Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1983, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1983, Síða 13
DV. FÖOTUDAGUR 22. Jttli 1981. 13 Kjallarirsn Haraldur Blöndal safnaö saman öllum upplýsingum um efnahernað Sovétmanna og heita jafnvel verðlaunum, ef finnast kynnu órækar sannanir. Eins og að framan getur, þá hafa Sovétmenn undirritað alþjóða- samninga um bann við framleiðslu og beitingu efnavopna. Þrótt fyrir það halda þeir áfram sínu strikL Vitað er, að í Evrópu hafa þeir þjálfað hersveitir, sem beita eiga eiturgasi í árás á Vestur-Evrópu, og munu þeir vera eina þjóðin í heim- inum,' sem þjálfar sÚkar herdeildir reglulega og lætur þær taka þátt í sam- eiginlegum heræfingum. Vitanlega er slíkur hemaður bannaður með alþjóðasáttmálum, en hvað varðar félaga Antropoff um það. Hins vegar hljóta menn að hafa til hliðsjónar í öðrum samningum við Sovétmenn, hversu þeir halda þá samninga um takmarkanir vigbún- aðar, sem þegar .hafa verið undir- ritaðir. Og ég get ekki séð, aðástæða sé til þess að ætla, að Sovétmenn muni frekar halda samninga um takmörkun kjarnorkuvopna en takmörkun efna- hernaðar. Vitanlega væri það æskilegt að ná samkomulagi við Sovétríkin um tak- mörkun kjamorkuvigbúnaðar. En það getur aldrei verið takmark í sjálfu sér að skrifa undir slikt samkomulag, ef vitað er, að það er þýðingarlaust og annar aðilinn er ákveðinn i að svíkja samkomulagið við fyrsta tækifæri. Er þá ekki betra að tryggja öryggi Vestur- landa með ógnarjafnvægi, láta Sovét- menn skilja það, að árás þeirra á Vestur-Evrópu verður svarað af fullri hörku. Þessa dagana er verið að ganga frá samkomulagi í Madrid um mannrétt- indL Sovétmenn munu sjálfsagt skrifa undir þann sáttmála eins og þeir skrif- uðu undir Helsinkisáttmálann. Eg fæ hins vegar ekki séð, að þessir sátt- málar muni skipta neinu máli um |mannréttindi í austantjaldsríkjunum. Þar verður sama kúgunin og áður og þeir menn sem vísa í samningana til stuðnings kröfum sínum um mannrétt- indi munu hverfa í fangabúðir eða geðveikrahæli. Meðan á þessu stendur tala Sovét- menn hins vegar um nauðsyn þess að takmarka kjarnorkuvígbúnað í Evrópu og gera ýmist aö hóta eða lofa öllu fögru. Þeir hafa hins vegar aldrei fengist til þess að lofa því að minnka herafla sinn i álfunni, þannig að hann verði ekki lengur ógnun við Vestur- lönd. Þeirra boð hafa verið um, að staðfest sé með samningi, aö yfir- burðir þeirra í Evrópu haldist. Friðarhreyfingar í Evrópu hafa tekið upp baráttu fyrir einhliða afvopn- un Vesturlanda. Afvopnun, semeraö vísu aöeins bundin við kjarnorkuvopn, en gæti þó reynst afdrifarik. Friðar- hreyfingarnar hunsa lærdóminn af afvopnuninni milli heimsstyrjaldanna, þegar Hitler fékk næði til þess að víg- búast. Þær gleyma því einnig, að friðsamleg sambúð verður aldrei tryggð með samningum einum, heldur verður að sýna friöarvilja í verki. Menn viröast oft gleyma því, að þjóðir greinir ekki á vegna þess aö þær eiga vopn og hafa heri. Þjóðir koma sér upp her og vopnum vegna þess, að ágreiningur er við nágrannann. Þegar menn geta treyst nágranna sínum, hverfur þörfin fyrir herina, — en hvenær veröur hægt að treysta Sovét- mönnum í utanríkismálum? Haraldur Blöndal A „Þjóðir greinir ekki á vegna þess að þær eiga vopn og hafa heri. Þjóðir koma sér upp her og vopnum vegna þess, að ágreiningur er við nágrannann.” /. V •+ í langskólanám eigi sér aöstandendur, sem vel eru stæðir fjárhagslega. Hvar er þá komið jaf nrétti til náms ? Menning er ekki munaður Fjármálaróðherra spyr, hvort þjóð- in vilji halda áfram þessum stööuga fjáraustri í Lánasjóö íslenskra náms- manna, Sinfóníuhljómsveitina, Þjóð- leikhúsið og margt, margt fleira, sem gerir ekkert annað en að stækka og bólgna út, ó sama tíma og við erum að 6oða samdrátt í þjóðfélaginu (Timinn 14. júlí). Það er fleira en hagsýni og þrautseigja, sem þarf til að þrauka í harðbýlu landi. Það er ekki síst menn- ing og tunga, sem skapar þá samheldni og sérstöðu, sem tryggir framtíð þjóðar. Hvort tveggja hefur for- mæðrum okkar og -feðrum tekist að varðveita, jafnvel ó tímum mannfellis og mikilla þrenginga, ef til vill með- vituð þess, að í vakandi menningarvit- und felst fjöregg þjóðarinnar. Menning er ekki munaður, hún er eölileg tjáning einnar þjóðar á sérkennum sínum og lífsreynslu. Það er þó ekki fyrr en á ailra síðustu árum, sem við höfum almennt fundiö jafnmikið næði frá lífsbaróttunni til að njóta menningarinnar. Við höfum haft tækifæri til að hlúa að og rækta táp- mikið og blómstrandi menningarlíf. Só jarðvegur hefur verið undirbúinn af alúð, sem upp úr spretta nú margir, þróttmiklir einstaklingar, sem skapa og tjá list sína með fæmi og fjöl- breytni, svo að allur f jöldinn nýtur. Þó er það ekki síður mikils vert, að al- menn þátttaka í listsköpun og menn- ingarstarfi hefur aldrei verið meiri. Allt þetta auðgar og styrkir íslenska þjóðarsál. Það er meðal forgangsverkefna Kvennalistakvenna að fjárfesta í menntun barna sinna og í þeirri mein- ingu, sem við viljum að móti þau. Þess vegna biðjumst við eindregið undan því, að kjörorð okkar skuli notað til að afsaka „spamaðaraðgerðir” eins og niðurskurð á námslánum eða fram- lögum til menningarmála. Slíkar aðgerðir teljum við ekki í anda hinnar hagsýnu húsmóður. Guðrún Agnarsdóttir þingmaður Samtaka um kvennaiista.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.