Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1983, Blaðsíða 12
DV. LAUGARDAGUR 2. JULl 1983. R — FER — í heild er NA-landiö strjálbýlt. Margir áhugaveröir staðir eru langt inni í landi (s.s. Askja, Herðubreiðar- lindir og Kverkfjöll). Þarf oft jeppa til að komast að þeim. Við höldum okkur við byggðavegi og sem áður verður leitast við að segja frá stöðum sem ekki eru á vörum hvers ferðamanns. Enn skal minnt á Vegahandbókina og aðrar heimildir. Að þessu sinni er farið sólarsinnis eftir vegum en ekki andsælis eins og í tveimur fyrstu hlutum greinaflokks- ins. Um eldlandið — Nordausturland. Þriðja grein Ara Trausta Guðmundssonar jarðfr æðings um áhugaver ða staði í náttúru landsins sem forvitnilegt er að skoða a€ hring veginum ná í hliðraðri röð frá Kverkfjöllum að Þeistareykjum. Auk þeirra tveggja eru aðalstöðvar hinna þriggja kerfanna í Oskju (í Dyngju- fjöllum), við Fremri-Námur og Kröflu. I hverju þeirra er stór sig- dæld (askja) og síðan sprungu- þyrpingar í norður og suður. Ýmist gýs innan í dældunum eða á sprung- um utan þeirra. I Kröflu hefur gosiö að undanförnu rétt við Leirhnjúk (miðja öskjunnar) og svo allt að 25 km norðan við miðjuna, í Gjástykki. Virkasta kerfið er Askja. Þar gaus t.d. mikilli gjósku 1875 (og Oskjuvatn myndaðist við sig), og síðar sama ár hófst hraungos á sprungum norðan við eldstöðina. Mikið gjóskufall á NA-landi ýtti undir Ameríkuferðir Islendinga. I Oskju varð töluverð goshrina 1923—1930 og síðast gaus þar 1961. NA-land er þekkt landskjálfta- svæði. Talið er aö orsök jarðskjálfta sé gliðnunin á Atlantshafshryggnum (svonefnt landrek) og koma þeir oft í hrinum (stað- og tímabundið), stundum samfara eldvirkni. Þá ætti jaröeldurinn að vera aö lappa upp á gliðnunina. Skammt undan landi er svo aftur þversprungusvæði sem nær frá Axarfirði norðvestur að Grímsey og Kolbeinsey. Þar verða oft harðir skjálftar, sbr, KópaSkersskjálftann 1976. Til Vopnafjarðar Á leið til Húsavíkur liggur leiðin um fjölbýlan Aöaldalinn og Aöaldals- hraun sem rann ofan af Mývatns- svæðinu fyrir þúsundum ára. Falleg DV. LAUGARDAGUR2. JULI1983. 13 RASLÓRIR - FERÐASLÚÐIR - FERRASLÓÐIR - FERRASLÓRIR - FERRASLÓRIR I ------------------------------------------------------------—----------.ífcj Dimmuborglr. Þær urðu tfl þegar hraun rann ofan í braust svo fram að nýju, þannig að eftir urðu tumar, höft. hálfstorknaðl og kletta- Goðafoss. Tjoraes, jiar sem margfræg Tjöraeslögln með óteljandi steingervingum era. Þeir sýna hvernig loftslag versnaði mjög fyrír rúmum þremur ármilljónum og isöldin gekk í garð. I lögunum eru ummerki ef tir 10 jökulskeið. útsýn er yfir í Köldukinn vestan við flóann. Norðan Húsavíkur eru stórir mar- bakkar (gamalt sjávarset), þver- skornir lækjum. Þetta eru menjar um hærri sjávarstöðu i lok síðasta jökulskeiðs. Núverandi sjávarbakk- ar eru hins vegar sorfnir í eldri jarð- lög undir marbökkunum. Þar skipt- ast á sjávarsetlög (sum fáeinna milljóna ára gömul), jarövegslög (með surtarbrandi), hraun og jökul- ruðningur. Þetta eru margfræg Tjör- neslögin með óteljandi steingerving- um. Þeir sýna hvemig loftslag versnaði mjög fyrir rúmum þremur ármilljónum og ísöldin gekk í garö. Þá skiptust á jökulskeið og hlýskeið (eins og við þreyjum) og landið þarna var ýmist neðan-eðaofansjáv- ar. I lögunum eru ummerki eftir 10 jökulskeið. Víða má komast niður í fjöruna og skoða jarölögin, t.d. við Ytritungu og Hallbjamarstaði. I Jarðfræði Þorleifs Einarssonar má lesa sér til um jarölögin. Utar á nesinu, við Máná, eru falleg brimklif og brátt hallar niður gróður- sæla sneiðinga og sér þar yfir undir- lendi og sérkennileg sjávarlón í Axarfjörð. Á hægri hönd stíga reykir úr Gjástykki. Velþekkta staði eins og Hljóða- kletta (og allt friðlandið upp með Jökulsá) og Asbyrgi er sjálfsagt að skoöa. Það er Jökla sjálf sem hefur mótað þessi náttúruundur i hamfara- hlaupum sínum. En meira er um vert að hætta sér út.í óvissuna og aka yfir Kelduhverfi, um Kópasker og til Raufarhafnar. Ekki er mikið um heimsfræg náttúruundur á þeirri leið, en þeim mun ósnertari náttúra, einstæð og afar falleg. Gaman er að fara um Leirhafnarskörð, yfir gróskumikla heiðarfláka og eftir vatnasvæðunum yst á skaganum (Lónin svonefndu). Þegar Raufarhöfn er að baki, verður land með nokkm öðm yfir- bragði. Rauðanes, nærri miðja vegu til Þórshafnar, er mjög forvitnilegt, hafi menn nægan tíma. Þar getur að líta sérkennilegar bergmyndanir og fugiabyggð. Áfram er svo ekið (um 40 km) frá Þórshöfn til Bakkafjarðar og síöan yfir Sandvíkurheiði í átt til Vopna- fjaröar. Nú breytist enn landslag vegna þess að leiöin liggur út af yngri jarðsvæðum (nýjum og frá ísöld) yfir á undirstöðubergsvæði landsins á Austfjörðum. I kaupstað Vopnfirðinga eru aðrir 40 km. Ur Vopnafirði má fara á tvo vegu: Stórkostlega fjallaleið yfir Hellis- heiði og niður að Héraðsflóa eða upp úr Hofsárdal (inn af Vopnafiröi) og yfir Jökuldalsheiöi sem einu sinni var meira eða minna í byggð og í Vegaskarð á veg nr. 1. Um hann er reyndar sögð þessi saga: Bandariskur visindamaður fór með kollegum sinum, íslenskum, sem leið liggur norður að Mývatni úr Reykjavík. Var hann svo spurður hvemig honum heföi líkað ferðin: — „Jú, hún var afar áhugaverð, en gætum við ekki farið hraðbrautina til baka,” svaraöi sá bandaríski. Til Grimsstaða Efri leiðin um NA-land er enn meiri „eldvegur” en sú neðri. Hún liggur frá Fosshóli (við Goöafoss, yfir í Reykjadal og að Laxá. Frá Helluvaöi sést niður eftir Laxárdal, sem er bæði sérkennilegur og falleg- ur. Áin er lindá með gróskumiklum bökkum og rennur þama í strengjum og flúðum eftir Laxárdalshrauni sem kom úr Þrengslaborgum innan við Hverfjall (við Mývatn) fyrir um 2000 árum. Skammt er í vegamót: Þar má fara vestur eða austur fyrir Mývatn. Vesturleiðin liggur með vatninu og er ekki jafngefandi og sú eystri, en aftur á móti styttri. Fyrir sæmilega fóthvatt fólk er tilvalið að ganga á Vindbelgjarfjall (um 530 m), einn besta útsýnisstað við Mývatn. Vesturleiðin (sem reyndar er aðal- vegur nr. 1) sameinast austurleið- inni rétt við Reykjahlíð — miðdepil sveitarinnar (aukSkútustaða). Mývatn er um 40 ferkm aö flatar- máli en afar grunnt (meðaldýpi 2.5 m) Mikið lif er í og við vatniö og hafa nokkur hraun falliö í þaö, síöast 1729 þegar bærir eyddust við Reykjahlíð í Mývatnseldum fyrri. Eystri leiðin nær fyrst að Skútu- stöðum. Á leiðinni þangað má virða fyrir sér móbergsstapana Bláfell (1222 m) og Sellandafjall (980 m). Þeir hafa ef til vill myndast við löng flæðigos (sem mynda dyngjur eins og Skjaldbreið við núverandi aðstæður) undir og í ísaldarjöklin- um. I staö hraunskjaldar myndast þá stapafjall aö mestu úr móbergi (hörðnuðgjóska). Þama sér líka yfir hluta Odáðahrauns, margslungna hraunbreiðu, rúml. 4000 ferkm og afar fáfarna. Við Skútustaði eru hinir þekktu gervigígar, myndaðir þegar hraun (Laxárdalshrauniö) rann í vatniö og gufusprengingar þeyttu gjallinu upp íkeilulaga hauga. Lengra eru Kálfaströnd og Höfði þar sem hraun- og klettamyndanir eru sérkennilegastar við vatnið og raunar þótt víða væri leitaö. Göngu- stigar eru um land Höfða, sem nánast er einn lystigarður og auðvelt að komast niöur aö vatnsbakkanum sunnan á nesinu. örlitlu norðar eru Dimmuborgir. Þær urðu til þegar hraun rann ofan i dalverpi, hálfstorknaði og braust svo fram aö nýju þannig aö eftir urðu tumar, spírur, skvompur og kletta- höft. Mest er varið í að brölta til norðurs yfir Dimmuborgir með stefnu á Hverf jall og ganga á f jallið. Það er rúml. 100 m á hæð og 1300 m í þvermál, — geysistór þeytigossgígur sem varð til í stuttu gosi fyrir 2500 árum. Þama að ofan sést vel yfir sprungur og misgengi (hluti af Kröflueldstöövakerfinu) en land gliönaði í Kröflueldum allt suður fyrir Hverf jall. Um leið hitnaði svo í Grjótagjá.þeim góða baðstað, að þar er nú ófært ofan í. Hefur baölif færst í Stórugjá sem er rétt sunnan við vegamót Kisiliðjuvegar (austurleið- in) og vegarins sem við ökum. Stutt er að Námafjalli frá Reykja- hlíð. Þar er áhugavert háhitasvæði sem sækir hitann líklega í kvikuinn- skot neðanjarðar í eldstöðvakerfinu. Sjarmerandi ljótir leirhverir (eins og listakona ein sagði) og gufuaugun með gulum brennisteini em vel skoðunar virði (farið varlega!). Á móts við hverasvæðið er Kröflu- afleggjarinn. Þar uppfrá er líka margt að skoða, þó ekití væri nema Víti — grænblár, stór sprengigígur frá 1724. Hann er rétt ofan við brún- ina norður af virkjuninni. Afram liggur vegurinn um sanda, mela og grónar heiðar. Yngsti hraunflákinn er úr hraungosinu (1875) sem tengt er öskju og áður var minnst á. Þama eru líka gíga- raðir á borð við Kræðuborgir (sjá kort). Stutt er að ganga að þeim og skoöa svona blandgíga sem eru algengastar eldstöðvar á landinu. Enn nær vegi em Vegasveinamir, nokkru austar og nokkurn veginn sömu gerðar, þótt minni séu. Tilsýndar eru móbergsfjöll sem öll minna á aö eldvirkni hætti ekki meðan ísaldarjökullinn lá hér, — fjöll eins og Jörundur og Búrfell. Brátt liggur leiðin í þá sveit sem hæst liggur i landinu, i rúml. 400 m hæð yfir sjó. Grímsstaðir og Möðm- dalur austar hafa löngum verið þekktir áningastaðir, en mest af leið- inni er sérkennileg auðn sem hefur töluvert aðdráttarafl á huga og augu. I fjarska bryddir á jöklaveröld Vatnajökuls og Herðubreið fer sjald- an í hvarf. Um 6 km áður en komið er að Grímsstöðum liggur vegaslóði til suðurs, inn í Herðubreiðarlindir. Smáspöl inn meö honum má aka til að skoða Hrossaborg, áþekka Hver- fjalli en minni og rofnari. Við Vegaskarð er hringnum lokað. Og áður en við bregðum okkur til baka, áfram vestur aöalveg nr. 1 til Akureyrar og yfir í Húnaþing, er rétt að fjalla um tvo f jölfömustu hálend- isvegi landsins: Kjalveg og Sprengi- sand. I . ^vsSw ifiÉf^sSásp' :-rv.. *.**>»» **»«*«•*' '^r.íeÉi. Asbyrgl pg H1 jóðakleítar era vel þekktlr staðlr, sejn yert er^ajð 5k«jto. Það er Jökla sjálf, sem hefur mótað þessi náttÚEiumdurjbantfarablaupum sinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.