þeim grunni sem lagður hefði verið með gerð bifreiðarinnar, væri óhætt að fullyrða að gægst hefði verið inn í framtíðina í bifreiðasmíðinni og kæmi þar margt til, svo sem sú tækni sem notuð yrði í framtíðinni og efni og búnaöur sem kæmu til með að ráða mestu í bifreiðasmíðinni eftir nokkra áratugi. Að smíða bíl fram í tímann Þaö var í febrúar árið 1979 sem hafin voru störf að hönnun framtíðarbif- reiðarinnar Volvo LCP. Tæknideild Volvo-verksmiðjanna, undir stjórn Rolf Mellde, sem er kunnur bifreiða- sérfræðingur, hafði verkefnið með höndum en meginmarkmiðið sem var sett var að hanna og smíða bifreið sem ætla mætti að yrði dæmigerð bifreið að 10—15 árum liðnum. Að mörgu þurfti að huga og því voru ráð og tækni- upplýsingar sóttar til fjölda manna. Talið var að framtíðarbifreiðin mætti ekki vera þyngri en 700 kíló og eyðsla hennar ekki meiri en 4 lítrar á hundraö kilómetra í blönduðum akstri, þ.e. bæði í borgar- og þjóðvegaakstri. Hvað útlitið snerti var talið nauðsynlegt að bifreiðin líktist töluvert núverandi sportbifreiðum þar sem slikar bifreiðar njóta vaxandi vinsælda, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, og miklar kröfur voru gerðar til þess að vélin væri kraftmikil þótt eyðslugrönn væri og talið að koma þyrfti bifreiðinni úr kyrrstöðu í 150 kílómetra hraöa á 12 sekúndum á hallalausum vegi. Þá var talið nauðsynlegt að framtiðarbíllinn tæki annaðhvort tvo farþega og 250 kíló farangurs eða fjóra farþega. Er þetta í fulikomnu samræmi við þá þróun sem er að verða á bifreiðamarkaðinum — að bifreiðarnar verði heldur minni en áður og j afnf ramt þá fleiri. Mjög mikU áhersla er iögð á endingu bifreiðarinnar en eins og flestum mun kunnugt hafa Volvo-verksmiðjumar náð miklum árangri tilþessa á því sviði og Volvo-bifreiðar hafa lengri liftíma en nokkrar aðrar bifreiðar. Með endur- bótum á vélinni og vandaðri smíði yfir- byggingar er þó talið að unnt sé að gera betur. Byggist þetta t.d. á því að breyta slitflötum vélarinnar og gera ýmsar aðrar breytingar. Er talið mögulegt að auka endinguna um aUt að80%. Miklar breytingar eru einnig gerðar á girkassanum og koma þar til aðrir málmar en hingað til hafa verið notaöir, m.a. magnesíum, og verður þannig unnt að gera kassann fyrir- ferðarminni og endingarbetri. Einnig er lögð áhersla á að fækka sUtflötum og minnka þannig bUanatíðni. Gír- kassarnir sem Rolf Mellde og menn hans hönnuðu í framtíðarbifreið Volvo voru ýmist með sjálfskiptingu og er þá notuð smáratækni til þess að auka ná- kvæmnina eða fimm gíra kassi fyrir beinskiptingu. Léttar málmblöndur allsráðandi Eitt voru sérfræðingar Volvo, sem unnið hafa að smíði framtíðar- bifreiöarinnar, sammála um. Nýjar málmblöndur munu koma til við bifreiðasmiðar í framtiðinni, m.a. i þeim tilgangi að gera bifreiðarnar í senn léttari og öruggari. Viö gerð Volvo LCP verða notaðar málm- blöndur sem hingað tU hafa Utt verið nýttar í bifreiðasmíði og má þar m.a. nefna ál, magnesium og carbon, auk gerviefna sem hafa mikinn styrk og þann ótvíræða kost aö þau eru mjög létt. Við tilraunimar voru gerðar margar tegundir bifreiða. Þar sem bifreiðam- ar eru ekki stórar þótti henta betur að hafa þær með drifi á framhjólum og þá má einnig geta þess að með tUUti tU öryggis farþega þótti skynsamlegast að snúa farþegasætum þannig að bak þeirra veit í akstursstefnuna. Margar aðrar öryggisnýjungar koma fram í bifreiðinni og er m.a. örtölvutæknin notuð í þvi sambandi. Sem fyrr greinú- var höfuðáhersla lögð á sparneytni og þvi reynt að ná loftmótstöðunni eins mikið niður og mögulegt var. Náðist mjög góður árangur á því sviði þar sem endur- teknar tUraunir í svo kölluðum vind- göngum sýndu aö loftmótstaða til- raunabifreiðanna var minni en 0,30 cw sem er með því allra minnsta sem um getur í bifreiðasmíði. Ekki ætlaður til f ramleiðslu Fjölmargt væri unnt aö nefna sem telja má til nýjunga í tUraunabifreið- inni Volvo LCP (Light Component Project), en þegar á heUdina er litið má segja að tilraunabifreiðin sé sann- kallað tækniundur og munu þeir sem skoða bifreiðina, þegar hún verður höfð tU sýnis á hausti komanda, örugg- lega sannfærðir um að þeim Volvo- mönnum hefur tekist að gera það sem þeir ætluöu sér — að skapa bifreið 21. aldarinnar. Það skal þó tekið skýrt fram tU þess aö forðast misskilning aö það er ekki ætlun Volvo-verk- smiðjanna aö hefja framleiðslu á þessum bifreiöum, a.m.k. ekki i náinni framtíð. En sú þekking sem aflað hefur verið við hönnun bifreiðarinnar og tilraunir í kjölfar hennar mun örugglega koma verksmiðjunum tU góða í framleiðslu sinni á komandi árum og vel kann svo að fara aö ein- hvern timann sjái menn Volvo Component Project-bifreiðina á götun- um sem almenningseign. XJ: Nýr jeppi f rá AMC Þessi nýi XJ jeppi frá AMC þykir um margt hafa fengið svip frá japönskum keppinautum. Miðað við Cherokee og Wagoneer er þessi jeppi mun léttari, styttri og lægri. Hann verður fram- leiddur jafnt sem þriggja og fimm dyra bíU. Vélin verður 4 strokka, 2,5 lítra eða V6 vél sem verður 2,8 lítrar. V6 vélin verður aukabúnaður. Síðaner reUcnað með að hægt verði að fá bílinn með disilvél sem kemur frá Renault í Frakklandi, samstarfsaðUa AMC. Hægt er aö velja á mUU f jögurra eða fimm gíra kassa eða þriggja gíra sjálf- skiptingar. ' Þessi ný ja lína frá AMC hefur fengið nafnið XJ og verður hrein viðbót við fyrri gerðir en kemur ekki í stað annarrar. -JR. Kraft- pakki frá Porsche Hinn nýi Porsche 944 var fyrst kynntur árið 1981, og hér er komin turboútgáfan. Venjulega útgáfan er með 163 hestafla, f jögurra strokka vél en turbogerðin verður um 200 hestöfl. Sagt er að Porsche sé einnig með til- raunir með fjórhjóladrifinn bíl, sem yrði hraöskreiöasti fjórhjóladrifni bíU- innefhannyrðiaðveruleika. -JR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.