Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1983, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER1983. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Risalúða á landíBol- ungarvík Skuttogarinn Dagrún frá Bolungarvík veiddi á dögunum fisk sem menn teija aö sé stærsti fiskur sem veiðst hafi hér við land í ára- raðir. Var þetta lúða sem reyndist vera yfir 200 kg á þyngd — nánar tiltekíð 201 kg þegar búið var að koma henni á vigtina í Bolungarvík. Þar var hún og mæld og reyndist hún vera 2,60 metrar á lengd og U0 metrar á breidd. Risalúðu þessa veiddi Dagrún í Þverálnum á um 70 metra dýpi. Menn fyrir vestan telja sig aldrei fyrr hafa séð eins stóran fisk og eru j Vestfiröingar þó ýmsu vanir í þeim efnum. -kip- Stórfelld naf laskoðun hafin f Þjóðviljanum Mosfells- hreppur reynir að laða til sín Starfsmenn Þjóöleikhússins komu saman í leikhúsinu í gœr eftir sumarleyfi. Hinn nýi þjódleikhússtjóri, Gísli Alfreðs- son, spjallaði við starfsmenn hússins og eftirþað kom fólkið saman á tröppum Þjóðleikhússins. Þar myndaði Ijósmynd- ari DVstarfsmennina ígóða veðrinu. DV-mynd Bjarnleifur. Heimsmeistaramót æskumanna f skák: Skrítin trúarbragðadeila er komin upp í Alþýðubandalaginu. Þessi deila fer auövitað fram í Þjóðviljanum og kemur þeim einum við sem skoða á sér naflann til að vita hvort hann er rauðari en naflinn á næsta flokks- féiaga. Árni Bergmann hefur tekið að sér sem ritstjóri að svara fyrir gagnrýni á málgagnið fyrir linkind og aumingjaskap í pólitík, en gagnrýnandinn er einhver rússneskt menntaður fiskifræðingur. Virðist deilan gefa til kynna, að Árni hafi misst af einhverju fyrst hann fór ekki í fiskifræðina í Moskvu, heldur tók upp á þelm fjanda að læra fög, þar sem hugurinn er látinn reika, jafnvel alla leið út af sakramentinu, ef trúa má orðum fiskifræðingsins. Annars sýnir núverandi trúar- bragðadeila hvað kommúnistum er létt að ástunda hugmyndafræðf margvislega, en stjórnarstörf þeirra sýna hins vegar, að mælskufroðan dugir lítt þegar kemur að raunveru- leikanum. Vandamál daglegs iífs verða ekki leyst með blaðagreinum eða naflaskoðun. Jafnframt þessari blaðadeilu um kórréttan skilning á kommúnlsma, fljúga draugar um hliðarsali i Alþýðubandalaginu um þessar mundir. Morgunblaðið lætur liggja, að því i gærmorgun að púkum þess- um blási Ólafur Ragnar Grímsson úr púkablístru sinni yfir llð, sem situr fyrir í fleti i þingsætum, sem hann þarf að nota, og eru þar tilnefnd þau heiðurshjúin Guðmundur J. og Guðrún Helgadóttir. Virðist eiga að senda Guðmund J. i þinglega útlegð til New York, þar sem hann getur bætt á sig nokkrum kilóum að nýju i svonefndum „Deli-búðum”, en að öðru leyti eytt timanum við að hlusta á marklaust raus í marklausustu stofnun heimsins, Sameinuðu þjóðunum, á meðan pólitisku fylgi hans er aö blæða út i Reykjavík. Er það von okkar vina Guðmundar J. að hann fari hvergi og léti glókollinn sit ja úti í kuldanum, þegar þing byrj- ar, þvi ólíkt er nú Guðmundur J. þinglegri fulltrúi en Ólafur Ragnar, ' enda kemur hann fram af minna óða- goti. En þó deilt sé um trúarbrögðin i Þjóðviljanum og nafli eins sé rauðari en annar, þá þurfa menn að standa í sinum daglegu stimpingum, sem koma fræðikenningum litið við. Svo var í Dagsbrún á dögunum, þar sem næstum heilagir menn höfðu lengi ráðlð rikjum, þ.e. menn, sem stóðu ofan og utan við dægurþrasið og nutu virðingar langt út fyrir mörk fræði- púkaþvögunni í hliðarsölum Alþýðubandaiagsins, en Dagsbrún er borgið í bili, og skal þó engin ætlast til að hún slaki á klónni. Þannig standa margvíslegar trúarbragðadeilur þvert í gegnum Alþýðubandalagið, og því er lítið pláss fyrir verkalýðssinna og þá, sem vilja vinna í þágu þeirra fáu verkamanna, sem ekki hafa gengið og ætla sér ekki langskólaveginn. Hins vegar hefur Alþýðubandalagið komið sér upp einskonar „surrogat” liði, sem heldur að rauður nafli sé nóg til að geta talist til verkalýðs- hreyfingar og er þá átt við lögfræð- inga og skrifstofumenn með gráðu. Guðmundur J. kallar þá gáfumanna- lið á góðum stundum og mó nú gjalda fyrir með harðnandi and- stöðu. Auðvitað eru til einstakir gáfumenn, sem Guðmundur getur talað við, en því einungis að þeir telji sig ekki verkamenn. F.kkl verður séð á þessari stundu hvort Guðmundiu- J. verði hrakinn tU New York, og hvort glókoUlnum tekst að gera hann landrækan út af einu þingsæti. En hitt er ljóst að Ámi Bergmann tapaði leiknum, þegar hann forsmáði fiskifræðina í Moskvu, enda er nafli hans fölur. Svarthöfði. kenninganna. Þar getum við nefnt Sigurð Guðnason, Hannes Stephensen, Eðvarð Sigurðsson og Tryggva EmUsson. En þessi ágæta og harðsnúna stofnun, hin raunveru- lega baráttusveit fyrir bættum kjörum verkamanna, sem fer nú mjög fækkandi í landinu, enda allir famir að útskrifast úr háskóla, hefur orðið að setja niður vegna harðsnú- inna stráka með eldrauðan nafla, en minna vit á verkalýðsmálum. Jakinn góði sá að við svo búið mátti ekki standa og fékk einn af toppmönnum flokksins og góðan vin tU að taka að sér framkvæmdastjórnina í Dags- brún. Um þá ráðstöfun er dettt í Nú er að duga eða drepast fyrirtæki „Með þessu erum við að reyna að ýta undir atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu og laða til okkar fyr- irtæki,” sagði PáU Guðjónsson, sveitarstjóri Mosfellshrepps, I sam- taliviðDV. Hreppsnefndin samþykkti á fundi sínum þann 17. ágúst síðastUðinn að bjóða fyrirtækjum betri greiðsiukjör á gatnagerðargjöidum. Aö tiUögu at- vinnumálanefndar var samþykkt að fyrirtæki sem lóð fengju í MosfeUs- hreppi greiddu þriðjung gatna- gerðargjalds við úthlutun en afgang- inn vaxtalaust á þremur árum. „Þetta er ekki það eina sem við er-' um að gera í þessum efnum. Það Uggur fyrir samþykkt varöandi fyU- ingarefúi. Til að létta undir meö þeim sem byggja á svoköiluðum „erfiðum ióöum” mun hreppurinn leggja til frítt fyUingarefni,” sagði sveitarstjórinn. Hann nefndi einnig að á vegum hreppsins væri í gangi könnun á áhuga manna á iðngörðum. -KMU Eru okkar pUtar á heimsmeistara- móti æskumanna í skák vestur í Chi- cago að missa dampinn ? Alitaf er það svona, tautaði von- svikinn skákunnandi þegar fregnir bárust af ósigrinum gegn USA, jafn- teflinu gegn Þjóðverjum og hinum nauma sigri yfir B-sveit Bandarikj- anna. Islendingar byrja aUtaf svo glæsi- lega, sagði sá vonsvikni, en svo missa þeir dampinn og hafna ein- hvers staðar nálægt miðju. Það er sama hvort það er handbolti eða skák eða eitthvað annað — aUtaf er það sama sagan, byrja vel og enda iUa! Það er kannski flugufótur fýrir þessum dapurlegu ummælum en þó er margs að gæta varðandi piltana okkar í Chicago. Þegar í 2. umferð mættu þeir Skotum, sem ekki eru nein lömb að leika sér við, og ger- sigruðu þá, 4—0. I 3. umferð tefldu þeir við Rússa og héldu jöfnu eftir æsispennandi viðureign og síðan hafa þeir teflt við aðrar öflugustu sveitir keppninnar, hverja af ann- arri. Þaö lætur að Ukum að þeir eru orðnir nokkuö dasaðir og það liggja æmar ástæður til þess að mótið hefur mætt meira á þeim en öðrum keppendum. Hinar sveitirnar hafa á að skipa fríðu föruneyti, Uðsstjóra, leiðbein- endum og aðstoðarmönnum, en ís- lensku piltarnir verða að sjá um sig algerlega sjálfir. Þeir vinna sjálfir úr biðskákum, senda sjálfir fréttir heim tU fjölmiðlanna, útrétta sjálfir það sem til þarf og eru þama allt í öllu. Jafnvel afarmennin rússnesku hafa tvo varamenn en Islendingar bara einn, sem hvíUr þá tU skiptis. Ef til má segja að þetta fyrirkomu- lag sé á vissan hátt viðeigandi því að það er í samræmi viö þá staðreynd að pUtamir önnuöust sjálfir allan undirbúning keppninnar, öfluðu sjálfir ferðafjárins og sáu einir um aUa skipulagningu, röðuðu sjálfir í sætin og stjóma sér sjálfir á móts- stað. Skák Baldur Hermannsson Skáksamband Islands hefur verið á flæðiskeri í fjármálum nú um hrið og sá sér ekki fært að styðja pUtana tU þessarar ferðar. Þeir gengu sjálf- ir miUi fyrirtækja og stofnana og öfl- uðu sér stuðnings og eiga alUr þessir aðUar mikinn heiður skiUnn fyrh- sinn skerf í þessu máli. Það sem einkenndi taflmennsku pUtanna framan af var óbugandi baráttuandi og ótrúleg þrautseigja í biðskákunum, sem bæði hafa verið margarogerfiöar. Keppikeflið er vitaskuld 2. sætið, því að það fyrsta er svo gott sem frá- tekið þegar Rússar eru með í leikn- um. Þó að piltarnir hafi dálitiö slak- að á klónni seinni part mótsins eiga þeir ennþá góða von um að hreppa hnossið, en tU þess að svo megi verða má ekkert út af bera í tveimur síð- ustu umferðunum. Ekki verður teflt í dag, föstudag, en á morgun verður lokarimman háð og þá fæst úr því skorið hver fær þann heiður að standa næst Rússum 'að leikslokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.