Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1983, Qupperneq 6
6
DV. FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Rússar
skutu
þrisvar
á júmbó-
þotuna
— Hljóðritamir af fjarskiptum
sovésku orrustuflugmannanna
gefa slíkt til kynna
Chun Doon Hwan, forseti S-Koreu,
sakaði í morgun Sovétríkin um
„ólýsanlega villimennsku” með því
að láta skjóta niður yfir Japanshafi
s-kóreanska farþegaþotu með 269
manns innanborðs.
1 einni skýrslu Bandaríkjamanna,
sem fylgdust með fjarskiptum
sovésku orrustuþotunnar við stjórn-
endur sína á jörðu niöri, er þvi haldiö
fram aö sovéskur flugmaður hafi
skotiö þrem eldflaugum aö júmbó-
þotunni.
Ríkisstjóm S-Kóreu kom saman tU
fundar út af þessum atburði en síðan
kom Chun forseti fram í útvarpi og
sjónvarpi þar sem hann fordæmdi
Sovétmenn fyrir það sem hann kaU-
aði „óafsakanlega árás”. Krafðist
hann afsökunarbeiðni Sovétstjómar-
innar og lét í veöri vaka að S-Kórea
mundi gera kröfur um bætur á hend-
ur henni. Árásina kaUaði hann „synd
gegn Guði og mönnum og ólýsanlega
viUimennsku”.
Japönsk fréttastofa vitnar í skýrsl-
ur Bandaríkjahers sem rekur rat-
sjárstöövar nyrst á Japanseyjum og
hlýddi á fjarskipti Sovétmanna um
það leyti sem s-kóreanska þotan
hvarf út af ratsjám við Shakalin-
eyju. Af hljóðritunum má heyra hvar
stjómandi á jörðu niðri gefur
orrustuflugmanninum fyrirmæli um
að miða á þotuna. „Eg hef hana í
miöi,” svarar flugmaðurinn.
„Skjóttu,” er þá sagt. „Ég hef skot-
ið,” staöfestir flugmaðurinn. —
Þetta heyrist síðan endurtekiö þrí-
vegis.
Japanskur fiskibátur var á veiðum
á svipuðum slóðum. Áhöfn hans ber
þaö að hún hafi heyrt þrjár
sprengingar úr þeirri átt sem vænta
má að flugvélin hafi verið. Björt
leiftri brá fyrir á himninum.
Kremlstjómin hefur enn ekki svar-
að ásökunum Bandaríkjamanna um
að hún sé sek um „viðurstyggilega
misgjörð” í þessu máli. Hún hefur
viðurkennt að orrustuþotur hafi ver-
ið sendar í veg fyrir óþekkta flugvél
sem rofið hafði lofthelgi Sovétríkj-
anna og hundsað viðvaranir. Hún
hefur ekkert viljað segja um hvað
orrustuþoturnar vora látnar gera.
Bandaríkin:
Slæmar upp-
skeruhorfur
Miklir þurrkar sem gengiö hafa yfir
miðvesturríki Bandaríkjanna virðast
munu valda miklum uppskerubresti í
landinu. Verðlag á kornvöra fer
hraðhækkandi, ekki síst vegna þess að
erlendir aðilar hafa boðið hátt verð.
Talið er að veðurfar hafi ekki verið
óhagstæðara í Bandaríkjunum síðan
árin 1936—37.
Margir kaupsýslumenn á kornvöra-
markaðnum í Chicago búast nú við því
að uppskera á sojabaunum verði
aðeins 1,5 milljaröar skeppa, en fyrir
aðeins mánuði var því spáð að
uppskeran yrði 1,84 milljarðar skeppa.
Miðaö viö fyrri ár, bendir því allt til að
uppskera á sojabaunum minnki um
19%. Þá er búist við að hveitiuppsker-
an verði óvenjulítil aö þessu sinni.
Við þessar fréttir hefur mikil spá-
kaupmennska hafist á kornmörkuðum
og nú kosta sojabaunir í Bandaríkjun-
um 9,14 dollara skeppan, miðað við af-
hendingu í nóvember, en sama magn
kostaði 5,70 dollara fyrir tíu mánuðum.
Sojabaunir era helsta útflutningsvara
Bandaríkjamanna, fyrir utan hergögn.
Útlönd
Drógu upp
Einingar-
fánann á
Mont Blanc
Þrír Pólverjar, sem klifu Mont
Blanc, hæsta fjall Evrópu, höföu
með sér 15 fermetra fána Einingar,
hinnar bönnuðu verkalýðshreyfing-
ar Póllands, og drógu hann að húni
uppi á tindinum í tilefni þriggja ára
afmælis Einingar.
Bannað að
striplast
Ungversk yfirvöld ætla nú að
taka hart á fólki sem baðar sig nak-
ið á almannafe;rí. Hér eftir liggja
viö slíku um 500 króna sektir.
Það þóttu meiri brögð að því í
sumar í hitabylgjunni en áöur aö
fólk kastaði klæðum og baðaði sig á
evuklæðunum einum í Dóná og
tjömum.
Slík nekt er hins vegar leyfö í
Austur-Þýskalandi og Júgóslavíu.
Tékknesk yfirvöld hafa til athugun-
ar aö sýna einnig slíkt frjálslyndi.
Boeing 747 farþegaþota af sömu gerð og sú kóreanska, sem skotin var niður yflr Japanshafi á leiðinni frá New York
til Seoul, með 269 manns innanborðs.
Kortið sýnir flugleið s-kóreönsku júmbóþotunnar frá Anchorage í Alaska fyrir
Kamchatka-skaga — eftir fullyrðingum Sovétmanna að dæma — og Shalakin-
eyju. Sovétmenn hafa á þessum slóðum öflugar herstöðvar fyrir kafbáta og
flugher. — S-Kóreumenn segja að flugvélin hafi verið mjög vel búin nýtísku
siglingatækjum og trúa illa að vélin hafi villst inn í loftbelgi Rússa.
Nota ekki þessa
flugleið oftar
Kóreanska flugfélagið (KAL)
því yfir í morgun að þaö gæti ekki
lengur notað sömu flugleiðina sem
júmbóflugvélin fylgdi þegar hún
var skotin niður af Sovétmönnum í
gær.
„Við getum ekki oftar notaö leiö
nr. 20, sem var ein af fimm aðal-
flugleiðunum yfir suöurhvelið. Hún
liggur of nærri sovésku yfirráða-
svæöi og forðast ber svipuö atvik í
framtíðinni,” sagöi talsmaður
KAL.
Hann sagði að leiðin lægi um 80
mílur sunnan við lofthelgi Sovét-
manna við Sakhalin-eyju. Kvað
hann erfitt að trúa fullyrðingum
Sovétmanna um að vélin hefði brot-
ið lofthelgi Sovétmanna. Hún hefði
verið útbúin með nýjustu tæki og
tölvur til loftsiglinga.
KAL beinir nú sjónum sínum aö
öðrum flugleiðum í stað nr. 20. KAL
er næststærsta flugfélag Asíu með
um 42 vélar en japanska félagið
JAL er það stærsta.
farþegaþot-
unnar
Tryggingakröfur vegna kóre-
önsku farþegaþotunnar og þeirra
269 manna sem fórust með henni
þegar sovéskar orrustuþotur skutu
hana niður við Shakalineyju gætu
fariö upp fyrir 435 mUljónir
dollara.
Kóreanska flugfélagið KAL lýsti
hafði tryggt Boeing 747-véUna fyrir
35 milljónir doUara hjá Oriental
Fiere and Martoe-tryggingarfélag-
inu og farþega og farm fyrir aUt að
400 miUjónir dollara.
Ættingjar áhafnarinnar (sem í
voru 29 menn) gætu einnig fengið
aUt að 40 þúsund doUára fýrir
hvem áhafnarmeðlim.
„HRYLLILEGT
OFBELDI”
— segir Reagan Bandaríkjaforseti
Ronald Reagan BandarUcjaforseti
hefur lýst yfir hneykslan sinni og
gremju vegna þess sem hann kaUar
„viUimennsku” Sovétstjórnarinnar
með því aö láta skjóta s-kóreanska far-
þegaþotu með 269 manns innanborðs.
Hefur hann vísað á bug skýringum
Moskvu á atburðinum sem algjörlega
ófuUnægjandi.
Bandaríkjastjóm hefur krafist und-
andráttarlausrar skýringar af hálfu
Moskvustjómarinnar og mun ásamt S-
Kóreustjóm óska sérstaks fundar í
öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til
þess að fjalla um máUð.
„Okkur brestur orð tU þess að lýsa
viðurstyggð okkar á þessu hrylUlega
ofbeldi eða þeim viðbjóö sem aUur
heimurinn hefur á þessari skefjalausu
viUimennsku,” segir í yfirlýsingu sem
lesin var upp frá Bandaríkjaforseta í
Hvíta húsinu í gærkvöldi.
Einu svör Sovétstjórnarinnar hafa
birst í tUkynningu hinnar opinbera
fréttastofu, TASS, þar sem segir aö
óþekkt flugvel hafi fariö inn í lofthelgi
Sovétríkjanna viö Kamchatka-skaga
og Shakalineyju. Segir í henni aö flug-
vélin hafi hundsaö allar viðvaranir
orrustuflugvéla. En ósagt er látið
hvernig brugðist hafi verið við.
Viðbrögö um aUan heim hafa verið í
svipuðum streng og hjá Bandaríkja-
stjórn og stjóm S-Kóreu þar sem
þjóðarleiötogar hafa lýst yfir óþokka
sínumáatburðinum.
Innan Bandaríkjanna hafa vaknað
raddir sem krefjast þess að gripið
verði tU viðskiptabanns og annarra
refsiaðgerða gegn Sovétríkjunum
vegna þessa atburðar.
— Meðal farþega í kóreönsku flug-
vélinni, sem var á leiðinni frá New
York til Seoul í S-Kóreu, var Larry
McDonald fulltrúadeildarþingmaður
demókrata, en hann var einnig for-
maður John Birch-samtakanna sem
þykja mjög íhaldssöm. McDonald var
einn harðasti gagnrýnandi Sovét-
stjórnarinnar meöal þingmanna í
Bandaríkjunum.
Um leið hefur komið upp gagnrýni
meöal stöku manna í Bandaríkjunum
fyrir það að Bandaríkjaher hafi
ljóstrað of miklu upp um njósnagetu
sína með nákvæmum lýsingum á sam-
tölum sovésku orrustuflugmannanna
við stjómendur sína því aö þau samtöl
vora hljóðrituð.
Segja fulltrúar bandaríska utan-
ríkisráöuneytisins engan vafaleika á
því hvað skeð hafi. Hljóöritanimar
þykja sýna um leið að árásin á far-
þegaþotuna hafi haft það langan
aðdraganda og flugmennimir lýst í tal-
stöðvum sinum rækilega athöfnum
öllum að ekki sé um að ræða fljótfæmi
eða óöagot.
Fyrir nákvæmlega 29 árum kvart-
aöi Bandaríkjastjórn við öryggisráð
Sameinuöu þjóðanna undan því að
Sovétmenn hefðu ráðist og skotið á
bandaríska flotaflugvél sem skotin var
niður um 100 mílur austur af
Vladivostock yfir alþjóðlegum
siglingaleiðum. Það var 4. september
1954. Sovétmenn báru því við að vélin
hefði rofið lofthelgi og ekki hlýönast
orrustuflugvélum sem vildu bægjai
henni út fyrir aftur.
20. apríl 1978 réðst sovésk
orrustuþota á farþegaþotu frá S-Kóreu
og neyddi hana til þess að nauölenda í
grennd við Murmansk. 110 manns voru
um borð í vélinni og létu tveir lífið. Sú
vél var á leið yfir Norðurpólinn frá
París til Seoul og hafði haft viökomu I
Anchorage í Alaska eins og júmbó-
þotan gerði í þessari ferð.