Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1983, Qupperneq 10
Útlönd Útlönd Útlönd • Útlönd Útlönd
DV. FÖSTUD AGUR 22. JtlLl 1983.
Almenningsálitiö á Italíu gagnvart
Mafíunni er nú aö breytast. Morö
hafa fram til þessa veriö tekin sem
eölilegur þáttur í tilverunni, aö
minnsta kosti hvað varðar Sikiley,
og mafíósamir hafa treyst á aö
aldargamlir þagnareiðar foröuöu
þeim frá réttvisinni. En þess sjást nú
ýmis merki að Italir vilji ekki búa við
þau ofbeldisverk sem leiðir af starf-
semi Mafíunnar.
Á undanfömum mánuðum hafa
stúdentar, kirkjudeildir og stjóm-
málasamtök sameinast um mót-
mælaaðgerðir gegn Mafíunni víða á
Sikiley. Italska lögreglan er einnig
farin að þrengja að þessum glæpa-
samtökum með stuðningi nýrrar
refsilöggjafar. ,,t>etta er aðeins upp-
hafið að viðhorfsbreytingu sem bein-
ist gegn starfsemi Mafíunnar,” segir
borgarstjóri Palermo, Elda Pucci.
,,En við sjáum fram á langvinna bar-
áttu.”
Baráttan byrjaöi fyrir alvöru i
september síðastliðnum, eftir að
Chiesa lögregluforingi, sem mikið
hafði unnið gegn Mafíunni, var skot-
inn til bana í bíl sínum á götu í Pal-
ermo. Blöðin komust yfir lögreglu-
skýrslu um málið í síðustu viku og
hún staðfesti þaö sem grunur lék á.
Moröiö hafði verið skipulagt af
nokkmm fjölskyldum mafíósa í því
skyni að stöðva Chiesa áður en hann
stöðvaði þær. En þar brást stjómlist
Mafíunnar. I stað þess að skjóta lög-
reglunni skelk í bringu vakti morðið
gífurlega reiði almennings sem aftur
hvatti lögregluna til að herða aö-
gerðir sínar.
Mafian leitar
nýrra leiða
Italska þingið samþykkti skömmu
síðar ný lög sem heimiluðu lögregl-
unni aðgang að bókhaldi þeirra sem
grunaðir voru um glæpastarfsemi og
leyfi til aö leggja hald á eigur þeirra.
Lögin heimiluðu lögreglunni einnig
aö hlera síma grunaðra og veita vitn-
um sínum vemd. Lögin hafa leitt til
handtöku hundraöa mafíósa á Sikil-
ey og í Napólí. I krafti þessara laga
hef ur lögreglan handtekiö 59 mafíósa
í síðasta mánuöi sem grunaöir eru
um dreifingu á heróíni.
Mafíósafjölskyldurnar hafa reynt
aö finna nýjar leiðir til að komast hjá
þessum hertu lögregluaðgerðum.
Sumar fjölskyldur hafa fjárfest
stærri hluta af hagnaöi sínum á
Norður-Italíu og erlendis til að kom-
ast hjá hinu aukna eftirliti á Sikiley.
En breytingin er mest í heróín-
versluninni, sem hefur lagt grund-
völlinn að byggingarframkvæmdum
og verslun á Sikiley síöastliðinn ára-
tug. Mafíósar keyptu áður morfín frá
Suövestur-Asíu og unnu það sjálfir á
Sikiley en kaupa nú aðeins hreint
heróín frá Suðaustur-Asíu.
Þessi breyting gerir þaö að verk-
um að ekki er lengur þörf fyrir leyni-
legar efnavinnslur til aö breyta
morfíni í heróín, en lögreglan gerir
nú sérstaka leit að slíkum stöðum.
Þetta eykur einnig hagnað Mafíunn-
ar þar sem kostnaðurinn við að
framleiða heróín er tvöfalt meiri en
við dreifingu þess. En eiturlyfjalög-
reglan leggur nú áherslu á aö leita
uppi aöflutningsleiðir heróínsins og
leitar í skipum áður en þau koma til
Sikileyjar. Fyrir tveimur mánuðum
var lagt hald á 208 kíló af heróíni sem
voru á leið til Sikileyjar frá Thai-
landi með grísku skipi.
Áföll sem þessi hafa leitt til auk-
inna átaka milli einstakra fjöl-
skyldna og ætta sem tilheyra Mafí-
unni. Fjölskyldur sem misst hafa
forystumenn sína og ættir sem hafa
verið slegnar út í samkeppninni um
heróínsöluna berjast nú viö sterkari
hópa til að ná aftur fyrri völdum. Á
síðasta ári létu 151 lífið í slíkum átök-
um. Sumar f jölskyldur hafa jafnvel
gengið inn í aörar stærri ættir og
valdameiri, en oftast án þess að ná
þeim árangri sem til var ætlast.
Antonio Sorci sneri fyrir tveimur
árum baki við hnignandi fjölskyldu
sinni og tók upp samstarf við-stærri
ætt sem rak öfluga heróínverslun.
Hann var skotinn til bana er hann
var á ferð um miðborg Palermo
ásamt syni sínum. Að líkindum hafa
morðingjarnir verið úr fýrri fjöl-
skylduhans.
Umsjón: Ólafur E. Fríðriksson og Baldur Hermannsson
Kviðdómar óvirkir
vegna óttans
En þrátt fyrir allt heldur Mafían
enn áfram að hafa áhrif á dómstóla á
Italíu. I apríl siðastliðnum varö að
fella niður ákæru gegn þremur
mafíósum sem sakaöir voru um að
hafa myrt lögreglumann í borginni
Monreale á Sikiley árið 1979.
Lögreglan hafði vonað að breytt af-
staða almennings gagnvart Mafíunni
myndi leiða til þess að kviðdómurinn
myndi dæma mennina seka og
þannig yrði gefið fordæmi fyrir
slíkum réttarhöldum í framtíðinni.
En kviödómendur lágu undir stöðug-
um hótunum og guggnuðu á endan-
um. Mafíósamir voru sýknaðir.
Tveimur mánuðum síðar vora þrír
lögreglumenn skotnir til bana. Engin
vitni gáfu sig fram. „Fólk er hrætt.
Ef einhver talar er hann samstundis
dauður,” er haft eftir verslunareig-
anda í Palermo.
Engu að síður neita embættismenn
aö gefast upp í baráttunni. Mikil
áhersla er lögð á að setja nýja lög-
gjöf sem komi í veg fyrir að mál er
varða Mafíuna fari fyrir kviðdóm.
Þeir sem berjast fyrir því telja aö
hefndaraðgerðir Mafíunnar gegn
vitnum og kviðdómendum komi í veg
fyrir að réttlætið nái fram að ganga.
„Það er ekki hægt aö gera ráð fyrir
að venjulegir borgarar vilji verða
hetjur,” segir Pucci, borgarstjóri í
Palermo. Hann hefur hafið krossferð
gegn Mafíunni og berst fyrir þvi að
sett verði svipuð lög um mafíósa og
sett hafa verið um skæruliða, þannig
að þeir mafíósar sem veittu lögregl-
unni upplýsingar fengju vægari
dóma. „Þetta væri eina leiðin til aö
ná árangri í baráttunni gegn Mafí-
unni,” segir Rocco Chinnici, sak-
sóknari í Palermo.
Breytt almennings-
ólit er árangur
Andófið gegn Mafíunni er nú farið
að skipta sköpum í stjórnmálum. I
síðustu þingkosningum á Italiu tap-
aði Kristilegi demókrataflokkurinn
miklu fylgi og er það skýrt á þann
veg að kjósendur séu orðnir leiðir á
aðgeröaleysi flokksins gagnvart
glæpastarfsemi Mafíunnar. ,JCjós-
endur snerust gegn okkur vegna þess
að þeir voru ekki sannfærðir um að
við ætluöum í raun að gera einhverjar
breytingar,” segir Leoluca Orlando,
borgarráðsmaður kristilegra demó-
krataíPalermo.
Italir vilja hertar lögregluaðgerðir
og breytta löggjöf sem samræmist
áliti þeirar á undirheimastarfsemi
Mafíunnar. „Fyrir áratug leit
almenningur á hvem sem tengdur
var Mafíunni með mikilli virðingu og
hann var álitinn hugrakkur maður. I
dag er sami maður álitinn hættuleg-
ur og talið best aö halda sig frá
honum,” segir jesúítapresturinn
Ennio Pintacuda.
Þaö getur tekið langan tíma fyrir
itölsku lögregluna að stöðva starf-
semi mafíósanna. En þessi afger-
andi breyting á almenningsálitinu
gagnvart Mafíunni er í sjálfu sér
athyglisverður árangur.
(Newsweek).
ítalska Mafían á
í vök að verjast
— almenningsálitið heimtar hertar aðgerðir gegn
ofbeidi mafíósanna
Ný tösmfðf hmfur
veitt lögreglunnl
meira frjálatræói vU
rannsókn 6 starf-
semi Mafiunnar og
það hefur loitt tíl
þess að hundruð
mafíósa hafa verið
handteknir. Þar mf
voru 59 mafiósar
handteknir i síðasta
mánuði grunaðir
um heróinsmygl.
asiiSiS
Mafían stóð að
baki morðinu 6 Chi-
esa iögregiuforingja
en það varO tíl þess
aO vekja enn meiri
andúO 6 Mafiunni.