Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1983, Side 14
14
DV. FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER1983.
Spurningin
Hefur þú trú á að hann
fari að stytta upp?
(spurt í Vestmannaeyjum)
Öskar F. Brynjarsson rafvirki: Já, ég
hef trú á því, líttu bara á skýin. Það
verður sólskin á morgun.
Eiisabet Amoddsdóttir hjúkrunar-
kona: Ég er alltaf vongóð og held í von-
ina endalaust. Sól inni, sól úti, sól í
hjarta og sól í sinni.
Atli Elíasson steypubilastjóri:
Auðvitað, það er ekki hægt annað, það
verður betra á morgun.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Enn um dagvistar-
gjöld og meðlög
—fæég
fátæklingasúpu
í ráðuneyt inu?
spyreinstæð
móðir
H.S. 4034—9537, einstæð móðir með tvö
böm, skrifar:
Ég er hjartanlega sammála lesenda-
bréfi frá Guðrúnu Rós í Hafnarfirði,
sem birtist í DV 26. ágúst. Gjöld á dag-
vistarstofnunum fyrir börn hækka
hraöar og meira en meðlög, auk þess
sem þau þurfa aðgreiöast fyrr.
1. Dagvistargjöld hækka um 10%
þann 1. september (hliðstætt og póstur
og sími, hitaveitan o.s.frv.) og verða
þá kr. 1900 fyrir bamið. Meðlög eru nú
kr. 1553 og hækka ekki fyrr en 1. októ-
ber og þá væntanlega um 4%, eins og
laun.
Biliö milli dagvistargjalds og með-
lags þarf móðirin að brúa. I september
lítur dæmið þannig út:
Móðir með eitt barn — kr. 347
Móöir með tvö böm — kr. 694
Móðir meö þrjú börn — kr. 1041
Þetta er sá mismunur milli dag-
heimilisgjalds og meðlags sem hún
þarf að bæta við.
2. Dagheimilin óska eftir aö gjöld
fyrir börnin séu greidd í síðasta lagi
þann 6. hvers mánaðar. Meðlög úr
tryggingum eru hins vegar ekki greidd
út fyrr en þann 10. Meðan Sumargjöf
rak dagheimilin þurfti ekki að greiöa
gjöldin fyrr en 12. hvers mánaðar,
sumsé eftir að meölögin voru komin.
Hvers vegna gat Sumargjöf fremur
gefið greiðslufrest en Reykjavíkur-
borg? Og þegar dagheimilin heimta
sína peninga þann 6. getum við þá ekki
heimtaðmeðlögin þann sama dag?
3. Nú kemur eitt sem mér er algjör-
'lega óskiljanlegt. Samkvæmt lögum
mun barnsfaðir eiga að greiða helming
af framfærslu bama á móti móður. Or
tryggingunum fæ ég frá honum kr.
1553, minn eigin hlutur hlýtur að vera
þaö sama, þannig að bamið fær alls kr.
3106 frá okkur báðum. Þar af renna
1900 kr. beint til dagheimilisins.
Og nú vil ég spyrja. Hvernig getur
dagheiliöið þurft kr. 1900 fyrir gæslu og
fæði bams í 8 stundir 5 daga vikunnar,
þegar ég á að láta mér nægja kr. 1206
fyrir gæslu og fæði fyrir þær 16 stundir,
sem eftir eru og á þó eftir að kaupa
allan fatnaö og annað sem bamið þarf.
(Við skulum alveg sleppa þeirri
ábyrgö, sem ég ber á andlegum þroska
bamsins, enda verður slíkt aldrei met-
iðtilfjár.)
Ef þeir í hinu háa dómsmálaráðu-
neyti eiga handa mér uppskrift að
því hvemig ég á aö fara að þessu, þá
em það víst fleiri en ég sem verða
fegnir að fá hana. Varla er meiningin
að ég komi upp í ráöuneyti til aö fá þar
súpu, því matgjafir handa fátækl-
ingum em liðnar undir lok, er það
ekki?
PS: Ég vil gjama láta þess getið að
ég er mjög þakklát dagheimilunum
fyrir góða þjónustu. Og mér finnst
fjarska ósanngjarnt að fóstrur skuli
ekki fá greidda neina eftirvinnu, þótt
þær lendi í að bíða með börn fram yfir
tilskilinn vinnutíma, þegar foreldrar
tefjast, til dæmis vegna ófærðar. Það
eruekkimargiraðrir starfshópar sem
þannig vinna launalaust.
Þegar dagheimilið hefur fengið sínar
kr. 1900 fyrir baraið er harla lítið eftir,
skrifar 4034—9537, og fögur orð um þá
sem eiga aö erfa landið hrökkva
skammt í matarpottinn.
DV-mynd AldaLóa.
Guðlaugur Stefánsson umboðssali: Jú,
það hlýtur að fara að lagast, vegna
þess að það getur ekki versnað.
Lilja Hanna Baldursdóttir B.h.: Nei
hef ekki trú á því, ég sé ekkert nema
lægöir og svoleiðis á veðurkortum. Ég
er orðin svo vön rigningunni.
Kristín Pálsdóttir framreiðslustúlka:
Ég hef ekki trú á því í bili. Ferlega er
þetta asnaleg spuming.
Eru brunavamir á
Iðnsýningunni í lagi?
— fullt samráð
við eldvamai-
eftirlit, segir
stjórn
sýningarinnar
Ein eldhrædd hringdi:
Ég fór með fjölskyldu mína á Iðnsýn-
inguna á laugardaginn var. Mér fannst
einkennilegt að sjá ekki neinn bruna-
vörð á staðnum. Ég hélt þeir ættu allt-
af aö vera á svona fjölmennum manna-
mótum og hef ég séð þá á miklu fá-
mennari sýningum í Laugardalshöll-
inni með kalltæki og í viðbragðsstöðu.
Það var mikill troðningur þegar far-
ið var inn á tískusýninguna og ég gat
ekki annaö en hugsað: Hvaö skyldi
gerast ef nú kviknaði í?
Að vísu var bannað að reykja, en Is-
lendingar eru stundum kærulausir um
boð og bönn. Ég sá talsvert af slökkvi-
tækjum en kæmi eldur upp finnst mér
að einhver þyfti að stjórna hvemig þau
væru notuð. Þama er víða verið að
sjóða mat og mikið af eldfimu efni í
básunum þannig að ekki þyrfti mikið
út af að bera.
Bjarai Þór, framkvæmdastjóri Iðnsýn-
ingar:
Þótt brunaverðir séu ekki stöðugt á
ferli á svæðinu þá höfum við reynt að
gæta vel að þessu atriði. Tveir bruna-
verðir frá eldvarnaeftirlitinu voru
okkur til aöstoöar meðan sýningin var
sett upp. Allt tau og annað efni, svo
sem himnar yfir sýningarbásum, gólf-
teppi og svo framvegis , er eldvarið og
starfsfólki hefur verið leiðbeint um
Slökkvfliðsmaður með slökkvitski.
notkun slökkvitækja. Þegar eld- þrír af starfsmönnum okkar með
gleypirinn sýnir atriði sitt eru jafnan slökkvitæki.
Hvaða hjálparstofnun
tekur við gleraugum?
Hafdís Ásgeirsdóttir hringdi: inn veit hvaða hjálparstofnun þetta
var.
Ég hef einhvern tíma séð auglýs- Vona aö DV geti hjálpað mér að
ingu um hjálparstofnun, sem tekur á upplýsa þetta mál, því ég er héma
móti gleraugum. En nú hef ég talað með ein sjö gleraugu, sem ég vil
við eina þrjá slíka aðila og allir helst ekki henda og vona að einhver
muna eftir að hafa séð þetta en eng- geti haft gagn af þeim.