Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1983, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1983, Page 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR 199. TBL. — 73. og9. ÁRG.FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983. Rússar skutu þrívegis að júmbóþotunni Meö öflugri njósnatækni viröist Bandaríkjamönnum hafa tekist aö hljóörita fjarskipti sovésku orrustu- flugmannanna viö stjórnendur sína, áöur en s-kóreanska farþegaþotan var skotin niöur og meö henni 269 manns. Af þessum hljóöritunum er ekki annað að heyra en Rússamir hafi þrívegis skotiö eldfiaugum að far- þegaþotunni. Styöst þaö einnig viö lýsingar áhafnar japansks fiskibáts sem var aö veiðum um 50 mílur vestan lofthelgismarkanna viö Shakalin-eyju. Fiskimennirnir lieyröu þrjár sprengingar úr þeirri átt og sáu þrjú leiftur lýsa upp him- ininn. Af fjarskiptunum er ekki annaö aö heyra en árásin á farþegaþotuna hafi langan aðdraganda og hefur því ekki verið neitt bráöræðisverk unnið í óöagoti einhvers umboðslauss flug- manns. Bandaríkjamenn halda því fram að flugmaðurinn eða flugmenn- imir hafi verið í sjónmáli við far- þegaþotuna og ekki getað verið í neinum vafa um hvers konar skot- mark þeir höfðu. -GP — sjá nánar fréttir á bls. 6 og leiðara bls. 12 Fánastengumar tómlegar i morgun. Búifl að ganga 6 röðina í nfltt og hirða fánana. Ekki hafði náflst i „fánamennina" i morgun. DV-mynd: S. Iðnsýningarfánum var stolið í nótt Það var heldur tómlegt aö líta á fánastengurnar fyrir utan Laugardals- höllina í morgun eftir aö flestöllum fánum sýningarinnar haföi verið stoliö. Þaö var rétt eftir klukkan fjögur í nótt aö lögreglan varö vör viö aö Nýja Brunaliðið, Matthías Á. Mathiesen, Magnús Kjartansson og Björgvin Halldórsson, léku á fjöl- skylduskemmtun FH í Hafn- arfirði í gær og sannaðist þar hið fornkveðna að Hafn- firðingar eru ekki leiðinlegir. Enn er alls óvíst hvort nýja Brunaliðið verður sett inn í fjárlögin og iátið slökkva verðbólgubálið. -EIR/DV-mynd Bjarnleifur. Evrópumót íslands- hesta hefst í dag Frá Guölaugi Tryggva Karlssyni. Tii keppni hér í Roderath í Þýskaiandi eru aö þessu sinni mættir Islandshestar frá 11 þjóðum í Evrópu en hver þjóö hefur rétt til að senda 7 hesta og jafnmarga knapa og þær nýta þetta allar nema tvær. Hér eru því tæplega 70 - hestar í keppni. Forsvarsmenn gera ráð fyrir 10.000 áhorfendum hvaðanæva, þó mest frá Þýskaiandi. Veðrið hefur veriö mjög gott, 20—30 stiga hiti, en í dag er dumbungur en þaö er betra fyrir hestana en mikili hiti. Hestarnir sem verið hafa í upphitun og þjálfun viröast vera misjafnlega góöir en það er greini- legt að innan um eru mjög góðir hestar. Einn hestanna úr Islands- sveitinni, Sproti frá Torfastööum, hljóp 250 metra skeiðsprett á 22 sekúndum, sem er náiægt Islands- metinu. Eigandi er Hallgrímur Hailgrímsson og knapi er Reynir Aðalsteinsson. Greinilegt er að það veröur hörö keppni en hún hefst 1 dag með keppni i fimm- og fjórgangi. Heiðursgestur mótsins er Jón Helgason landbúnaðarráðherra. Mótinulýkurásunnudag. SLS fímm manns bjargað úr brennandi skipi Togskipið Brimnes SH 257 frá Olafsvík, varð alelda um sexleytið í morgun. Ahöfninni, fimm manns, var bjargað um borö í vélbátinn Saxhamar SH 50 og er áætlað aö komið verði með áhöfnina til Rifs um hádegisbilið í dag. Brimnesið var statt um 26 sjómílur vestur af Dritvíkurtöngum, þegar eldurinn kviknaði í skipinu. Saxhamar kom fljótt að skipinu og tókst að bjarga mönnunum. Varðskip kom einnig á staðinn. Um áttaleytið í morgun voru varðskipsmenn að berjast við eldinn en þá var afturendi skipsins alelda og yfirbyggingin fallin. Engir varðskipsmenn höfðu þá verið sendir um borð. Brimnesið er 105 tonna eikarbátur og var á togveiðum. Saxhamar, sem bjargaði mönnunum, er frá Rifi. Búist var við því þegar þetta er skrifað um hálftíuleytið að stutt væri í að Brimnesið sykki. -JGH. fánarnir væru horfnir. „Fána- mennirnir” virðasta hafa gengiö á röðina og hirt fánana en til hvers i ósköpunum er erfitt að skilja. Um fimmtíu þúsund manns hafa nú séð Iðnsýninguna en ólíklegt er að gestimir í dag eigi eftir að koma að fánum prýddum iðnsýningarfána- stöngum. -JGH. Hugmyndir Steingríms um sölu ríkis- fyrirtækja — sjá bls. 5 • Hvaðeráseyöi umhelgina? - sjá bls. 17-24 • Jökiarstækka — sjá bls. 3 • Risalúða álandíBol- ungarrík — sjábls.4 Vinsældalistar beggja vegna i Atlantsála — sjá bls. 37 SHaBBBEBg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.