Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1983, Side 28
DV. FÖSTUDAGUR 22. JULl 1983.
36
Menning
Menning
Menning
Menning
Menning
SOLDIÐ SVEITÓ
AUkt BmkMnadótdr og Kriat/tn RmnkKn mrvmmða/þaJrrm wii komafram
í Lotca-dagtkré StúthntmhJkhúitkis: KUHnn btokkur, timgMOrautt
Mynd: hrar Brynjóffsson.
Stúdentaleikhúsið:
KLÁRINN BLAKKUR, TUNGLIÐ RAUTT.
Dagskrá úr verkum Federico Gercíe Lorca.
Leikstjóm og samantekt: Þórunn Sigurðar-
dóttir.
Tónlistarumsjón: Valgeir Skagfjörð.
Sú var tíöin aö Garcia Lorca var
mikið skóld á Islandi. Er hann það
kannski enn? Þetta var i þá daga
sem þýöing Magnúsar Ásgeirssonar
á vögguljóðinu úr BlóðbruUaupi var
nýskeð komin út á prent og söng í
hvers manns huga sem séð hafði eða
heyrt. Og vegna dauða sins i
borgarastyrjöldinni á Spáni stóð
skáldiö mönnum fyrir hugskotssjón-
um sem hetjuleg ímynd frelsisins,
kæft i blóði og lifir þó allt af.
Síðan eru ýmsir tímar liðnir.
Ýmsir hafa síðan spreytt sig ó aö
þýða ljóð eftir Lorca, með misjafnri
niöurstööu, og tvö leikrit hans hafa
verið sett hér á sviö, Blóöbrullaup i
Þjóðleikhúsinu og Hús Bernörðu
Alba í Iðnó. Það finn ég raunar að er
sýning sem loðir kyrr í hug manns
þótt tímar líði.
I dagskrá Stúdentaleikhússins upp
úr verkum García Lorca er ekki
farið með Vögguþulu í hinni sigildu
þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar.
Engin ástæða að finna að þeirri
ákvörðun, ljóðið kemur hér fyrir á,
sínum stað í Blóðbrullaupi, og eðli-
legt við svo búið að viðhafa leik-
þýðinguna eftir Hannes Sigfússon. Af
þeim brotum leiksins sem hér voru
flutt er raunar svo að heyra að
þýðing Hannesar sé magnþrungið
verk, og væri gaman að eiga kost á
aö lesa hana. Hefur Blóðbrullaup
nokkuð verið prentað? En ekki öðlast
Leiklist
ÖlafurJónsson
ljóðmál hans vængi i líkingu viö
kvæði Magnúsar, hvað sem öðrum
kostum þýðingarinnar liður. Það er
kannski aðeins þar sem García
Lorca er talandi skóld á islensku enn
þann dag i dag?
Og af leikatriðunum i Stúdenta-
leikhúsinu að dæma, brotum úr Blóö-
brullaupi og Yermu, er svo að sjó
sem ansi mikil víöátta sé á milli
ungra íslenskra leikara og sjólfra
þessara leikja, raunsæislegra
alþýðulýsinga og ljóðrænna
tilfinningamála sem þar bendlast
saman. Án þess að þekkja nánar til
efnisins er ég samt sem áður viss um
aö ekki tjóar að leika Yermu upp á
„þjóðlegan íslenskan” móð líkt og
leikurinn gerðist á grasafjalli og
baðstofu. Var það samt ekki nokkurn
veginn þetta sem Kristin Olafsdóttir,
Ragnheiður Amardóttir og þau hin
voru að reyna við leiösögn Þórunnar
Sigurðardóttur? Og varð þá soldið
einsogsveitó.
Þýðing Hannesar Sigfússonar á
Blóðbrullaupi hljómar, eins og ég
var aö segja, ansi vel og áheyrilega.
En í flutningi var eins og alúð leik-
endabeindist öll að bragnum, þvíað
koma kveðskap til skila svo hann
hljómaöi hátt og snjallt, en hið
dramatiska frásagnarefni og mann-
lýsingar sem öll þessi kveðandi snýst
um færðist í þessum meðförum allt í
aukana með ýkjum og ósköpum.
Áreiöanlega er samt ástriðan í
þessum harmleik innan í en ekki
utan á þátttakendum hans. Helst var
að Andrési Sigurvinssyni auönaöist
að gæða ljóðmæli mánans raunveru-
legu tilf inningagildi og merkingu.
Það er eflaust ansi vandasamt aö
fara með leiki eins og Yerma, Blóð-
brullaup svo að hljómi rétt og satt,
svo langsóttir og framandi okkur
sem þeir á ýmsa lund eru, fyrir utan
tæknileg vandkvæði í flutningi leik-
ljóða. Smáljóö eftir Lorca, Kveðið ó
hestbaki og Tataraljóð sem Kristjón
Franklín Magnús og Andrés Sigur-
vinsson fluttu í dagskránni, hvor-
tveggja í þýðingu Helga Hálfdánar-
sonar, þurfa ekki á aö halda og mega
raunar ekki við leikaralegum til-
burðum, dramatisku gervi um fram-
sögnina: líf þeirra liggur í sjálfum
hinum einfalda texta, í og milli orð-
anna, ef þau öðlast líf á íslensku.
Það sem best tókst í Lorca-dag-
skrá Stúdentaleikhússins hygg ég að
hafi verið tónlistin, sem Arnaldur
Ámason og Valgeir Skagf jörð gítar-
leikarar og Gunnþóra Halldórsdóttir
fiðluleikari fluttu svo einkar áheyri-
lega. Allténd gítarinn hljómaöi
spænskt í Félagsstofnun. Og peria
sýningarinnar var raunar söngur
Valgeirs um Don Perlimplin og
þeirra Kristínar Olafsdóttur um
hanana tvo, annan rauðan og annan
svartan.
En það er ekki þar fyrir: það er
eins og endranær dágóð kvöld-
skemmtun i boði i Stúdentaleikhús-
inu, enda var henni virktavel tekið á
annarri sýningu á mánudagskvöld.
Hörku Rally-Cross keppni á Húsavík:
HAFSTEINN HAUKS-
SON SIGRAÐIÁ
ESCORT
Síðastliðinn sunnudag var haldin bíll hans bilaði í Húsavíkurrallinu dag-
Rally-Cross keppni á braut Bifreiða- inn áður lét hann slag standa og dreif
íþróttaklúbbs Húsavikur ofan við sig bara í keppnina. Varð keppnin milli
Húsavíkurkaupstað. Þessi keppni var hans og Þórðar mjög tvisýn og spenn-
liður í Islandsmeistarakeppninni í andi, og í tveim fyrstu riðlunum, þar til
þessari grein bílaíþrótta og voru 9 í síðasta hring, að Hafsteinn tók foryst-
keppendur skráðir til leiks. Þar á una og hélt henni síðan til loka keppn-
meöal var Þórður Valdemarsson, sem innar. I fyrsta riðli tókst tveimur kepp-
nú er efstur að stigum til Isiandsmeist- endum að velta bilum sínum í sömu
ara, og Hafsteinn Hauksson sem gerði beygjunni en engin meiðsli urðu á
garðinn frægan í skoska rallinu um mönnum, enda eru öryggiskröfur í
daginn. Reyndar ætlaði hann ekki að keppni af þessu tagi mjög strangar.
keppa i þessu ralli, en þar sem Escort Urslit urðu, sem áöur segir, þau að
Hafsto/nn Hauksson ekur hir Ford Escort bt sknan tk sfgurs í RaHy-Cross kappntnn! 6 Húsavlk um sÍOustu
he/gl. Mynd:ÓQ.
Hafsteinn Hauksson sigraöi á Ford
Escort, i öðru sæti varð Þórður Valde-
marsson á VW og í þriðja sæti varð Er-
ik Carlsen ó Fiat 125. Fjöldi óhorfenda
fylgdist með keppninni þrátt fyrir
óhagstætt veður, rok og kulda. Næsta
Rally-Cross keppni verður á sunnudag-
inn kemur á Akureyri á vegum Bíla-
klúbbs Akureyrar.
-ÓG.
\3
VtKAH
mfgest3
ígíBfS®-
MEÐAL EFNIS
í ÞESSARIVIKU