Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1983, Síða 26
34
DV. FÖSTUDAGUR 22. JULl 1883.
Andlát
Guðfinna Gnðmunda Arnfinnsdóttir er
látin. Hún fæddist 11. janúar 1899 aö
Lambadal í Dýrafirði. Foreldrar
hennar voru Amfinnur Jónsson og
Ingibjörg Sigurlinnadóttir. Hún giftist
Stefáni Brynjólfssyni og þeim
hjónunum varð fimm bama auðið. I
dag kl. 15 fer útför hennar fram frá
Neskirkju.
Afgreiöum
stimpla
með stuttum
fyrirvara.
Stimplagerð
Félagsprentsmiðjunnar hf.
Spítalastíg 10 — Simi 11640
BÍLALEIGUBILAR
HÉRLENDIS OG ERLENDIS
REYKJAVlK
AKUREYRI
BORGARNES:
BLÖNDUÓS:
SAUÐÁRKRÓKUR:
SIGLUFJÖRÐUR:
HÚSAVlK:
VOPNAFJÖRÐUR:
EGILSSTADIR:
HÖFN HORNAFIRÐI:
91-86915/41851
96-23515/21715
93- 7618
95- 4136
95- 5223
96- 71489
9&41260/41851
97- 3145/ 3121
97- 1550
97- 8303/ 8503
interRent
Katrin Bjamadóttlr, til heimilis að
Meðalholti 3, lést 10. júli sl. Hún
fæddist 19. desember 1908 í Stykkis-
hólmi. Foreldrar hennar voru Bjami
Júlíus Kristjánsson og Elísabet Hildur
Gisladóttir. Eiginmaður hennar var
Jónatan Finnbogason frá Bolungavík á
Ströndum. Þeim varð tveggja barna
auðið. Jarðarförin hefur farið fram i
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Uirica Margareta Aminoff listakona
lést i Landspítalanum að morgni 14.
júli sl. Hún fæddist í Viborg í Finnlandi
4. ágúst 1906. Foreldrar hennar vora
Ingrid Nýberg og Brúnó Aminoff.
Otförin verður gerð frá Kópavogs-
kirkju í dag, 22. júlí kl. 10.30.
Jóhann Guðmundsson frá Þrasastöð-
um verður jarðsunginn frá Siglu-
fjarðarkirkju laugardaginn 23. júli kl.
14.
Útför Eðvarðs Sigurðssonar, fyrrv.
formanns Verkamannafélagsins Dags-
brúnar, fer fram frá Dómkirkjunni í
dag kl. 13.30.
Skeifunni 17, Sími 83240/41
Heildsölubirgðir
ALMENNA
VARAHLUTASALAN S.F.
Motorcraft
Laycock
kúplingshlutir í flestar gerðir bíla.
í gærkvöldi______ í gærkvöldi
Eru rúsínur nauðsynlegar?
Af því að mér líkar orðið dagskrá
útvarpsins almennt vel allan daginn
alla daga, nema þegar hún er leiðin-
leg, þótti mér hún hitta mig illa í gær-
kvöld.
Eins og dagskrárstjóm útvarpsins
hefði skyndilega hrapað ein fimm ár
aftur í timann. Eða hef ég ef til vill
ómeðvitað lært aö hlusta venjulega
aöeins á þaö sem mér líkar og láta
hittlöndogleið?
Kvölddagskrá útvarpsins byrjaði
„Við stokkinn”. Þótt ég sé alls ekki
bam sem lesa þarf í svefn um átta-
leytið, bæði of gamall og of ungur,
greip þessi þáttur athygli mina
þegar hann var fyrst á dagskrá í vor.
Þá las Guöni Kolbeinsson. Síðan hef
ég æfinlega gefist upp á að hlusta
eins og aðrir nái ekki til min nándar
nærri með líkum hætti. Sannast
sagna álykta ég aö bestu barnasög-
urnar séu að efni og flutningi þær
sögur sem eru ekki allt of barnalegar
og væmnar. Sögukaflinn í gær féll
ekki aö mínum smekk.
Þátturinn ,,Bé einn” í umsjá
Auðar Haralds og Valdisar Oskars-
dóttur fór gersamlega fram hjá
skilningi mínum á þvi sem ég
ímynda mér frambærilegt útvarps-
efni.
Leikritið var raunar ekki svo
vitlaus della að ekki mætti leggja
eyrun að því fram yfir upphafið. En
þá er það þessi undarlegi íslenski út-
varpsleikur sem líkist mest steypi-
regni. Kappmælska leikenda verður
að suði og loks þungum nið. Ofsahröö
orðaskiptin kippa öllum stoðum
undan raunveraleikanum í viðræð-
um venjulegs fólks, að dómi manns
sem er ekki nema i meðallagi áhrifa-
gjarn og fremur raunsær í eðli sínu.
Blásarakvintett Carls Nielsens var
ábyggilega leikinn fyrir hlustenda-
könnun útvarpsins. Þeir fáu sem
hlusta á slíka tónlist á hásumrí hafa
sjálfsagt slökkt og sett plötu á stereo-
græjurnar sínar. Hinir hafa slökkt af
eintómu áhugaleysi.
Smásögunni sleppti ég til þess að
hlusta á græjumar slá útvarpinu ögn
lengur við. Og fimmtudagsumræð-
unni sleppti ég, nema með öðru
eyranu, af því að mér fannst efnið
svo yfirmáta furðulegt: ,Jilru kven-
félög stjómmálaflokkanna nauðsyn-
leg?” Þegar stórt er spurt verður oft
fátt um svör, segir máltækið. En
þegar svona er spurt, getur enginn
svarað neinu svo nokkurt vit sé i,
segiég.
Annars er útvarpið ágætt, eins og
ég tók fram í upphafi.
Herbert Guðmundsson.
Jóhanna Valdís Helgadóttir, Háaleitis-
braut 39 Reykjavík, verður jarðsungin
frá Selfosskirkju laugardaginn 23. júli
kl. 17.
Utför Jóns Gunnarssonar, Grund
Villingaholtshreppi, fer fram frá
Villingaholtskirkju iaugardaginn 23.
júlíkl. 13.30.
Áslaug Þorleifsdóttir, Tangagötu 26,
Isafirði, verður jarösungin frá Isa-
f jarðarkirkju, laugardaginn 23. júli kl.
15.
Þorvaldur Jónasson andaöist 20. júlí.
Jón Einarsson, Fannborg 1 Kópavogi,
fyrrverandi bifreiðarstjóri, andaðist
21. júlí í Landakotsspítala.
Ragnar Pálsson fyrrverandi bóndi,
Arbæ Mýrasýslu, andaöist 16. júlí í
sjúkrahúsinu á Akranesi. Otförin fer
fram frá Borgameskirkju kl. 14
laugardaginn 23. júlí.
Jón S. Helgason andaðist i Borgar-
spitalanum sunnudaginn 17. þ.m.
Otförin fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 25. þ.m. kl. 15.
Slgurlina M. Jónsdóttlr lést á Elli-
heimilinu Grund 20. júlí. Otförin fer
fram frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 28. júli kl. 1.30.
íþróttir
íslandsmeistaramót
aldursflokkanna
14ára(69)ogyngrií
• f rjálsíþróttum 1983
Meistaramót Islands 14 ára (1969) og yngri í
1 frjálsíþróttum 1983 fer fram i Reykjavík dag-
ana 23. og 24. júli í umsjá frjálsiþróttadeildar
IR. Keppt verður á frjálsiþróttavellinum i
Laugardal.
Keppnisgreinar eru:
Laugardaginn 23. júli:
Piltar: Hástökk, kúluvarp og 4X100 m
boðhlaup.
Telpur: Langstökk, 800 m hlaup og 4X100 m
boðhlaup.
Strákar: 60 m hlaup, hástökk og kúluvarp.
Stelpur: 60 m hlaup, hástökk og kúluvarp.
Félög mega senda 3 þátttakendur í hverja
grein en þó fleiri ef allir hafa náð 800 stigum
eða meira í greininni, samkvæmt stigatöflu
FRl fyrir böm og unglinga, miðaö við aldur
keppenda.
Þátttökutilkynningar þurfa að berast til
Hafsteins Oskarssonar IR eða á skrifstofu
FRl á þar til gerðum keppniskortum ásamt 20
kr. þátttökugjaldi fyrir hverja einstaklings-
grein og 50 kr. fyrir boðhlaupssveit í síðasta
lagi að kvöldi laugardagsins 16. júlí.
Sunnudaginn 24. júli:
Piltar: 100 m hlaup, 800 m hlaup, langstökk og
spjótkast.
Telpur: 100 m hlaup, hástökk, kúluvarp og
spjótkast.
Strákar: 800m hlaup, langstökk og 4X100 m
boðhlaup.
Stelpur: 800 m hlaup, langstökk og 4X100 m
boðhlaup.
SPENNUM,
BELTIN
sjálfra
okkar
vegna!
UM _
4
r
Tilkynningar
Fréttatilkynning
Háls-, nef- og eymalæknir ásamt öðrum sér-
fræðingum Heymar- og talmeinastöövar Is-
lands verða á ferð um Suðurland og Austfirði
dagana 3,—11. ágúst nk.
Rannsökuð verður heym og tal og útveguð
heymartæki. Farið verður ó eftirtalda staði:
Vík í Mýrdal 3. ágúst
Kirkjubæjarklaustur 4. ágúst
Höfn i Homafirði 5. og6.ágúst
Djúpivogur 7. ágúst
Fáskrúðsfjörður 8. ágúst
Neskaupstaður 9. og 10. ágúst
Ákveðiö hefur verið að fara á Eskifjörð,
Reyðarfjörð og Egilsstaði í okt. nk.
Afmæli
Stefán Helgason
Sextugur varö hinn 19. júlí síöast-
liöinn Stefán Helgason húsvöröur hjá
Rikisútvarpinu viö Skúlagötu. Kona
hans er frú Fjóla Þorsteinsdóttir. Þá
verður sextugur hinn 31. þessa
mánaöar Runólfur Þorkelsson sjó-
maður í Grundarfirði. Þeir eru mágar
og ætla aö taka á móti afmælisgestum
sinum á morgun, laugardaginn 23. júlí,
á heimili Stefáns og Fjólu í Krumma-
hólum 10, Breiðholtshverfi.
Runólfur Þorkelsson
Leiðrétting:
AnnarGuð-
mundur
íbankanum
1 úrskurðamefnd um lánskjaravísi-
tölu situr dr. Guömundur Guðmunds-
son fyrir hönd Seðlabankans en ekki
Guðmundur Hjartarson bankastjóri.
I frétt blaösins í gær um lánskjara-
visitölumál var hinu gagnstæða haldiö
fram, vegna misskilnings. Eru viö-
komandi beðnir afsökunar.
-HERB.
Féll f ram af
Skeiðarárbrú
og beið bana
Þýsk kona, sem hér var f erðamaður,
lést af slysförum á Skeiðarársandi í
gær. Konan var í ferðahópi á leið í
Skaftafell og hafði staönæmst viö
Skeiðarárbrú til að skoða sig um.
Konan hætti sér of nálægt brúninni
og féll hún fram af henni, i urð tiu
metram neðar. Haft var talstöðvar-
samband viö Skaftaf ell og beöiö um aö-
stoð og fór læknir frá Kirkjubæjar-
kiaustri ásamt björgunarsveitinni þar
á staöinn.
Þyrla frá vamarliöinu var einnig
send á vettvang en þegar hún var
hálfnuð þangað kom tilkynning um aö
konan væri látin og var þyrlunni þá
snúiðviö.
-klp-
Bella
Stjömuspádómar geta verið nokkuð
fóðir. Eftir að ég fór að fara eftir þeim
efur lífið breyst mikið.