Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1983, Blaðsíða 14
14 DV. LAUGARDAGUR 2. JUU1983. Fyrsti „einstaklmgshyggju- maðnr” veraldarsögunnar Fátt athyglisverðara hafa Forn- Egyptar eftir sig látið en veggmál- verkin og höggmyndirnar af Aknaton konungi og hinni fögru konu hans, Nef- ertiti, svo og litlu prinsessunum þeirra. Hispursleysi einkennir þessi verk, töfrandi raunsæi, innileiki sem egypska list skorti oft fyrr og síðar. I einu verkanna sjást konungur og drottning faðma hvort annað, á öðrum má sjá drottninguna sitjandi á hné maka sins. Þá sést konungurinn lika sitja í stóli og konan á mjúku hægindi beint á móti honum. Og dætur þeirra, kornungar, sitja ýmist í kjöltu móður sinnar eða þær sitja eða standa við hlið foreldra sinna. A einni myndinni til gefur aö líta konung og drottningu í skrautlegum konungsvagni: Nefertiti rís upp til hálfs eins og hún ætli að fara að kyssa lífsförunautinn meðan Merta- ton, litla prinsessan sem er orðin nógu stór til'að horfa út um glugga vagnsins, sýnir mikinn áhuga á leik nokkurra hrossa fyrir utan. Á þessu líflega múr- málverld eru tvær prinsessanna nakt- ar að öðru leyti en því að þær eru með perluhálsfestar. Þær láta vel hvor að annarri þar sem þær sit ja á sessum við fætur foreldra sinna. I framhaldi af því sem hér hefur verið sagt verður að játa að myndimar eru engan veginn þær fegurstu sem konunglegu málurunum hefur verið falið að gera. Það er ekki borið mikið í þær en myndirnar bera hins vegar öll einkenni trúveröugs lífs. Þetta er ofur skiljanlegt þegar hugsað er til þess að konungurinn sem pantaði myndirnar tók sér titilinn — jafnskjótt og hann settist í hásæti faraóanna — „sá sem elskar sannleikann”. / Hann kom til valda eftir föður sinn Amenhotep ni. og til að byrja með bar hann sama nafn. Það var árið 1380 fyrir Krist að hann tók við völdum og að því er talið er ríkti hann í tvo ára- tugi. Fræðimenn greinir 4 um hve gamall hann hafi verið er honum var réttur ríkissprotinn. Sumir halda að hann hafi þá aðeins veriö á barnsaldri, aðrir aö hann hafi verið fullþroska maður. Átjánda konungsættin — sem Akna- ton var af—skilaði Egyptum nokkrum af þeirra mestu og farsælustu þjóð- höfðingjum, Amenhotep m. haföi setið að völdum í fullan hálfan f jórða áratug og hann arfleiddi son sinn að ríki sem í var velmegun og viturleg stjóm. Og svo víðlent var það að nafniö keisara- dæmi ætti betur við en konungsríki. En Amenhotep IV. var mjög ólíkur föður sínum sem hafði hlotið nafngiftina Amenhotep mikli. Allt frá upphafi rikisstjómar sinnar var hann mjög undir áhrifum kvenna, fyrst Tiy drottningar, móður sinnar, og eftir giftingu, konu sinnar, Nefertiti drottningar. Og það er auðvelt að trúa því þegar við höfum æsku hans í huga, en þegar hann var fullvaxta beindist áhugi hans meira að rólegum leikjum i höll sinni en áhættu og hita hernaðar, það er að segja vegna áhrifanna frá konum. Augljóst er að hann var ekki vel fallinn til stjórnsýslu sem heimtar oft strangar aðgerðir og snöggar ákvarðanir. Þetta var ekki alls kostar gott þar sem óróleika gætti á egypsku landamærunum, bæði í Afríku og Asíu. Landsstjóramir í útjöðrum ríkisins áttu fullt í fangi með að halda íbúunum í skefjum og þrábeiðni þeirra um aukinn liðstyrk virtist hinn ungi faraó ekki taka til greina. Hann hafði í raun engan áhuga á þessum málum. Það vom ekki st jórnmál heldur trúmál sem áttu hug hans allan. Heimspekileg guöfræði prestanna var honum meira virði en allar nýlendurnar í Asíu. Og því var það að í staðinn fyrir að efla her og senda til Sýrlands, þar sem lið- styrks var mest þörf, sökkti hann sér niður í heimspekilegar hugleiðingar sem síöar gerðu hann eftirminnilegast- an allra faraóa — í raun og veru fyrsta „einstaklingshyggjumanninn” í sögu mannkynsins. Kunnur, breskur prófessor i sögu heldur þessu fram og sjáifsagt með réttu. Frumleiki hans var einstæöur á sviði mannlegrar hugsunar en kom honum lítt að gagni sem stjórnanda ríkis. Til þess dugði hann engan veg- inn. Aknaton krafðist trúarbyltingar undir merki miskunnseminnar. Gömlu guöimir — við vitum um full tvö þús- und nöfn þeirra — voru enn dýrkaðir í helgidómum um allt landiö en það gætti vaxandi óánægju með þá; einn var dýrkaður á þessum stað en annar á nálægu svæði. Þeir fullnægðu ekki trúarlegri þörf þessa stórveldis sem Egyptaland var á þessum tíma: „Guðirnir okkar eru of litlir!” Þannig hugsuðu margir egypskir andans menn á þessum dögum. Hver borg og bær átti sína sérstæðu guðsdýrkun en hún gat ekki aðlagast hinu víðlenda ríki. „Það er engin tilviljun,” segir próf- essorinn sem vitnað er í hér að framan, „að hugmyndin um hagnýtan allsherjarguð varð til í Egyptalandi á þeim stundum er konungur veitti viðtöku sköttum undirokaöra þjóða á þessum tímum.” Hugsanir í þessa átt höfðu átt heima í sál Aknatons allt frá því hann hafði þroska til að hugsa sjálfstætt og það átti eftir að koma í ljós því jafnskjótt og hann tók við stjórnartaumunum ákvað hann að koma þeim í fram- kvæmd. Væri um einn æðstan guð aö ræöa fyrir alla þegna hans þá var hann Amen eða Amon, sem var ríkisguðinn í Þebu (fyrrum höfuðborg Egypta- lands), og mjög oft var nafn hans tengt Ra, sólguðinum, en höfuðdýrkunar- staður hans var On (Heliópolis) í óshólmum Nílar. Nafnið „Amenhotep” sem Aknaton kallaði sig fyrst þýðir lrAmen er ánægður”, en hvemig sem það var nú með guðinn sem konungur- inn var heitinn eftir var konungurinn ekki ánægður. Hann ákvað að hverfa frá þeirri tísku eða stíl sem ráðandi var síðan hann settist í hásætiö og tók upp nafnið Aknaton. Þaö nafn þýðir „andi Atons”, en Aton var nafn guðs- ins sem hafði sólarkringluna að sýnilegu tákni. Það er engin ástæða til þess í framhaldi af þessu aö ætla að konungurinn hafi hugsað sér að sólin væri guð, en vel má það vera að hann hafi tignað hitaorkuna sem guö, þá orku sem viðheldur lífi á jörðunni. Þá skoðun styðja höggmyndir af konungs- fjölskyldunni sem konungur kom fyrir í höll sinni og öðrum byggingum. I þeim sjáum við Aknaton og Nefertiti og dætur þeirra lauga sig í ljósgeislum frá sólinni, geislum sem minna á hendur og hver og ein þeirra seilist eftir tákni lífsins. Þessi ytri tákn stríddu algjörlega gegn erfðavenjunni. /// Allt til þessa tíma höfðu guðimir verið kynntir í mynd manna og dýra eða þá að hálfu menn og að hálfu dýr. I einfaldleika sínum efuðust Egyptar aldrei um það að þessar skrítnu út- gáfur væru til á himni og jörðu og þó að uppfræddu stéttirnar kunni að hafa haft einhverjar aðrar hugmyndir um guðdóminn, þá voru fáir úr þeirra hópi búnir undir það að breyta til um tákn guðanna sem þeir og forfeður þeirra höfðu tignað allt frá grárri fomeskju. En Aknaton hafði enga þolinmæði til að taka mark á efasemdum þeirra og hann ákvað að hrinda trúarbyltingunni af stað án tillits til þess hvað aðrir hugsuðu og segðu. Hann hafði það markmið eitt að segja skilið við for- tíðina i trúarlegum efnum þar sem hún Stytta í Louvre-safninu í Paris af „villutrúarkonungnum” Aknaton, sem reyndi að breyta trúarbrögðum beimsins. hafði aðeins haft spillingu og blekkingu í för með sér að hans áliti. Sem faraó vom valdi hans engin tak- mörk sett og nú ætlaði hann aö beita því. Hann fyrirskipaði að Atondýrkun skyldi verða trúarbrögð ríkisins. Hann gaf Þebu nýtt nafn; „borg ljóma Atons” og i hinu allra helgasta í Amon- helgidóminum, þar sem hinn gamli guð hafði staðiö, breytti allt um svip, ný guðsdýrkun var þar hafin með mik- illi viðhöfn. Prestastéttin í Amon var fjölmenn og hafði mikil áhrif og hún var studd af stéttarbræðrum víðsveg- ar um landið, en nú virtust prestamir vanmegnugir að verja eignir sínar og fríðindi. Þeir voru reknir frá embætt- um, guðsþjónusta í fornum stíl hvarf með öllu og gefnar voru út skipanir um að má nöfn presta hvarvetna út af minnismerkjum. Na&i Amons var einkum fordæmt og mikil hefur skelf- ing lýðsins verið þegar hann sá verka- menn önnum kafna viö að afmá nafn guðs síns af styttum forfeðra Akna- tons, en þær höfðu prýtt veggi hofanna miklu í Kamak. Jafnvel styttunni af frá noröri til suðurs, og átta til sautján milna breitt milli hamra). Þama skyldi heilög borg Atons standa. Svæðið var einangrað með fjórtán merkjum sem höggvin vom í klettana umhverfis, þrjú vom á vesturbakka Nílar og ellefu austanmegin. Merki þessi sjást enn og eru meðal merkilegustu leifa um fornmenningu Egypta. Hið hæsta þeirra ertuttugu og sex feta hátt. A hverju og einu er áletr- un, stundum upp í átta línur og fyrir ofan eru myndir af Aknaton og Nefer- titi og dætrum þeirra undir geislum sólarinnar. Aton sjálfur hefur ráðið legu borgarinnar, hafði Aknaton átt að hafa sagt, og nafnið sem hann gaf borginni var Akhetaton, en það merkir „sjóndeildarhringur Atons”. Nútíma- nafn þessarar borgar er Tell-el- Amama og þar em leifar af hofum og höllum innan umatjómarbyggingar og einkabústaði sem reistar vom undir eftirliti konunglegs húsameistara sem hét Bek, að því er sagt er, en vitanlega var hans hátign leiðbeinandi meistarans. Sólargeislamir — tákn Atons, hins eina guðs Aknatons — brotna á blessandi böndum þeirra. föður hans var ekki hlíft og nafn hans var gert ólæsilegt. Orðið „guðir” var bannorð þvi að nú haföi konungurinn lýst yfir því að engir guðir væru lengur til heldur væri til einn guð og aðeins einn. IV Reiði og vanþóknun Þebubúa snerist í hatur. Þá ákvað Aknaton að yfirgefa borgina og byggja nýja höfuðborg á stað sem óflekkaður væri af fordómum og fornum minningum. Og hann valdi henni stað mitt á milli Þebu og Nílarós- anna, á sléttu sem takmarkaðist á þrjá vegu af hömrum og að einu leytinu af Níl. Til þessa staðar ók hinn ungi faraó í vagni með tveimur hestum fyrir á sjötta ríkisstjómarári sínu. I fylgd með honum var fjöldi embættismanna og aðrir tignarmenn. Hann afmarkaði og helgaði vítt landsvæði (átta mílur Aknaton sá borgina vaxa — borgina sem einn af hans æðstu mönnum lýsti svo (lýsingin er enn til): „Að sjá fegurð hennar (borgarinnar) vekur fögnuð. Hún er yndisleg og falleg og þegar menn s já hana er eins og þeir fái innsýníhimininn.” Daginn sem lokið var smíði helgi- dómsins ók Aknaton þangað í vagni sínum ásamt Nefertiti og fjórum dætr- um þeirra og glæsilegu fylgdarliði og var fagnað með húrrahrópi. A altarið hafði verið hlaöið fórnargjöfum og er sagt að við helgiathöfnina um kvöldið hafi Nefertiti þjónað með sinni,, yndis- legu rödd” og „fögru höndinni” og að hún hafi tekið mikinn þátt i tónlistinni sem höfð var þar í frammi. V Það er alls ekki fráleitt að gera ráð fyrir því að fléttaður hafi verið inn í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.