Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1983, Síða 6
6
DV. FÖSTUDAGUR 22. JULI1983.
Utlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Jarúselskí linar tökin
Hérlögum veröur aflétt í Póllandi í
dag en hvorki er búist við neinum
sérstökum fagnaöarlátum meöal al-
mennings eöa umtalsveröum breyt-
ingum á stjórnarfari af þeim sökum.
Herlög voru sett í desember 1981
og þaö virðist ekki mikið annað en
sjálf nafnið „herlög” sem numið
veröur úr gildi því enn sem fyrr mun
herinn hafa auga meö hverskyns
verkalýöshreyfingum og blaöaút-
gáfa verður undir stjórn vald-
hafanna.
Hundruðum póiitískra fánga
veröur sleppt úr haldi en meö
ýmsum skilyröum þó. Þeir sem
fangelsaöir voru til skemmri tíma en
þriggja ára fyrir að brjóta herlögin,
taka þátt í mótmælafundum eöa
fremja einhver pólitísk afbrot losna
viö frekari vist í tukthúsi en hinir
—heriögum verðurafléttí Póllandi í dag
Jaruzelskl taldi aö páfinn beföi gefið Lech Walesa holl ráð. Hér tekur hers-
höf öinginn á móti páfa i síðustu heimsókn hans til Póllands.
sem hlotið hafa lengri refsivist fá á
henni helmings styttingu.
Ýmsir áhrifamenn stjómarand-
stöðunnar i Póllandi njóta þó ekki
góðs af þessum breytingum og mega
þeir dúsa enn um sinn bak við lás og
slá.
Jarúselski hershöföingi varaöi
menn viö því aö vsenta skjótra breytr
inga og kvaö Póllandi og
sósíalismanum stafa hætta erlendis
frá.
„Herlögin voru engin allsherjar
lækning og þótt viö afléttum þeim nú,
mun þaö ekki leiöa til neinna krafta-
verka,” sagði Jarúselskí,” en nú
hefur vonin snúiö aftur til Póllands.”
I fréttaskeytum segir aö almenn-
ingur í Póllandi sé ánægöur með að
herlögin skuli numin úr gildi en geri
sér litlar vonir um skjótar stjórnar-
Sígarettur blekkja mælitækin
Hin áralanga upplýsingaherferö
gegn sígarettum hefur meðal annars
leitt til þess að margir reykingamenn
nota einvöröungu svonefndar „léttar”
sígarettur sem innihalda minna magn
af nikótini og tjöru en aðrar tegundir —
eða svo hafa þeir aö minnsta kosti taliö
tilþessa.
Nú hafa sex vísindamenn vestur í
Kalifomíu kveðiö upp úr með þær
niðurstöður rannsókna sinna aö léttar
sígarettur séu síst skaðlausari en hin-
ar venjulegu. Þeir segja aö reykinga-
menn fái úr þeim jafn mikla tjöru og
nikotín og hinum. v
Þessar upplýsingar koma reykinga-
mönnum allmjög í opna skjöldu sem
vonlegt er því aö mörgum þeirra hefur
gengiö erfiölega aö afsala sér reyk-
inganautninni en töldu sig hafa fundiö
henni þann f arveg sem ekki væri heilsu
þeirra ofviöa.
Magn tjöru og nikotíns er mælt á
vísindalegan hátt og er síðan gefið upp
í sérstökum einingum sem vitanlega
eru allmiklu lægri fyrir léttu sígarett-
umar en hinar venjulegu.
En upp komast svik um síöir. Magn-
tölumar eru þannig fundnar að sérstök
vél er látin reykja sígarettumar á svip-
aöan hátt og mönnum er tamt aö gera,
en vísindamennirnir segja að þama sé
málum heldur blandað. Vélarnar
sjúga nefnilega til sin nikótín og tjöru i
öðrum hlutföllum en mannfólkið gerir
og því eru tölurnar ákaflega villandi.
Nákvæm visindaleg mæling sýnir að
magniö er töluvert hærra en tölumar
gefa til kynna og þar viö bætist, segja
vísindamennimir, aö framleiöendur
hafa komist upp á lag meö aö búa til
sígarettur sem bókstaflega leika á vél-
ina svo að hún sýnir minna magn en
ella.
William Tooley, fulltrúi framleiö-
enda, ber hönd fyrir höfuö sér og segir
framleiöendur aldrei hafa fullyrt neitt
um að tölurnar gefi nákvæmlega til
kynna þaö magn sem reykingamaður-
inn raunverulega sýgur í sig. Við höf-
um sosum ekki haldiö því fram, segir
hann, aö léttu tegundimar séu svo
mjög frábragönar hinum. Viö höfum
þær bara á boöstólum af því aö
neytendur vilj a þær.
Dr. Neal Benowitz, fyrirliði vísinda-
hópsins, segir að þegar vindlingafram-
leiðendum hafi oröiö ljóst að hugur
neytenda beindist að hættuminni teg-
undum, hafi þeir strax farið að gera til-
raunir í þá veru aö útbúa tóbakið með
síum eða það brynni á þann veg aö það
villti um fyrir mælingavélinni.
Dr. Benowitz sagði ennfremur að
reykingamenn hneigöust til þess óaf-
vitandi að bæta sér upp skeröingu
nikotínmagnsins með því að reykja
fleiri sígarettur eöa reykja þær öðru-
vísi þannig að eitrið nýttist þeim betur.
Aörar rannsóknir á léttum
sigarettum hafa sýnt að þær skemma
lungun og valda hjartaáföllum ekkert
síður en venjulegar tegundir.
Dagbiað Aiþýðunnar gerði í gær-
dag harða hríð að kerfisköllum Kína-
veldis, þarflausu viöhafnartildri og
endalausum skýrslugerðum sem
sjaldan kæmu að veralegum notum.
Eitt ráöuneytanna skilaöi af sér
meir en 2.000 skýrslum með 28
milljón táknum en tólf háttsettir em- Dagblaðiö segir að embættis-
bættismenn vora önnum kafnir í sex menn virði að vettugi fyrirmæli um
vikur að íhuga bréf nokkurt til að liðka til í kerfinu og ýmsar stjórn-
ungra og velmenntaðra manna í
kerfinu en íhaldssamir embættis-
menn gera þeim lífið leitt á ýmsa
vegu.
arfarslegar umbætur fari hreinlega Dagblaöið hvetur embættismenn
forgörðum vegna þess að þeim sé . til þess að lóta af fundahöldum sem
ekki fylgt eftir sem skyldi. iðulega standi miklu lengur en nauö-
Umbótasinnar undir forystu Deng syn krefur og f ari oft dýrmætur tími í
Xiaoping knýja á um meiri afköst. súginn undir gagnslausum ræðuhöld-
Þeir gera sér far um að greiða götu um.
MÖPPUDÝR í KÍNA
borgarstjóra landsins, en aldrei varö
af framkvæmdum.
Þingmenn hlutu harðar vftur
— fyrir kynmök við unglinga
Fulltrúadeild bandariska þingsins
hefur samþykkt vítur á tvo þing-
menn fyrir samræði við unglinga
sem unnu ýmiskonar sendistörf á
vegum þingsins fyrir nokkrum
árum.
Siðanefnd þingsins haföi lagt til að
þingmönnunum tveimur yrði veitt á-
minning en þingið kaus heldur að
víta þá, sem er öllu harðari tyftun og
gengur næst brottrekstri.
Annar þingmannanna, Daniel
Crane sem er repúblikani frá
Illinois, snökti er hann baö sessu-
nauta sína fyrirgefningar fyrir þetta
athæfl, sem vissulega færi í bága við
vilja guðs. Honum haföi orðið á aö
liggja meystelpu eina, sem starfaði
hjá þinginu árið 1980. Var hún þá 17
ára aö aldri og áttu þau ástafundi
fjóram eöa fimm sinnum, en kona
hans var þá háólétt og þykir það
frekar skemma málstaö hans en hitt.
Gerry Studds, demókrati frá
Massachusetts, var víttur fyrir að
hafa haft kynmök við 16 ára svein
árið 1973. Studds er 46 ára pipar-
sveinn og var hann borabrattur mjög
í þinginu, bað engan afsökunar en
kvaðst vera argur og eiga það mál
við sína kjósendur þegar þar að
kæmi.
Fregnir herma að kjósendur
Crane’s hafi margir tekiö þessum
fregnum illa, ekki síst kvenfólkið, en
vitnað er til ummæla sumra kjós-
enda Studds sem telja hann rösk-
leikamann á þingi og láta sig einkalíf
hans litluvaröa.
Aöeins tveir þingmenn aörir hafa
hlotið vitur á siöustu 50 árum og
höfðu báðir gerst sekir um misferli
ífjármálum.
Fjallaö var í tvær klukkustundir
um hátterni sakbominganna og vít-
urnar á þá og kom þaö fram í máli
margra að enda þótt athæfi þeirra
bryti ekki gegn lögum landsins þá
hefðu þeir engu að síöur níöst á því
trausti sem foreldrar unglinganna
sýna þingmönnum með því að f ela þá
í þeirra umsjá. Sendistörf hjá
þinginu hafa löngum þótt eftir-,
sóknarverð ungu fólki og er það
venjan aö það sækir skóla meö
starfinu og vinnuagi er ekki mikill.
Tildrög þessa máls eru þau aö upp
gaus kvittur um ósiðlegt athæfi og
eiturlyfjaneyslu meðal þingmanna
og sendlinga þeirra. Siðanefndin
hefur nú kannað málið í eitt ár en
óvíst er þó hvort öll kurl séu til
grafar komin, því nefndin hefur ekki
ennþá kveðið upp úr meö niðurstöður
sínar varöandi eiturlyfin.
Danlel Crane lýsir yfir iðrun ifaml eftir að npp um bann komst. Með honum
eru kona hans og dóttir.
farsbreytingar eða batnandi lífs-
kjör.
„En einhvem veginn finnst mér nú
samt,” sagði gömul kona, „að þetta
fari nú að ganga svolítið betur. Þaö
er ekki víst aö við endurheimtum
Samstööu en eitthvað annaö í stað-
inn. Þaö er nú okkar þjóöareinkenni
að við væntum ævinlega betri tíma.”
„Pólland
varað
deyja"
— sagði Jarúselskí í
bandarísku sjónvarpi
„Eg hélt að Pólland væri aö
deyja og þvi yrði að bjarga,”
sagði Jarúselski hershöfðingi og
forsætisráðherra í samtali við
Barböru Walters, sem sýnt var í
Bandaríkjum í nótt. Samtalið var
tekið upp á skrifstofu hans í'
pólska þinginu, og snerist um
herlögin sem nú er búið að
aflétta.
„Það var þessi ábyrgöartil-
finning sem knúöi mig til þess að
taka þessa erflðu ákvörðun.
Stundum hefur maöur einungis
milli mismunandi vondra kosta
aö velja”, sagði Jarúselskí og
var býsna harðorður í garð
verkalýöshreyfingarinnar Sam-
stööu og taldi að slík samtök yrðu
hvergi leyfð á Vesturlöndum.
Barbara Walters spurði hann
um fregnir þess efnis að Jóhann-
es Páil páfi hefði ráðlagt Lech
Walesa að hafa hægt um sig er
þeir hittust í Póllandsferð páfa á
dögunum. Hann kvaöst ekki vita
hvaö þeim hefði farið á miili,” en
ég er viss um aö hann hefur gefið
honum holl ráð en til þess aö
njóta góðs af hollum ráðum
verður maður að vera skynsam-
ur og nú er bara að s já hvort Wal-
esa lætur skynsemina ráða.”
Walters spurði hvort hann teldi
að almenningi væri vel til hans.
„Eg hef nú ekki leitt hugann að
því,” sagði hann. „Von mín er
aðeins sú aö þeir beri traust til
stjómar minnar og ég held að
það fari vaxandi.”
Barbara spurði þá hvert álit
hann heföi á Ronald Reagan og
svaraði hann því til að honum
fýndist rétt að sýna erlendum
þjóðarleiðtogum viðeigandi virð-
ingu og kysi því að ræða máliö
ekkifrekar.
í
BBC vill
bandarískan
gervihnött
Svo kann að fara að breska sjón-
varpsstöðin BBC endurskoði afstöðu
sína til þeirrar áætlunar að koma á loft
treskum sjónvarpsgervihnetti en velji
þess í staö að kaupa afnot af öðram
ódýrari frá Bandaríkjunum.
Breska stjómin tilkynnti BBC á
síðasta ári að skylt væri að notast við
Unisatrgervihnöttinn sem byggður er í
samvinnu þriggja breskra fyrirtækja.
Innan BBC er hins vegar talið að
stjómin sé að þvinga fyrirtækið til að
fara eftir efnahagsmarkmiðum
stjórnarinnar sem leggur mikla
áherslu á aö ná aukinni hlutdeild í
sífellt vaxandi markaöi fyrir gervi-
hnetti.
BBC mun þurfa aö greiöa 350 millj-
ónir punda fyrir 2 rásir í gervihnett-
inum, eða um 15 milljarða íslenskra
króna. Auk þess krefst Unisat, eigandi
hnattarins, eins milljarðs íslenskra
króna á ári í afnotagjald.