Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1983, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1983, Síða 13
DV. FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER1983. 13 Það voru vonsviknir samninga- menn, sem skriðu undan „laufkrón- um trjánna” í Lundúnum föstudag- inn 19. þ.m. eftir daglangan viðræðu- fund með forráðamönnum Alusuisse. Upphaflega var áformað, að þessi fundur stæði í tvo daga, en á föstu- dagskvöldið sigldu viðræður aðila í strand. Undarlega hljótt hefur verið um niðurstöður þessa fundar, enda mun útkoma hans hafa valdið is- lensku samninganefndinni augljós- um vonbrigðum. Ef marka má yfir- lýsingar málgagna ríkisstjórnarinn- ar fyrir fundinn, gerðu íslensk stjómvöld sér vonir um að samning- ar tækjust í áldeilunni á fundinum, enda viðbúnaður t.d. DV við það mið- aður. Sérstakur sendimaður blaðsins var á vettvangi og sendi reyfara- kenndar fréttir af viðræðum „undir laufkrónum trjánna” í garði hótels nokkurs. „Málin flókin og átaksill" Þessi samningaför íslensku álvið- ræðunefndarinnar reyndist þó furðu endaslepp og vafalaust hin mesta sneypuför, enda forðuðust samn- ingamenn samskipti viö f jölmiðla við heimkomuna. Það litla sem unnt reyndist að toga upp úr dr. Nordal og hinum orðvara Guðmundi G. var sýnilega hlaðið vonbrigðum einum, þótt eðlilega reyndu kempurnar að bera sig mannalega. Dr. Jóhannes var t.d. „tiltölulega ánægður” og taldi að „okkur miðaði verulega áfram varðandi flest umræðuefnin, en málið er flókið..o.s.frv. Sýni- lega hafði Guðmundi miðað betur í viðræðunum og taldi hann samkomu- lagíburðarliðnum: „Þetta er þannig upp byggt,” sagði Guömundur, „að í fyrstu er stefnt að bráðabirgðasam- komulagi um að semja, og verði þá miðað við að ljúka samningum fyrir X. apríl 1984. Við viljum að í bráða- birgðasamkomulaginu verði orku- verðið hækkað eitthvað sem skref í upphafi.” Lét Guðmundur þess þó ekki getið, hvort hin víðkunna tvíeyr- ingstillaga hans yrði þar lögð til grundvallar. Lýsing Sverris Hermannssonar iönaðarráðherra á niðurstööum fundarins er þó nöturlegust, en um leiðeinnatrúverðugust: „Fundurinn gekk erfiðlega og árangurinn lítill sem enginn. .. Svisslendingarnir vilja ekki borga það orkuverð sem við teljum okkur þurfa að fá. ..” — Eins lét Sverrir þess getið í samtali viö útvarpið, að Alusuisse-menn væru „mjög staðir”, og eins í öðru viðtali, „að málið væri þungt í vöfum og erfitt viðureignar, átaksillt eins og sagt er um sæbarið fjörugrjót.” Ennfremur sagði Sverrir: „Ég er auðvitað ekki nógu ánægður með þessa samningafundi meðan ekki hefur náðst viðhlítandi árangur í því sem er aðalatriðið, byrjunarhækkun á orkuverði. Það er forsenda fram- haldsins og önnur atriði falla í skugg- ann á meðan.” — Jæja, það var og. Hvað tefur samningana núna? Aðurnefndar tilvitnanir og sú þögn, sem málgögn ríkisstjórnar- flokkanna hafa kosið að sveipa um árangur þessa þriðja samningafund- ar íslenskra stjómvalda og Alu- suisse, eru í næsta hróplegu ósam- ræmi við allan þann bumbuslátt, sem til þessa hefur ríkt í þeim her- búðum um sterka samningsstöðu nefndarinnar og vinsamleg sam- skipti hennar við „heiðursmennina”. Strax eftir fyrsta fundinn í vor, þar sem dr. Miiller og félagar sannfærð- ust um, að við „aðra herramenn” væri að eiga nú en áður hér á landi, virtust samningar um álverið nánast dagaspursmál og fyrirstaðan engin. Raunar gaf einn samningamanna ís- lensku viöræðunefndarinnar, Guð- mundur G. Þórarinsson, út þá yfir- lýsingu í s jónvarpsviðtali strax í vet- ur sl„ að um leið og hann væri laus úr ,Jiænsnabúri” Hjörleifs Guttorms- sonar og málin yrðu tekin úr höndum þess síðamefnda, væri þetta allt saman leikur einn, — það þyrfti ein- göngu að setjast niöur í svo sem eina viku og ganga frá þessu í eitt skipti fyrir öll. Einfalt mál. Og er þá nema von að maður spyrji: Hvað tefur þá samningana núna? Af hverju sat Guðmundur G. ekki lengur „undir laufkrónum trjánna” í þessu heiðursmannavali Hvað tefur álsamningana? og lauk þessum samningum? Hefur maöurinn ratað í annað hænsnabúr? Hvað gerir málið svo „flókið og átaksillt” aö helst má likja við afl- raunir við sæbariö fjörugrjót? Hvernig má það vera, að þegar mestu hindruninni (þ.e. Alþýðu- lífi og varið sviksamlegt athæfl hans og réttlætt arðránið af veru hans hér eins og vændiskona glat- aðan meydóm sinn. Þeir sem nú sitja af Islands hálfu við samn- ingaborðið, bera sömu andlitin og sömu nöfnin og þeir samninga- Kjallarinn Gunnlaugur Haraldsson „Dr. Míiller hefur boðið í nýja rúbertu við ^ spilaborðið í Sviss hinn 6. september nk. Þar verður spilað um efnahagslega framtíð þessarar þjóðar. Því miður óttast ég, að íslenska samninganefndin fari nokkra „down” í því mikilvæga spili.” bandalaginu og Hjörleifi Guttorms- syni) hef ur verið rutt úr vegi, að ekki skuli takast sættir með „herramönn- unum?” Ekki er þess að vænta, að nokkur svör berist almenningi við slíkum spurningum sem þessum, hvorki frá samningamönnum sjálfum né núver- andi iðnaðarráðherra, sem gagn- stætt vinnubrögðum forvera síns hef- ur kosið að harðloka fyrir allt upplýs- ingastreymi um máliö, jafnt til flokka stjómarandstöðunnar sem til almennings. En þrátt fyrir þagnar- múr stjómvalda, síast ýmislegt út í gegnum kostuleg leiðaraskrif Mogga og Tíma um málið svo og þau viðtöl, sem birst hafa við ábyrga aðila þessa máls aö undanförnu. Þar glitt- ir í baksvið, sem að sönnu kemur ekki á óvart, en er engu að síður kvíövænlegt. Fangar fortíðarinnar Ástæðurnar fyrir því, að málið veitist íslenskum stjómvöldum svo „flókið og átaksillt” verða að skoð- ast í ljósi atburða undangenginna ára. 1. Samninganefndin og hin íslenska ríkisstjórn er að stórum hluta sú hin sama draugahjörð, sem á tím- um viðreisnarstjórnarinnar hefur annast alla samninga og ábyrg fyrir þeim hraklegu viðskiptum, sem gerð hafa verið við Alusuisse allt frá upphafi. Þar er saman komin sú vamarsveit, sem slegið hefur skjaldborg um hagsmuni auöhringsins í íslensku efnahags- menn, sem harðast ráku trippin árið 1966 og sömdu af sér 1969 og 1975. Þetta eru „herramennirnir” hans dr. Miillers, enda leynir sér ekki gleðin yfir að hitta þessa við- ræðugóðu sveit á ný, — þá Jóhann- es Nordal, Steingrím Hermanns- son, Geir Hallgrímsson og svo Guðmund G„ sem auðsjáanlega nýtur vaxandi álits í höfuðstöðv- um auðhringsins. Og ekki skulu vantaldir töskuberamir Hjörtur Torfason og Garðar Ingvarsson, sem setið hafa eins og púkar á herðum Nordals í öllum viðskipta- samningum við Alusuisse. 2. Það er þessi vamarsveit ásamt stjórnarflokkunum óskiptum og þingmönnum Alþýðuflokksins til viðbótar, sem neytti allra bragða, utan þings sem innan, og aflsmun- ar í fjölmiðlun, til að hindra það að ríkisstjóm Gunnars Thorodd- sen með Hjörleif Guttormsson, þá iönaðarráðherra, í broddi fylking- ar meðhöndlaði þennan auðhring sem uppvís hafði orðið af marg- háttuðu svindli og samningsrofi, á þann hátt einan sem stjórnvöldum fullvalda og sjálfstæðs ríkis er sæmandi. Það var þessi vamar- sveit, sem kaus að rjúfa þá sam- fylkingu allra stjórnmálaafla í landinu, sem ein hefði dugað til að Islendingar héldu fuUum rétti sín- um gagnvart auðhringnum. 3. Það var þessi vamarsveit, sem hindraði að síðasta ríkisstjórn þvingaði auðhringinn til samn- inga út frá íslenskum hagsmun- um. Og nú, þegar þessi hin sama varnarsveit stendur frammi fyrir því að semja, verða hin sömu mál, sem Hjörleifur Guttormsson var ásakaður um aö vUja ekki semja um, bæöi „flókin og átaksill”. Upplýstur almenningur En af hverju eru máUn nú aUt í einu oröin svona „flókin og átaksiU” og ljúfmenni Alusuisse orðin svo bölvanlega stöö fyrir í samningum? Skýringin er vitanlega sú, að auö- hringurinn hefur aUa tíð verið „mjög staður” í öllum þeim samningum, sem á einhvern hátt snerta eða skerða hagsmuni hans. Það Uggur í eðli auðhringa og á því byggist til- vera þeirra. Hins vegar hefur ís- lenska samninganefndin verið mis- jafnlega auðblekkt og eftirgefanleg. Það sýnir best sú upprifjun, sem gerð hefur verið á fyrri samningum hennar við auðhringinn. Og það var sUk eftirgjöf, sem varnarsveit Alu- suisse vildi að Hjörleifur veitti auð- hringnum fyrir nokkrum misserum síöan. En góðu heiUi hafði Hjörleifur og flokkur hans, Alþýöubandalagið, afl til að hrinda þeim þrýstingi. Nú stendur það hins vegar upp á hina íslensku varnarsveit Alusuisse að standa við öll stóru orðin og ná samningum við auðhringinn. En nú í dag er þaö einfaldlega erfiðar en t.d. 1975. Nú eru andstæð stjórnmálaöfl og raunar allur almenningur í land- inu vel upplýstur um alla þætti máls- ins, þannig að vamarsveitinni Uðst ekki lengur að stinga undir stól viö- kvæmum ágreiningsatriðum (s.s. meintum skattsvikum, yfirverði á aðföngum o.s.frv.) eða aö koma heim af samningafundi með nokkur miU í vasanum til viðbótar því smán- arverði, sem álverið greiðir fyrir orkuna. Og það getur verið býsna snúið að þjóna tveimur herrum, Alusuisse og íslensku þjóðinni. Islensk alþýða og fyrirtæki fylgjast nokkuð með því núna af eigin rafmagnsreikningum, hversu ál-ómaginn er þungur á fóðr- um. A meöan álverið greiðir 18 aura fyrir þá kílóvattstund, sem kostar 57 aura að framleiða í landinu og þegar dr. Múller neitar að borga meira en 2—5 aura tU viðbótar, þá eru málin býsna „flókin og átaksiU”. Og á með- an dr. MiiUer neitar að greiða nema 17 mUl fyrir hverja þá kUóvattstund, sem ráðgert er að virkja þurfi í framtíðinni tU að hægt verði að kynda undir kötlum í helmingi stærra álveri í Straumsvík, en fram- leiðslukostnaður hverrar kUóvatt- stundar úr Blönduvirkjun er áætl- aður um 25 miU, þá eru málin „flókin og átaksiU” fyrir dr. Nordal og fé- laga hans, sem núorðið vita mæta vel, að þjóöin fylgist grannt með og mun rýna í og bera saman reikning- . ana, þegar gengið veröur frá samn- ingum við auðhringinn. Hugmyndafræðilegt gjaldþrot Er það sem dr. Nordal og vamar- sveit Alusuisse hérlendis er erfiðast í þessum samningum og torveldar þeim svo mjög átökin við „fjöru- grjótið” er vitanlega sú afstaða og frammistaða, sem þessir aðilar hafa auðsýnt Alusuisse við samninga- borðið fyrr á árum og viöhaldið og varið eins og mest má vera tU þess- arar stundar. Fyrri samningsafglöp og undirlægjuháttur gagnvart auð- hringnum er í raun sá AkkilesarhæU, sem ráðamenn Alusuisse ota spjót- umsínum að nú. Islenska rikLsstjórnin og samn- inganefnd hennar skortir nefnUega allar hugmyndafræðUegar forsendur tU að setja auðhringnum stóUnn fyrir dyrnar. Af hennar hálfu Uggja ekki fýrir nein yfirlýst markmiö um hversu langt skuli ganga í orkusölu- stefnunni og hversu mikinn hlut er ráölegt að veita erlendum auð- hringum og f jármagnseigendum í at- vinnu- og efnahagsh'fi þjóðarinnar, eða hversu mikiUa vildarkjara hinn erlendi aðUi skuU njóta hérlendis umfram innlend fyrirtæki og at- vinnurekstur. Svo lengi sem þessi markmið eru óskýrð og íslensk ríkis- stjóm skeUir skollaeyrum við öllum viðvörunarmerkjum um það misk- unnarlausa eðU fjölþjóðaauöhringa að mergsjúga smáþjóðir og vanþró- uð samfélög, og umgengst þá við samningaborðið eins og sérstaka vel- gjörðamenn og Islandsvini, — þá nær hún aldrei handfesti á hinu „sæ- barða fjörugrjóti” sem hún nú bisar við. Skuggar fortíðarinnar, hið hug- myndafræðUega gjaldþrot stóriðju- og orkusölustefnuUialdsins, marg- endurtekin samningsafglöp gagn- vart auðhringnum ásamt makalaus- um upphlaupum og yfirlýsingum á síðustu árum í varðstöðunni um hagsmuni Alusuisse hérlendis, jafn- gUda nefnilega því að samninga- nefnd Nordals gengur tU þessara átaka með báðar hendur bundnar á bak aftur. Þá sterku samningsstööu, sem Hjörleifur Guttormsson byggði upp með rökföstum hætti á árunum 1979—1983, tókst álflokkunum og varðsveit auðhringsins aö méla í smátt í pólitískum vesaldómi sínum. Þess vegna situr dr. Muller nú meö ÖU trompin á hendi og leikur sér að íslensku samninganefndinni eins og köttur að mús. Það er ekki nóg með það aö Alusuisse-menn hafi séð á öll spU viðsemjenda sinna. Þeir hafa h'ka stokkað þau, gefið og ráöa nú sögninni einnig. Dr. Muller hefur boðið í nýja rúbertu við spUaborðið í Sviss hinn 6. september nk. Þar verður á ný spUað um efnahagslega framtíð þessarar þjóðar. Því miður óttast ég, að ís- lenska samninganefndin fari nokkra „down” í því mikUvæga spUi. Gunnlaugur Haraldsson, þjóðháttafræðingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.