Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1983, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER1983. 9 Neytendur Neytendur Farið varlega við hreingeminguna: Betur vinnur vit en strit A síðustu áratugum hef ur orðið alger bylting í tækni. Vélar og tæki eru farin að gera hluti sem enginn vissi einu sinni að til væru fyrir nokkrum árum. Þetta hefur nýst fólki vel á vinnumark- aönum. En þegar inn á heimilin er komið blasir við önnur mynd. Að sönnu eru þar til ótal tól og tæki sem hjálpa til við þau verk sem vinna þarf. En hversu langt verður í það að vélmenni geti tek- ið til á meðan við bregðum okkur í vinnuna? Því miður nokkur ár að minnsta kosti. Þangað til verðum við að sætta okkur við að vinna húsverkin sjálf. Eins leiðinleg og flestum finnst þau. Það er ekki nóg með að húsverkin séu leiðinleg, þau eru erfið líka. Reikn- að hefur verið út aö húsverk séu um það bil helmingi auðveldari en hlaup. Þaö þýöir að húsverk í klukkutíma eru álíka erfið og hlaup í hálftíma. Samt vinnur margt fólk húsverk en dettur ekki í hug að reyna að hlaupa. Við hús- verkin er nauðsynlegt að nota allan líkamann. Vöðva og bein, hjarta og lungu. I rauninni eru þau fínasta líkamsrækt. Þaö er hins vegar ekki sama hvernig unnið er við hreingeminguna. Eins og við alla aðra vinnu er hægt að valda líkamanum tjóni við húsverkin. Ef ekki eru notuð rétt verkfæri og unnið á réttan hátt meö þau. Mikilvægast er að vernda hrygginn eftir mætti. Til þess er best að fylgja eftirfarandi átta ráðum: 1. Reyniö að vinna eins mikið og unnt er með hrygginn beinan. 2. Notið verkfæri með löngu skafti eða framlengingarskafti. 3. Varist að snúa upp á og beygja líkamann mikið við vinnuna. 4. Styðjið ykkur við með annarri hend- inni við þvott á veggjum og borðum. 5. Lyftið ekki þungum hlutum nema meö annarra hjálp. Þá skuluð þið beygja ykkur í hnjánum og mjöðm- unum, halda hryggnum beinum og halda því sem lyfta á eins nálægt líkamanum og unnt er. 6. Notið skemii eða tröppu til að vinna við eitthvað sem er í brjósthæð eða hærra. 7. Togiö fremur í hluti en að ýta þeim. Notiö líkamsþungann og spymið í með fótunum. 8. Hvíliö ykkur í stutta stund ööru hverju og reynið þá að slappa alveg af. Gólfin erfiðust Erfiöasta verkið viö aö gera heimilið hreint er að þvo gólfin eða ryksjúga. Þessi verk verða bæði mun auðveldari ef skaftið á gólfskrúbbnum og barkinn á ryksugunni eru nógu löng. Skaftið á skrúbbnum á að vera jafnlangt þeim sem notar það. Og á ryksugunni á að vera harður barki sem nær þeim sem við hana vinnur í öxl. Ef svo er ekki á ryksugu heimilisins ættuð þið að at- huga hvort umboðsaðili hennar selur ekki viðbót. Sogkraftur ryksugunnar verður einnig aö vera nægilegur. Ekki á að vera þörf á því aö þrýsta endanom á ryksugubarkanum ofan í teppiö. Það á aö vera nægilegt að strjúka honum laust eftir gólfinu, fram og til baka. Vinnið fram fyrir ykkur og haldið • líkamanum beinum. Flytjið þungann oft á milli fótanna. Þá eru það einkum stóru vöðvarnir í fótum sem vinna verkiö og hryggnum er hlíft. Við ryksog úti í hornum er best að beygja sig vel í öðru hnénu og styðja jafnvel með annarri hendinni á hnéö. Þegar ryk er sogið undir lágu borði eða sófa muniö þá að beygja vel mjaðmir oghné. Aö taka saman lausa hluti sem liggja um íbúðina og að þurrka ryk er léttasti hluti húsverkanna. En þegar þurrkaö er af lágum borðum eða hillum eða strokið af veggjum er best að beygja sig í hnjánum og mjöömunum og styöja hendinni á borðið eöa hnéð. Hryggurinn á að vera beinn. Ef þurrka á af háum skáp eða hillu er best að nota bursta með löngu sfcifti. Hægt er að vefja klút utan um hausinn á burst- anum ef vill. Að búa um rúmin Flest rúm eru bæði lág og breið. Því getur umbúnaöur þeirra verið erfiöur ef ekki er farið rétt að. I stað þess að standa með fætur beina og bogið bak er betra aö beygja annað hnéð upp á rúm- ið og strekkja lakið í gagnstæða átt. Haldiö umfram allt bakinu beinu. Best er ef rúmið stendur ekki upp við vegg ef tveir hjálpast að, hvor sínum megin við rúmið. Best er aö leyfa rúminu að standa nokkra stund áður en búið er um. Þá nær það að kólna og loft að leika um sængurfötin og eigendur þess náaöliðkasig ögn. Mikilvægasta reglan viö hreingem- ingu á heimilinu er samt sú síðasta. Að hvíla sig vel ööru hverju. Stutt stund er nægileg. Flestir þeir sem togna eöa meiða sig við heimilisstörfin gera það af þvi að þeir eru að flýta sér að klára þau. Njótið þess að hvíla ykkur, þið hafið þegar unnið mikiö. Hugsið um það fremur en allt það sem eftir er. DS/Þýtt Neytendur IMÝKOMNIR KULDASKÓR í ÚRVALI FYRIR DÖMUR OG HERRA Skóverslun Þórðar Péturssonar Laugavegi 95, sími 13570. FÖSTUDAGSKVÖLD IJIS HÚSINUI í Jl! HÚSINU OPIÐ í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 10 í KVÖLD OPIÐ ** P" i NÝJUNG LAUGAR DAGA I mL; EURGCARD JL grillið Op'tð® ^ Grillréttir allan daginn vets'unaí ' Réttur dagsins MATVÖRUR FATNAÐUR HÚSGÖGN HÚSGA GNA ÚR VA L Á TVE/MUR HÆÐUM. RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL Munið okkar hagstæðu greiðslu- skilmála jib Jón Loftsson hf. /A A A A A A . C3 i : r.j 3 _j UuJij . 3 rz ;.juuuaj.i|n rjLiumjjj ttiIT III znc Hringbraut 121 Sími 10600 VOLVO 244 GL '82, ekinn 22.000 km, beinsk. m/yfirgír. Verð kr. 395.000. VOLVO 244 GL '82 ekinn 5.000 km, sjálfsk. Verð kr. 430.000. VOLVO 244 GL '81 ekinn 40.000 km, beinsk. m/yfirgír. Verð kr. 360.000. VOLVO 244 GL '80 ekinn 46.000 km, beinsk. Verð kr. 300.000. VOLVO 244 DL '78 ekinn 60.000 km, beinsk. Verð kr. 205.000. VOLVO 264 GLE '78 ekinn 103.000 km, sjálfsk. Verð kr. 285.000. VOLVO 245 DL '76 ekinn 138.000 km, sjálfsk. Verð kr. 165.000. VOLVO 144 DL '74 ekinn 130.000 km, beinsk. Verð kr. 100.000. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM FRÁ KL. 10-16. VOLVOSALJJRINN Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.