Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1983, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1983, Page 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER1983. Útgáfuféiag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjdmarformaöurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA12—14.SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11.SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. P rentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áksriftarverð á mánuði 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr. Helgarblaö22kr. Vélrængrimmd Hin vélræna grimmd sovézka kerfisins kom greinilega í ljós á fimmtudaginn. Þá voru 269 manns myrtir um borð í farþegaþotu á þann hátt að sovézk stríðsþota „eyddi” henni með eldflaug. Þetta einstæða fjöldamorð verður ekki skilið, nema menn átti sig á kerfinu, sem liggur að baki. Þetta kerfi er ekki neitt venjulegt þjóðskipulag, heldur öflug stríðsvél með innilokunaræði. Nógur tími var fyrir sovézku morðingjana að átta sig á, að skotmarkið var farþegaþota, en ekki njósnaþota, enda komu þeir svo nálægt, að þeir gátu séð það með berum augum. Innilokunaræði stríðsvélarinnar er svo algert, að hún reynir aö hneppa í varðhald alla þá íbúa ríkisins, sem ekki hafa nákvæmlega sömu skoðun og valdhafarnir á hverjumtíma. Friðarsinnar eru teknir fastir, af því að stjórnin og flokkurinn eru einfær um að stunda friðarstefnu. Friðar- sinnar eru aðeins nothæfir á Vesturlöndum, en ekki í sæluríki friðarins. Innilokunaræði stríðsvélarinnar er svo algert, að þeir eru hreinlega taldir geðveikir, sem ekki hafa nákvæm- lega sömu skoðun og valdhafarnir á hverjum tíma. Slíkir menn eru settir á geðveikrahæli, þar sem dælt er í þá eiturlyfjum til að brjóta þá andlega. Hvar sem finnst ögn af sjálfstæðri hugsun, þá skal henni eytt eins og farþegaþotunni. Hin vélræna grimmd stríðsvélarinnar kemur einnig greinilega í ljós í tregðu sovézkra stjórnvalda við að hleypa fólki úr landi og leyfa fjölskyldum að sameinast. I kerfinu örlar hvergi á mannúð. Jafnskjótt og einhver biður um að fá að flytjast af landi brott, er hann rekinn úr starfi og neitað um vinnu. Um leið eru hafnar ofsóknir gegn honum og hans nánustu. Morðið á 269 manns var ekki einkaframtak geðveiks stríðsmanns. Sovézki morðinginn fór nákvæmlega eftir fyrirmælum af jörðu niðri. Fyrst var honum sagt að miða og síðan að skjóta. Þetta var endurtekið þrisvar sinnum. Það er kerfið sjálft, sem er sjúkt, en ekki fjölda- morðinginn einn, sem fór bara eftir fyrirmælum. Það er sovézka stríðsvélin, sem þolir engin nágrannaríki án þess að kúga þau. Þannig hefur vélræn stríðsvélin lagt undir sig Austur- Evrópu og er nú að leggja undir sig Afganistan. Hún skilur ekkert nema valdið nakið. Og hún hefur kláða í gikkfingrinum. I hvert skipti, sem friðarsinni opnar munninn á Vestur- löndum, lítur Sovétstjórnin á það sem enn eina sönnun þess, að Vesturlönd muni bogna og játast undir valdið, bara ef hún hafi meira úthald og gefi hvergi eftir. Friðarhreyfingin á Vesturlöndum styrkir þá forlagatrú stríðsvélarinnar, aö hún muni sigra heiminn, svo sem segir í biblíu Leníns. 269 manns í þotu skipta engu máli í svo víðfeðmri hugsjón. Eitt einkenna innilokunaróðu stríðsvélarinnar er að undirrita alls konar samninga við önnur ríki án þess að taka meira mark á slíku en eigin stjórnarskrá. Þannig undirritaði hún mannréttindaákvæði Helsinki-samnings- ins. Hin illræmda leyniþjónusta Sovétríkjanna er um það bil að taka öll völd í stríðsvélinni. Höfundur innrásarinn- ar í Ungverjaland og geðveikrahæla fyrir andófsmenn er kominn í æðsta valdasess. Það er sjálfur Andrópof. Fjöldamoröið á fimmtudaginn er bara eitt dæmi af mörgum um hina vélrænu grimmd stríðsvélar með inni- lokunaræði. Jónas Kristjánsson. Hvernig má bæta verkalýöshreyf inguna? Fjármálabáknið er of mikið Eg held aö ekki sé of langt gengið, þótt staöhæft sé aö verkalýðshreyf- ingin sé oröin allstórt fjármálalegt bákn í samfélaginu. Til hægöarauka má skipta fjármálaveldinu í þrennt. I fyrsta lagi höfum viö fjármál félag- anna sjálfra og hina ýmsu sjóöi þeirra. Þessi fjármál byggjast á fé- lagsgjöldum félagsmannanna. I ööru lagi eru sjóöir sem einu nafni má kalla „afkomusjóöi”, en í þeim hópi er sjúkrasjóðir einstakra félaga, fjármagnaðir af félagsgjöldum, — lífeyrissjóöir sem fjármagnaöir eru af launafólki og atvinnurekendum, og loks atvinnuleysistryggingarsjóö- ir. I þriöja lagi er svo um að ræða at- vinnurekstur stofnana eöa fyrir- tækja sem verkalýöshreyfingin á aö- ildað. Vald og spilling Fjármálabákninu fylgir mikiö vald og sérstök tegund af valdi. Og því fylgir líka óhjákvæmilega ástand, sem margir telja aö kalli á spillingu. Það er þegar einstaklingar fara aö hafa möguleika til að nota þessi fjármálavöld sjálfum sér, vild- arvinum sínum, flokkssystkinum o.fl. til framdráttar. Auövitaö eru allir á móti slíkri spiilingu, nema þá þeir sem flæktir eru í hana. Besta ráðið tii að fyrirbyggja hana er aö losa sig viö þær aðstæöur sem geta skapað hana. Auk þess er mikiö vafamál aö réttlætanlegt sé að verkalýöshreyfingin sé fjármála- bákn sem þar meö fer aö hafa hags- muni af ríkjandi kerfi og viðhaldi þess og fer aö beita sömu aðferðum og drottnarar kerfisins. Er þetta ekki andstætt tiigangi og hlutverki verkalýðshreyfingarinnar? Félagsgjöld Flest félögin innheimta félagsgjöld af félagsmönnum sem prósentu af launum og er þá atvinnurekendum falið aö innheimta þau. Auk þess hafa flest félögin lítilsháttar viðbót- argjald, og eru engir fullgildir fé- lagsmenn meö kosningarétti, at- kvæðisrétti, rétti til sjúkrabóta o.s.frv. nema þeir greiðiþessa viöbót sem nemur tíðast ekki nema litlu broti af heildarupphæðinni sem viö- komandi borgar til félagsins. Þetta tvöfalda kerfi er fáránlegt og ætti aö leggjast af. Aukagjaldiö ætti að minu viti aðeins aö vera fyrir þá sem óskuöu eftir því að halda áfram aö vera félagsmenn án þess aö vera í vinnu sem fellur undir félagiö. Þetta gæti t.d. átt viö konur sem fara út af vinnumarkaðnum um stundarsakir Guðmundur Sæmundsson vegna barnauppeldis eöa annarra fjölskylduaöstæðna. Auk þess gæti það verið ágætis hvati tii átaka fyrir félagiö aö þeir sem vinna skv. lægsta taxta félagsins greiði aðeins auka- gjaldið. Skylduaðild? Ymsir hafa barist gegn svonefndri „skylduaöild” aö verkalýðsfélögun- um á þeirri forsendu aö hún sé skerð- ing á mannréttindum og félagafrelsi. Ég er ekki sammála þessum rödd- um, þótt ég skilji vel óánægju fólks yfir því aö vera skyldaö til aö vera í máttlausum flokksstýrðum félögum. En ég tel þó að launafólki sé nokkur vörn í því aö halda þessari reglu. Ef hún yröi af lögö tæki ekkert annað við en lögmál frumskógarins, þar sem sífellt er troöiö á þeim sem minna mega sín. Ég lít því á félagsaöild að verkalýðsfélögum á svipaöan hátt og aðild aö samfélaginu. Við getum ekki sagt okkur úr samfélagi Islendinga — nema flytja burt af landinu. En hinum óánægðu vil ég benda á leið: — aö gerast virkir í félaginu sínu og reyna að breyta því til batnaöar. Afkomusjóðirnir leggist nið- ur Eg tel ákaflega óheppilegt aö hreyfingin sé aö vasast í aö deila út peningum til fólks. Slíkt býöur alltaf upp á spillingu, þar sem verst lætur, en óánægju og tortryggni þar sem betur er. Félögin og hreyfingin ættu því aö losa sig viö allt sh'kt, sem auk þess er búiö að gefa þeim þann svip að þau séu stofnanir fremur en fé- lagasamtök fólks. Handhægast, ódýrast, eðlilegast og hagkvæmast yröi aö leggja alla afkomusjóöina undir Tryggingastofnun ríkissins, þar sem svipuð starfsemi fer nú þegar fram. Meö því móti væri þaö á einni hendi að tryggja fólki lífeyri vegna aldurs, sjúkleika, atvinnu- leysis og annars sem því tengist. Sjálfsagt væri að láta atvinnurek- endur áfram fjármagna sinn hlut í þessu, en að ööru leyti yröi að inn- heimta fé til þess meö almennri skattheimtu. Það hlutverk lífeyrissjóöanna aö lána fé til húsbygginga mundi þá sjálfkrafa færast undir Húsnæðis- stofnun ríkisins, sem um leið yrði að eflastórlega. Burt með bisnessinn! Þá komum viö aö rekstri fyrir- tækja sem verkalýðshreyfingin á aö- ild aö. Hér kennir ýmissa grasa. Ym- is verkalýðsfélög eiga hluti í einstök- um atvinnufyrirtækjum úti um allt land. Verkalýöshreyfingin í heild eöa stórir hlutar hennar eiga síðan aöild aö stórum fyrirtækjum, og ber þar hæst tvö milljónafyrirtæki, Alþýöu- bankann og Samvinnuferðir—Land- sýn. Þessum atvinnurekstri tel ég samtökum vinnandi fólks ekki sæm- andi að taka þátt í. Þaö samræmist alls ekki tilgangi þeirra. Eg tel aö hreyfingin eigi aö draga sig út úr rekstri svona fyrirtækja. Veröi þaö til þess aö þau hverfi, þá veröur að hafa það. Það er annarra en verka- lýðshreyfingarinnar að hafa áhyggj- ur af því. Og ég hef ekki heyrt fólk kvarta um þaö að hér væru t.d. of fá- ir bankar eða of fáar ferðaskrifstof- ur. Rétt er aö nefna aö hreyfingin og einstök félög standa einnig aö rekstri sem sjálfsagt er aö halda áfram. Rekstri sem er henni og félögum hennar mjög svo viökomandi. Þar á ég t.d. viö rekstur orlofsheimila, fé- lagsmálaskóla, listasafns, feröa- sjóöa, fræðslusjóða og fleira í þeim dúr. Lokaorð Þetta er síðasta greinin í þessum greinaflokki mínum. Nú er spurning- in: Eru þetta aðeins háleitar og óraunsæjar hugmyndir, sem aidrei geta náð fram aö ganga vegna and- stöðu þeirra sem öllu ráöa? Ef ég svaraði þessari spumingu játandi, heföi mér varla fundist taka því aö skrifa þennan greinaflokk. Ritdóm- arar flokksblaöanna héldu því fram í ritdómum sínum um bókina mína „Ö þaö er dýrlegt aö drottna” aö ég mál- aði skrattann svo kolsvartan á vegg- inn aö þar væri enga von aö finna. Þetta var auðvitað útúrsnúningur eins og svo margt annað í umfjöllun þeirra. Leiöimar til að ná fram um- bótum era til. Eg hef reynt sumar þeirra. Þið hafiö reynt aðrar. Mestu skiptir þó aö viö gerum eitthvað, prófum okkur áfram og reynum að finna þær baráttuaðferðir sem henta á hverjum staö og hverjum tíma og þeim einstaklingum sem taka þátt í baráttunni. Góöir lesendur. Eg hef nú dregiö saman á einn staö skoðanir mínar og annarra og þær hugmyndir og tillög- ur til úrbóta sem ég er hrifnastur af. Þiö hafiö aörar jafngóöar skoðanir og hugmyndir, og ykkar framlag jafnmikilvægt og mitt. En orö eru til alls fyrst. Eg skrifaöi þessar greinar til aö reyna aö ýta undir umræður meöal alls launafólks um hagsmuna- mál sín. Vonandi sprettur upp úr um- ræöunni vilji til umbóta og breyt- inga, því aö verkalýðshreyfingin er aö koöna niður og veröa okkur gagnslaus. Sá vilji þarf að breytast í baráttu, og þá efast ég ekki um aö árangurinn veröur umtalsveröur. Guðmundur Sæmundsson, Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.